Dagur


Dagur - 24.06.1959, Qupperneq 5

Dagur - 24.06.1959, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 24. júní 1959 DAGUR 5 Afhugasemdir við ræðu Gísla Jónssonar um kjördæmamálið o. II. Fáir eru þeir orðnir, sem ganga fram fyrir skjöldu íhaldsins um kjördæma- byltinguna og þess vegna kærkomið að eiga við þá orðastað Á fundi Sjálfstæðismanna á Akureyri var Gísli Jónsson með- al ræðumanna, ásamt Bjarna Ben. o. fl. „íslendingi11 þótti ástæða til að birta ræðu þessa og liggur hún því fyrir til athugun- ar. Ástæðan er sennilega sú, að ræða Gísla hafi verið skásta ræðan á fundinum og má vera að hinar hafi verið lélegri. „Hinir merku forystu- menn“ Gísli hóf ræðu sína á því að vitna í orð merkra forustumanna um kjördæmaskipun. Meðal þeirra merkismanna er Jón Sig- urðsson forseti. Gísli vill draga forsetann í dilk íhaldsins, rétt eins og hann væri fylgismaður þess gerræðis að svifta kjördæmi landsins sérstökum fulltrúum og leggja niður einmenningskjör- dæmi. Ekki er >tij þess vitað, að Jón Sigurðsson hafi viljað leggja niður nokkurt 'kjördæmi eða taka upp hlutfallskosningar. Sjálfsagt þætti Jóni Sigurðs- syni, Hannesi Hafstein og fleiri fyrratíma mönnum sér lítill sómi sýndur með því að snúa út úr og rangfæra orð þeirra og myndu þeir eflaust mótmæla allir, ef þeir mættu því við koma, og ekki sízt ef þeir þá einnig hefðu fylgzt með þróun þessara mála eftir sinn dag til þessa og séð illa reynslu stórra kjördæma og hlut fallskosninga með öðrum þjóð- um. Nefnd ummæli Gísla eru bæði ósmekklegt að nota í flokkspólitísku tilliti og haldlaus með öllu, enda til þeirra gripið í örvæntingu. Hvers vegna vitnar Gsíli ekki í orð samtíðarmanna eins og Ól- afs Thors, Bjarna Benediktsson- ar, Péturs Ottesen og Ásgeir Ás- geirssonar, sem allir voru til skamms tíma fylgjandi einmenn- ingsk j ördæmum ? Sveitirnar, sem „hníga að Akureyri" Gísli Jónsson fer fjálglegum orðum um hið væntanlega, vold- uga kjördæmi, sem nær frá Oxnadalsheiði og austur fyrir Langanes, og segir ekkert eðli- legra en að Akureyri myndi eitt kjördæmi með sveitunum, sem hnígi að Eyjafirði! Hagsmunir fólksins séu svo nátengdir, bændur þurfi að fá „gott“ verð fyrir kjötið og mjólkina og neyt- endur þurfa auðvitað líka að fá þessar vörur á „góðu verði“, engum sé greiði gerður með því að æsa stétt gegn stétt. Ofurlítið er hún torskilin landa- fræðin hans Gísla. Hitt er þó miklu torskildari kenning, að 6 þingmenn í einu stóru kjördæmi vinni betur fyrir kjördæmi sitt en sama þingmannatala í ein- menningskjördæmum. Hið stóra kjördæmi verður pólitískur orr- ustuvöllur stjórnmálaflokkanna, þar sem hver flokkur reynir að bregða fæti fyrir annann. Það er líka alger rökleysa og orðagjálf- ur eitt, að halda því fram, að hin fyrirhuguðu stóru kjördæmi verði einhverjar sameiginlegar heildir. Sýslur og kaupstaðir sameinast ekki á neinn annan hátt en þann, að þingmenn eru kosnir sameiginlega. Sýslur og bæir verða jafn sérstæðar heildir þrátt fyrir alþingiskosningar, fé- lagsheildir, viðskiptaheildir og landfræðilegar heildir. — Ein- inguna og samtakamáttinn er endalaust hægt að gylla, og því miður endalaust hægt að verða fyrir vonbrigðum. Hver er reynslan af samstarfi stjórn- málaflokkanna? Hafa ekki kær- leiksböndin brostið? Og yrðu okkur ekki vonbrigði að, ef við slægjum því föstu, sem raun- veruleika, að allir alþingismenn stæðu ávallt saman undir merki einingarinnar og mynduðu ,,sterka heild“ til framdráttar öllum góðum málum? Jú, vissu- lega. En hver stjórnmálafl. vill fara sínar leiðir en ekki annarra og nákvæmlega á sama hátt er í hin pólitíska barátta, hvar sem er og hvenær sem er, og hvorki Gísli Jónsson eða aðrir slíkir geta heldur komið í veg fyrir að svo verði einnig í hinum stóru kjördæmum — því miður. „Kannski er ekkert hérað jafnskýrt af- niarkað og Grímsev“ Svo einkennilega vill til, að Gísli Jónsson segist ekki vita hvort Svarfaðardalur sé sérstakt hérað eða hvort Akureyri sé sér- stakt hérað. En hann heldur því fram að Grímsey sé sérstakt hér- að. Gísli er Svarfdælingur og veit ekki í hvaða héraði hann er fæddur. Grímsey er einn af hreppum Eyjafjarðarsýslu og hann segir í barnslegri einfeldni: „Kannski er ekkert hérað jafn- skýrt afmarkað og Grímsey.“ Og Gísli kennir íslenzk fræði á Ak- ureyri og spyr: „Er til dæmis Akureyri og Eyjafjörður eitt hérað eða tvö?“ Afsökun Gísla fyrir þeim skorti á almennri greind eða menntun, sem ræðu- kafli hans um héruð, ber vitni um, verður þó að sjálfsögðu öðru fremur að skrifa á reikning hins lélega og óverjandi mál- staðar. í framhaldi af hinum gáfulegu hugleiðingum varpar hann svo fram þeirri. spurningu, hvort Framsóknarmenn vilji gera Grímsey að sérstöku kjör- dæmi. Ekki hafa komið fram til- lögur um það. Hins vegar hefui' sú fjarstæða heyrzt, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé þess mjög fýsandi að önnur eyjabyggð, sem verið hefur sérstök sýsla um nokkrar aldir, verði lögð niður sem sérstakt kjördæmi, og er hér átt við Vestmannaeyjar. Verri menn eða betri Enn heldur Gísli því fram, að hin lífsnauðsynlegu tengsl þing- manna við kjósendur rofni ekki við það að kjördæmi nái yfir stórt landsvæði. Því er til að svara, að farsæll og giftudrjúgur árangur af starfi þingmanns fyrir kjördæmi hans byggist auðvitað á því fyrst og fremst að hann gjörþekki þar menn og málefni, og sé öllum staðháttum kunnug- ur til hlítar. í stórum kjördæm- um, eins og til dæmis því kjör- dæmi, sem okkur er ætlað hér og á að ná frá Oxnadalsheiði og austur fyrir Langanes, að kaup- stöðum meðtöldum, er það auð- vitað ofvaxið hverjum venjuleg- um manni að fullnægja nefndum frumskilyrðum til farsællar þing mennsku. Þetta liggur svo í aug- um uppi, að naumast þarf það fremur skýringar við. Þar geta nútíma samgöngur aðeins að litlu leyti úr bætt. Sennilega á Gísli við það, þegar hann færir bættar samgöngur sem rök fyrir því að þingmenn hafi aðstöðu til kynn- ingar, að víðast hvar sé einhvern veginn hægt að komast á fundi í kjördæminu einhvern tíma árs. Það er þó fullerfitt sums staðar og sennilega yrði Gísli einhvern tíma þungur upp á fótinn, þótt hann sé maður á bezta aldri og eflaust vel fær til gangs, ef hann ætti að komast yfir 11 fjallvegi, svo sem með þarf í einu núver- andi kjördæmi landsins til þess að komast í allar sveitir þess. Skyldi það vera auðvelt fyrir þingmann þeirrar sýslu að gjör- þekkja hag kjósendanna þar, staðhætti alla, menn og málefni? Skyldi það bara vera ímyndun að ætla, að erfitt yrði um slíka gjörþekkingu, ef nokkruni sýsl- um væri bætt við þetta kjör- dæmi? Og Gísli heldur því fram, sem einhverjum rökum fyrir kjör- dæmabyltingunni, að þingmenn „versni“ ekki þótt þeir séu kosn- ir hlutfallskosningu í stórum kjördæmum. Hér er ræðumaður kominn út fyrir efnið. Það, sem hér skiptir máli er, að hæfni þingmannsins notast ver í stórum kjördæmum vegna minni þekk- ingar á viðfangsefnunum. En að þingrnenn batni eða versni við það að vera kosnir hlutfalls- kosningu er hreinn útúrsnún- ingur. Vitnisburður full- trúans Til að skreyta ræðu sína og vitna ekki eingöngu í löngu látna menn, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, sneri Gísli sér að vitnisburði lifandi manns, Krist- jáns nokkurs fulltrúa á Akureyri og segir um þau til frekari áherzlu: „Þessum orðum Krist- jáns Jónssonar ætla eg að sé erf- itt að hnekkja“: Hér koma svo hin spaklegu orð, sem Gísli grípur fegins hendi: „Því hefur verið haldið fram, að fáein stór kjördæmi slíti fólk- ið úr tengslum við þingmennina og kjördæmin verði svo stórt, að þeir þekki ekki nógu vel þarfir kjósenda sinna og hagsmunamál héraðanna. Þessi röksemd hefur ekki stoð í veruleikanum. Bættar samgöngur valda því að fjar- lægðirnar milli landshluta tor- velda ekki lengur þingmönnum að hafa samband við umbjóðend- ur sína, þótt kjördæmin stækki og sá áhugi þingmanna að hafa sem bezt samband við kjósendur sína, hlýtur að verða sá sami, hvort kjördæmin eru stór eða smá. Aftur á móti verður sú mikla breyting á, að allir flokkar, sem einhverju fylgi eiga að fagna í kjördæmunum, fá sína fulltrúa kjörna á þing og samábyrgð skap ast hjá þingmönnum um velferð- armál kjördæmanna.“ Svar við rökvillum Kristjáns Þess er þá fyrst að geta, að Kristján Jónsson fulltrúi var til skamms tíma fylgjandi einmenn- ingskjördæmum og var það virð- ingarvert, en skipti svo um skoð- un þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði reiknað það út að hentugra væri fyrir sig að vanvirða stjórn- arskrána og alla landsbyggðina með árás á hin gömlu, rótgrónu og farsælu kjördæmi landsins utan Reykjavíkur. Skoðana- skiptum sínum lýsti nefndur Kristján í grein um kjördæma- málið og birt var í íslendingi nú í vor. En þá er bezt að snúa sér að hinum haldgóðu rökum, sem Gísli telur erfitt að mæla gegn. Fyrsta rökvilla Kristjáns í þessari stuttu, tilfærðu grein er sú, að stóru kjördæmin slíti ekki tengsl milli þingmanna og kjós- enda. Því atriði eru gerð skil hér að framan og hrakin að fullu. Önnur rökvilla Kristjáns er sú, að bættar samgöngur nægi til þess að „þingmenn hafi samband við umbjóðendur sína“. Þetta atriði er einnig hrakið hér áður í þessari grein og þarf ekki end- urtekninga. Þriðja rökvilla Kristjáns er sú, að áhugi þingmanan í stóru kjör- dæmi verði sá sami og í núver- andi kjördæmi. X einmennings- kjördæmum verður þingmaður- inn fyrst og fremst að treysta^á sjálfan sig í baráttunni fyrir bættum hag kjördæmis síns. Dugi hann ekki má hann búast við að annar þingmaður verði kosinn. Kjósendurnir vita þá líka við hvern þeir eiga að sakast, sé illa á málum haldið. Ef að þetta eflir ekki áhuga þingmannas meira en nokkuð annað, eru þeir úr skrítnu efni gerðir. Þetta er þýðingarmikið atriði og mikil meðmæli einmennings- kjördæma. Hins vegar verður þess ekki að vænta, að hver þingmaður í stóru kjördæmunum fyrirhuguðu, verði eins áhuga- samur. Trúlegt er einnig, að áhugi hans beinist eitthvað í þá áttina hversu hann eigi við að bregða í skollaleikjum þeim, sem haldnir verða í kjördæminu að þingi, eða að minnsta kosti kjör- tímabili loknu. Mikil verður víst einingin á þeim mannfundum! Hvað segir reynslan umþáhluti? Fjórða rökvilla Kristjáns felst í þessum orðum hans:' „Aftur á móti verður sú breyting á, að allir flokkar, sem einhverju fylgi eiga að fagna í kj ördæmunum, fái sína fulltrúa kjörna á þing. .. . “ Eftir þessari kenn- ingu eiga Framsóknarmenn í Borgarfirði ekki fulltrúa .á Al- þingi af því að Pétur Ottesen er þingmaður, Sjálfstæðismenn í S.- Þing. eiga þá ekki fulltrúa á Al- þingi af því að Karl Kristjánsson er þingmaður þess kjördæmis! Eru þá alþingismennirnir aðeins fulltrúar sinna floksmanna á Al- þingi? Og vinna þeir ekkert fyrir hina? Kannski börn Framsóknar- manna njóti ekki skólavistar í skólum þeim, sem Pétur Ottesen hefur mælt með að byggðir yrðu? Kannski fá ekki Sjálf- stæðismenn að nota brýr og vegi eða hafnarmannvirki, sem Kai'l Kristjánsson hefur stuðlað að sem þingmaður að byggt væri? Kannski neitar Magnús Jónsson fyrirgreiðslu mála á Alþingi, e£ þau veita öðrum. hagræði en floksmönnum hans? Slíkar kenningar eru fjar- stæða og beinlínis móðgun við heiðarlega menn, þingmenn og aðra og alger hugsanavilla. Fimmta rökvillan er svo sú, að samábyrgð skapizt meðal þing- manna í stórum kjördæmum. — Höf. virðist vera búinn að gleyma því, að þegar fleiri en einn stjórnmálaflokkur fer með æðstu stjórn landsins, kennir hver öðrum um, þegar miður fer en þakkar sér þegar vel gengu-r. Pólitískur vettvangur þingflokka í stórum kjördæmum yrði þar smækkuð mynd en nákvæmlega eins að öðru leyti. Að sjálfsögðu er annað æskilegra. En ósk- hyggja telzt ekki til raka. Væri ekki æskilegt að allir alþingis- menn legðust alltaf á árina sem einn maður þegar nauðsynlegum málum þarf að hrinda áleiðis? Vissulega, en það eru ekki rök fyrir því að slíkt verði gert hér eftir fremur en hingað til. Og hafa skal það í huga, að reynslan er réttlátur dómari. Þetta voru þá þau rökin, sem Gísli taldi erfiðast áð hrekja. Það eitt er óvenjulegt við þau, er það, hvað margar rökvillur komast fyrir í svo stuttri grein. Framhald á 2. sið'u.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.