Dagur - 06.08.1959, Blaðsíða 2
D A G U R
Fimmtudaginn 6. ágúst 1959
Þegar konan mín lá í flensunni
ÞRÁTT fyrir allar dásemdir
iieimilislfsins, sem eru seint of
lofaðar, kenrur það fyrir, að
heimilisfeður komast í hann
krappan. Það verður, þegar
konan leggst í rúrnið og mað-
urinn verður að grípa inn í
verkahring hennar á heimil-
inu.
HakliS þið ekki, að konan mín
hafi þurft að dunkast niður í in-
flúensu í vor, þegar verst gegndi.
Og þarna lá hún blessunin, og
bar ekki af sér, stynjandi af bein-
verkjum og iðrakvölum og ekkert
hægt að gera, nema segja við hana
að þetta færi nú að lagast.
Svo tók ég að mér búverkin, því
að öðrum var ekki til að dreifa.
Náttúrlega verður maður ekkert
hissa á því að hita kaffi og ekla
hafragraut eða þess liáttar, en ekl-
húsverkin eru töluvert flókin fræði-
gTein fyrir þá, scm ekki eru þeim
vanir.
Auðvitað þurfti fyrst að liugsa
um börnin, og þá var nú af sjóða
hafragrautinn, sem er ein af þessum
viðsjárverðu fæðutegundum, og þó
þykir sjálfsagt að troða henni í
velílest börn hér á íslandi, hvort
sem þeim er það Ijúft eða leitt. og
þótt læknarnir segi, að sá jtjóðar-
réttur spilli bæði tönnum barna og
maga. (Skylt er að taka það fram,
að ffestar tegundir matar eru skað-
lcgar að dómi einhverra vísinda-
manna, nema hclzt soðið vatn, sé
jaað drukkið í liófi.)
Ég komst íljótlega að raun um.
það, hvernig á að sjóða kekkjalaus-
an hafragraut, en það er miklu
þægilegra, því að jrað tekur tímann
sinn að hræra sundur kekkina, eí
hann hlevpur saman.
í fyrsta skiptið, sem ég stóð við
eldhúsvaskinn með svuntubleðil af
konunni og þvoði upp diska og
bolla, varð mér ]>að á, af hreinlætis-
ástæðum }>ó og oftrú á soðið vatn,
að reka fingurna af of lítilli fyrir-
hyggju niður- í }>að. Afleiðingin
varð óhjákvæmilega sú, að blárönd-
óttur diskur elti hendina á mér,
þegar ég kippti henni til baka, og
þaut yfir í hinn vegginn með þess-
um líka litlu látum. Sá fór nú í
smátt! Annars gekk mér uppþvott-
urinn vel, nema á hafragrautar-
pottinum. I>ar dugar hyorki sápa
eða sódi eða annað úr þcs$ kyns
piikkum innan úr skáp. l>að þýðir
heldur ckki að fara í liann nieð
uppþvottabursta. Burstinn verður,
cl taka má svo til orða, að einni
drulluklessu, en jafn mikið er eltir
innan í pottinum. Fátt er é>geðs-
IcgTa en að horfa framan í upp-
þvottabursta fullan af haíragraut.
Nei, við hafragrauíarpotta dugir
ekkert annað en brotið Ijáblað,
nema það eitt að hætta að sjé>ða
hafragraut. F.n það þorir enginn,
því hver veit, hvers konar kynslóð
yxi þá upp í landinu. Hún gæti
orðið ennþá verri en sú hafragraut
arkynslóð, sem við teljumst til. Rétt
er að geta þess, að ég bauð konunni
hafragraut. I’ið hefðuð átt að sjá,
hvað henni velgdi við. I’etta var þó
ekki nema sami blessaði maturinn,
og hún kaupir börnin til að éta
365 daga á ári hverju, og er auk
þess talin sjúkrafæða.
Ég hef oft dáðst að konunni
minni, þegar lnin }>var eldhúsgólf-
ið og fer íimum höndum um gól'f-
Skákkeppni á sunnud.
Ráðgert er að hingað komi
Skagfirðingar og Húnvetningar í
heimsókn um helgina og þreyti
kappskák við Akureyringa.
Teflt verður á 25 borðum og
fer keppnin fram að Hótel KEA
og hefst hún kl. 1.30 e. h.
Skákstjóri verður Jón Hin-
riksson.
klút og skrúbb og beygir sig mjiik-
lega við þetta auðvelda starf. Ég
íékk mér vatn í fötu. Fyrst var svo-
lítið erfitt að fá klútinn til að tolla
á skrúbbhausnum. En þegar ég
hafði tyllt honum með spotta, fór
að ganga betur. Ekki er tiltökumál,
þótt maður svitni, þegar æfinguna
vantar.
Elskan bylti sér og stundi. En
þar sem ég gat ekkert fyrir hana
gert, en leiddist hins vegar að
heyra þetta, opnaði ég kranann og
lét renna, og þá leið mér betur. Ég
man ekki til að ég hafi heyrt getið
um þetta einfalda húsráð í vcik-
indatilfellum.
I’etta var í vor, eins og ég sagði
áðan, og mig var farið að dreyma
um sumarfríið mitt og laxveioarn-
ar. Vatnsniðurinn í vaskinum <>rv-
aði ímyndunarafl mitt stórkostlega,
þó að ég væri önnum kafinn og mér
fannst ég standa á árbakkanum,
sveifla gömlu, gé>ðu flugustönginni
minni, ná afburða kasti, draga svo
fluguna hægt eftir liylnum, og sjál
Stærðar lax synti á eftir henni, skar
vatnið, kom upp úr vatninu og
kastaði sér yfir fluguna og hvarf í
djúpið með. tálbeituna og lítinn
en oddhyas'sán öngul í munni sér.
Titrandi átiik konifligs fiskanna og
yeiðimannsins hófust nú með hin-
um fjölbrcytilegu viðbrögðum frá
beggja hállu. I’essi var feikna stór,
en að síðustu rcnndi ég honum á
land.
Ég var nú búinn með cldlnisgólf-
ið og hellti úr skólpfötunni upp í
vaskann. Einkcnnilegt, að þarna
myndaðist straumsveipur, viðsjáll
svei]>ur, eins og suins staðar þar,
sem bergið hrindir fallvatninu frá
sér og kastar því út í iðuhvítt djúp-
ið. Ég hef víst hellt of ört úr föt-
unni. Að minnsta kosti bíotnaði ég
í báða fætur, þarna sem ég sté>ð á
eldhúsgóllinu.
Ég var að vona, að konan mín
risi upp á þriðja degi. En hún lét
það vera þangað til á þeim sjötta.
Það var ekki sjón að sjá hana fyrst
J stað,: En ég Og börnin vorum við
beztu heilsu, hverju ég þakkaði
hollt fæði og heppilegum lífsvenj-
um þessa -fáu en löngu daga, sem
ég var við stjórnina.
Rétt er bæði og skylt að taka það
fram, að börnin átu allan mat mögl
unarlaust fyrst eltir að konan fór
aó-^tíga'í Xjet'ur.na, Ég hafði sýnilegaj
Jiaft þarmi mjög bætandi áhrif, þó
að þau yrðu því miður ekki varan-
leg. Konan heldur því liins vegar
íram, og cr það auðvitáð hin mesta
firra, að þetta hafi komið til af því,
hve börnin hafi verið vannærð á
meðan hún var veik. Ur þessu hef-
ur enn ekki fengizt skorið.
Ég er að vona, að inflúensan
komi hér ekki á næstu árum, og
ef að hún kemur, }>á verði mér
hlíft við því að verða á TÓtum, ef
annað hvort okkar tekur hana, ég
eða elsku konan mín. Z.
88 milljónir bólusettar
við berklum
Síðan 1951 hefur Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin (WHO) og
Barnasjóður Sameinuð uþjóð-
anna (UNICEF) aðstoðað yfir-
völdin í 41 landi og landsvæði
(samanlögð íbúatala 785 milljón-
ir) við að hefja allsþei'jarbaráttu
gegn berklum með bólusetningu.
Þessar upplýsingar gaf forstjóri
WHO á stjórnaríundi hennar ný-
lega.
Á þessum tíma hafa um 234
milljónir manna verið berkla-
skoðaðar og 88 milljónir bólu-
settar. Þessar tölur eru frá síð-
ustu áramótum.
Allur fjöldi danskra
ELZTI MAÐUR LANÐSINS:
barna stundar vana-
reykingar
Krístján í Lambanesi í Fljótum
Ótrúlcgur fjöldi danskra barna
eru vana-reykjendur, og jafnvel
hópar fimm ára barna. — Þetta
hefur komið í ljós við ýtarlegar
rannsóknir, sem staðfestar hafa
verið í dönskum blöðum fyrir
skömmu.
Flest börn á aldrinum 13—14
ára reykja vindlinga eða pípu.
En fáir aftur á móti vindla. Þetta
eru ekki eingöngu drengir, held-
ur einnig telpurnar. En þær gera
það þó frekar í laumi.
Rannsóknunum í Kaupmanna-
höfn var ekki að fullu lokið, en
þær hafa þó þegar leitt í ljós, að
svo að segja allir 13—14 'ára
unglingar þar eru vana-reykj-
endur. Sams konar fréttir berast
frá öðrum bæjum Danmerkur,
þótt rannsóknir þar hafi ekki
verið jafn ýtarlegar.
verður 104 ára á sunnudagmn kemur
NORÐUR í Fljótum er Krist-
ján Jóliann Jónsson í Lamba-
nesi í Floltshreppi. — Hann
verður 104 ára á sunnudaginn
kernur, er íurðu ern ennþá og
íylgist vel með því, sem gerist,
enda hefur hann sæmilega
sjón og heyrn.
Allra síðustu árin hefur hann þó
legið rúmfastur, „}>ví að fæturnir
eru orðnir allt of gamlir," segir
Kristján, „en annars er ég að verða
eins og barn,“ bætir liann við.
Sonarsonur Kristjáns, Gústaf
Jónsson, býr liér á Akureyri, í Gler
árhveríi, og á hann börn og barna-
börn. Ættliðirnir eru því fimm á
lífi í bejnan karllcgg.
Kristján í Lambanesi nýtur um-
önnunar tveggja sona sinna þar
heima, en margir munu senda öld-
ungnum hlýjar afmæliskveðjur um
helgina.
Síldaraflinn 375 þúsund funnum og
máfum meifi en á sama fíma í fyrra
Aflahæstu skipin eru: Faxaborg, Hafnarfirði,
Víðir II., Garði og Snæfell Akureyri - Háseta-
hlutur yfir 50 þús. kr. á aflahæstu skipunum
Aflahæsta skipið á síldveiðunum norðanlands var á miðnæíti sl.
laugardag Faxaborg frá Hafnarfirði með 12.042 mál og tunnur.
Næstur er Víðir II, Garði, með 11.967 mál og tunnur. Þá kemur
Snæfell, Akureyri, með 10.957, Guðmundur Þórðarson, Reykjavík,
með 10.136 og fimmti er Jón Kjartansson, Eskifirði, mcð 9.374.
Veiði var allgé>ð I vikunni, og
fiskaðist aðallega á miðsvæðimi.
Vciðiveður var gott, neraa fyrsta og
síðasta dag vikunnar. Síldin var
jafnbetri en áður, einkum sú síld,
sem . veiddist á austanverðu mið-
svæðinu.
Vikuaflinn var 179.025 mál og
tunnur, og er þetta næstbezta álla-
vika sumársins. ■
A miðnœtti sl. laugarclag var
hfíildaraflinn orðinn alls 756.205
mál og tunnur (381.560 í fyrra).
Saltaðar höfðu verið 180.576 lunn-
ur (217.564 i fyrra) og bresdd höfðu
verið 562.550 mál (153.858 i fyrra),
°g frystar 13.079 lunnur (10.138 i
fyrra).
í vikulokin voru 214 skip (í lyrra
211 skip) búin að alla 500 mál og
tunnur eða meira. F'er hér á eltir
skrá yfir þau, sem lengið hafa 1
þús. mál og tunnur og þar yfir:
Akraborg, Akureyri 6598
Álftanes, Hafnarlirði 5117
Arnfirðingur, Reykjavík 8707
Ársæll Sigurðsson, Hafnarf. 5845
Ásgeir, Reykjavík 6677
Áskcll, Grenivík 4103
Askur, Keflavík 6154
Ásóllur, ísafirði 4317
Baldvin Þorvaldsson, Dalvík 4616
Bjarmi, Dalvík ,7083
Björg, Neskaupstað 4202
Björgvin, Dalvík 7170
Björn fónsson, Reykjavík 5684
Blíðfari, Grafarnesi 4512
Bragi, Siglufirði 5297
Búðarfell, Búðakaup.túni 4192
Einar Hálfdans, Bolungarvík 7736
Fagriklettur, Hafnárfirði 4859
Farsæll, Gerðuin 3896
Faxaborg, Hafnarfirði 12042
Faxavík, Keflavík 4263
Fjalar, Vestmannaeyjum 4839
Fjarðaklettur, Hafnarfirði 4244
Ffóaklettur, Hafnarfirði 5715
Garðar, Rauðuvik 4386
Gissur hvíti, Hornaiirði 5923
Gjafar, Vestmannaeyjum 41.31
Glófaxi, Neskaupstað 5304
Guðbjörg, Sandgerði 4831
Guðbjörg, ísafirði 5288
Guðfinnur, Keflavík 437-1
Guðmundur á Sveinseyri 7784
Guðm. Þórðarson, Reykjavík 101.36
Gullfaxi, Neskaupstað 6845
Gullver, Seyðisfirði 5842
Gunnar, Reyðarfirði 4959
Gylfi, Rauðuvík 4060
Gylíi II, Rauðuvík 4755
Hafbjörg, Haínarfirði 4176
Hafrenningúr, Grindavík 6969
Hafþór, Reykjavík 6219
Haförn, Halnarfirði 7098
Heiðrún, Bolungarvfk 6906
Heimir, Keflavík 4567
Heimir, Stöðvarfirði 4969
Helga, Húsavík 4148
Helguvík, Keflavík 4888
Hilmir, Keflavík 7138
Hólmanes, Eskifirði 6679
Hrafn Sveinbj, Grindav. 7171
Hringur, Siglulirði 5543
Huginn, Reykjavík 5302
Höfrungur, Akranesi 5338
Jón Finnsson, Garði 6099
Jón Jónsson, Ólafsvík 4190
Jón Kjartansson, Eskiíirði 9374
Jökull,- Ólafsvík 6971
Kamharöstj Stöðvarfirði 4188
Keilir, Akranesj,. ,5759
Kristján. Ölálsfirði 438!)
Mummi, Garði 4572
Ólafur Magnússon, Akranesi 4751
Páll Pálsson, Hnífsdal 4456
Pétur Jónsson, Húsavík 6311
Rafnkell, Garði 5407
Reynir, Vestmannaeyjum 54.39
Reynir, Rcykjavík 3309
Sigrún, Akranesi 6297
Sigurður, Siglufirði 4592
Sigurður Bjarnason, Akureyri 7414
Sigurfari, Grundaríirði 4951
Sigurvon, Akranesi 5764
Snæfell, Akureyri 10957
Snæfugl, Reyðarfirði 5467
Stefnir, Hafnarfirði 4586
Steinunn gamla, Kéflavík 4722
Stella, Grindavík 5329
Stígandi, Vestmannáeyjum 4255
Stjarnan, Akureyri 4074
Svala, Eskifirði 4610
Sæborg, Patieksfíi'ði-. 450T
Sæfari, Grundaríir’ði 4607
Sæfáxi, Neskaupstað 4415
Sæljón, Reykjavík 4805
Tálkníirðingur, Tálknafirði 6362
Valþór, Seyðisfirði 4846
Víðir II, Garði 11967
Víðir, Eskilirði 6722
Vonin 11, KeliíHiík 4829
Þórkatla, Grindáyík 5652
Þorlákur, Bolungarvík 4956
Þorleifur Rögnvaldsson, Ól. 4379
- Gífurleg umfcrð ...
Framhald af 1. siðu. .
skikkanlegir," sagði bifreiðaeft-
irlitsmaðurinn, „hlýddu settum
reglum yfirleitt og ókugætilega.“
Á Akureyri og í Eyjafirði eru nú
nær 1400 farartæki og fer mjög
fjölgandi á ári hverju.
Karl Friðriksson skýrði blað-
inu frá því, að umferðateljarar
hefðu verið settir upp hér í ná-
grennin.u — Samkvæmt þeim
hefðu 1256 bílar og bifhjól ekið
suður úr bænum til jafnaðar á
dag siðustu 5 daga og austur fiá
flugvellinum 868 á sama tíma. —
Yfir Lónsbrú óku að meðal tali
686 bílar á dag á hálfsmánaðar
tíma.