Dagur - 24.06.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 24.06.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 24. júní 1959 Dágur Shrifsiol-.i i liafnarslræti !)(l — Sítni illiö UITSTJÓRI; F. R L. ! \ (; U R n A V 3 !) S S O X AuglýMiigastjóri: JÓN S l \l f i: L S S (> N .Vrjtangitritin kosiai kr. 75.00 KlaðiO keinur út á iniAsikmlöguni og laugardóijuni, jicgar clni standa til (ijalddagi tr I. júli RRF.NTVr.RK OOOS RJÍÍRNSSONAR H.F. Þjóðarvaknmg j.EKKERT mál hefur að undanförnu verið rætt meira og af meiri áhuga meðal þjóðarinnar en hin fyrirhugaða breyting á kjördæmaskipuninni, sem um verður kosið 28. þ. m. Andstaðan gegn því að leggja kjördæmin niður heíur farið sívaxandi meðal þjóðarinnar, eins og við var að búast, osf má nú segja, að þjóðarvakning hafi skapazt unr niálið. Það er alveg greinilegt að þjóðin ætlar að slíta af sér flokksböndin í sambandi við þetta mál á svipaðan hátt og hún gerði í forsetakosningun- um 1952. Þá lét þjóðin fiokksklíkurnar ekki segja sér fyrir verkum, og það er minni hætta á að hún geri það núna, þar sem þetta mál er ennþá þýð- ingarmeira og örlagaríkara en forsetakosning- arnar voru.“ Þessi orð eru tekin úr blaðinu fsfirðingi, og það bætir við: „Strax í vetur, þegar séð varð að aðalforáða- menn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og kommúnista ætluðu að þvinga fram breytingu á kjördæmaskipuninni, vegna ímyndaðra flokks- hagsmuna einna, og án tillits til hagsmuna allrar þjóðarinnar, reis upp í landinu öflug mótmæla- alda sem stöðugt hefur risið hærra og hærra og náð æ meiri tökum á hugum fólksins. Til Alþingis hafa borizt áskoranir í hundraða- tali frá félagasamtökum um gervallt ísland, þar sem skorað er á Alþingi að fella frumvarpið, svo augljós hætta fyrir þjóðfélagið sem af því stafi ef samþykkt yrði. Ungmennafélögin í landinu hafa ekki sofið á verðinum, það hafa þau aldrei gert. Þau hafa lát- ið málið til sín taka og varað við hættunni sem væri því samfara að leggja kjördæmin niður, samanber hina skelggu samþykkt Ungmennasam- bands Eyjafjarðar. Og í hundraðatali hafa menn og konur úr Sjálf- stæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu kveðið upp úr um skoðanir sínar í þessu máli. Þetta fólk segist hafa að engu fyrirskipanir flokksstjórna sinna í Reykjavík og prédikanir sendimanna þeirra. Þetta fólk setur liagsmuni þjóðarinnar allrar í nútíð og framtíð ofar þröng- um flokkshagsmunasjónarmiðum skammsýnna flokksforingja og kýs gegn kjördæmabreyting- unni, gegn afnámi kjördæma sinna. Fjölda margir af áhrifamiklum mönnum þess- ara flokka, sérstaklega úr Sjálfstæðisflokknum, hafa skrifað um málið og hvatt þjóðina til að fella íramkomið frumvarp um kjördæmabreytinguna. Var sagt frá ummælum nokkurra þessara manna í síðasta blaði, og á öðrum stað í þessu blaði er sagt frá ummælum annarra. Eins og að ofan segir hafa menn úr þríflokkun- um í hundraðatali lýst yfir þeirri skoðun sinni að ekki komi til mála að leggja kjördæmin niður. Að baki þessara manna standa svo þúsundir af fólki sem hafa nákvæmlega sömu skoðanir og munu kjósa gegn breytingunni. Þetta má! er nú í höndum þjóðarinnar sjálfrar. Dómsorð hennar verður uppkveðið 28. þ. m. Þjóðin mun í þessu máli, því að um það eitt er kosið, fylkja sér undir merki Framsóknarflokks- ins, en hann er eini stjórnmálaflokkurinn í land- inu, sem borið hefur gæfu til að standa einhuga ^ og óskiptur gegn því að fella kjördæmin niður.“ Hver gaf þeim vald lii rána? Eg er ekki í neinum stjórn- málaflokki, og ekki í tengslum við neina pólitík, þess vegna get eg horft hlutlaust á leiksviðið. Aðeins á kjördaginn bregð eg vana mínum og kýs þá þann, sem eg treysti bezt til góðra hluta fyrir þjóðina. Eg ætla ekki að tala hér um heimsmálin yfir- leitt, heldur það sem varðar þjóð mína og framkomu Breta við hana. Allir vita, og Bretar kann- ski manna bezt, að við höfum ekki brotið nein alþjóða lög með útfærslu landhelginnar, því að slík lög eru ekki til. Það hafa margar þjóðir lögleitt landhelgi sína með einhliða ákvörðun, og ekki vitað til að neinn hafi beitt þær ofbeldi fyrir, og það þótt þær séu mikið víðari en þessar tólf mílur okkar. En samt stagast þeir ó því í tíma og ótíma, og reyna að berja það inn í aðrar þjóðir til að fá sem flesta á sitt band á móti okkur.En eftirhvaða lögum fara þeir með framferði sínu? Eg hygg að þau lög hafi þeir sjálfir búið til, það eru lög yfirgangs og kúgunar, sem þeir eru svo vanir við að beita. Við erum aðeins að reyna að ná aftur því, sem Danir tóku með ofbeldi af okkur á sínum tíma (þrátt fyrir mótmæli íslendinga), ein- mitt handa Bretum. Þeir gerðu þann bölvaða samning til 50 ára, að færa til baka okkar 16 mílna 'landhelgi í 3 mílur. Svo að eigin- lega getum við skipað þeim að, leiðrétta þetta ranglæti og sjá um að Bretar hætti sínu ógeðs- lega athæfi hér við land og við- urkenni þessar tólf mílur, sem við höfum gert að landhelgi. — Þrátt fyrir það, að þetta var gert í óþökk allrar þjóðarinnar, þá héldu íslendingar samninginn um umsamið árabil, en sögðu honum svo upp. Það mætti ætla, eftir því sem Bretar haga sér hér, að hvergi væri fisk að fá hér við land nema innan þessara tólf mílna. Eða eru brezkir sjómenn lélegri en ann- arra þjóða sjómenn, að þeir þurfi að veiða í landhelgi annarra þjóða fremur en aðrir? Nei, það er ekki líklegt. En hér er við þjóð að fást, sem heldur enn við miðalda hugsunarháttinn og dýrkar hnefaréttinn. Líklega er framkoma þeirra gagnvart okkur nú einsdæmi í veraldarsögunni. UM ÞEKKINGU: Eg er ekki nægilega ungur til að vita alla hluti. J. M. Barrie. -K Þekking okkar veldur því, að við deyjum þjáningarfyllri dauða en dýrin, sem ekkert vita. Maeterlmck. -K Sá litli moli vánþekkingar, sem við getum greint og tileinkað okkur, köllum við þekkingu. A. Bierce. -K Eg veit, að eg veit ekki neitt. Sókrates. Sem betur fer hafa allar aðrar þjóðir sýnt þann siðferðisþroska, að fylgja ekki dæmi þeirra. Það sýnir okkur, að ekki eru allar þjóðir án réttlætiskenndar. Ein er sú ástæða, sem þeir hafa borið fram til að réttlæta framkomu sína: Að það yrði of þröngt á höfunum, ef íslendingar fengju þessu framgengt. Það sannast á þeim gamla máltækið, „að stór rass þarf víða brók“, enda virðast þeir vita það. Hingað til hafa ekki þótt mjög stuttar leiðir til íslands frá, öðrum löndum, að hætt sé við að það yrði mjög þröngt um þá á höfunum íyrir því. Nei, allt er það rangt, sem þeir bera við. En hér töldu þeir hróflað við hagsmunum sínum, og það var nóg að þeirra dómi. íslendingar eru bjartsýn þjóð og búast alltaf við góðu af öðr- um þjóðum í sinn garð. Það er af því að sjálfir hafa þeir aldrei gert á hluta annarra þjóða. Því var það að mikil bjartsýni og gleði ríkti í haust, þegar sú réttarbót var gerð að færa út landhelgina. Það vita allir landsmenn, hver nauðsyn ber til þess, þar sem verið er að eyðileggja grunnmið- in ef ekkert er að gert. Allir vita svo um framhaldið, það er að segja þeir, sem hlusta og lesa um það, og það ættu öll landsins börn að gera. íslendingar álitu að Bretar væru þeir menn, að þeir settu sig ekki upp á móti þeim sjálfsagða rétti, -að ná í sínar hendur hluta af þeirri landhelgi, sem hún áður hafði, og sem þeir í samráði við Dani a-ændu af henni með ofbeldi. En ef við eig- um ekki með að setja lög í okkar eigin afskekkta landi, hver hef- ur þá gefið stórþjóðunum rétt til að setja alla heimsbyggðina í hættu með helsprengjum sínum. Þrátt fyrir aðvaranir beztu og andlega heilbrigðustu manna vora tíma. Já, hver hefur gefið þeim slíkt vald nema þeir sjálfir. Hættið að kalla Breta vini. Klínið ekki þeirri vansæmd á vinarnafnið, fyrr en þeir hafa sýnt að þeir séu þess verðugir, með því að viðurkenna lög okkar og reglugerðir, en hætta að skap- rauna okkar og svívirða. Vinur er sá er í raun reynist. Það hefur víst lítið borið á vinarþeli til ís- lendinga frá þjóðhöfðingjum hinna Norðurlandanna. En Rúss- ar viðurkenndu fiskveiðilöggjöf okkar strax, og þess hefur. ekki orðið vart að þeirra skip hafi komið nærri hinni nýju línu hvað þá meir. Kannski það komi nú upp úr dúrnum, að þeir séu ekki allra verstir, eins og sum stórveldin vilja troða inn í menn. Þeir hafa að minnsta kosti reynst okkur vel, þegar Bretar hafa komið okkur í vanda, en það gerðu raunar fleiri þjóðir þegar Bretar settu hafnbann á fiskinn okkar hérna um árið. Lifðu svo heil, þjóðin mín, og gleðilegt sumar! Margrét Jóhannesdóttir frá Laugaseli. Afgreiðslusími Dags og Tímans á Akureyri er 1166. r Aætluoarflug til Mallorca Flugfélag íslands áformar að hefja áætlunarferð frá Reykjavík til Palma á Mallorca, ef nauðsynleg leyfi fást til slíkra ferða á Spáni og Bretlandi. Ráð- gert er að ferðirnar hefjist 5. okt. n.k. Flugferðin til Palma mun taka 7 klst. og 45 mín. hvora leið með Viscount flugvélum Flugfélagsins. Við þann tíma bætist stutt viðdvöl í London í báðum leiðum. — Farið verður frá Reykjavík mánudagsmorgna og komið aftur á þriðjudagskvöldum. Að sjálfsögðu geta væntanlegir farþegar á þessari nýju áætlunarleið Flugfélags íslands greitt far- gjald sitt í íslenzkum krónum. Aðra leiðina kostar það kr. 4027,00, en ef greitt er fyrir ferðina fram og aftur kostar hún kr. 7249,00. Auk þess er hugs- anlegt að hægt verði að kaupa í einu lagi sjálft fargjaldið og dvöl á gistihúsi í Palma fyrir enn hagstæðara verð. Á komandi hausti eru ráðgerðar fjórar til sex ferðir, miðað við næga þátttöku, en ferðir munu svo hefjast aftur í marz eða apríl næsta vor. Efcki er ráðgert að halda uppi áætlunarferðum til Mall- orca yfir sumarmánuðina. Mallorca, sem er ein Spánareyja og liggur i Valencia-fióanum, er mjög rómuð fyrir veðursæld og fegurð. Á síðastliðnu vori var skipulögð hópferð frá Reykjavík og komust færri með en vildu. Má því búast við, að fólki, sem hyggur á ferð til Mið- jarðarhafs þyki hér bera vel í veiði, er það á þess kost að komast alla leið til Palma fyrir íslenzkar krónur á einum degi án þess að skipta um flugvél. Þegar nauðsynleg leyfi verða fyrir hendi, mun Flugfélag fslands birta nánari fréttir af þessari fyrirhugðu áætlunarflugleið. Verðlauoasamkeppni Flugfélagsios vekur mikla athygli Fyrir nokkrum dögum lauk í Kaupmannahöfn verðlaunasamkeppni, sem Flugfélág íslands og Ferðaskrifstofa ríkisins í Reykjavík efndu til með- al starfsmanna á ferðaskrifstofum þar í borg. Til- högun keppninnar var þannig, að hátt á þriðja hundrað starfsmönnum ferðaskrifstofa voru sendir getraunaseðlar méð spurningum um ísland og ís- lenzk málefni. Getraunaseðlarnir, sem voru sjö að tölu, fluttu einnig teiknimyndir frá íslandi og greinar um ísland og möguleika á auknum ferða- mannastraumi þangað. Greinar þessar skrifaði Vil- hjálmur Finsen, fyrrverandi sendiherra, en hann ritar sem kunnugt er mikinn fjölda greina um ís- lenzk málefni í blöð á Norðurlöndum um þessar mundir. Birgir Þorgilsson, fulltrúi Flugfélags íslands í Kaupmannahöfn, sá um framkvæmd keppninnar, sem vakti mikla athygli meðal þeirra er að ferða- málum vinna í Kaupmannahöfn, og varð um leið hvatning til þess að afla sér upplýsinga um ísland og kynna sér íslenzk málefni. Fyrstu verðlaun í samkeppninni er íslandsferð ásamt átta daga dvalarkostnaði hér á landi og ferðalögum innanlands. Auk þess eru veitt nokkur smærri verðlaun, íslendingasögur í skinnbandi o. fl. Urslit í keppninni verða birt næstu daga. Mikil er frjósemi niannkyns Frumstæðar þjóðir óttast ekkert meira en frjó- semi kvenna og telja hana mikið böl. Nú er svo komið, að í sumum svokölluðum menningarlöndum er ófrjósemin, ásamt alls konar „verkvísindum“ í sambúð kynjanna, að koma í veg fyrir eðlilega fóiksfjölgun. Samkvæmt skýrslu S. Þ. eykst mannfjöldinn í heiminu mum 45 millj. á ári. Undanfarin 6 ár hefur hann aukizt nokkurn veginn jafnt, um 1,6% á ári. Mann fjöldi jarðar er nú talinn 2.800 milljónir. Af þeim fjölda á helmingurinn heima í aðeins fjórum þjóðlöndum. Fjölmennast er Kína með 640 millj. íbúa, þá Indland með 400 millj., Ráðstjórnarríkin með 200,2 millj. og Bandaríki Norður-Ameríku með 174.064.000 íbúa. Mesta fjölgunin er í Asíu„ enda talið, að árið 2000 muni um 60% allra jarðar- búa eiga heima þar. (New York Times, 2. 6., ’59)„

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.