Dagur - 16.09.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 16.09.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. sept. 1959 DAGUR 5 Málaleifan Alþýðubandalagsins svaraS Bréí Alþýðubandalagsiiis og svar Framsóknarfl. Vegna nokkurra blaðaskrifa um „væntanlegt samstarf“ stjóm- málaflokkanna að haustkosning- um loknum, og í tilefni af bréfa- skrifum Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins sérstaklega, þykir rétt að birta þessi bréf bæði og fara þau hér á eftir: „Þingflokkur Alþýðubandalags- ins vill hér með snúa sér til jíin^'Iokks Framsóknaríllokksins með eftirfarandi málaleitan: 1. Vill Framsóknarflokkurinn taka upp samningaviðræður við Alþýðubandalagið nú þeg- ar, um samstarf flokkanna, sem síefni að því að mynduð verði vinstri stjórn að loknum Iiaustkosningum? 2. Sé svo, vill þá Framsóknar- flokkurinn, ásamt Alþýðu- bandalaginu, snúa sér til Al- þýðuflokksins með fyrirspurn um það, hvort hann vilji taka þátt í sh'ku samstarfi. Alþýðubandalagið leggur til, að slíkt samstarf verði byggt á sama grunni og fyrri stjóm þess- arra flokka, þ. e. á samvinnu verkamanna og bænda, og þeiin málefnagrimdvelli, sem lagður var með stjórnarsamningi flokk- anna í júlí 1956. Alþýðubandalágið leggm- áherzlu á, að tryggð verði örugg framkvæmd allra þeirra mála, sem óframkvæmd voru, er vinstri stjórnin lét af störfum, en auk þess verði samið sérstaklega um önnur málefni og leggur Al- þýðubandalagið í því sambandi einkum áherzlu á, AÐ unnið verði markvisst að fullum sigri í landhelgismálinu, án nokkurs undansláttar, AÐ launþeginn verði bætt sú kjaraskerðing, sem þeir hafa orðið fyrir, AÐ unnið verði að alhliða umbótum í fé- lagsmálum, m. a. með stórum bættri tryggingarlöggjöf og nýju átaki í liúsnæðismálum. Alþýðubandalagið bendir á, að víst má telja, að vinstri flokk- arnir þrír muni að kosningum loknum í haust liafa meiri hluta með þjóðinni og á Alþingi, og geta því, ef þeir aðeins vilja, ráð- ið stjómarstefnunni. Það er skoðun Alþýðubanda- lagsins, að kjósendur eigi rétt og kröfu á því að fá að vita fyrir kosmngar, hvort vinstri flokk- arnir vilji vinna saman að kosn- ingum loknum og þá lun leið, um livaða málefnL“ SVARBRÉF FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS: „Reykjavík, 28. ágúst 1959. „Þingflokki Framsóknarflokks- ins hefur borizt bréf þingflokks Alþýðubandalagsins, dags. 14. þ. m., þar sem spurzt er fyrir um, hvort Framsóknarflokkurinn vilji taka upp „samningsviðræður“ við Alþýðubandalagið „nú þegar“ um samstarf flokkanna, er stefni að því að mynda vinstri stjórn að loknum haustkosningmn, og hvort hann, ef svo er, vilji, ásamt Alþýðubandalaginu, spyrjast fyrir um hið sama hjá Alþýðu- flokknum. Ennfremur eru í bréf- hiu lauslegar tillögnr um efni væntanlegs málefnasamnings vinstri flokkanna. Það skal tekið fram, að bréf þetta var ekki fengið í hendur formanni þingflokks Framsókn- armanna fyrr en daginn sem Al- þingi var slitið, en þar sem þing- störfum var lokið, voru margir af þingmönnum Framsóknarflokks- ins farnir úr Reykjavík áleiðis til heimila sinna víðs vegar um land, og var þessu raunar eins háttað um marga þingmenn aðra. Þingflokkurinn, sem slíkur, gat því ekki rætt efni bréfsins eða tekið afstöðu til þess. Þeir þingmenn Framsóknar- flokksins, sem til náðist, komu þó saman eftir þinglausnirogkynntu sér efni bréfsins. Urðu um það nokkrar umræðiu' og voru meim á einu máli um að tjá Alþýðu bandalaginu það, er hér fer á eftir. Eins og margsinnis hefur verið lýst yfir af liálfu Framsóknar- flokksins, telur hann, að starf vinstri stjórnarinnar hafi borið góðan árangur. Flokkurinn beitti sér fyrir myndun þeirrar stjórn- ar, veitti henni forystu og studdi hana eindrcgið, bæði í hlöðum og á annan hátt. Þingmenn flokksins voru samtaka mn að veita þeim málum stuðning, sem stjórnin bar fram á Alþingi. Framsóknar- flokkurinn gerði frá öndverðu ráð fyrir því, að samstarfið héld- ist a. m. k. út kjörtimabilið og að þá mundi lokið framkvæmd stjórnarmyndunai'sanmings frá 24. júlí 1956, enda var sú fram- kvæmd þegar á árinu 1958 það vel á veg komin, áð fullar líkur voru til að svo mætti verða. — Framsóknarflokkurinn gerði það sem í hans valdi stóð til að bera sáttarorð á milli hinna stjómar- flokkanna, einkum í verkalýðs- hreyfingunni, þar sem þeir áttu því miður við rnikla sambúðar- örðugleika að stríða vegna bar- áttu sín á milli fyrr og síðar. — Þegar öllum færum leiðum í efnahagsmálum var lokað fyrir vinstri stjórninni, gat hún eigi haldið áfram störfum. Framsókn- arflokkurinn var þeirrar skoðun- ar, að áframhaldandi seta vinstri stjórnar, sem ekki fengi stuðning til raunhæfra ráðstafana í efna- hagsmálum, myndi skapa varan- lega ótrú á vinstra samstarfi með þjóðinni og engan veginn ná til- gangi sínum. Eigi að síður taldi i'lokkurinn mjög miður farið, að starfstími vinstri stjómar skyldi ekki verða lengri en raun varð á. í samræmi við þetta telur hann af' ýmsum ástæðum æskilegast að samstarfi um vinstri stjórn verði komið á að nýju hið allra fyrsta, og mun að sjálfsögðu sem stærsti stuðningsflokkur vinstri stefnu í landsmálum beita sér fyrir því, að gengið verði úr skugga um, hverjir möguleikar eru á slíku samstarfi, og þá þannig, að með fullum heilindum sé að því staðið af öllum hlutað eigendum, sem þar geta úrslitum ráðið, með heill almennings á ís- landi fyrir auguin. Hins vegar teldi flokkurinn það mjög misráðið, að láta viðræður um endurreisn vinstra samstarfs og málefnasamning væntanlegrar vinstri stjómar fara fram á næstu dögum eða næstu vikum, þegar stórdeilur urn stjórnskipunarmál eru nýafstaðnar á Alþingi og kosningabarátta hafin á ný. Ef stofnað væri til viðræðna milli flokka á þessum tíma, myndu jafnvel hin minni ágreinings- atriði verða næsta viðkvæm í meðferð og það væri vísasti veg urinn til þess að eyðileggja þá möguleika, sem fyrir hendi kunna að vera. En með tilliti til vinstra samstarfs væri það mjög óheppilegt að viðhafa slík vinnu- brögð. Þjóðin mun ekki ætlast til þess nú eða gera ráð fyrir þvi, að sá háttur verði á hafður, heldur þvert á móti. Væntum við þess fastlega, að Alþýðubandalagið taki þetta sjónarmið til vinsamlegrar og gaumgæfilegrar athugunar og geti á það fallizt.“ Ákureyringar rækfa á þriðja þús- und funnur af karföflum Tvær frostnætur felldu kartöflugrasið og uppskeran hjá Akureyringum er hafin Garðlöndin í Akureyrarkaup- stað munu vera fast að 10 ha. samtals. Þau eru að langmestu leyti notuð til kartöfluræktar. — Líkur benda til sæmilega góðrar uppskeru nú í haust. Samkvæmt lauslegri áætlun ætti uppskeran að vera yfir tvö þúsund tunnur, eða rúmlega 200 tunnur af hverj- um hektara lands. Af þessum garðlöndum eru 4,5 ha. í umsjá bæjarins og undir umsjá Jóns Rögnvaldssonar ræktunarráðu- nauts, sem úthlutar borgurunmn smá skikum til ræktunar. Garðarnir eru mjög misvel hirtir og flestir þó vanhirtir, með allmörgum heiðarlegum undan- tekningum. Mest er ræktað af gullauga og rauðum íslenzkum. Rófnarækt fer aðeins vaxandi og virðist kálmaðkurinn ekki jafn aðgangsharður og áður. Meginhluti bæjargarðanna er á norðanverðri Oddeyri. Þar eru garðlönd óvenjulega góð. En brátt mun þetta svæði tekið til annarra nota og er þá vandséð hvort tekst að fá jafn heppilegt Framhald á 7. siðu Vonbrigði þríflokkanna Dagirui eftir að talningu atkvæðanna lauk og allar tölur lágu fyrir úr síðustu alþingiskosningum, sátu tölvísindamenn þríflokkanna með sveitta skalla og reiluiuðu út úrslit kosn- inganna, EINS OG ÞAU HEFÐU ORÐIÐ I HINUM NÝJU KJÖRDÆMUM. Og þeir svitnuðu því meira, sem þeir reiknuðu lengur. Ut- koman olli þeirn áhyggjum. Allir, sem að samningum þrí- floklcanna stóðu, höfðu haft það fyrir satt, að Framsóknar- flokkurinn hlyti að stórtapa á kjördæmabreytingxmni. En töl- urnar gáfu annað til kynna. Samkvæmt þeim hefðu þingmenn Framsóknarflokksins orðið 17, eins og í kosningunum 1956, En þar að auki var sýnilega um baráttusæti að ræða í mörg- um kjördæmum. Ætli mátti, að Framsóknarflokkurinn ynni a. m. k. eitthvað af heim baráttusætum í haustkosningunum. Það kom sem sé í ljós, að bjóðin hafði stórlega aukið fylgi Framsóknarflokksins. Þríflokkarnir gátu breytt lögmium, jafnvel sjálfum stjómskipunarlögunum, og gerðu það. En fylgi flokkanna verður ekki ákveðið með lögum. Margir gerðust svartsýnir í herbúðum þríflokkanna, þegar staðreyndir kosninganna frá í vor lágu fyrir. Þeir reyndu að hugga sig við það, að sumir hefðu greitt frambjóðendum Framsóknarflokksins atkvæði eingöngu vegna kjördæma- málsins. Vonir stæðu til, að bessi atkvæði myndu aftur falla öðrum flokkum í skaut nú í haust. En hví skyldu þeir kjósendur, sem greiddu Framsóknar- flokknmn atkvæði í vor og kusu gegn kjördæmabreytingunni, hafa löngun til þess eftir f jóra mánuði, áð kjósa mennuia, sem lögðu niður kjördæmin á sumarþinginu? Hvað myndu þeir telja þá hafa til verðlauna unnið? Og á sumarþinginu gerðist líka fleira í þessu máli. Þing- menn þríflokkanna neituðu allir með tölu, að gefa þjóðinni kost á að greiða atkvæði um kjördæmamálið út af fyrir sig. f vandræðum sínum stimpluðu þeir alla kjósendur sína 28. júlí sl., sem fylgismenn kjördæmabyltingarinnar. Ætli það gætu ekki verið einhverjir, sem kusu þá í vor af ýmsum ástæðum, hefðu hug á að greiða þeirn stimpilgjaldið við kjörborðið í haust? VX SEXTUG: Anna Siguriónsdóttir á Þverá Frú Anna Sigurjónsdóttir, hús- freyja að Þverá í Oxnadal, átti sextugsafmæli þann 7. þ. m. — Fjöldi fólks heimsótti hana þann dag og sýndi henni margs konar heiður og vináttu. En þau hjón- in, Anna og maður hennar, Ár- mann Þorsteinsson, veittu gest- um sínum af ráusn, 'svo sem þeirra er vandi, þegar gesti ber að garði. Þau Anna og Ármann hafa bú- ið að Þverá í Oxnadal í 24 ár, og bætt jöi'ðina stórlega í bygging- um og ræktun og heimili þeirra er rómað fyrir gestrisni. En áður bjuggu þau á Ási á Þelamörk. Frú Anna var lengi ljósmóðir í sveit sinni og naut hún mikils trausts í því stai'fi. En þótt heimilisannir sveita- konunnar og ljósmóðurstörfin séu tímafrek, hefur Arma jafnan gefið sér tíma til þátttöku í fé- lagsmálum og er hún hinn mesti kvenskörungui; og öflugur stuðn- ingsmaður Framsóknarflokksins. Hún er sérlega vel máli farin, og hafa margar í-æður hennar á mannfundum vakið sérstaka at- hygli. Margir munu enn minnast hinnar ágætu ræðu, sem hún flutti á héraðsmóti Framsóknar- manna, er var haldið til heiðurs Einaiú heitnum Ái-nasyni alþing- ismanni. En hann hafði þá látið af þingmennsku. En ræðan var minni eiginkonu Einai's, og luku allir lofsorði á. Þau Anna og Ármann eiga tvo syni uppkomna, sem báðir hafa stundað landbúnaðarnám, hina efnilegustu menn. í afmælinu mæltu þeir Bern- harð Stefánsson alþingismaðui’, hei-ra Sigurður Stefánsson vígslu biskup og Aðalsteinn Guð- munds í Flögu fyrir minni af- mælisbarnsins. Dagur sendir Onnu Sigurjóns- dóttur og heimili hennar hinar beztu árnaðaróskir. Skothvellir Sumir löghlýðnir borgarar, sem vita, að ekki má nota skotvopn hér í bænum, án sérstaks leyfis, hafa furðað sig á því, að maður einn hefur undanfai’na daga oft sést með byssu í hönd hér og þar í bænum, skjótandi dúfur. Að gefnu tilefni skal á það bent, að bærinn er nú að láta fækka nokkuð dúfunum og er sérstakur maðm', Magnús Brynj- ólfsson, til þess í-áðinn. Og það er einmitt hann, sem þetta verk vinnur. Um það má að sjálfsögðu deila, hvort á að skjóta dúfum- ar eða fækka þeim á annan hátt. En enginn skildi ætla, að hver sem er megi fara á dúfna- „skytteri".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.