Dagur - 20.06.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 20.06.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 20, júní 1959 D A G U R 5 Oft var þörf, en nú er nauðsyn Oft hefur verið þörf á að bændur landsins stæðu vel saman en nú er það brýn nauðsyn Hver sá bóndi, sem greiðir atkvæði með kjör- dæmabyltingunni, svíkur hugsjón sinnar stéttar um helming, líklega með rúss- neskri hreingerningu? Sbr. um- mæli eins ræðumanns flokksins 1. maí sl. Með hliðsjón af framansögðu dylst ekki, að áform flokkanna eru þessi: Aldrei hefur verið stofnað til albingiskosninga hér á landi með eins furðulegum hætti og nú. — Aidrei fyrr hafa slíkar kosningar verið byggðar á samþykkt þriggja þingflokka um að gera óviðurkvæmilega árás á strjál- býlið og gjörbylta fornri kjör- dæmarskipun landsins. Víkjum nokkra áratugi aftur í tímann og tökum dæmi úr for- tíðinni: Kosningaátökin, sem urðu um „Uppkastið“ svonefnda á sínum -tíma, voru hörð. Velflestir bænd- ur landsins sáu þá og skildu, í hvert óefni stefndi. Með ske- leggri og þjóðhollri samstöðu þeirra tókst að fella „Uppkastið" og formælendur þess flesta frá kosningu. Þannig voru það fyrst og fremst bændurnir sjálfir, sem sigruðu með sæmd í þeirri kosn- ingabaráttu og héldu uppi heiðri héraða sinna. En jafnvel þótt „Uppkastið“ væri viðsjált í eðli sínu og illa þokkað af þorra landsmanna, mun það þó vart hafa verið eins hættulegt íslenzkri bændastétt, eins og það kjördæmafrumvarp er, sem nú á að kjósa um 28. þ. m. Þess vegna kemur nú sem fyrr til kasta bændanna sjálfra, svo og til kasta allra annarra, sem unna bændamenningu og byggðum landsins, að standa nú vel og einhuga saman og snúast til öruggrar varnar gegn fram- gangi þessa óheillafrumvarps. Verum því öll samstillt og hrind- um árásinni. Fellum kjördæma- frumvarp þríflokkanna og látum þá sjálfa falla á eigin bragði. Á því er mikil þörf, það ber til þess brýna nauðsyn. Oll höfum við gert okkur ljóst, að með kjör- dæmafrumvarpinu er vegið harkalega að 'strjálbýli landsins. En það hefur ætíð verið og er enn hugsjón bænda almennt, að verja frelsi og rétt hinna dreifðu byggða. Mun því verða talið, að hver sá bóndi, sem nú greiðir at- kvæði með kjördæmabylting- unni, svíki hugsjón sinnar stétt- ar, og bregðist þeirri helgu skyldu, að halda vörð um óðul og ættarbyggð. í sambandi við þetta væri nú freistandi að fara nkkrum orðum um lífsafkomu bænda og þróun- ai-möguleika landbúnaðarins á þessari öld. Verður það þó að farast fyrir á þessum vettvangi. Hitt þykir þó hlýða að drepa á, að undarlegt má teljast, jafnvel óeölilegt, að nokkur bóndi skuli nokkurn tíma hafa fylgt þeim stjórnmálaflokki að málum, sem ævinlega hefur sett einkahags- muni og fjáröflun ofar velferð bændastéttarinnar, enda jafnan verið í harðri andstöðu við verzl- unarsamtök hennar. Hið eigin- lega viðreisnartímabil sveitanna hófst er bændur brutust undan kúgunarvaldi kaupmanna, inn- lendra og erlendra, og stofnuðu sín eigin kaupfélög á grundvelli samvinnuskipulags. Og kaupfé- lögin hafa æ síðan reynst efna- hagsleg lyftistöng og rutt veg til velfarnaðar fyrir bændastéttina í landinu. En með tilliti til þess, að bændur og fleiri stéttir hafa jafnan notið mestra hagsmuna með atbeina kaupfélaganúa, á sízt við, að þeir a .m. k., veiti þríflokkunum kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stundum leitast við að hnekkja vexti og viðgangi kaupfélaganna og alloft átalið svonefnd „skatt- fríðindi" þeirra. Mun því ekki flokkur sá láta lengi bíða, að skattkúga kaupfélögin, verði honum veitt valdaaðstaða til þess. En hvað ætli að svonefndir „sjálfstæðisbændur" segi þá, ef sú verður niðurstaðan? Alþýðu- flokkurinn hefur aldrei átt neina samleið með bændastéttinni, enda oft verið andvígur hags- munum hennar. Er sú saga svo kunn, að ekki þykir ástæða til að endurtaka hana hér. Og af komm únistum hafa sveitirnar aldrei haft neins" góðs að vænta, enda telur nú sá óþjóðlegi flokkur, að íslenzkum bændum megi fækka 1. Það á að leggja niður gömlu sveitakjördæmin sem slík og fækka fulltrúum bænda á Al- þingi. 2. Það þykir henta, að fækka bændum um helming og með því tryggja að hinir fáu þeirra, sem eftir vilja sitja, verði áhrifalausir og viljalaus verk- færi í höndum Reykjavíkur- valdsins. 3. Það þykir nú ekki mega drag- ast lengur að múgmennska þéttbýlisins setji algjöran svip sinn á strjálbýlið og fái þar fulla íhlutun um framleiðslu landbúnaðarins og gang mála o. s. frv. Hvernig lízt nú bænd- um á þetta? Verða þeir margir svo óvarkárir, að snúast ekki til varnar ? Sveitafólkið þarf ekki að óttast einangrun né vonlausa baráttu í byggðum sínum, þótt það hafni öllu samstarfi við hina svonefndu þríflokka. Hingað til hafa bændur staðið vel á verðinum og jafnan haldið fast á málum og rétti héraða sinna, og munu gera svo fram- vegis. Þeir munu líka enn sem fyrr efla gengi íslenzku byggð- anna og með því leggja heilla- drýgsta arfinn í hendur kynslóð- anna. Hlynur. KRISTJÁN E. KRISTJÁNSSON: Réttlæti - Ranídæti í sambandi við væntanlega stjórnarskrárbreytingu og svo- nefnd kjördæmamál er af með- haldsmönnum breytinganna oft talað um réttlæti og ranglætis- mál og er þá höfðatalan — það er tala kjósenda — bak við hvern þingfulltrúa talið það eina rétta. Einnig er talað um að sýsluskip- unin sé af erlendum toga spunn- in og jafnvel þröngvað upp á okkur af erlendum konungi. Um réttlætið er það að segja, að fleira kemur til greina í þessu máli en höfðatalan ein, og stærð- fræðilega séð verður aldrei hægt að hafa jafna kjósendatölu bak við hvern þingmann, nema þá helzt að landið sé eitt kjördæmi, og myndi það illa henta okkur íslendingum. í þessu máli er það aðstöðu- munurinn til áhrifa á þing og stjórn, sem mestu máli skiptir. Um sýsluskipunina er það að segja, að um aldaraðir hafa þær verið félagsleg og fjárhagsleg ein ing og í skjóli þeirra hefur þró- ast héraðs- og ættjarðarást. — Heilbrigður metnaður milli sýslna hefur oft leitt til fram- fara. Þegar talað er um sérkenni manna takmarkast þau oft af sýslum. Nú er verið að segja okkur að sýslurnar eigi ekki rétt á sér og sízt af öllu megi þær hafa sinn þingfulltrúa. En sömu menn halda því fram, að við eigum að sækja kosningafyrirkomulagið, það er hlutfallskosningar t. d., til Danmerkur. Eg verð nú að segja að Danmörk og ísland eru ólík lönd og hentar því annað hér í þessu efni sem fleirum. En hvað er þá að segja um fé- lagseiningarnar, sem sýslurnar samanstanda af — hreppana? Er ekki hróplegt ranglæti að láta minnstu hreppana hafa sömu fulltrúatölu á sýslufundum og stærri hreppana? Er það ekki ranglæti að láta t. d. Grímsey hafa jafnt atkvæðamagn og t. d. Ðalvíkurhrepp, sem hefur meir en 12 sinnum fleiri íbúa? Eg er nú búinn að starfa í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu í 47 ár og aldrei heyrt orð í þá átt að Grímsey hefði þarna of mikinn rétt. Ef til vill er í kjölfar kjör- dæmabreytinganna fyrirhuguð breyting á þessu og láta Gríms- eyinga kjósa sýslunefndai'mann t. d. með Oxndælingum, sem líka er fámennur hreppur. Það væri gaman að vita hvað oft er búið að endurtaka orðið Framhald á 7. síðu Refskákin mikla Kjördagurinn 28. júní nálgast. Dagurinn, er telja verður hinn mikla dag stórkostlegra atburða, sem ef til vill mun marka dýpri spor í sögu þjóðarinnar, eftir skamma stund en ýmsir kjós- endur ætla. Undanfarin ár hefur marg- raddaður kliður stjórnmálablaða, stjórnmálamanna og rithöfunda okkar, borizt út yfir landsbyggð- ina. Þungur niður þessa kliðs hefur verið túlkun á nauðsyn þess fyrir þjóðlífið, ,,að jafnvægi héldist í byggð landsins", þ. e. að fólksstraumurinn stöðvaðist til Reykjavíkur. Jafnvel hafa sjón- BALDUR BALDVINSSON, bóndi, Ofeigsstöðum. armið flokka og stétta ekki verið mjög sundurleit í þessum efnum. Þrátt fyrir þetta hefur jafn- vægi EKKI haldizt og tímar breyttra þjóðlífshátta umsnúið stórum hluta íslenzkra bænda í þéttbýlisflokka bæjanna. Þetta fólk og það, sem fyrir var í bæj- unum, virðist margt líta svo á, að fornhelgur réttur sveitanna til áhrifa á löggjöf og stjórn okkar lands, eigi að fylgjast milli staða með hverjum flökkumannahópi, sem af duttlungum, sérhlífni eða öðrum persónulegum ástæðum, flytur búsetu sína um óákveðinn tíma. Miðstöð stjórnmálaflokkanna. Höfuðborg okkar, Reykjavík, hefur blásið út. Þar býr í dag mikill fjöldi fólks. Á þessum stað hefur þjóðin ákveðið, að öll yfir- stjórn landsins skuli hafa aðset- ur. Þar sitja næstum allir ráðs- menn þjóðarinnar. Þar er yfir- stjórn heilbrigðismála, dóms- mála, menningarmála, atvinnu- mála, fjái'mála, kirkjumála, íþrótta, iðnaðar og lista — og allra stjórnmálaflokka í landinu. Þar er Alþingi háð og forsetinn dag'legur gestur, með búsetu við bæjarlækinn. Með þessari aðstöðu til áhrifa á gang þjóðmálanna, heimta for- ingjar bæjarflokkanna nú, breytta kjördæmaskipan og stór- fjölgun á þingmönnum Reykja- víkur. Samhliða þessu skal leggja niður öll önnur kjördæmi landsins, afnema einmennings- kjör, en setja á stofn fá en stór kjördæmi með hlutfallskosning- um. Er þetta líklegasta leiðin til jafnvægis í byggð landsins? Þjóðin dregin á tálar. Allir íslendingar vita hvers vegna draga á þjóðina svo á tál- ar, sem nú er reynt. Meginhluti bæjarflokkanna ætlar að kjör- dæmabreytingin efli flokka sína, ef samþykkt verður. Sjálfstæðis- flokkurinn hyggur að við sér brosi hreinn meirihluti. Alþýðu- flokkurinn veit, að hann bíður dauða síns við næstu kosningar, ef ekki er nú þegar beitt póli- tískum hrekkjabrögðum til bjargar. Kommúnistar voru í mestum vanda. Við þeim blasti, að óbreyttu, glæsileg tækifæri til eyðileggingar sinna höfuðfjanda, Alþýðuflokksins, en eftir vand- lega íhugun kusu þeir að láta þá hjara í bráð og fylgja kjördæma- breytingunni, auðsjáanlega með það fyrir augum að fyrirkomu- lagsbreytingin eyðilegði Alþýðu- flokkinn og aðra lýðræðisflokka landsins, eftir nokkur ár. Þetta er leikur þeirra, er refskákina kunna. Aðferð hinna pólitísku refa. Stjórnmálasaga ýmsra ríkja, hin síðari ár, upplýsir hvaða leiðir hafa verið farnar af hinum pólitísku refum til þess að eyði- leggja lýðræðiskerfi hinna frjálsu ríkja. Leiðirnar, sem valdar eru, liggja til fjármálalegs og stjórnfarslegs öngþveitis. Þessar slóðir á að fara hér, að því leyti sem það hefur ekki þegar verið gert. Þar eru hlutfallskosn ingar mjög ákjósanleg aðferð. Fjöldi smáflokka ryðst inn í lög- gjafarþingin með allt það öng- þveiti, hrossakaup, upplausn, st j órnarkreppur og vandræði, sem þeim fylgir. Átakanlegustu dæmin um áhrif smáflokkanna sjást í örlögum tveggja stórvelda álfunnar, Þýzkalands, þegar Hitler brauzt til valda, og Frakk- lands síðar. Refskák Alþýðubandalagsins í kjördæmamálinu er vafalaust rétt tefld af þeim og trúlega sam kvæmt fyrirmælum rússneskra valdsmanna, enda er hún í fullu samræmi við grundvallarstefnu þeirra, skáksnilli og leyndu kjör- orð, sem eru: sundrung, upp- lausn — sigur. Nýtt Reykjavíkurvald. í Reykjavík, sem glímir um bráðabirgðasigurinn, að fengnum viðbótarþingmönnum, verður að vísu óvíst hver sigurkranzinn fær — Reykjavíkurvaldið nýja. Hinir grunnvitrari Sjálfstæðis- menn ætla að síðasti bæjarstjórn arsigurinn muni vera forboði nýs stjórnmálavalds, en hinn vitri foringi þeirra, Bjarni Ben., hefur verið flestum flokksbræðrum sínum langsýnni í kjördæma- málinu, en verið kúgaður. Allir vita, að 1952 skildi hann, að ein- menningskjördæmi væri heil- brigðasta formið fyrir kosningar til Alþingis. Og þetta veit hann enn. í Morgunbl. 25. apríl sl. seg- ist hann „vel geta hugsað sér að leysa þessi mál með einmenn- ingskjördæmum". En hann vill Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.