Dagur - 16.09.1959, Blaðsíða 4
.4
Miðvikudaginn 16. sept. 1959
DAGUR
Skrifsiola i Maliiáistva-ti 'i!) — sími Mtili
RITSTJÓRI:
EllLING 1 í R l) A V í I) S S O N
AiujlvsillRitstjm i:
J Ó N S A M í' ELSSON
Áríantíiiriiii) kostm kr. 7.r).(M)
RlaAiA ktinnr út :i miAvikiulögum■ «>g
iaugard(it>itni, þegar eltií stamla til
Cjalddagi rr I. jiilí
1>KFNH F.RK ODOS UJÖUNSSON AR U.F.
Hvers vegna eru heilsteyptir sam-
vinnumenii F ramsóknarmenn?
ÞAÐ VIEÐIST hljóma vel þegar sagt er: „Sam
vinnuféíögin eiga aö vera ópólitísk“‘ En hvernig
geta þau verið það, eins og til hagar stjórnmálum
í Iandi okkar? Á þau er ráðist. Eiga þau þá ekki
að bera hönd fyrir höfuð sér?
Stærsti stjómmálaflokkur landsins, Sjálfstæðis-
flokkurinn, er gerður út af viðskiptaspekúlöntum
höfuðborgarinnar. Þeir og stallbræður þeirra víðs
vegar um land, telja samvinnufélögin vera fj’rir
sér. Þessir menn leggja allt kapp á að hnekkja
samvinnufélögunum. Þeim tekst ekki að sigra
þau í samkeppninni. Þvert á móti, samvinnu-
skipulagið sigrar þó með yfirburðuni sínum og
heldur niðri auðsöfnun þeirra. Þá grípur Sjálf-
stæðisflokkurinn til þess róðs, að láta hin póli-
tísku hjú sín, blaðamenrt sína, þingmenn flokks
síns og annað málalið sitt, sækja að samvinnufé-
lögunum á vettvangi stjómmálanna, bæði í ræðu
og riti.
Stundum taka blendnir menn í öðrum flokkum
undir rógsöng íhaldsins um samvinnúfélögin.
Þessir mcnn eru lílta í þjónustuliði Sjálfstæðis-
flokksins og auðhyggjunnar, þótt þeir telji sig
málsvara aíþýðunnar og skreyti mál sitt gjarnan
með orðum eins og þessunt: „Sá er vinur, er til
varitms segir,“ eins og ritstjóri Alþýðumannsins.
Sjálfstæðismenn og þjónalið þeirra vilja ekki
Iáta sitja við orðin ein. Beitt skal, þar sem unnt
er, innflutningsvaldi, lánveitingaValdi og löggjaf-
arvaldi til þess að draga þrótt úr samvinnuhreyf-
ingunni og hindra áhrif hemiar.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur þá skyldu á lierð-
ar þeim, sem fyrir hann vinna og taka laun fyrir,
að beita sér af alefli gegn samvinnufélögunum.
Og á það er treyst, að hann gleyini heldur ekki
þeim, sem gerast sjálfboðaliðar við skemmdar-
starfsemina, og láti mola falla einnig til þeirra.
Af framangreindum ástæðum hljóta samvinnu-
menn að gjalda varhuga við Sjálfstæðisflokknum
og meðhjálpurum hans. Sá, sem vill vera heil-
steyptur samvinnumaður, getur ekki stutt þann
flokk með atkvæði sínu.
Sjálfstæðismaður getur hins vegar verið í sam-
vinnufélagi og notið hagnaðarins af því. Þetta get-
ur hann af því að samvinnufélögin eru ekki „auð-
hringur“, eins og boðberar Sjálfstæðisflokksins
básúna, heldur fjöldasamtök, sem standa ölliun
opin til þátttöku.
Hins vegar er slíkur maður óheill samvinnu-
stefnunni og ófær til að vcrðskulda trúnað henn-
ar — álíka óheill og íslendingur væri þjóð sinni,
cf hann veitti Bretiun stuðning til hernaðar á
miðunum okkar. Það bætir síður en svo málstað
hans, þó að hann lifi af fiskaflanum, sem dreginn
er hér á land, frekar en það réttlætir Sjálfstæð-
ismanninn gagnvart samvinnufélaginu, ef hann
nýtur ávinnings af því að vera félagsmaður.
Auðhyggjumenn og braskarar þéssa lands hat-
ast við samvinnuféF n, af því að þau standa í
vegi fyrir því, að híi; gamia og niðurlægjandi saga
frá mesta hörmungartímabili þjóðarinnar endur-
taki sig í auðsöfnun fárra en örbirgð flestra.
Árásir Sjálfstæðisfl. bera þess glöggt vitni, að
störf samvinnumanna eru landsfólkinu hag-
gtaeð og þjóðfélaginu í heild hinn mesti styrkur.
SAMTÍNINGUR
Vitlaus klukka og vanþakklæti.
í háum turni Akureyrarkirkju
er klukka ein mikil, hinn mesti
kjörgripur. Hún segir bæjarhúum
hvað tímanum líður og minnir þá
á það á stundarfjórðungs fresti
með nokkrum hljómfögrum tón-
um.
Þessa klukku gaf Kristján Hall-
dórsson úrsmiður til minningar
um eiginkonu sína. Gjöfin var
fögur og táknræn.
En það hefur komið í ljós, að
Akureyringar voru hennar ekki
verðir. Þeir hafa ekki hirt um
hana, ekki einu sinni sett hana
rétt, svo að hún er „vitlaus“ vik-
um saman.
Oft hefur hún t. d. verið um
það 10 mínútum of fljót. Þessi
vanhriða og vanþakklæti er
bæjarbúum til minnkunar. Sókn-
arnefndinni ber skylda til að þvo
þann smánarblett af hið bráðasta,
annars er hún ekki stax-fi sínu
vaxin.
Sennilega mun klukka eins og
sú, sem hér hefur vexúð gerð að
umtalsefni, kosta yfir hálfa millj.
króna nú.
Óskilafé í himingeimnum.
Allir kannast við óskilafé í rétt-
um, til dæmis ómax-kaða dilka.
Ef mæður ómerkiriganna eru
viðstaddar og „helga“ sér þá,
áfrýjar enginn.
Nú er komið í ljós, stuttu fyrir
göngux-nar, að óskilagemsi einn
svífur um himingeiminn, sem
enginn veit hver á, og ekki mikl-
ar líkur til að austx-æn eða vest-
ræn móðurást leysi þann vanda.
Eitthvað er nú athugavert við
vísindin, að hafa misst tölu á
gerfihnöttum eða sputnikum
þeim, sem ganga umhvei'fis jörð-
ina, rétt eins og einhver hefði
glopi'að þessum óskilahlut á
braut sína.
Nú má taka þeim blóð.
Yfirmaður varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli bauð út 30
manna liði, til varnar banda-
rískri konu, sem íslenzkir lög-
reglumenn grunuðu um ölvun
við akstur. íslendingar urðu að
- Eífirtektarvero mynda-
saga í Morgunbiaðinu
Framhald af 1. siðu.
Morgunbl. fjallar um, ætti þar
helzt að vera um Framsóknar-
floldrinn að ræða, því að hann
hefur átt ráðherra í báðum þeim
ríkisstjórnum, sem þarna komu
einkum við sögu, þ. e. í vinstri
stjórninni og þeirri, sem næst sat
á undan henni.
Það er eins og flestir vita, til-
hæfulaust með öllu, að Sjálfstæð
isflokkurinn hafi átt frumkvæði
að 10 ára áætlun um rafvæðingu
árið 1953, þótt myndasagan gefi
það til kynna. Hitt mun rétt, að
forráðamönnum Reykjavíkur-
bæjar hafi fyrir nokkru verið
Ijóst, að auka þyrfti orkuvinnslu
við Sogið og látið gera áætlanir.
Fé til framkvæmda tókst þó ekki
að útvega fyrr en í tíð vinstri
stjórnarinnar. En þegar lánsféð
var fengið kallaði Morgunblaðið
það „betlilán“.
beygja sig fyrir ofbeldinu. Mála-
lok urðu þó á annan veg, því að
vamai'liðið hefur opinberlega
beðið afsökunar á atferli sínu og
lofar „að gera þetta aldrei aftur“.
Verða íslenzkir því vonandi ekki
ónáðaðir næst þegar þeir taka
þeim bandarísku blóð!
En síðan hafa gerzt þeir at-
burðir á Keflavíkurflugvelli, sem
mjög reyna á langlundai'geð ís-
lendinga. íslenzkir stai'fsmenn
flugmálanna hafa mátt liggja, í
bókstaflegri mei'kingu, undir
byssukjöftum hinna ei'lendu
verndax-a, svo sem fréttum bar
saman um. Menn höfðu fremur
búizt við öryggi af hendi varn-
arliðsins og aðstoð í baráttunni
við ofbeldi það, sem grálegast
hefur leikið þjóðina um eins árs
bil. En í stað þess beinir það
byssukjöftum að íslenzkum
starfsmönnum. — Hin klaufalega
og lítilsvirðandi framkoma vam-
arliðsins hlýtin óhjákvæmilega
að sveigja íslendinga til meiri
andúðar gegn hersetunni en ver-
ið hefur.
Aimæli ofbeldis.
Hinn 1. september helguðu
blöð og útvarp verulegum hluta
af rúmi sínu og tíma til að minn-
ast ársafmælis hins brezka of-
beldis í íslenzkri landhelgi.
í andstöðunni gegn vopnuðu
ofbeldi Bretanna er engin veila
nú, engin hjáróma rödd. Utanað-
komandi hætta, sem ógnar fram-
tíð íslendinga allra, þjappaði
landsfólkinu í eina órofa fylk-
ingu.
Um leið og við minnumst þess
með þakklæti, að allar þjóðir, að
Bretum einum undanskildum,
hafa virt nýju fiskveiðitakmörk-
in, skulum við gera okkur ljóst,
að meiri hluti brezku þjóðarinn-
ar hefur alls enga hugmynd um
bará:ttuna á fslandsmiðum — hef
ur aldrei heyrt hana nefnda —
það hafa þeir sannreynt, sem
ferðast hafa og dvahzt hafa með
Bretum að undanförnu.
í vörn okkar og sókn í þessu
máli, er sterkasta vopnið ónotað
ennþá, það, að kynna málið.
120 herbergja hótel.
Þorvaldur nokkur Guðmunds-
son, stundum kenndur við Síld
og fisk, hefur fengið fjárfesting
arleyfi til að reisa 120 herbergja
hótel í Reykjavík.
Gistihúsaskortur hefur lengi
verið höfuðstaðnum til van-
sæmdar, og er gott ef úr verður
bætt.
Ferðamannaland?
Margir tala um ísland, sem
ferðamannaland framtíðarinnar.
Til þess þurfi einkum nokkur
hótel og auglýsingar. — Hinu
gleyma þeir, að hótelmenning
fyrirfinnst ekki á íslandi og hef-
ur aldrei verið til og að íslend-
ingum er það mjög fjarri, hvað
skaplyndi snertir, að veita ferða-
mönnum þá þjónustu, sem orðið
gæti undirstaða nýs atvinnuveg-
ar — þótt gestrisni heimilanna í
dreifbýlinu sé ekkert aftur farið. |
FIMMTÍU KRÓNU VELTAN
Þessa dagana er í gangi svokölluð 50 kr. velta á
vegum Framsóknarfélaganna á Akureyri, í fjáröfl-
unarskyni fyrir kosningabaráttuna í haust.
Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn slíkrar fjár-
öflunar. Alkunna er, að kosningar eru fjárfrekar,
þar sem jafnvel einfaldur skrifstofukostnaður, aug-
lýsingar og póstsendingar kosta stórfé. Þessi fjár-
öflunarstarfsemi hefur þó þann kost fram yfir ýms-
ar aðrar, að í þetta sinn fylgir alvörunni nokkuð
gaman. Velta þessi er í áskorunarformi. Þátttak-
endur veltunnar eiga þess kost að láta hana velta
áfram með frekari áskorunum, sá sem áskorunar-
bréf fær, skorar á aðra þrjá og þannig koll af kolli.
...... Jón Jónsson........ hefur nú skorað á
þig að leggja fram 50 kr. í veltuna, og takir þú
áskoruninni, ert þú vinsamlega beðinn um að senda
þær eða koma með þær á skrifstofu Framsóknar-
flokksins, Hafnarstræti 95. Ennfremur ert þú einn-
ig vinsamlegast beðinn um að gera þitt til þess að
veltan renni áfram enn um sinn, með því að rita
hér fyrir neðan nöfn þriggja manna eða kvenna,
sem þú vilt skora á að leggja sitt fram. — Látið
nöfnin vinsamlegast fylgja fimmtíu krónunum til
skrifstofunnar, sem mun koma áskoruninni á fram-
færi.
Með kærri kveðju og fyrirfram þakklæti.
F. h. skrifstofu Framsóknarflokksins,
Heimir Hannesson, Ingvar Gíslason.
Nöfn og heimilisföng þeirra, sem skorað er á:
1. ......................................
2........................................
3. .....................................;
Áskorandi: ..............................
Jurtamjólk hefur mikið próteinmagn
Á síðari árum hafa bæði Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF), Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunin (FAO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
Unin (WHO) fengizt við tilraunir í því skyni að
bæta mataræðið, og þá einkum mataræði barna á
uppvaxtarárunum, í löndum þar sem bætiefna-
skortur í mat er almennur. Stefnt er að því að nota
þær nytjajurtir sem fyrir eru í hverju landi til að
framleiða bætiefnaríka fæðu, sem falli börnum í
geð. Árangurinn af þessum rárinsókriurri hefur
reynzt jákvæður: fundizt hafa ýmis efni sem hafa
talsvert magn af próteini og öðrum nytsömum nær-
ingarefnum og falla jafnframt börnum í geð.
Umræddar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa
gert víðtæka, alþjóðlega rannsókn á ýmsum fæðu-
tegundum, fyrst og fremst fiski, kókóshnetum og
aukaafurðum þess olíuiðnaðar sem byggist á soja-
baunum, hnetum, sólgylgju- og sesam-fræjum. —
Barnahjálp S. Þ. hefur safnað niðurstöðum rann-
sóknanna í skýrslu, sem verður lögð fyrir stjórn
Barnahjálparinnar í þessum mánuði.
í skýrslunni er lögð áherzla á, að rannsóknirnar
hafi sannað það, að mikilvægar, nýjar fæðutegundir
séu fyrir hendi á þeim svæðum, þar sem bætiefna-
skorturinn er hvað tilfinnanlegastur. Ákveðin sam-
setning þeirra jurtaefna, sem fyrir hendi eru, hefur
sama næringargildi og mjólk og framleiðslan er
ekki dýrari en svo, að lægst launuðu stéttimar geta
veitt sér þennan sjálfsagða munað. Það hefur kom-
ið í ljós, að böm sem þjást af „kvashiorkor“ (veikí
sem stafar af miklum próteinskorti) þola þessar
fæðutegundir og hafa ekki neitt við bragðið að at-
huga. Sérstök tegund af mjöli úr baðiriullarfræi,
sem hingað til hefur verið álitið óhæft til manneld-
is, er t. d. sérlega hollt fyrir böm. Loks hefur verið
sýnt fram á það með tilraunum, að efni, sem eru
sjálf óheppileg til manneldis sökum próteinskorts,
geta orðið tilvalin fæða þegar þau eru blönduð
öðrum próteinríkum efnum.
í Indónesíu hefur um tveggja ára skeið verið
rekin „mjólkurverksmiðja", sem notar sojabaunir
og sesamfræ sem hráefni. Hún framleiðir árlega
200—300 tonn af þurrmjólk, og eru 150 árlega látin
í té börnum og mæðrum fyrir milligöngu heilsu-
verndarstöðva og sjúkrahúsa. Það, sem afgangs er,
er sent á markaðinn blandað kakaó- eða vanilla-
Framhald á 7. siðu.