Dagur - 20.06.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagu
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 24. júní.
XLII. árg.
Akureyri, laugardaginn 20. júní 1959
34. tbl.
„Þúsund krónur af hverjum bónda"
fhaldið lærði áróðurstækni aí nazistum á sínum tíma. Það
hefur ennþá engu gleymt úr þeim fræðum. Þeíta sézt bezt á
því, að þeir ætla að Iáta keltubörn sín ein bera syndabagga
skammdegisstjórnarinnar út í eyðimörkina. Kratarnir eru
hins vegar tornæmir. Þcir kunna ekki dylja úlfshárin. Miklu
hefði það verið hyggilegra og vænlegra til sigurs að dylja bet-
ur andúð stjórnarinnar gegn bændum og dreifbýli nú fyrir
kosningarnar.
Fjármálaráðherrann hældi sér af því að „hafa sparað ríkinu
sex milljónir". Þessar milljónir, sem hann átti við, voru með
órctti .teknar beint úr vasa bænda. Nú eru bændur landsins
um sex þúsundir. Hvað hefði verið sagt um gripdeildarmann,
sem farið hefði um allar sveitir landsins og rænt að meðal-
tali þúsund krónum af hverjum bónda?
Hingað til hafa bændur getað neytt nokkru ódýrari land-
búnaðarvara en aðrir, vegna þess að þeir hafa sparað sér
dreifingarkostnað varanna er þeir fá úr cigin búi. Nú er þessu
snúið við. Vegna mikillar niðurgreiðslu tll neytenda við sjó-
inn verða bæridur nú að neyta dýrari mjólkur, kjöts og jarð-
epla en aðrir landsmenn. Þetta munar tugum króna á dag,
mörgum þúsundum króna á ári fyrir meðal fjölskyldu í sveit.
Hinar háu niðurgreiðslur eru auk þess stórhættulegar fyr-
ir framtíðina. Ef þeim verður hætt mun mjög örðugt að
hækka útsöluverðið, svo sem bændum ber réttur til.
Fjárlagaafgreiðsla skammdegisstjórnarinnar er í heild sinni
sem hnefahögg framan í landsbyggðina. Vaxandi eru allar
fjárveitingar til ríkisrekstrar og þeirrar starfsemi, sem sér-
staklega varðar höfuðstaðinn. Hins vegar er ekki hikað við að
leggja 10 ára raforkuáætlanirnar í rústir. Felld er niður sam-
tenging raforkukerfa og tnörgum ætlaðar dieselstöðvar í stað
rafafls, lækkað er stórlega fé til atvmnuaukningar í dreif-
býli. Vegaviðhald og vegagerð og aðrar framkvæmdir í dreif-
býlj verða fyrir hörðu barði stjórnarhnefans.
JÓN SIGUKÐSSON, Yztafelli.
ennfaskólanum á
!¦!>!
17. júní
. SiíIIC
I skólanum voru alls nær 400 manns í fimmtán
bekkjadeildum - 66 stúdentar útskrifuðust
Þórarinn Björnsson, skólam.
Menntaskólanum á Akureyri var
slitið 17. júní við hátíðlega athöin
og að viðstöddum fjölcla gesta auk
nemenda.
í haust voru innritaðir 358 nem-
endur, 104 í máladeild og 86 í
stærðíræðidejld skólans. Ennlrenuir
voru 84 nemendur í þriðja bekk og
84 1 miðskóladeild. Alls voru bekkja
deildir 15. A námsárinu bættust svo
allmargir íleiri í hópinn, svo að
nemendur urðu 390. Af nemendum
var um það bil þriðji hlutinn stúlk-
ur. Hlutfallslega lleiri í lægri
bekkjum en færri í þeim efri. Þriðji
hver nemandi var Akureyringur,
einnig hlutfallslega íærri þó í efri
bekkjunum.
Síórkosfíegar skemmdir við Sogið
f ofviðrinu eftir síðustu helgi
brotnaði stífla í Þingvallavatni
og flæddi beljandi straumurinn í
jarðgöngum hinnar nýju virkj-
unar. — Talið var, að tvöfalt
vatnsmagn Sogsins hefði steypzt
þar í gegn er stíflan bilaði.
Skemmdir eru enn ómetnar,
en taldar miklar, og sennilega
hefur þetta þau áhrif á fram—
kvæmd hinnar nýju virkjunar,
að hún tefst frá því sem annars
hefði orðið.
Náttúruhamfarir eru óvenju-
legar hér á landimiðað við árs-
tíma.
FYRSTA SÍLDIN
Guðmundur frá Sveinseyri veiddi fyrstu síldina
í fréttum frá Dalvík í gær
segir svo: í morgun kastaði
Guðmundur á Sveinseyri á
stóra síldartorfu út af Skaga, á
svipuðum slóðum og fyrsta
síldin veiddist í fyrra. Nótin
bilaði og náðist þó eitthvað
• af síld. Sú síld er því fyrsta
síldin sem í ár veiðist fyrir
Norðurlandi.
Nú eru allir bátar að Iáía úr
hSfn, sagði íréttaritarinn að.
lokum.
SÍÐARI FRÉTTIR.
Síldarleitin kl. 5 í gær.
Guðniundur frá Sveinseyri
fékk 350 tunnur í morgun,
nokkrir bátar hafa kastað í
dag, til dæmis Faxaborg
tvisvar, Arnfirðingur fékk gott
kast, Táiknfirðingur er búinn
að tilkynna síld, óvíst hve
mikla. — Síldin er 40—50 míl-
ur norðaustur af norðri frá
Horni, alveg við ísröndina. —
Síldaríeitarílugvélarnar munu
hefja leit í kvöld. — Veður er
ágætt á miðunum, hæg sunn
anátt. Norðmenn eru að flykkj
ast á miðin. Þeir fengu eitt-
hvað af síld í gær.
1 fyrra aflaðist fyrsta síldin
17. júm'.
Fimmtug
Frú Sigurjóna Frímann, kona
Jóhanns Frímann skólastjóra á
Akureyri, varð fimmtug 17. júní
síðastliðinn.
Dagur sendir henni og heimili
þeirra hjóna beztu árnaðaróskir í
tilefni afmælisins.
skófameisiara við skóiaslii M.A.
Við skólaslit 17. júní ávarpaði
Þórarinn Björnsson skólameist-
ari hina brautskráðu stúdenta,
þakkaði þeim dugnað þeirra og
harðfylgi við nám og starf og
lauk ræðu sinni með þessum
orðum:
„Annars er það nú hvort-
tveggja í senn meiri þörf og
meiri vandi en áður að eignast
sterka skaphöfn. Áður fyrr voru
skipti flestra mest við náttúruna,
hvort heldur var á sjó eða landi.
Og náttúran er góður uppalandi,
af því að hún er hreinskiptin.
Hún er miskunnarlaus við þá,
sem ekki duga, en þroskar hina,
sem eiga manndóm til að glímá
við hana. En nú eru þeir orðnir
miklu fleiri- en áður og fer stöð-
ugt fjölgandi, sem engin bein
skipti eiga við náttúruna, heldur
eru öll þeirra sambönd og öll
þeirra skipti við aðra menn.
Þetta veldur miklum mun. Það
verður því miður að segjast eins
og er, að í mannlegum samskipt-
um er miklu fremur hægt að
hafa rangt við og hagnast, um
stundar sakir að minnsta kosti.
heldur cn í skiptum við náttúr-
una. Mannlegum samskiptum
hættir því til þess um of að verða'
að refskák, þar sem klókindi
mega sín stundum meira en
manndómur. Þetta á ekki sízt við
í kaupskap og stjórnmálum, þar
sem togazt er á um fé og völd.
En verkaskiptingin í þjóðfélög-
unum gerir það eðlilega að verk-
um, að lífið er stöðugt að verða
meir og meir að kaupskap. Og
allir vita, hvað fingur stjórnmál-
anna ná langt. Hér er því mikiíl
vandi á höndum, að HALDA
ÖRT VAXANDI MANNLEGUM
SAMSKIPTUM á traustum síð-
ferðilcgum grunni. Aldiei hefur
verið meiri þörf á því en nú, að
unnið sé að því vitandi vits að
ala í mönnum drengskap og
manndóm. Annars er sú hætta á,
að þjóðfélagið rotni allt.
Sú er síðust ósk mín til ykkar,
ungu stúdentar, að þið megið um
Ianga ævi varðveita þann óspillta
þrótt, sem veríð hefur aðal ykkar
hér í skóla, að þið megið þola
karlmennskuraun og drcngskap-
arraun mannlegra samskipta og
svíkið þar hvorki sjálfa ykkur né
aðra."
Um 170 mauns voru í heimavist,
en um 220 voru í mötuncyti heima-
vistarinnar.
í landsprófsdeikl náði 21 nem-
andi framhaldseinkunn, þar af tveir
utan skóla. Hæstu einkunn í þeirri
deild hlaut Rögnvaldur Hannesson
Hornafirði, ág. eink. 9.03.
Að þessu sinni luku 6tí nemend-
ur stúdentsprófi, þar af 6 utau
skóla. Af þeim voru 40 í máladeild
og 26 í stærðfræðideild. Stúlkur
voru 11 og er það með íærra móti.
Þessi studentahópur er annar sá
fjölmennasti frá Menntaskólanum
á Akureyri. 3 hlutu ágætiseinkunn,
fyrstu einkunn l'engu 38, aðra eink-
unn 23 og aðeins 2 þriðju einkunn.
Hæstur í máladeild á stúdents-
prófi varð Bjarni Sigbjörnsson,
Borgarfirði cystra, ág." cink. 9.25,
Asgrímur Pálsson, Saltvík, S.-Þing.,
hlaut ág. eirtk. 9.10 og Geirlaug
Björnsdóttir, Sauðárkróki 8.78.
í stærðfræðidcild varð Júlíus
Stcfánsson Húsayík hæstur með ág.
eink. 9.21, Sigfús Jónscn Vestmanna
eyjum næstur með 8.82 og Halldór
Elfasson Reykjavík varð þriðji í
röðinni með 8.77.
Framanskráðir nemendur i stærð-
fræðideild hlutu allir hæstu eink-
unn, 10, í stærðtræði, skriflegri og
munnlcgri, eðlisfræði og stjörnu-
fræði. Hæstu einkunn í skólanum
hlaut Brynjólfur Bjarkan, Akureyri,
9.30. Hann var í öð.rum bckk, mið-
skóladeiid.
Þórarinn Björnsson skólameistari
Frarnhald á 6. siðu.
Sjálfstæm'sfiokkurinn ótfast um
fyigi siff í Áusfur-Hún.
Hrakfarir Jóns Pálmasonar á Ákri í Húnaveri
Blönduósi 18. júrií.
Á sunnudaginn var sögulegur
framboðsfundur í Húnaveri. ' —
Mannmargt var á þessum fundi,
bæði úr sýslunni og ennfremur
stór hópur Skagfirðinga.
Þarna mættu og töluðu allir
frambjóðendur stjórnmálaflokk-
anna. Björn Pálsson, frambjóð-
andi' Framsóknarflokksins, fór
þess á leit, að frjáls umferð yrði
gefin að ræðum frambjóðenda
loknum. Þessum tilmælum synj-
uðu þeir Jón Pálmason og
Björgvin Brynjólfsson, en Lárus
Valdimarsson lét það hlutlaust.
Þegar ljóst var orðið, að
margir kjósendur óskuðu að taka
til máls fór Pétur Pétursson á
fund Jóns á Akri og mæltist til
þess, að hann endurskoðaði af-
stöðu sína, þá aístöðu að varna
fundarmönnum máls. Jón þver-
neitaði frekari umræðum og virti
með því að vettugi undirskrifta-
skjal mikils þorra fundarmanna,
sem lagt var fram til frekari
áherzlu um framlengingu fund-
arins. Jón sleit síðan fundi án
umboðs fundarstjóra.
Handalögmál!
Þegar hér var komið, tók Pét-
ur Pétursson til máls, setti fund
að nýju og bað Bjarna hrepp-
stjóra Jónasson í Blöndudalshól-
um að stýra fundi. Bjarni varð
við þeirri ósk, hafði og verið
fundarstjóri á fyrri fundinum.
En þá gerðust þau furðulegu
atvik að Jón Pálmason ætlaði að
taka ráðin af Bjarna hreppstjóra
með handafli og reyndi að ýta
honum frá. . Bjarni náði taki á
ræðustólnum og varð ekki þok-
að.
Jón Pálmason hvarf þá frá,
skoraði á fylgismenn sína að
fy]gja sér og gekk út. Aðeins
Framliald á 7. siðu.