Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 30. »naí 1959 Nokkrar svipmyndir af fimdarmönnmn Lárus Rist og Jón Mclstað. Jónmundur Zóphoníasson og Þorlákur Hallgrímsson, á bak við Siguður Lúther og fleiri. Torfi Guðlaugsson, Valdimar Antonsson og sr. Fjalar Sigurjónsson. Á bak við Hannes J. Magnússon, Tryggvi Þorsteinsson og fleiri Ólafur Magnússon, Jón Þórðarson og Daníel Guðjónsson á Ieið í kaífið. — (Ljósmyndir: E. D.). - Frá aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga Framliald af 1. siðit. öllum á þessu árabili ágæta sam- vinnu, svo og stjórnum félagsins og starfsfólki. Hólmgeir réðist til KEA 1916. Hann var fundarstjóri aðalfunda KEA 22 ár samfleytt og mjög oft einn af fulltrúum þess á aðalf. SÍS. Hann óskaði fé- laginu blessunar, bæði fjárhags- legrar, og þó fyrst og femst þeirr- ar blessunar er fylgir manndómi og drengskap. Miklar umræður urðu um framtíðarstarf félagsins. Fulltrúar gengu í leikhúsið að loknum fundarstörfum og horfðu á sjónleikinn „Vakið og syngið“. Tillögur félagsstjórnar. Aðalfundurinn samþykkti þær tillögur kaupfélagsstjórnarinnar, að innstæða ágóðareiknings í árslok 1958, um hálf önnur millj., úthlutist og leggist í stofnsjóð fé- lagsmanna 3% af ágóðaskyldri vöruúttekt. Ennfremur, að tekju- afgangi Stjörnuapóteks árið 1958 úthlutist og leggist inn í reikn- inga félagsmanna 6% af úttekt þeirra í apótekinu, sem þeir hafa sjálfir greitt, og 6% af arði félags manna við brauðgerð. Þá sam- þykkti fundurinn ákvörðun árs- fundar Mjólkursamlagsins um útborgun eftirstöðva á reksturs- reikningi Mjólkursaml. 1958. Óvæntur gestur. Þegar hér var komið sögu heimsótti fundinn óvenjulegur gestur. Það var Svavvas Jo- hannidis frá Kýpur. En hann er hér á ferðalagi til að kynna sér íslenzk samvinnumál. Flutti hann eftirtektarvert erindr á fundin- um, en Anton Kristjánsson vél- ritari þýddi úr ensku á íslenzku. Verður þetta erindi e. t. v. gert að umtalsefni hér í blaðinu. — Formaður og fundarstjóri þökk- uðu og Bernharð Stefánsson al- þingismaður bað gestinn fyrir hlýjar kveðjur til Kýpurbúa. SÍÐARI FUNDARDAGUR. Fundur hófst að nýju kl. 10 árdegis á fimmtudaginn. Þá hóf- ust umræður um framtíðarstarf- semi Kaupfélags Eyfirðinga og önnur mál. Jónas Jónsson, Glerárhverfi, gerði byggingu útibús í Glerár- hverfi að umtalsefni, átaldi tafir á framkvæmdum og gerði fyrir- spurnir, sem framkvæmdastjóri svaraði. Lítur nú út fyrir að bygging nýs útibús hefjist mjög bráðlega. Ilafliði Guðmundsson ræddi ennfremur um hið nýja útibú í Glerárþorpi o. fl. Hjalti Haraldsson ræddi um arðsúthlutun og unga fólkið og samvinnufélögin. Jóhann Sigurðsson tók til máls um samvinnumál og stjórnmál. Haraldur Þorvaldsson um sama efni o. fl. Jón Jónsson stjórnamefndar- maður flutti þá tillögu stjórnar KEA, að 30 þús. kr. af ágóða Efnagerðar KEA á sl. ári yrðu látnar renna til Menningarsjóðs félagsins. Tekjustofn hans væri raunar enginn nú og þyrfti úr að bæta (naut áður hluta af hagnaði af utanfélagsmannaviðskiptum). Stjórnin leggur ennfremur til, að ágóði af Efnagerðinni renni framvegis í þennan sjóð og var það samþykkt samhljóða. Bjarni Halldórsson skrifstofu- stjóri ræddi um gildi Menning- arsjóðs og um nauðsyn þess að efla hann. Þá taldi hann styrk þessa sjóðs við félagsheimilin at- hugaverðan og spunnust umræð- ur út frá því um rekstur félags- heimila. Garðar Halldórsson oddviti gaf nokkrar upplýsingar varðandi þann rekstur og svaraði athuga- semdum er lutu að starfsemi fé- lagsheimila. Bernharð Stefánsson stjórnar- nefndarmaður flutti tillögu stjórnar KEA um að félagið legði 20 þús. kr. til Matthíasar- safnsins og skýrði frá því m. a. að efri hæð Sigurhæða, húss skálds- ins, hefði verið keypt og þar ætti að koma fyrir munum úr búi Matthíasar. Safnið þyrfti töluvert fjármagn, en væri févana. Helgi Símonarson bar fram breytingartillögu um að framlag- ið yrði hækkað í 25 þús. kr. og HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON endurskoðandi í 30 ár. HANNESI DAVÍÐSSYNI þakkaðar stórar gjafir til búnað- armála og skógræktar. var það samþykkt. Hjörtur Þórarinsson gerði þá fyrirspurn hvort hægt mundi vera að verðtryggja stofnsjóði félagsmanna, þar sem allir sjóðir rýrðust mjög vegna verðbólg- unnar. Framkvæmdastjóri kvað málið hagfræðilegs eðlis, og skýrði ýmis atriði í því sambandi. Málið yrði naumast leyst nema á breiðum grundvelli, en sjálfsagt væri þó að láta fara fram athugun á verðtryggingu og kynni hún að leiða til farsællar lausnar. Árni Jónsson tilraunastjóri gerði reikninga félagsins að um- ræðuefni og óskaði þess að stjórn KEA sæi sér fært að prenta reikninga allra fyrirtækja og starfsdeilda og útbýta til félags- manna. Þá gaf hann þá yfirlýs- ingu að fóðurbl. KEA væru mjög góðar, en gerði fyrirspurn um, hvort KEA gæti lækkað verð hinna einstöku efna blöndunnar, ef keypt væru í stórum stíl. Framkvæmdastjóri taldi tor- merki á, birting heildar- reikninga kæmi að mikl- um notum. Þeir yrðu allvæn bók árlega. Allir reikningar væru opnir til athugunar fyrir trúnað- armenn félagsmanna til endur- skoðunar. Þá benti hann á, að ekki hefði þótt fært að selja fóð- urblöndur ódýrari en gert væri, enda mjög lág álagning á flestum þeirra. Sig. Lúther Vigfússon flutti spaugsama ræðu um mat á kjöti, fundartímann, hlutföll fulltrúa úr bæ og sveit o. fl. Gunnlaugur Kristinsson sagði frá fræðslustarfi brezkra sam- vinnufélaga og hvatti mjög til þess, að hafizt væri handa um að kynna samvinnuhreyfinguna. Ásgrímur Stefánsson, Akureyri, benti á, að nauðsynlegt væri að fá konurnar til starfa í félags- málum, meira en gert hefði verið, og að nauðsyn bæri til að KEA kæmi til móts við unga og dug- lega sjómenn um kaup og rekstur skips eða skipa. Hvatti einnig til, eins og Arnþór Þorsteinsson fyrri fundardaginn, að keypt yrði eða smíðað á Skipasmíðastöð KEA annað álíka skip og happa- skipið Snæfell, sem skilað hefur arði öll árin síðan það hljóp af stokkunum. Fundurinn sam- þykkti þau tilmæli að stjórnin íæki málið til rækilegrar athug- unar og byggði á hinni ágætu reynslu af Snæfelli. Stjórnarformaður upplýsti að nýtt Snæfell væri eitt af áhuga- Framhald á 2. siðu. Fimdir á Daivík og Olafsfirði Eysteinn Jónsson og frambjóðendur Fram- sóknarflokksins í sýslumii mæta Framsóknarflokkurinn helclur fund á Dalvík þriðju- daginn 2. júní kl. 9 e. h. Ræðumenn verða þrír fram- bjóðendur flokksins í sýsíunni. — Annar fundur verður í Ólafsfirði íimmtudaginn 4. júní, og mætir þarEysteinn Jónsson auk frambjóðenda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.