Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 30. maí 1959 Skrifslnl.i i Halíiarscræt* ‘10 — Sími 1106 RITSTJÓKI: E R L f N G U R H A í I) S S <) N Aui'lyNÍngAstjmi: JÓX S A M Í El.SSON Átgangitrinn kostar kr. 75.<M) KlaðiA kenim út á nnAvikudogum og laugurtliigum, þtgar efiti stantla til fijaldílagi cr I. júlí J’KENTVKKK ODDS KJÖKNSSONAR 11.F. Um samvinnumál HIN SÍÐARI ÁR hættir mörgum til að líta á Kaupfélag Eyfiroinga sem jafn sjálfsagðan hlut í viðskiptalífi og mer.ningarmálum héraðsins eins og að fjöllin eða fjörðurinn eru hlutar umhverfis- ins. Þetta trausta fyrirtæki. sem eyfirzkir bænd- ur lögðu grunninn að árið 1886 og báru á höndum sér til mikilla sigra, telur nú 5200 félagsmenn og veltir árlega hundruðum milljóna króna, starf- rækir yfir 60 deildir og fyrirtæki og virðist eflast með ári hverju. Jafnhliða gleði yfir velgengni þessara samtaka fólksins, er því ekki að leyna, að kröfur til fyrirtækisins fara að sama skapi vax- andi og verða eigingjarnari. Að loknum aðalfundi KEA verða samvinnumálin ofarlega í hugum hinna 280 fulltrúa 24 félagsdeilda, sem hlýtt hafa á og tekið þátt í störfum fundarins og markað. stefnuna. Þótt fundurinn bæri síður en svo vott um sundurlyndi eða óánægju, vita samvinnumenn um heiftrækna andstæðinga og þurfa að vera vel á verði gegn þeim. Til er saga, sem skólastjóri Samvinnuskólans rifjaði nýlega upp með svo- felldum orðum: „Aþeningar byggðu upp merkilegt lýðræðis- þjóðfélag. Áttu stjórnmálaafskipli að verða alls almennings og auka þroska og manndóm. En myrkurhneigð mannshugans kotn fljótt í Ijós. Manngerð ein furðuleg mjög kom fram og spillti glæsimynd. Menn þessir nefndust ,.psyekofantar“, rægjendur. Þeir völdu sér það hlutverk að brjóta dómgreind almennings, gera tillögur og athafnir tortryggilegar og valda sundrung og óánægju. — Tókst rægjendunum furðanlega að plægja akur sinn og ná eyrum almennings með niðurrifsboð- skap. Fór svo að lokum, að þeir drápu allt and- legt líf Aþeninga í dróma og ollu upplausn lýð- ræðisins.“ Rægjendur liggja hvarvetna í eyrum fólksins og hvíslað því ósönnum sögum um s.amvinnufélags- skapinn, eins og í Aþenu forðum og rægjendurnir hafa alltaf jafn hraðfleyg orð og lýgin er orðlögð- ust fyrir. Menn skyldu því vera vel á verði og minnast þess jafnan að auðvelt er, hjá forráða- og trúnaðarmönnum samvinnufélaganna, að fá réttar upplýsingar um hvert mál, sem félagsskap- inn varðar og að sjálfsagt er einnig að halda uppi réttlátri gagnrýni til að verja félögin fúa innan frá. Eflaust verður SIS og kaupfélög landsins, ekki sízt það stærsta og traustasta þeirra, fyrir árásum í þeim stjórnmálalegu átökum, sem nú eru framundan vegna tvennra alþingiskosninga í sumar, ef að vanda lætur, og hefur tilburða í þá átt þegar orðið vart. Enn er því haldið fram í barnslegri einfeldni, og það af fullorðnum sam- vinnumönnum, að kaupfélög landsins og sam- vinnustefnan, hafi nú þegar unnið sér þann rétt í íslenzku þjóðlífi, að engin pólitísk samtök þori að ráðast gegn þeim á opinberum vettvangi með rót- tæka herferð í huga. Samvinnufélögin þurfa að eiga varðmenn á öll- um þrepum þjóðmálabaráttunnar, allt frá bónda og sjómanni ttpp í ráðherrastól. Annars verða liin frjálsu og þýðingarmiklu samtök fótum troðin af rægjendum auðshyggjumanna og þeirra einnig, sem vilja íslenzkt lýðræði feigt. Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri KEA . gerði rekstursfjárskort kaupfélagsins að umtals- efni á nýafstöðnum aðalfundi og sagði í lok ræðu sinnar um rekst- ur síðasta árs, að það væri „áreiðanlega ástæða til að gera allt sem unnt er til að koma valdhöfum þessa lands í skilning um, að hinn mikli rekstursfjár- skortur verzlunar, iðnaðar og framleiðslu landsins er svo alvar- legt vandamál yfirstandandi tíma, að lífsnauðsyn er að bót verði á ráðin. Stöðugt blasa við ný verkefni, sem félagsmenn í bæjum og byggðum þessa liéraðs ætlast til að félagið þeirra leysi til hags- bóta fyrir þá og þeirra niðja. En peningarnir eru afl þess sem gera skal, og hafi félagið ekki fjár- magn, er geta þess engin til fram kvæmda eða eðlilegrar þróunar. Það er því von mín og ósk, að komandi ár færi félaginu meiri tnöguleika til rekstrarfjármynd- unar en það hefur haft síðustu 2 áratugina, þannig að það innan skamms verði sjálfu sér nægilegt hvað fjármagn snertir og geti þannig unnið eftir eigin geðþótta að uppbyggingu þessa héraðs til efnalegs sjálfstæðis og velmegun- ar allra bæjar- og héraðsbúa. — Með þeim óskum legg eg svo fram reikninga ársins 1958 til úr- skurðar á þessum aðalfundi.“ Undir óskir framkvæmdastjór- ans munu eyfirzkir samvinnu- menn taka af heilum huga. ÞANKAR OG ÞYÐIN6AR VXÐTAL VIÐ JÚGÓSLAVNESKU FLÓTTAMENNINA. Júgóslavnesku flóttamennirnir, sem hingað eru komnir, áttu nokkra viðdvöl á Kastrupflugvelli, og þar hafði blaðamaður frá Politiken viðtal við suma þeirra. Hér fer á eftir lausleg þýðing á greininni. Þeir hafa snúið baki við fortíð sinni. Nú eru liðin árin, sem voru full af hatri, sulti og ótta fyrir morg- undeginum. Vinsamleg þjóð hefur nú gefið þeim von um nýtt líf í ró og friði og vinnu til jafns við aðra þegna sína. Þeir eru á Kastrupflugvelli, lítill hópur flóttamanna, 27 talsins. Þeir eru rétt komnir með SAS flugvél frá Róm og bíða þess að fljúga með vél Flugfélags íslands til Reykjavíkur, þar sem flestir munu fá atvinnu við sjósókn, niðursuðuiðnaðinn eða kannski sem vélamenn. f tvö ár hafa þeir verið sem föðurlandslausir, pólitískir flóttamenn í búð- um við Latina á ítalíu. Kirkjubrekkan og ég. ÉG IIÉLT að við værum skilin að skiptum, og að ég hefði kvatt Kirkjubrekkuna fyrir fullt og allt eftir hálfs annars áratugs afskipti og látlaust nöldur, sem auðvitað hefur verið misjafnlega tekið — og misjafnlega þakkað, eins og við mátti búast. En samt hefur. ýmislegt upp af því sprottið. Sumt gott, annað miður. Eins og t. d. þegar lokið var við að tyrfa norðurbrekkuna eftir áratugs sí- fellt nöldur. Þar var að lokum unnið ótrúlega lengi og með sæmilegri vandvirkni. En synd væri að segja, að þeir hafi „hlaupið af sér hornin!“ — Þau skyldu þeir eftir sig! Hvern morgun, sem ég lít út. um vesturgluggann minn upp til kirkjunnar, rek ég augun í skakkhyrnda brekkuua! Sérstak- lega ber þó mest á 3—4 efstu hornum brekkunnar, þar sem allar boglínur hennar eru misk- unnarlaust þverbrotnar (þótt ekki séu tvíbrotnar eins og neðri þrepin!) — Mér gremst þetta ekki framar. En það hryggir mig daglega! Eru verkamenn bæjar- ins og verkstjórar raunverulega blindfæddir? Ég var svo barnalegur að halda, að hér væri nægilegt að endur- taka það ,sem ég hafði tönnlast á árum saman, að hér yrði ?ð halda boglínum brekkunnar sem lengst inn í norðurbrekkuna, er hún loks yrði tyrfð! Og fram á síðustu stundu hvatti ég til að sneiða a. m. k. 3—4 efstu þrepin, svo að ekki yrði brotalöm þar á beygj- unni. — Þessu var ekki sinnt. — Blindir leiddu blinda. Og Fegr- unarfélagið greip ekki í taumana! Annars var það umhverfi kirkjunnar, sem ég ætlaði að drepa á að þessu sinni. Þar hefur loks verið gerð mikil umbót, sem óefað verður að lireinni prýði, þegar því verki verður lokið! — En hví er því ekki þegar lokið? Annars gengur það úr sér og spillist — eins og ísl. kjördæma- vegagerð, — áður en lokið er verki. Nú er það samt norðurbrún brekkunnar, sem ljúka verður, áður en sumarið gengur í garð með alla sína gesti! — Þar hefur verið hlaupið frá verki í miðjum klíðum — að vanda, liggur mér við að segja. Hellulagningunni er þar ekki lokið á kafla, og liggur þar allt á kafi í sandhaugum, sem nota á, þegar haldið yerður áfram, þ. e. a. s. það sem þá verð- ur eftir af sandinum. Auglýsingar skapa viðskipta- möguleika og auðvelda þá. — Auglýsingar eru fréttir, sem ávallt eru lesnar. Dagur kemur á nær hvert heimili í bænum og næstu sýslum. Þetta þolir enga bið! Og þessu þarf og á að Ijúka næstu dag- ana! Og maí hefur boðið bros og blíðu dag eftir dag bæði til þessa starfs og annarra, sem þegar hefðu átt að vera hafin! — v. Prýðileg bæjarkynning! Gripur nokkur, gagnlegur og ánægjuleg- ur, var Akureyri gefinn fyrir nokkrum árum, kirkjuklukkan. Er gaman að hlusta á hljóðum stundum, er tónar hennar berast yfir bæinn, — þegar hún er í lagi, en á því verður stundum nokkur brestur, þótt nú kasti tólfunum, þegar stundarslögin eru með öllu hætt, stundarfjórðungsslögin fjórðungi stundar á eftir tíman- um og ein nótan í laginu þögnuð. Ástand þetta hefur verið nú um tíma. — Ef enginn maður finnst á Akureyri, sem litið getur eftir klukkunni, að hún slái rétt, væri bær.um minni skömm að gefa klukkuna á brott eða sökkva henni sem Molbúar í sjávardjúp, en láta hana hringla svona vit- lausa. Skyldi ekki fei’ðamönnum detta í hug máltækið: „Hvað elskar sér líkt,“ er þeir hlusta á okkar vitlausu klukku? — Sár- gramur bæjarmaður. „Bæjarmaður“ biður blaðið að vara fólk við því að gefa öndun- um, sem nú eru mjög fáar á Andapollinum, brauð eða annað matarkyns, eins ríkulega og gert er. Brauðið nýtist ekki og úldnar aðeins í vatninu og veldur mikl- um óþrifum. Þá bendir „bæjar- maður“ einnig á það, að nú sé mál til komið að eitra fyrir rott- urnar á þessum stað, því að þeim muni fjölga mjög ört að öðrum kosti, eitrunin hafi tekizt ágæt- lega í fyrrasumar og árangurs megi einnig vænta nú, ef ráðstaf- anir séu gerðar í tíma. Segir hann ennfremur, að nú þegar sé tölu- vert um rottur við Andapollinn. Blaðið beinir þessum ábending- um til hlutaðeigandi aðila. „Húsmóðir“ sendir blaðinu bréf, sem of langt er til birtingar í heild. En þar er meðal annars lýst ánægju yfir því, að fólk sé almennt farið að skilja, að ekki sé viðunandi í slíkum fuglabæ og Akureyri er orðin, að láta hópa af köttum ræna hreiður og drepa bæði unga og fullorðna fugla yfir varptíminn. „Þrestirnir og auðnu tittlingarnir, sem verpa við húsin okkar, eru okkur svo kærir og veita okkur svo margar ánægju- stundir að okkur er sárt að sjá þessa blessaða fugla strádrepna.“ Og „húsmóðirin" segir ennfrem- ur, að nú.hafi fuglarnir í garðin- um hennar loksins frið fyrir köt^- unum, sem mörg undanfarin ár hafi gengið þar um eins og „grenjandi ljón“. Hundruð komu fótgangandi. Við komum frá ýmsum stöðurn í Júgóslavíu, frá Spalato, frá Zagreb eða enn lengra að, segir pinn þeirra, ungur maður, 23 ára, dökkur yfirlitum með fjörleg, brún augu, kraftalega vaxinn, og auðséð er á höndunum, að hann er vanur erfiðisvinnu. Við kynntumst fyrst í flóttamannabúðunum, en flestir okkar flýðu yfir landamærin hjá Triest, og það var enginn barnaleikur. Fyrst þurftum við að fara fótgangandi hundruð kílómetra um mikla skóga, og því næst þurftum við að smeygja okkur á milli vopnaðra landamæravarða. En þetta tókst, og eg fer aldrei til baka. Nokkrir þeirra hafa flúið eingöngu af pólitískum sökum, en aðrir hurfu burt úr landi sínu vegna þess, að þeim fannst. þeir enga framtíð eiga þar nema við örbirgð og strit. Við gátum í mesta lagi unnið okkur inn 10 þús. dýnara, en af þeim fóru 8 þús. í húsnæði og naumt skamtaðan mat. Ný. föt gátum við fengið með þriggja ára afborgun, en þau voru gatslitin eftir ár- ið, því að efnið var svo lélegt. Tíu bréf, sem ekki var svarað. Einn þeirra, sem flýði af stórnmálaástæðum, von- ar, þrátt fyrir allt, að geta einhvern tíma snúið aft- ur heim. Hvernig? Það veit hann ekki. í flótta- mannabúðunum trúlofaðist hann ungverskri stúlku. Eruð þér nokkuð hræddir um afdrif fjölskyldu yðar, sem eftir er í Júgóslavíu? Nei, í rauninni ekki. Eg get skrifast á við fólkið mitt. Eg veit, að lögreglan hefur tekið foreldra mína til yfirheyrslu, en að öðru leyti hafa þau sloppið við óþægindi mín vegna. Eg fékk ekkert svar við 10 fyrstu bréfunum mínum, en nú er það úr sögunni. Bréfaskoðun? Já. Áður en lagt er af stað til íslands, hefur flótta- fólkið haft tíma til þess að fara með vagni um Kaupmannahöfn. Meðal flóttamannanna eru þrjár fjölskyldur með 5 börn, Ijómandi krakka með dökkt liðað hár. Ungviðið byrjar strax að leika sér í sölum flugvallarins eins og öll börn í heimi gera, er þau telja sig örugg. Þau eiga framundan nýtt líf, óþekkt land og æivntýri. Þau geta byrjað þetta nýja líf áu sorglegrar reynslu, sem fullorðna fólkið á ekki eins auðvelt með að gleyma. Réttindi kvenna oft meiri í orði en á korði KONUR eiga cnn erfitt uppdráttar, þegar um er að ræða samkeppni við karla um góðar stöður í þjóðfé- laginu. Þetta a ekki hvað sízt við þegar um er að ræða lögfræðileg störf. Um þessi mál er fjallað í skýrslu, sem starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa samið og ná liggur fyrir Kvenréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir situr á ráðstefnu í New York. Kvenréuindanefndin hefur áður fjallað um aðgang kvenna að ýmsum öðrum atvinnugreinum og embætt- um þjóðfélagsins. ' „Mcð réttu eða röngu virðist Jteirri trú hafa aukizt fylgi upp á síðkastið, að konur hafi ekki nægjanlega stjórn á skapi sínu né heldur það hugrekki, sem krafizt er af góðum lögfræðingi," segir í álitsgerð frá lögfræði- deild við kanadískan háskóla. Framamöguleikar kvenlögfræðinga í opinberum emhættum eru allmiklu minni en karla, og í einkafyrir- tækjum og stofnunum er öfund og sleggjudómar frá samstarfsmönnum af karlkyni Jjrándur í giitu Jiess, að konur fái að njóta sín svo, að þær fái möguleika til að komast í ábyrgðarmestu stöður." Þetta eru þxr niður- Stöður, sem alþjóðafélagsskapur akademískra kvenna hefur komizt að með rannsóknum sínum. Belgíudeild þessa sama félagsskapar bætir þessu við: „Konur í lögfræðistétt gera sig oft ánægðar með undirtyllustöður." (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.