Dagur - 09.09.1959, Page 4
4
D A G UR
Miðvikudaginn 9. september 1959
Bagijr
Skrifíiof.i i Halnavsnati ‘»0 — Sími I Ififi
UITSTJÓRI:
ERLÍN G U.R I> A V I l> S S O N
Au);lý<iinga$ljóri:
JÓN SVMÚEl.SSON
Aiganglirinn knsiar kr. 75.00
ltl.iftiii kemur úi á iniAviku<l<>i>um og
laugardögum, |>cgar t'foi stan<la lil
Cjalddagi rr i. jiili
PRENTVr.UK OOOS HJORNSSONAR H.F.
Samvirniufélögin og Sjálfstæðisfl.
ÞAÐ ER EFTIRTEKTARVERT, að á sama tíma
og alþjóðasamtök innan Sameinuðu þjóðanna,
taka upp samvinnustefnuna, sem eitt máttugasta
vopn í baráttunni fyrir almennri velmegun, frelsi
og framförum, meðal hinna ýmsu þjóða, rekur
stærsti stjórnmálaflokkur íslands þá pólitík, að
samvinnufélögin á íslandi séu hin liáskalegustu
félagsmálasamtök. Þessi stjórnmálaflokkur, Sjálf-
stæðisflokkurinn, og blöð hans, og þeir aðrir, sem
' tekizt hafa á liendur hlutverk þjónanna á því
heimili og reyna af veikum mætti að taka undir
rógsönginn, eru ánetjaðir auðhyggjunni og liafa
með því fyrirgert rétti sínum sem málsvarar
fólksins.
! 1 landinu eru nokkur hundruð milljónerar.
Þeir, og aðrir auðhyggjumenn, eru kjarni Sjálf-
stæðisflokksins. Þessir menn gera Sjálfstæðis-
flokkinn út, eins og aðrir gera út báta eða skip. í
stað þess sem sjómenn draga fisk úr djúpinu og
færa björg í bú, hefur Sjálfstæðisflokkurinn það
hlufverk, að tryggja húsbændum sínum og eig-
endum greiðar götur ti! auðsöfnunar og valda eft-
ir hinum flóknu leiðum viðskiptalífsins. En allar
liggja þær leiðir um hinn pólitíska vettvang að
einhverju leyti.
I
j Þegar Þingeyingar stofnuðu íyrsta kaupfélagið,
gerðu þeir það til ftess að Ieysa sig undan ánauð
selstöðuverzlunarinnar. Þórður Guðjohnsen kaup
! maður á Húsavík taldi hið nýja félag hið mesta
skaðræðisfyrirtæki og barðist gegn því með öll-
j um tiltækum ráðum.
i
! Flokkur auðhyggjumanna í Iandinu, Sjálfstæð-
’ isflokkurinn, stendur enn í sporum Guðjohnsens,
og á stjórnmálasviðinu kemur hann frain sem
! keppinautur — fjandsamlegur keppinautur —
samvinnufélaganna, sem einskis svífst.
Hann leyfir sér að halda því fram, að sam-
vinnufélögin eigi að standa utan við pólitískar
, deilur, þótt á þau sé ráðist af pólitískum flokki.
Með öðrum orðum er kenning Sjálfstæðisflokks-
j ins á þessa íeið: Stattu kyrr á meðan eg er aö
berja þig. Síðan ofsóknir Sjálfstæðismanna og
vikapilta þeirra komu að verulegu leyti inn á
stjórnmálasviðið, er það öllum samvinnumönn-
um Ijóst, að þeir verða að eiga sína fullírúa á öll-
um þrepum stjórnmálabaráttunnar. allt upp til
hins liáa Alþingis og ríkisstjórnar. Varnarleysi
samvinnufélaganna veitir auðhyggjumönnum það
i brautargengi, að geta vegið að samvinnuhreyfing-
unni með pólitísku valdi og það þrá þeir heitast
j af öllu. Það er svo sem von, að Sjálfstæðis-
menn telji sig kjörna til að vara samvinnumenn
við Framsóknarflokknum! En eins og allir vita
hefur Framsóknarflokkurinn barizt þrotlausri
haráttu við íhaldið — varnarbaráttu f.yrir hags-
munum hinna almennu borgara. Þeirri barátlu
verður haldið áfram. Framsóknarmenn munu
halda áfram að vinna að almennri velmegun,
frelsi og framförum fólksins og samkvæmt stefnu
sinni og hugsjón frá fyrstu tíð, mun hann ætíð
i standa vörð um hinar nýtustu félagsmálahreyfing
I íar, svo sem samtök fólksins í samvinnufélögunum.
Er engin leið að breyta þessu?
EINU SINNI A ARI eða svo
heldur yfirbankastjóri Lands-
bankans útvarpsræðu og talar
um fjármál þjóðarinnar. Leggur
hann þá áherzlu á, hve nauðsyn-
legt sé fyrir þjóðarbúið að eiga
gjaldeyrisforða til þess að hlaupa
upp á. Margir aðrir hafa um þetta
rætt og ritað, og eru allir á sama
máli. Þetta sé nauðsynlegt, til
þess að þjóðarbúskapurinn geti
talizt sæmilegur.
En hvernig er svo haldið á
málum? Er siglt í þá átt, sem
nauðsynin krefur? Nei, í hina
áttina. Hagstofan lætur okkur í
té mánaðarlega vitneskju um
fjármálaástandið. Gjaldeyris-
forðinn nauðsynlegi er aldrei
fyrir hendi heldur gjaldeyrishalli,
sem nemur stórri upphæð um
hver áramót. Þannig er buiS rek-
ið ár eftir ár, og ef einhverjir ís-
lendingar muna eftir gjaldeyris-
forða, þá hljóta þeir að vera
orðnir gamlir.
Um miðjan ágúst síðastliðinn
var gjaldeyrisfoiði Dana 1500
milljónir króna. Engin Norður-
álfuþjóð hefur lifað af áratuga-
gjaldeyrishalla nema íslendingar.
Vinir okkar erlendis forðast eins
og heitan eld að ræða eða rita
um fjármálaástandið á íslandi.
Þeir hrista bara höfuðið.
Þörf væri á stjórnmálamönn-
um, sem þora að taka á sig óvin-
sældir einhverra skammsýnna
manna til þess að rétta við.fjár-
haginn og álit okkar hjá öðrum
þjóðum. — A.
Ráðherrarnir, sem tala.
FUNDUR utanríkisráðherra
Norðurlanda í Reykjávík. Gam-
an, gaman. Okkur, begnunum er
sagt frá fundum þessum á ári
hverju, og gefnar eru út yfirlýs-
ingar að þeim loknum, að allir
hafi verið elsku-sáttir og sam-
mála í flestu. En um hvað þeir
hafi verið sammála, ja, það kem-
ur þegnunum harla lítið við.
Haldnar eru veizlur í lokin og
skálað fyrir norrænni samvinnu.
Svo kyssast þeir að skilnaði,
smellirnir bergmála í fjöllunum,
og ráðherrar með uppgefna
kjálkavöðva fljúga hver heim til
sín, en gestgjafinn situr eftir í
sárum.
Nú ætla ráðherrarnir víst að
ræða um afstöðu landa sinna til
mála á Allsherjarþinginu. Ekki
er að efa, að tvö mál muni verða
efst á baugi á þingi Sameinuðu
þjóðanna í þetta sinn, en þau eru
aðild Kína að S. Þ. og Alsírmálið.
Kínverskir kommúnistar eru
bannsettir þrjótar, þeir kúga
þjóð sína og reyna að þröngva
upp á Tíbet stjórnarfari sinnar
ofsatrúar. Þeir fara fram með
grimmd, og meirihluti íslendinga
hefur ekki samúð með þeim. En
það er á hinn bóginn víst, að
stjórn þeirra er föst í sessi og
mun ráða, að því er bezt verður
séð, um langa framtíð. Ef Sam-
einuðu þjóðirnar eiga framvegis
að geta gegnt hlutverki sínu, þá
nær engri átt að neita fjölmenn-
ustu þjóðinni um aðild að sam-
tökunum. Við íslendingar höfum
flestir mestu skömm á stjórnar-
fari í ýmsum Mið- og Suður-
Ameríkuríkjum, ó Spápi, í Ung-
verjalandi og fleiri löndum aust-
ur þar, en ekki teljum við rétt,
að ríki þessi séu vegna stjórnar-
farsins útilokuð frá S. Þ.
Ef til atkvæða verður gengið á
þingi S. Þ. um aðild Kína að sam-
tökunum, þá er eg viss um, að
langmestur hluti íslenzku þjóð-
arinnar fnundi vilja láta fulltrúa
sinn greiða atkvæða með inn-
tökubeiðninni.
Um Alsírmálið er það að segja,
að eg hef við engan íslending tal-
að, sem haldið hefur því fram, að
Alsír sé franskt land, eins og
Frakkar vilja vera láta. Þarna er
um að ræða nýlendukúgun af
hinni gömlu og illu tegund, sem
enginn íslendingur hefur samúð
með. íslenzkur almenningur vill
því, að fulltrúi hans á þingi S. Þ.
greiði atkvæði gegn Frökkum í
þessu máli.
Ekki skal fullyrt, hvernig ráð-
herrunum á fundinum í Reykja-
vík semur um, hvernig greiða
skal atkvæði í þessum málum. —
Kannski koma þeir sér saman
um að víkja af götu skynseminn-
ar og réttlætisins til þess að
þóknast „vinum“ í Atlantshafs-
bandalaginu. Ef utanríkisráð-
herra íslands gengur til sam-
komulags um slíkt, þá gerir hann
það í óþökk mikils meirihluta
þjóðarinnar, og þá á hánn ekki
skilið að ráða málum í lýðræðis-
landi. íslendingar verða að fylgj-
ast vel með því, hvernig fulltrúi
þeirra greiðir atkvæði á þingi
Sameinuðu þjóðanna í haust, og
flokkur sá, sem fer með utanrík-
ismál, á að gjalda þess, ef ekki er
haldið á málum eins og meiri-
hluta þjóðarinnar þykir rétt-
ast. — A.
*
Eyja Nonna og Valdemars og
náttúrufriðun.
SALTHÓLMINN heitir. lítil
eyja á Eyrarsundi. Ekki munu
margir íslendingar hafa komið
þangað, og þó er þessi litla eyja
áreiðanlega mörgum kær hér á
landi vegna frásagnar Jóns
Sveinssonar í bókinni „Ferðin
yfir sundið“, sem er ein indæl-
asta unglingasaga,' sem til er.
Nú hefur Náttúrufriðunarfélag
Danmerkur lagt eindregið til, að
Salthólminn verði algjörlega
friðaður, ekki verði byggt þar
meira og kalksteinsnámi verði
hætt þar. Aðeins 5 fjölskyldur
búa á eynni, en þar er fuglalíf
mjög fjölskrúðugt og gróðui’. Er
talið líklegt, að af friðuninni
verði.
Náttúrufriðun er fólgin í því,
að staður sá, er friða á, haldi sín-
um upprunalega, gamla svip, og
engu sé þar raskað. Danir
munu því ekki gróðursetja risa-
furu á Salthólmanum, þó að
hann verði friðaður, því að risa-
furan myndi gjörbreyta um-
hverfinu, og hún hefur aldrei átt
þar heima.
Hingað til lands kom sérfræð-
ingur í náttúr.ufriðun í sumar, og
honum blöskraði, er hann sá, að
íslendingar hafa kappkostað að
gróðursetja barrskóg á Þingvöll-
um, en barrskógur hefur aldrei
vaxið þar, og mufiu Þingvellir
því breyta mjög um svip, er þar
er vaxinn mikill barrskógur.
Þeir, sem hér hafa að unnið, hafa
því unnið gegn náttúrufriðun á
Þingvöllum.
Undurhljótt hefur verið um
mál þetta í sunnanblöðunum,
enda munu margir góðir menn
vera um þetta samsekir, en þeim
hefur ekki verið ljóst, hvað þeir
voru að gera — og ekki almenn-
ingi heldur, en nú sjá þetta allir,
er þessi ágæti útlendingur hefur
bent á þetta.
Það er ávallt leitt að þurfa að
viðurkenna mistök, en í þessu
máli er það nauðsynlegt — og
haga sér þar eftir. Barrtén á öll
að flytja frá Þingvöllum. Þessi
helzti sögustaður þjóðarinnar á
skilið náttúrufriðun og hana af
réttu tagi. Það má ekki skreyta
Þingvelli með annarlegum trjám.
Við gerðum nóg af „undarleg-
heitum“ í þessum málum, þegar
við létum setja dansgólfið í
Bessastaðakirkju. — A.
JÓN JÓHANNSSON, -í
(
óðalsbóndi að Skarði,
SJÖTUGUR.
Heill þér aldni höfðingsmaður, ?
hress í máli, jafnan glaður, ' j
hugur ungur, hár þótt gráui,
himinn minninganna bláni.
Eigum kærar komu stundir, j
sem kátar gerðu okkar lundir. j
Miðlaði hverjum af þeim arði ,
óðalsbóndinn Jón á Skarði.
MikiII er sá minnisvarði ,
er menn fá litið hér á Skarði,
grösugt tún, var áður engi,
ailt er slétt, og verður lengi,
steinbyggð hús, en forn hær fariini,
feðra og mæðra, traustur arinn.
Lagðprútt fé, og gripir góðir,
ganga hestar hvergi móðir.
' i
Því nú eru tæki úti og inni,
afl frá stöð, sem lýsa upp kynni,
heyin flutt af vél á vögnum,
veldur minni þreytu á brögnum, ,
bíll í hlaði. Búsæld mesta,
bíða veitingarnar gesta. j
Viðhelzt enn hér, liðinn ljómi ,
langfeðganna, héraðssómi. ,
Húsbóndans í hófi sitjuni,
honum kærar þakkir.flytjum.
Á sinn þátt hans eiginkona,
einnig minnumst dætra og sona.
Þökkum gleði og góðar stundir,
góðvild alla, hlýjar múndir.
Hvenær fáum goldið greiðan
guð einn veit, þann daginn heiðan. .
Þökk sé flutt frá gamla Garði,
garpinum stælta, Jóni á Skarði.
Fyrir margan gerðan greiða j
af göfgu hjarta, án nokkurs leiða.
Svo fer jafnan miklurn manni
er mannkostina ber með sanni.
Ævikvöld hans óskum verði
indælt, fagurt, rósargerði.
26. ágúst 1959.
Jón G. Pálsson frá Garði.
Keisari Eþíópíu þakkar S. Þ.
Keisari Eþíópíu, Haile Selassie, heimsótti aðal-
stöðvar Vísinda- og menningarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna (UNESCO) þegar hann kom við í
París nýlega. Við það tækifæri lét hann í ljós að-
dáun sína á afrekum stofnunarinnar og þakkaði
fyrir það, sem hún hefur gert fyrir fræðslukerfið
og skólamál öll í Eþíópíu.
Hjálpsemi.
Þrír skátadrengir á fundi sögðu skátaforingjan-
um, að þeir væru húnir að gera góðverk dagsins.
„Jæja, strákar, það er ágætt. Hvað gerðuð þið?“
„Við hjálpuðum gamalli konu yfir götuna rétt
áðan,“ sögðu þeir.
„Nú, ekki þurftuð þið að vera þrír að hjálpa
henni,“ sagði foringinn, vantrúaður.
„Jú, jú,“ sögðu allir strákarnir, „það veitti ekki
af því.“
Þá gaf minnsti strákurinn skýringuna: „Hún
vildi nefnilega ekki fara yfir götuna.“