Dagur - 08.07.1959, Side 5
Miðvikudaginn 8. júlí 1959
D A G U R
5
Spjallað við áttræðan skólamann
Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir
Björn Guðmundsson fyrrv. skólastjóri að Núpi
Álykfanir „Alþýðumannsins" eru
margar og mjög furðulegar
Björn Guðmundsson, fyrrum
skólastjóri að Núpi í Dýrafirði,
varð áttræður 26. fyrra mánaðar.
Þá aagana stóð kosningahríðin
sem hæst og fórst þá fyrir að
hitta hinn kunna öldung í tilefni
dagsins. En blaðið hitti hann að
máli nú um helgina og átti við
hann samtal það, sem hér fer á
eftir. Björn er fæddur að Næfra-
nesi í Dýrafirði og alinn þar upp.
Sem unglingur vann hann við
hvalveiðistöðina á Framnesi í
Dýrafirði, var þar m. a. kyndari
á gufubát. Hann veiktist þar af
beinátu í fæti og lá í 4 mánuði í
þeim krankleika hjá Guðmundi
Björnssyni, Reykjavík, og átti í
þessu fótarmeini í tvö ár. Móður
sína missti hann 1882 og föður
sinn, Guðmund Þórarinsson,
1902. Um námsferil og ævistarf
vísast til samtalsins, sem hér
fer á eftir.
Hvenær hófstu nám?
Eg var í Flensborg í Hafnar-
firði frá 1904—1906, kenndi síðan
börnum að Núpi 1907—1908. En
fór sama ár til Norðurlanda með
nám í huga.
Með vasana fulla af peningum?
En sníkti mér far með Norð-
mönnum til Bergen í Noregi í
sparnaðarskyni og fór svo með
strandferðabát suður fyrir Líð-
andisnes, og á þeirri leið hitti eg
af tilviljun vin minn og velgerða-
mann frá Framnesi, Sem Sæland,
sem síðar varð prófessor við
Óslóarháskóla. Hafði 800 krónur
í vasanum, mína eigin peninga,
og 400 krónur að aúki, lánaðar
hjá Mágnúir Helgasyni. Eg
kynnti mér svo barnaskóla hing-
að og þangað í Noregi, en þaðan
lá leiðin til Danmerkur. Og þar
var setzt á skólabekk í Askov og
síðan um sumarið var eg á kenn-
aranámskeiði á sama stað.
Hvaða námsefni voru þér kær-
ust.
Eg gerði mér far um að nema
sem mest. Leikfimi var þá í
raun og veru ekki til á íslandi,
sem heitið gat því nafni. Eina til-
sögnin í þessari námsgrein frá
veru minni í Flensborg var sú, að
kennarinn sagði börnunum frá
leikfimi, eins og hún væri er-
lendis og lét þau líkja eftir sér.
Voru það staðæfingar. Kennarinn
hafði staurfingur á annarri hendi.
Þegar hann rétti hendurnar upp
eða út, líktu börnin öll eftir
samkvæmt beztu getu og
krepptu fingur í lófa sér nema
vísifingurinn, sem var staur eins
og hjá kennaranum. Heilsufræði,
uppeldisfræði og leikfimi urðu
mín uppáhaldsfög og þar sá eg
glöggt hver verkefni biðu kenn-
aranna heima, á því sviði.
Og síðan hefurðu farið í kenn-
araháskóla.
Mig langaði til þess að fylgja
félögum mínum á Kennarahá-
skólann í Höfn, þeim Konráði Er-
lendssyni, síðar kennara á Laug-
um, Sigurði Þorvaldssyni á
Sleitustöðum í Skagafirði, Birni
Jakobssyni, Laugarvatni, o. fL,
en efnahagurinn leyfði ekki slík-
an munað.
Minnisstæðir kennarar?
Af kennurum mínum á Askov
eru mér minnisstæðastir Jakob
Appel skólastjóri og Paul la
Cour, sem eg met einna mest
allra þeirra manna, sem eg hef
kynnzt vegna mannkosta hans.
Meðal einkunnarorða hans
voru: Hið stórfelldasta sigurverk
heimsins, ei gefur oss mönnun-
Björn Guðmundsson.
um gaum. En sæll sá, er eilífum
treystir öflum í tímans straum.
Að námi loknu?
Nú lá leiðin heim og kenndi eg
við Núpsskóla þar til 1918. Þá
voru miklir erfiðleikar og skóla-
starfið lá niðri það ár. En eg var
þá skólastjóri á Akranesi. Síðan
var eg kennari og skólastjóri við
Núpsskóla þangað til eg varð
sjötugur. Þar af skólastjóri frá
1929—1942.
Þú munt hafa ferðast nokkuð?
Árið 1925 brá eg mér t. d. til
Finnlands til að kynna mér
skólamál. Þaðan á eg eina mína
fegurstu minningu, sem eg bein-
línis lifði á lengi á eftir, í and-
legu tilliti.
í þessari utanferð minni dvaldi
eg um tíma að Voss í Noregi .og
kynntist þar hinum ágætasta
skólamanni Norðurlanda, Lars
Eskeland, sem flestir kannast
við.
Og nú ertu fluttur til Akur-
eyrar.
Eg hef dvalið hér á Akureyri í
tvö ár hjá Ara Hallgrímssyni og
Guðbjörgu Guðmundsdóttur fóst
urdóttur minni. Þau kynni, sem
eg hef haft af fólkinu hér, eru
framúrskarandi. Hvergi á íslandi
er eins fallegt á sumrin og hér á
Akureyri.
Hvað viltu segja um unga
fólkið?
Unga fólkið er í eðli sínu jafn
ágætt og það hefur alltaf verið,
en það þarf sterk bein til að þola
góða daga. Eitt hið mikilsverð-
asta fyrir æskuna nú í dag, er
það kunna að velja og hafna, svo
margar eru leiðirnar og svo mikil
eru tækifærin nú, sem áður voru
fjarlæg okkur ungum mönnum,
flest þeirra. En nú, eins og á öll-
um tímum, er hættan sú, að
menn blekkist af því, sem miður
er, þekki ekki hismið frá kjarn-
anum. Það er viðfangsefni allra
tíma. En eg ber ekki kvíðboga
fyrir fólkinu hér á landi. Ætt-
stofninn er sterkur og sýnir það
mjög oft og einmitt hjá ungu
fólki, þegar á reynir, segir Björn
Guðmundsson að lokum.
—o——
Ekki verður neinn dómur
lagður á ævistarf hins aldna
skólastjóra og uppalanda. En af
dómi nemenda hans má ráða, að
þeim hefur þótt leiðsögn hans
góð og mjög árangursrík.
Um leið og Dagur þakkar við-
talið, óskar hann afmælisbarn-
inu, hinum sviphreina og höfð-
inglega vestfirzka skólamanni, til
hamingju með áttræðisafmælið
og að ævikvöld hans verði bjart
og friðsælt.
Er það skraut?
Fyrir nokkrum árum tíðkaðist
það mjög að skreyta bíla með
trjágreinum. Þetta var aldrei
smekklegt, því að eftir litla stund
voru greinarnar orðnar að ryk-
ugum druslum, enda lagðist.
þetta niður.
Nú má stundum sjá þessum
óvana bregða fyrir á ný. Mætur
borgari kom að máli við blaðið
og lýsti andúð sinni á þessu, af
tveim ástæðum: Lifandi trjá-
greinar eru ekki skraut nema
litla stund og þær rispa bílana. í
öðru lagi ber það vott um virð-
ingarleysi vegfarenda að skemma
þann gróður, sem allir sannir ís-
lendingar eiga að hlúa að.
Blaðið beinir þessum ummæl-
um til lesenda sinna og telur þau
fyllilega réttmæt.
Á síðastliðnum vetri efndi
Kjarnfræðanefnd íslands til rit-
gerðasamkeppni um eðlisfræði-
legt efni og skyldi fjallað um
gerð efnisins. Þátttaka var heimil
öllum nemendum í menntaskól-
um landsins.
Þátttaka í keppninni reyndist
betur en búi2t var við um jafn
sérstætt efni og bárust ellefu rit-
gerðir, þar af sjö frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, þrjár frá
Menntaskólanum á Akureyri og
ein frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni. Þessar ellefu ritgerðir
fjalla um flesta þætti í gerð efn-
isins, allt frá atómögnum til
orkuframleiðslu sólarinnar og
gera góð skil efni því, sem fjallað
er um. Fyrstu verðlaun, 1000.00
kr. í peningum, hlaut Halldór
Elíasson, nemandi í 6. bekk
Menntaskólans á Akureyri, fyrir
ritgerð um skammtakenninguna.
Onnur verðlaun, bókina Lehr-
buck der Experimentalphysik,
hlaut Þorsteinn Vilhjálmsson í 5.
bekk Menntaskólans í Reykjavík
fyrir ritgerð um talningu atóm-
agna.
Ritstjóra Alþýðumannsins vefst
tunga um tönn, þegar hann í
blaði sínu eftir kosningarnar
gerir ályktanir sínar kunnar.
„Hann hlaut traust,“ segir rit-
stj. um Emil Jónsson, forsætis-
ráðherra, sem féll í kjördæmi
sínu og sterkasta vígi Alþýðu-
flokksins á íslandi. Slíkt traust
hlaut forsætisráðherrann í eigin
kjördæmi!
„Hann hratt ósannindum Þjóð-
viljans _og Tímans,í‘ segir um
Gylfa Þ. Gíslason ráðherra, eina
mann flokksins, sem hlaut kosn-
ingu að þessu sinni. Flokkurinn
bætti við sig 1800 atkv. í Rvík
írá bæjarstjórnarkosningunum
1958, segir hann ennfi-emur með
raupkenndu orðalagi. Veit rit-
stjórinn ekki, að einmitt í bæjar-
stjórnarkosningunum 1958 kaus
Alþýðuflokkurinn íhaldið alveg
blygðunarlaust, en mun nú hafa
skilað sér aftur til að verja þann
eina mann falli, sem orðið gat
eins konar móðurskip flokksins í
þessum kosningum. Þegar að-
stæður eru slíkar ætti að tala
varlega um fylgisaukningu Al-
þýðuflokksins í Reykjavík.
Þriðji ráðherra Alþýðuflokks-
ins, Guðmundur í. Guðmunds-
Mig hefur lengi langað til að
þakka hið ágæta fræðslukvöld
sem Kaupfélag Eyfirðinga á Ak-
ureyri bauð okkur húsmæðrum
til fyrir nokkru, enda þótt frú
Laufey Sigurðardóttir húsfreyja
hafi þakkað svo fallega fyrir
Þriðju verðlaun, tveggja ára
áskrift að tímaritinu Scientific
American, hlut Guðmundur Þor-
steinsson, nemandi í 4. bekk
Menntaskólans á Laugarvatni,
fyrir ritgerð um breytingar
frumefna.
Hin mikla þátttaka í sam-
keppninni ber þess vott, að mikill
áhugi er að vakna hjá yngri
kynslóðinni á eðlisfræði og
skyldum greinum og sérstök
ástæða er til að minnast á, að
fjórar mjög góðar ritgerðir bár-
ust frá nemendum í 3. bekk
Menntaskólans í Reykjavík.
Þess má einnig geta, að vegna
hinnar miklu og góðu þátttöku
hefur Stærðfræðifélagið ákveðið
að veita bókaverðlaun þeim þátt-
takendum, sem ekki hljóta verð-
laun frá Kjarnfræðinefnd.
Tilgangur Kjarnfræðinefndar
með þessum verðlaunum er að
glæða áhuga menntaskólanema á
eðlisfræði og skyldum greinum
raunvísinda og hyggst nefndin
Kalda áfram verðlaunaveitingum
í þessu formi eða öðru.
son, féll einnig í kosningunum,
hlaut fæst atkvæði flokka í kjör-
dæminu og hafði tápað hátt á
sjötta hundrað atkvæða frá síð-
ustu kosningum. Slíkur var hans
sigur.
Fjórði ráðherra Alþýðuflokks-
ins, Friðjón Skarphéðinsson, féll
að sjálfsögðu á Akureyri, og fékk
ekki einu sinni jafnmikið fylgi
og flokkur h'ans hlaut í bæjar-
stjói-narkosningunum 1958. Um
þau úrslit segir ritstj. Alþýðu-
mannsins, að flokkurinn geti
ágætlega við unað, og „stoltar-
efni“ sé Steindór Steindórsson.,
Menn hefðu getað ímyndað sér,
að enn væri Alþýðuflokkurinn
ekki svo illa farinn í eigin áliti,
að hann teldi sér sæma að tala
um sigra frambjóðenda sinna,
sem allir skriðu inn sem uppbót-
arþingmenn (,,draugar“) nema
einn.
Þó er þess að geta, að sama
blað gerir sér vonir um, að erfitt
verði fyrir Framsóknarmenn
að raða á framboðslista í næstu
kosningum og hælist um yfir
því.
Hér er Dagur sammála og hef-
ur oftlega bent á þá hættu, að í
Framhald á 7. síð«.
okkur, það kvöld sem eg var þar.
Hún sagði réttilega að okkur
mönnunum hætti svo til að
gleyma að þakka það, sem vel er
gert — og eg vil bæta við, að við
heimtum stundum meira og
meira. — Frú Laufey notaði líka
tækifærið þetta kvöld og þakkaði
Jónasi Kristjánssyni mjólkur-
samlagsstjóra (sem var staddur
þarna) fyrir framúrskarandi vel
unnin störf í þágu almennings,
þar sem aldrei væri neitt hægt
að finna að mjólkinni, skyrinu
né ostinum, það væri alltaf fyrsta
flokks.
Þetta voru orð frú Laufeyjar,
og eg býst við, að allir, sem hiut
eiga að máli, og þeir eru margir,
taki undir þetta með henni, þó að
við hugsum ekki út í þetta dag-
lega og okkur finnist þetta sjálf-
sagt.
Gunnlaugur Kristinsson stjórn-
aði þarna af sinni alkunnu hæ-
versku og hlýleik.
Ungfrú Olga Ágústsdóttir flutti
erindi um næringarefnafræði og
sýndi kvikmynd til skýringar. —
Erindið var flutt af skörungs-
skap.
Þá kom ungfrú Ingibjörg Þór-
arinsdóttir kennslukona við
Kvennaskólann á Laugalandi og
sýndi okkur sín snilldarhand-
brögð á brauðgerð og matreiddi
lostætan ostarétt.
Síðan var setzt að kaffidrykkju
í hinum vistlega sal í Hótel KEA,
þar sem þessi fræðslufundur var
haldinn.
Hafi allir, sem að þessu stóðu,
beztu þakkir fyrir.
„Ein af 18.“
Halldór Eliasson M. A. sigraði í
ritgerðasamkeppni
Húsmóðir þakkar fræðslukvöld