Dagur - 27.06.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 27.06.1959, Blaðsíða 7
JLaugardaginn 27. júní 1959 D AGUR 7 Álþjóðaheilbrigðismálastofnunin 10 ára gömul Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in (WHO), sem hóf ársþing sitt 12. maí sl., vann árið 1958 að 600 sundurleitum verkefnum í 121 landi og landssvæði. Stofnunin hefur nú verið við lýði í 10 ár, og þegar litið er yfir feril hennar, verður ljóst, að traustið til starf- semi hennar hefur farið sívax- andi. Á þetta er bent í skýrslu framkvæmdastjórans, dr. M. G. Gandau, fyrir árið 1958. Hann bendir á, að þörfin fyrir starf- semi stofnunarinnar verði æ brýnni; og setur þar alþjóðlegar læknisfræðirannsóknir efst á blað. Eitt helzta áhyggjuefni Alþjóða héilbrigðismálastofnunarinnar er sú staðreynd, að nokkrir alvar- legir sjúkdómar ógna nú svæð- um, þar sem þeir voru áður óþekktir. Þannig kvíða menn því nú, að sýfilis verði nú alvarlegt vandamál í héruðum, þar sem tekizt hefur með starfsemi stofn- unarinnar að draga mjög úr hitabeltissjúkdóminum „fram- boesia“ (sem líka er nefndur „yaws“, en þetta er sjúkdómur sem mjog líkist sýfílis, þó að hann sé ekki talinn til kynsjúk- dóma). Tæringin er að vinna ný lönd í kjölfar iðnvæðingarinnar, guia veikin (febyi^ flava) breið- ist út, þar senr hún var áður lítt þekkt og sviþuðu máli gegnir um ýmsa aðra- s^æða sjúkdóma. Skortur á sérmenntuðu starfsliði. Dr. Candau leggur-ennfremur á það áherzlu, að enri"sé tilfinn- anlegur og víða ískyggilegur skortur á sérmenntuðu starfs- fóJki. Árangurinn hefur orðið meiri í viðleitninni að koma upp ýmiss konar stofnunum — sjúkrahúsum, rannsóknarstofum og ráðgjafastofnUnum. Enn vantar mikið á, að til sé þjálíað- ur mannafli til að reka allar þessar stofnanir. Starfsemi Alþjóðaheilbrigois- málastofnunarinnar nær nú til flestra landa heims. Af þeim 600 verkefnum, sem stofnunin vann að á síðasta ári, voru 152 í Suð- austur-Asíu. Næstflest voru verkefnin á svæðinu við austan vert Miðjarðarhaf, en síðan komu Mið- og Suður-Ameríka, Evrópa og Afríka. Mýrarkalda, tæring og lömunarveiki eru meðal þeirra sjúkdcma, sem stofnunin heyr víðtækasta og öflugasta baráttu gegn. Á svæð- unum, þar sem barizt er við mýrarköldu, búa 778 milljónir manna. Það eru 68 hundraðs hlutar þeirra 1136 milljóna, sem alls búa. á mýrarköldusvæðum. Að því er tekur til tæringar, þá hefur baráttan gegn henni verið samhæíð á stórum svæðum, og hafa ýmis ný og ódýr ]yf komið að ómetanlegu liði í því sam- bandi. Rannsóknir á lömunar veiki fást einkum við spurning- una um bólusetningu með lyf andi veirum. Reynslan af Salk bóluefni (dauðar veirur) hefur yfirleitt verið góð, en í. ísrael hefur sérstök tegund lömunar- veiki herjað, sem er svo kröftug að bólusetning hefur ekki komið að liði. Eins og stendur er verið að rannsaka orsakir þessa. Baráttunni gegn „framboesia“, holdsveiki, bólusótt og kóleru, er haldið áfram. Talið er að í Af- ríku séu um 2,3 milljónir holds- væikra manna og um 20 milljónir manna með „framboesia". Ein milljón holdsveikra er nú undir læknishendi, og um 12 milljónir manna með „framboesia“ hafa verið rannsakaðar. Af þeim hafa 7 milljónir fengið fullan bata. í fyrra sendi Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin 2 milljónir skammta af bóluefni gegn bólu- sótt til Pakistans, en þar hafði komið upp faraldur. Bóluefni gegn kóleru var sent til Nepals og Thaílands. 88 meðlimaríki. Einn ]iður í viðleitni stofnun- arinnar við að ráða bót á starfs- mannaskortinum var sá að senda 1300 styrkþega til menntunar í öðrum löndum á síðasta ári. Einnig hélt hún uppi skólum og námskeiðum í einstökum með- limaríkjum. Aðildarríkin eru nú 88 talsins. Fjárframlög þeirra til starfsem- innar voru í fyrra samanlagt 13.566.000 dolarar, en við það bætist svo 6.300.000 dollarar úr tæknihjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna og 5.200.000 dollarar úr hinum sérstaka mýrarköldusjóði. Á árinu 1958 störfuðu alls 1724 manns hjá Albjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, en af þeim unnu 570 á aðalstöðvum stofnun- arinnar í Genf. ......... BORGARBlÓ ! § SÍMI 1500 ! i Mynd vikunnar: | DÓTTÍR RÓMAR j = Stórkostleg ítölsk mynd úr lífi É | gleðikonunnar. -— Sagan hefur i E komið út á íslenzku. Danskur É 1 texti. É ÉAðalhlutverk: i Gina Lollobrigida, É Daniel Gelin. | Myndin er bönnuð börnum. É É Notið síðasta tækifærið. i ••11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117 KLÆÐASKÁPAR ]jósir og dökkir, birki. Verð kr. 1980.00. BARNARÚM BARNAKOJUR BARNAGRINDUR BARNASTÓLAR Soffonías Jóhannsson Fæddur 16. apríl 1878 - Dáinn 3. júní 1959 -o------ SVEFNSOFAR nýkomnir og væntanlegir. BÓLSTRUÐ HÚSGÖGN H.F. Hafnarstrœli 106. Sími 1491. Bíll til sölu, MOSKOWITCH ’57. Uppl. i sima 2482. Auglýsingar skapa viðskipta- niöguleika og auðvelda þá. — Góð auglýsing gefur góðan arð. Dagur er mest lesna blaðið á Norðurlandi. skráðir frá Hvanneyri Framhaldsdeildinni á Hvanneyri var slitið 16. júní og brautskráðir 7 búfræðikandidatar. Hæsta eink- unn fékk Ottar Geirsson frá Hval- eyri við Hafnaríjörð 8,56 stig. Hlaut hann verðlaun frá llúfræði- kandidatafélagi íslands, veglega bókagjöf. Flestir kandidatanna liaía iengið störí við leiðbeiningar varð- andi landbúnað.en aðrir fara út til framhaldsnáms. Verkefni virðast næg. Við uppsíignina mættu 10 ára kandídatar, og hafði Grínmr Jóns- son ráðunautur orð fyrir þeim. Vor- ið 1949 útskrifuðust 8 kandidatar frá hinni nýstofnuðu Framhalds- haldsdeild á Hvanneyri, fyrsti hóp- urinn þaðan. Af þeim mættu nú 6, 1 er dáinn og annar gat ekki komið því við að mæta. Var skólanum hin mesta ánægja í því að sjá svo rnarga af hinum fyrstu nemendum sínum í þessari deild. Margir aðrir gestir V(tru viðstaddir. Síðar um dagituT'var afhjúpuð stytta Runólfs Sveinssonar fyrrum skólastjóra. Er hún gjöf til Hvann- eyrar, frá nemendum lians. Voru allmargir þeirra viðstaddir, svo og kona Runólfs, frú Valgerður Hall- dórsdóttir, og synir og venzlafólk þeirra. Skólastjóri stjórnaði athöfn- inni, en til niáls tóku af hálfu nem- enda Runólfs þeir Þórður Kristj- ánsson, Gunnar Halldórsson og Sveinn Sæmundsson, en frú Val- gerður þakkaði. Yngsti sonur henn- ar afhjúpaði styttuna. Gestir þáðu mat og kaffi, og var dagurinn hinn hátíðlegasti. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson og kona hans, Steinunn Soffoníasdóttir skipstjóra og bónda, síðast að Bakka. Bjuggu í Brekkukoti í Tjarnarsókn frá 1893—1902. Sæmdarhjón, enda ágætlega metin. Man eg vel eftir Soffoníasi Jóhannssyni, þá er hann var í broddi lífsins. Hann gerðist snemma efnilegur maður. Vel vaxinn, búinn miklum æsku- þokka, vænn og fríður sýnum. — Bjartur í andliti og ljós á hár, hafði hvíti og svipfar móður sinnar og móðurfrænda. Og um vöxt, hreyfingar og látbragð og framkomu alla hið bezta á sig kominn. Fannst á að hér réði eðlisfar og ættgengi, en hvorki uppgerðarháttsemi eða hégómleg eftiröpun. Soffonías Jóhannsson kvæntist ungur Soffíu Jónsdóttur bónda í Tjarnargarðshorni (nú Lauga- hlíð) Friðrikssonar. En kona Jóns og móðir Soffíu var Mar- Þrír sáttmálar um vinnuskilyrði sjómanna Þrjár tiIJögur um vinnuskilyrði fiskimanna verða lagðar fyrir þing Alþjóðavinnumálaskrifstof- unnar (ILO), sem kemur saman í Genf í byrjun júní. Verði þess- ar trilögur samþykktar, er um að ræða sáttmála um lágmarksald- ur við ráðningu sjómanna, lækn- isskoðun á fiskimönnum og vinnusamninga. Þegar tillögurn- ar hafa verið samþykktar í end- anlegt form, verða þær lagðar fyrir aðildarríki stofnunarinnar til undirskriftar og staðfestingar. í fyrstu tillögunni er lagt til, að lágmarksaldur sjómanna verði 15 ár (undir sérstökum kring- umstæðum má hann þó vera 14 ár, en fyrir kyndara á skipum þar sem kol eru notuð, verði lág- marksaldurinn 18 ár. Læknis- skoðun verði lögboðin, og í sátt- málanum er kveðið nánara á um eð]i og víðtæki skoðunarinnar og um það, hve læknisvottorð séu lengi í gildi. Sáttmálinn um ráðn ingu sjómanna hefur ákvæði um að vinnuskriyrði þéirra verði tryggð og vernduð með sérstakri lagasetningu, þar sem ekki eru fyrir hendi sjómannasamtök er haldi vörð um hagsmuni með- lima sinna. grét Björnsdóttir frá Grund og konu hans Ingigerðar Jónsdóttur, hinni staðlyndu og þrekmiklu konu og um allt ágætu húsfreyju, svo að héraðsfleygt varð. Mætti skrifa um Ingigérði á Grund langt mál og nóg efni í til þess að doktorsrit yrði. Þau Soffonías og Soffia Jóns- dótir virðast hafa byrjað búskap í Tjarnargarðshorni árið 1908 og búið þar til 1927. Seldu þá jörð sína og bú og fluttu í Dalvík og dvöldu þar á meðan bæði lifðu. Þá var Soffonías kominn skammt af barnsaldri, er hann tók að stunda sjósókn, bæði á hákarlaskipum og fiskibátum. — Fór oft með stýrimannsráð á há- karlaskipum og er það vitni um sjómannshæfileika hans og mann kosti, að honum var sá trúnaður falinn. Soffonías Jóhannsson varð snemma mikill hirðu- og þrifnaðarmaður, og var það lífs- fylgja hans, og fór að jöfnu hvort heldur hann vann á sjó eða landi. Fór gætilega með tekjur sínar og ■eignir. Enginn ofnautnamaður eða ráðlítill flysjungur. Gestris- inn og veitingasamur og þó öllu stillt að hófi. Hann var ekki fljótur til vináttu. En mikill og tryggur vinur þeirra er hann batt vináttu við. Börn þeirra Soffoníasar Jó- hannssonar og Soffíu Jónsdóttur eru þrjú: Sveinbjörn, smiður, Haraldur — hagorður til muna — og Petrína. Öll gift. Soffía Jónsdótir, ekkja Soffoníasar, dvelur nú hjá Petrínu dóttur sinni á Dalvík. Runélfur í Dal. Bílasímarnir eru: 1244 og 1953 Bílaaígxeiðsla Framsóknar- flokksins er að Kifröst, Skipa- götu, símar 1244 og 1953. — Þeir, sem vilja láta aka sér til og frá kjörstað hringi vinsam- legast í þessi númer og þegar verður náð í þá. — Þeir, sem hyggjast lána bíla sína á kjördegi, mæti vinsamlegast við Bifröst kl. 10 í. h. Akureyringar! Kjósum Ingvar Gíslason! Fellum kjördæmabyltingarmenn! f * vk ^ Irmilega pakka ég öllum þeim fjölmörgu vinum min- 4 ,t um og fjölskyldu minnar, sem mundu eflir fimmtugs- X. S afmœli minu 17. júni sl. og gerðu mér daginn ógleym- % é anlegan mcð hvers konar lilýjum kveðjum, heimsókn- * S um, rausnarlegum gjöfum eða d annan hdtt. — Guð © blessi ykkur öll. t ± & t 1 4 Staðarhóli á Akureyri, 26. júní 1959. SIGURJÓNA PÁLSDÓTTIR FRÍMANN. íS F I f 't' v;r«£- (Í^vícS- vlíS- QrL vriS' vfcS- v&S" v^S- 5W'v^S>-í5»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.