Dagur - 24.06.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 24.06.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagum DAGUR kemur nsest út laugar- daginn 27. júní. XLII. árg. Opíð bréf fi Akureyri 24. júní 1959. HeiðruSu samborgarar! Næstkomandi sunnudag, binn 28. júní, verður efnt til alþingis- kosninga um land allt og þar á meðal hér á Akureyri. Kosningar þessar ber að einu ári fyrr en vera átti, þar sem þing var rofið í vor vegna mikillar breytingar, sem þrír stjórnmálaflokkar vilja að gerð verði á stjórnarskránni. Breytingin er í því fólgin að leggja niður öll kjördæmi utan Reykjavíkur. Reykjavík ein á að fá að halda rétti sínum til þess að kjósa sérstaka fulltrúa fyrir sig til Alþingis. Ailt frá endurreisn Alþingis í nýrri mynd árið 1843, hefur kjördæmaskipunin verið sú, að sýslur og kaupstaðir hafa átt sína sérstöku fulltrúa á þingi. Er það í samræmi við þúsund ára rétt hinna ýmsu héraða til nokkurs sjálfstæðis gagnvart ríkisheild- inni. Þessu á nú að breyta þann- ig, að sýslur og kaupstaðir verða sameinuð í stór kjördæmi. Eitt þeirra kjördæma, sem nú á að leggja niður, er Akureyri, og skal hún, ef kjördæmatillögur hinna þriggja flokka ná fram að ganga, verða sameinuð öðrum kjördæmum hér á eystra helm- ingi Norðurlands. Allir hljóta að skilja, að hér er um mjög rót- tæka skipulagsbreytingu að ræða, enda hafa miklar deilur oiðið um réttmæti hennar, Fram sóknarflokkurinn er algerlega andvígur þessari breytingu, svo og fjölmargir menn í öðrum flokkum, og er alveg sýnilegt, að flokksraðir munu riðlast í þess- um kosningum með ekki ósvip- uðum hætti og var 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti, þrátt fyrir þá staðreynd, að flokksforýsta tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, Sjálfstæð- isíloksins og Framsóknarflokks- ins, og málgögn þeirra, studdu annan mann til forsetakjörs. Hvorki forsetakjörið 1952 né kjördæmamálið nú voru eða eru skoðuð sem flokksmál af al- menningi.Þess vegna verður ekki kosið eftir flokkslínum í kosn- ingum næstkomandi sunnudag, heldur einvörðungu eftir því, hvaða skoðun menn hafa á kjör- dæmamálinu, sem er hið fyrsta og eina mál kosninganna. Sá, sem viil halda kjördæmi sínu, á ekki annars kost en að kjósa fulltrúa Framsóknarflokksins, því að frambjóðendur ailra ahnarra flokka bjóða sig nú fram til þess að vinna að því að leggja niður kjördæmið. Þessi staðreynd blasir við ak- ureyrskum kjósendum. E. t, v. munu margir segja sem svo, að þeir geti ekki fylgt Framsóknar- flokknum í öllum málum og að þeim geðjist betur að stefnu Akureyri, miðvikudaginn 24. júní 1959 35. tbl. Hretin og fuglarnir í hretum tveim í þessum mán- uði urðu miklir skaðar í varp- löndum. Vatn flæddi yfir varphólma á ýmsum stöðum, fuglar afræktu hreiðar sín vegna snjóa, og sums Staðar gerði veiðibjallan aðsúg að varplöndunum. Mófuglar munu hafa farizt í stórum stíl á Norðurlandi, og er að þeim hin mesta eftirsjá allra náttúruunnenda. Hinir óvenju- legu óveðurskaflar, sem ekki eiga sinn líka í nokkrum júní- mánuði á þessari öld, samkvæmt ummælum þeirra, sem muna mega. Bernharð StefánSson. Garðar Halldórsson. Eyfsrðirtgar fyEkja sér um Bernha Garðar á sunnudaginn annarra flokka almennt, en slíkt æíti ekki að fæla neinn frá að kjósa Framsóknarflokkinn nú, því að í þessum kosningum er ekki. verið að kjósa um almenn stefnumál flokka, heldur um kjördæmamálið eitt. Sá, sem er fylgjandi stefnu Framsóknar- flokksins í kjördæmamálinu, Ingvar Gíslason. getur því alls ekki kosið aðra fiokka að þessu sinni. Seinna koma aðrar kosningar, og þá mun kjósendum gefast tækifæri til þess að kjósa þá flokka, sem þeir fremur aðhyllast í öðrum málum. Framsóknarflokkurinn er sam- mála öðrum flokkum í því, að nauðsynlegt sé að lagfæra kjör- dæmaskipunina, en hann er and- vígur því, að hinum forna grundvelli sé kippt undan þeirri skipan. Framsóknarflokkurinn vill, að Akureyri fái að halda sér sem kjördæmi, og þá jafnframt, ef farið verður út í breytingar, að þingfulltrúa verði bætt við bæinn. Flestum Akureyringum Framhald á 2. síðu. Segja má, að þjóðaratkvæða- greiðsla um kjördæmamálið fari fram á sunnudaginn. Þar verður um það kosið, hvort sjálfstæði byggða og bæja á að víkja fyrir alræði stjórnmálaflokkanna. — Hundruð mótmæla gegn kjor- dæmabyltingunni hefur rignt yf- ir Alþingi og ríkisstjórn — þús- undir kjósenda þríflokkanna mót mæla því gerræði, að svipta nú- verandi kjördæmi sérstökum fulltrúum sinum. Fylgið hinni sterku mótmæla- öldu á kjördegi, afneitið þrí- flokkunum og standið fast um málstað ykkar sjálfra, ykkar eig- in hagsmuni. Frambjóðendur Framsóknar- floksins í bæ og héraði, þeir Ingvar Gíslason, Bernhax-ð Stef- ánsson og Garðar Halldórsson eru allir frjálslyndir umbóta- menn og traustir og skeleggir fulltrúar fólksins. Það væri Ey- firðingum. og Ak.ureyringum Samkvæmt símtali við Síldar- leitina á Siglufirði og Síldar- verksmiðjur ríkisins þar í gær, höfðu borizt um 20 þúsund mál síldar til Siglufjarðar, þar af 18 þús. til Síldarverksmiðja rík- isins. Mest af þessari sild barst þangað á sunnudaginn, aðeins 1400 mál á mánudag og 20—30 skip losuðu þar síld í gær. Síldin er mjög mögur og hefur ekki nema 12—13% fitumagn og því langt frá því að vera söltun- arhæf. sómi, að kjósa þá alla á þing á sunnudaginn kemur. Sunnudaginn er kosið um kjördæmamáiið eitt. Látið af- stöðu ykkar til þess ráða vali ykkar milli frambjóðenda. Veður hefur verið prýðisgott á miðunum til þessa, en byrjað að kula af austri. Síldin hefur nær ekkert vaðið, en kastað á hana eftir lóðningum. Síldarleitarflugvélar aðstoða skipaflotann eftir föngum. í gær var fremur dauft á miðunum, en verra er nú, en oft áður, að fylgj- ast með veiði, vegna þess að enn er aðeins veitt í bræðslu. í fyrrasumar tóku 240 skip þátt í síldveiðunum fyrir Norður- landi. Sennilega verður sild- veiðiflotinn svipaður í ár. ús. má! stídar tií Sigtuf. Veiði fremur dauf í gær og síldin mjög mögur Nýi báturinn, Jón Jónsson, Ólafsvík, leggur úr höfn í síldveiðarnar. Skipstjórinn biður fyrir kærar kveðjur og þakkir tii alira þeirra, sem hann átti skipti við hjá Skipasmiðastöð KEA. Vclfarnaðaróskir fylgja þessum nýja cg glæsilega bát á síldarmiðin. (Ljósm.: E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.