Dagur - 16.09.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 16.09.1959, Blaðsíða 8
s Bagxjb Miðvikudaginn 16. sept. 1959 Námskeið haldið í fláningu og öðrum sláfurhússtörfum Sextíu þátttakendur - Kennsla verkleg og í fyr- irlestraformi - Námskeiðið haldið í Sláturhúsi KEA á Ak. undir stjórn Jóns Reynis Magnússonar f síðustu viku hafði SÍS nám- skeið hér á Akureyri í meðferð sláturfjár og sláturhússtörfum undir stjóm Jóns Reynis Magn- ússonar efnafræðings. Sóttu það 60 manns. Skiptust þátttakendur að jöfnu í sláturhússtjóra, kjöt- matsmenn og fláningsmenn frá 40 sláturhúsum úr öllum lands- hlutum. Námskeiðið var haldið í Slát- urhúsi KEA og var bæði vérk- legt, en fór einnig fram í fræðslu erindum, og voru kvikmyndir hafðar til frekari fróðleiks og skýringa. Erindi flutti dr. Halldór Páls- son ráðunautur og talaði um gæðakröfur á innlendum og er- lendum markaði, Gudmund Knutzen héraðsdýralæknir talaði um heilsufar og meðferð fjár fynir slátrun, Jónmundur Ólafs- son kjötmatsformaður gerði flutninga á sláturfé og aðbúnað á sláturhúsum að umræðuefni, Arnlaugur Sigurjónsson eftirlits- maður ræddi um hreinlæti og hreinsun sláturhúsa og Jón Reyriir Magnússon um pökkun og frystingu innyfla, sem stöðugt hækka í verði erlendis. Eitt hundrað dilkum var slátr- að. Gestur Jónsson, Haraldur Skjóldal og Karl Ágústsson Heyskaparlok Sumir bændur hafa fyrir nokkru lokið heyskap, en aðrir hafa nýlokið honum eða eru að hirða það síðasta. Heyfengur er mjög mikill að þessu sinni, því að sprettan var óvenju mikil. Hins vegar voru þurrkar daufir langtímum saman. Súgþurrkun kom því að mjög miklu gagni, þótt erfiðlega gengi að fullþurrka heyin úti. Súg- þurrkunarbændurnir, eins og þeir eru stundum nefndir, sem þiu-rka hey sín í hlöðum, munu því hafa mikinn og góðan hey- forða fyrir veturinn. í Skagafirði eru enn víða mikil hey úti, enda erfiðara að þurrka hey þar í sumar en hér um slóðir. Sennilega verður margt fé sett á vetur að þessu sinni, ennfremur fleiri nautgripir í mjólkurfram- leiðslusveitum en oftast áður. sýndu skotaðferð, innanúrtöku og yfirkjötmatsmennirnir, Hall- dór Ásgeirsson og Sigurður Björnsson, leiðbeindu í kjötmati. Umræður urðu að erindum loknum og frummælendur svör- uðu fyrirspurnum. Jón Reynir Magnússon, for- stöðumaður námskeiðsins, lét þess getið, er blaðið hitti hann að máli, að Sláturhús KEA á Akur- eyri væri í fremstu röð hérlendra sláturhúsa og nýting væri hér fullkomnari en nokkurs staðar annars staðar á landinu, vegna kjötbeinaverksmiðjunnar, sem þar hefur verið starfrækt síðustu árin, og ýmis annar útbúnaður væri til fyrirmyndar. Sá kunni sundtökin Á föstudaginn bar það við norðan við nýju togarabryggjuna hér í bænum, að þangað kom ó- væntur gestur. Það var selur og ekki styggur. Tók hann nú að stunda þarna veiðiskap og náði meðal annars tveim ufsum og lék margar vistlegar listir með fisk- ana í kjaftinum: Stökk upp úr sjónum og synti bæði baksund og hliðarsund. Þótti áhorfendum gestui-inn vel syndur og méð af- brigðum fimur. Sauðfjárslatrun hefst á morgun Sláturhús Kaupfélags Eyfirðinga mun taka á móti 43-44 þúsund f jár í haust Á morgun l»*fst sauðfjárslátr- unin hér á Akurey*i hjá KEA og mun verða tekið á móti 32.920 fjár hér, á Sláturhúsi KEA. — Sláturtíðin stendur yfir í mánað- artíma og vinna um 100 manns við sauðfjárslátrunina. Á Grenivík verður slátrað 3 Nýtt varðskip fullsmíðað í marz Því var hleypt af stokkunum 8. september í * r Alaborg og hlaut nafnið Oðinn Hinu nýja varðskipi landhelg- isgæzlunnar, sem vinstri stjórnin samdi um smíði á, var hleypt af stokkunum í Álaborg á þriðju- daginn var. Hlaut það nafnið Óð- inn, og verður væntanlega tilbúið til starfa í marz í vetur. Óðinn verður stærst og fullkomnast ís- lenzku varðskipanna, um 800 tonn eða 100 tonnum stærri en Þór. Við útfærzlu fiskveiðitak- markanna varð þörf á meiri gæzlu, bæði á sjó og í lofti. — Fjölgun varðskipanna var því mjög aðkallandi. þús. fjár og á Dalvík 7.520, eða samtals 43.440 fjár, eða nokkru færra en í fyrra. Sýnilegt er, að vegna hinnar miklu grassprettu í sumar og mikilla og góðra heyja nú í sláttulok, verður margt fé sett á vetur að þessu sinni. Um vænleika fjárins er fátt vitað ennþá. Þó munu hin hörðu hret í vor og sumar minna á sig nú í haust, og e. t. v. meira en margan grunar. Aðstaða öll við sauðfjárslátrun hér á Akureyri er talin mjög góð. Hinni miklu fjárfjölgun í héraðinu hin síðari ár hefur verið mætt með auknu frystirými og á ýmsan annan hátt, svo sem óhjá- kvæmilegt var. Ennfremur var slátursölunni breytt til meira hagræðis fyrir bæjarbúa en annars staðar þekk- Framhatd á 7. siðu. FRAMBOÐ FRAMSÓKNARFLOKKSINS D A G U R kemur næst út á laugardaginn 19. september, og bíður mikiö efni. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi á föstudaginn. Að marggefnu tilefni er enn einu sinni á það bent, að nafn- lausar, aðsendar greinar eru ekki birtar hér í blaðinu, nema höí- undar gefi sig fram og hafi sam- ráð um birtinguna við ritstjór ann. REYKJAVÍK. 1. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. 2. Einar Ágústsson, lögfræðingur. 3. Unnur Kolbeinsdóttir, húsfrú. 4. Kristján Thorlacius, deildarstjóri. 5. Kristinn Sveinsson, trésmiður. 6. Jónas Guðmundsson, stýrimaður. 7. Dóra Guðbjartsdóttir, húsfrú. 8. Kristján Friðriksson, iðnrekandi. 9. Eysteinn Þórðarson, skrifstofumaður. 10. Jón D. Guðmundsson, verkamaður. 11. Kristján Benediktsson, kennari. 12. Elín Gísladóttir, húsfrú. 13. Sverrir Jónsson, flugstjóri. 14. Einar Eysteinsson, iðnverkamaður. 13. Bergljót Guttormsdóttir, húsfrú. 16. Hannes Pálsson, bankastjóri. 17. Sigurður Sigurjónsson, rafvirki. 18. Kristján Þorsteinsson, stórkaupmaður. 19. Bjöm R. Einarsson, hljómsveitarstjóri. 20. Guðni Ólafsson, flugumferðastjóri. 21. Jón ívarsson, forstjóri. 22. Gúðlaug Narfadóttir, húsfrú. 23. Sigurjón Guðmundsson, skrifstofustjóri. 24. Séra Sveinn Víkingur, fyrrverandi biskupsritari. VESTURLANDSKJÖRDÆMI. 1. Ásgeir Bjamason, bóndi, Ásgarði. 2. Ilalldór Sigurðsson, sveitarstjóri, Borgamesi. 3. Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri, Akranosi. 4. Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli. 5. Alexander Stefánsson, kaupíélagsstjóri, Ólafsvík. 6. Ingimundur Ásgeirsson, bóndi, Hæli. 7. Kristinn B. Gíslascn, form., Verkalýðsfél. Stykkishólins. 8. Geir Sigurðsson, bóndi, Skeggjastöðum. 9. Guðmundur Sverrisson, bóndi, Hvammi. 10. Guðmundur Brynjólfsson, bóndi, Hrafnabjörgum. REYKJANESKJÖRDÆMI. 1. Jón Skaftason, héraðsdómslögmaður, Reykjavík. 2. Valtýr Guðmundsson, forstjóri, Keflavík. 3. Guðmundur Þorláksson, loftskeytamaður, Hafnarfirði. 4. Guðmundur Magnússon, bóndi, Leirvogstungu. 5. Óli S. Jónsson, skipstjóri, Sandgerði. 6. Jón Páhnason, skrifstofumaður, Hafnarfirði. 7. Ililmar Pétursson, skattstjóri, Keflavík. 8. Jóhanna Jónasdóttir, húsfrú, Kópavogi. 9. Sigurður Jónsson, kaupmaður, Seltjarnarnesi. 10. Gúðsteinn Einarsson, útgerðarmaður, Grindavík. VESTFJARÐAKJÖRDÆMI. 1. Hermann Jónasson, hrl., Reykjavík. 2. Sigurvin Einarsson, framkyæmdastjóri, Reykjavík. 3. Bjarni Gúðbjörnsson, bankastjóri, ísafirði. 4. Halldór Krisíjánsson, bóndi, Kirkjubóli. 5. Þórður Hjaltason, sveitarstjóri, Bolungavík. 6. Hafliði Ólafsson, bóndi, Ögri. 7. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft. 8. Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Króksfjarðarnesi. 9. Jónas Jónsson, bóndi, Melum. 10. Ragnar Ásgeirsson, læknir, ísafirði. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI 1. Ásgeir Þorvaldsson, bóndi, Brúnastöðum. 2. Björn Bjömsson, sýslumaður, Hvolsvelli. 3. Helgi Bergs, verkíræðingur, Reykjavík. 4. Óskar Jónsson, bókari, Vík. 5. Sigurður I. Sigurðsson, oddviti, Selfossi. 6. Sigurður Tómasson, bóndi, Barkastöðum. 7. Jón Gíslason, bóndi, Norðurhjáleigu. 8. Sigurgeir Kristjánsson, lögregluþjónn, Vestmannaeyjmn. 9. Þórarinn Sigurjónsson, bústjóri, Laugardælum. 10. Erlendur Árnason, bóndi, Sldðabakka. 11. Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Efri-Brfin. 12. Stefán Runólfsson, bóndi, Berustöðmn. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI. 1. Eysteinn Jónsson, alþingismaður, Reykjavík. 2. Halldór Ásgrímsson, alþingismaður, Vopnafirði. 3. Páll Þorsteinsson, bóndi og alþingism., Hnappavöllum. 4. Björgvin Jónsson, kaupfélagsstj. og alþm., Seyðisfirði. 5. Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi og alþm., Brekku. 6. Páll Metúsalemsson, bóndi, Rcfstað. 7. Stcfán Einarsson, flugafgrciðslumaður, Egilsstöðum. 8. Ásgrímur Halldórsson, kaupíélagsstj., Ilöfn, Hornafirði. 9. Guðmundur Björnsson, verkamaður, Stövarfirði. 10. Ásgrímur Ingi Jónsson, sjómaður, Borgarfirði. NORDURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA. 1. Skúli Guðmundsson, alþingismaður, Laugaibakka. 2. Ólafur Jóhanncsson, prófessor, Rcykjavík. 3. Björn Pálsson, bóndi, Löngumýri. 4. Jón Kjartansson, forstjóri, Reykjavík. 5. Kristján Karlsson, skólastjóri, Hólum. 6. Guðmmidur Jónsson, bóndi, Ási. 7. Magnús H. Gíslason, bóndi, Frostastöðmn. 8. Sigurður J. Líndal, bóndi, Lækjamóti. 9. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýsluinaður, Sauðárkróki. 10. Bjarni M. Þorsteinsson, varaform. Þróttai-, Siglufirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.