Dagur - 26.09.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 26.09.1959, Blaðsíða 4
D AGUR Laugardaginn 26. september 1959 DAGUB Skrifstofa t Hafnnrstra-ti 9(1 — Síini iltíC RtTSTjðRJ; É R L T N G U R D A V 1 D S S O N Auglýsingasíjóri: J Ó \ S ,\ M f ELSSON Árgani;iirinri kostar kr. 75J80 Hlanía ketnur úl á iniAvikiuíögutn og iaugarclíigtim, þcgar eftti stanila til f»jakldaf>i er 1. júlí PRCNTVERK OODS UJÖRNSSÖNAR H.F. Er þetta það sem koma skal? NÝJU BRAÐBIRGDALÖGIN eru samningsrof. Það var samkomulag um Lögin um framleiðsluráð á sínum tíma og hafa þau verið í fullu gildi á ann- an áratug og allir aðilar farið eftir þeim. Sam- kvæmt þessum lögum bar fulltrúum neytenda að vinna í nefnd beirri — G manna nefndinni, — sem ákveður grundvöll verðlags landbúnaðarins. Ef einstakir nefndarmenn neituðu að vinna í nefnd- inni, bar að skipa aðra. Sama máli gilti einnig um yfirnefndina, sem lögum samkvœmt á að skera úr ágreiningi, sem verða kann í 6 manna nefndinni. Ríkisstjórninni bar skylda til að sjá um að þess- um löguni væri hlýtt á sama hátt og öðrum lögum landsins. Þetta gerði hún ekki, en gaf í þess stað út bráðabirgðalögin illræmdu, sem verða til þess, að bændur landsins fá ekki réttmætar tekjur til samræmis við aðrar stéttir eins og til er ætlast nieð lögum um framleiðsluráð. í vetur, þegar lögin um kaupgjald og verðlag voru sett á Alþingi, voru bændur sviftir 3,3% í launalið verðlagsgrundvallarins. Þegar Fram- sóknarþingmenn mótmæltu, var því margsinnis lýst yfir af stuðningsflokkum stjórnarinnar, að þetta yrði jafnað í haust, þegar nýr verðlags- grundvöllur yrði fundinn. Bráðabirgðalögin eru því bein svik við bændur — lögfest svik. — Hlutur Sjálfstæðisflokksins í þessu máli er hinn furðulegasti og hefur vakíð bæði undrun og fyrir- litningu um land allt. Hann myndaði Alþýðu- flokksstjórnina eins og allir vita og hefur síðan stjórnað landinu í gegnum hana og ber fullkomna ábyrgð á gjörðum hennar. Sjálfstæoisflokkurinn lét ríkisstjórnina gefa út bráðabirgðalögin. Síðan gaf hann út yfirlýsingu um, að með hinum nýjú lögum séu bændur hinum mesta órétti beitíir og flokkurinn sé því algerlega mótfallinn, enda kröfur bænda á fullum rökmn reistar. Eftir þetta gefur Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórninni travistsyfirlýsingu og styður ríkis- stjórnina eins og ekkert hafi í skorizt. Af þessu er fullljóst, að það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber höfuðábyrgðina á bráðabirgðalögunum og lýsti sjálfur sök á hendur sér, með því að styðja ríkis- stjórnina eftir a'ð gerræðið var framið. Bráðabú'gðalögin hafa vakið sára gremju um land allt. En eru þá hin nýju lög gleðigjafi fyrir neytendur þéttbýlisins? Ólíklegt er það. Eða vilja aðrar stéttir samþykkja verknað þennan sem fordæmi? Eða hversu myndi þeim líka, ef atvinnurekendur gengju frá samningaborði við verkalýðsfélög og neituðu frekari samningaviðræðum, en ríkisvaldið notaði sér neitunina til þess að binda kaupið með lögum? Vilja launastéttirnar verða við þeim duldu en heitu óskum atvinnurekenda Sjálfstæðisflokksins, að þeir komist fram hjá samningaborðinu í skjóli löggjafarvaldsins? Út af raupi Alþýðuflokksins um stöðvun verðbólgunnar, er rétt að benda á, að núverandi ríkisstjórn hefur aukið niðurgreiðslurnar um á annað hundrað milljónir og útflutningsuppbætur fyrir mun meiri upphæð. Til þessa hefur verið notast við sjóði frá tíð vinstri stjórnarinnar. Á næsta ári, eða fyrr, verður að gera nýjar ráðstaf- anir í efnahagsmálunum, af því að niðurgreiðsl- urnar eru engin lausn, heldur kák eitt, sem reynt verður að dylja fram yfir kosningar. óiisdóttir Fædd 1875 - Dáin 1959 Foreldrar Ingibjargar Jóns- dóttur voru Helga Guðmunds- dóttir, fædd og uppalin í Fljótum í Skagafirði, og Jón Halldórsson, er lengi og síðast bjó í Klaufa- brekknakoti í Svarfaðardal. Jón Halldórsson var fæddur aðBakka í sömu sveit 1820 og átti í föður- og móðurkyn til svarfdælskra ætta að teija. Var í framætt 4. maður frá Sigurði Vigfússyni — íslandströil — er rektor var á Hólufn í Hjaltadal frá 1724—1742 og 5. ættliður frá Þorvaldi „Hríseyingi" Gunnlaugssyni. Þá var Jón Halldórsson um 5 ára gamall er faðir hans, Halldór Jónsson, lézt. Ólst hann upp eftir það að mestu leyti með föður- frændum sínum að Sökku. Gerð- ist snemma þroskamikill bæði til líkama og sálar. Fór með lækn- ingar frá ungdómsaldri og allt til elli, bæði meðal manna og dýra. Varð það því oft hlutverk hans að leita bjargar og líknar, stór- slösuðum mönnum og fársjúkum. Fór og þeirra erinda löngum, jafnt um nætur sem daga. — Jón Halldórsson þótti af öllum almenningi standa framarla í hópi þeirra ólærðu leikmanna, er við lækningar fengust um hans daga. Bjuggu þá lærðir læknar strjált og oft fjarri byggistöð veikindanna. Voru og s'umir þeirra um færni og þekkingu ekki öllu meira en meðalsnápar. Og að vísu vorkunnarmál. Flest- ar ár og vantsföll óbrúuð og á stundum dimmviðri og fannkyngi ærið. Lei5 ferðamannsins lá ein- att meira um vegleysur en vegi, og því karlmennskuraun að kom- ast á leiðarenda. Voru og dæmi þess að sá eða þeir — ef fleiri voru en einn — er sendir voni á læknisfund, komu aldrei aftur. Höfðu farið sína síðustu för. Og um leið eg lýk við að bregða upp svipmynd af Jóni Halldórssyni, ætla eg að geta þess, að fátítt mun það hafa verið, að hann legði verð á ferðir sínar til sjúkra manna, lyf eða læknishjálp. Þó var hann fátækur maður. Bjó lengst af búskap sínum á kosta- rýru koti í harðbýlli sveit. Það mun því ekki hafa verið fjárvon- in ein er oft á tíðum ýtti þessu marghæfa þrekmenni út í vá og vanda um byggðir og reginfjöll. Það hefur verið sagt, að flest- um bregði til ættar sinnar um ásýnd, skapferli og eðlísfar. Mik- ið m'un hæft í því. Ingibjörg Jónsdóttir var um það engin undantekning. Móðir Ingibjargar, Helga Guðmundsdóttir, var um margt mannkostakona. Greind betur en í meðallagi, ósérhlífin með fádæmum, fórnfús og gjaf- mild, svo að ekkert lét hún kyrrt liggja er í eigu hennar var, til þess að böl eða þurft annarra mætti bætt verða. Og vissulega gætti þess, að Ingibjörg sótti nokkuð til móður sinnar. En um ásýnd og skapsmuni eða líkam- legar og andlegar eigindir, hafði hún fleira og meira hlotið frá föður sínum. Ingibjörg Jónsdóttir ólst upp með foreldrum sínum allt til gjafvaxta aldurs. Naut hvorki fyrr eða síðar skóla eða arfs. Ung giftist hún Magnúsi Guðmunds- syni, Skagfirðingi að iippruna og ætt, fríðum manni og vasklegum, svo að eigi þurfti um að bæta. Magnús var á yngri árum harð- duglegt karlmenni, ágætlega verkhæfur og fjölvirkur, svo að segja mátti að hvert verk léki honum í höndum, kappgjarn og vinnufús. Bláfátæk lögðu ungu hjónin á lífsbrattann. Og mátti þó segja að eigi horfði óvænlega um hag þeirra og ráð, ef óvið- ráðanlegar hindranir og torveldi félli þeim ekki í fang. En það var eigi miklu síðar en hér var kom- ið, að Magnúsi brást heilsan, svo að mörgum stundum og langtím- um saman mátti hann ekki við erfiði snúast og kom þar við og við að lítt barst hann af vegna þrauta er vörnuðu honum með öllu svefns og hvíldar. Er stutt frá að segja, að við slík ókjör bjuggu þau, Magnús og Ingibjörg, um tugi ára. Á þessu tímabili leitaði Magnús læknisráða, sem allt fór að einu og engan sýnileg- an árangur bar. Að sjálfsögðu hafði vanheilsa Magnúsar hin verstu áhrif á efna hag þeirra hjóna. Á umræddu tímabili eignuðust þau saman 4 dætur, er létti engan veginn barninginn gegn háska örbirgð- arinnar. Þá voru engin lög í landi um meiri háttar bætur. — Nei, engar bætur sjáanlegar eða fáanlegar aðrar en úr sveitar- sjóði. Um mörg ár framan af hjú- skap sínum voru þau, Magnús og Ingibjörg, á húsmennskuhrakn- ingi í Skagafirði og Svarfaðardal. Árið 1909 náðu þau ábúð á jörð- inni Koti í Svarfaðardal. Hún var þá ríkiseign. Þar bjuggu þau til 1936, eða um 27 ára skeið. Lík- lega má segja, að þar væri líðan þeirra jafnbezt, þó að eigi væri auður í garði. Síðar, þegar dætur þeirra voru komnar upp, vænk- aðist sva hagur þeirra að kalla mátti, að eigi skorti brýnustu nauðsynjar. Þess var getið hér að framan, að Ingibjörg Jónsdóttir væri um margt líkari föður sínum en móð- ur. Kom það fram í ytri ásýnd, svo og ýmsum geðlægum eigind- um. Hún var þrekin um vöxt og útlitið hraustlegt 'allt til elliára. Hefði sennilega getað lært h'vað sem var á skólabekk. Hún var ágætlega verki farin, þrifin og svo hreinlát að af bar. Ein hin bezta og nákvæmasta barnfóstra er eg hef þekkt. Nærfærin við menn og skepnur, og var sem lækniseðlið gægðist þar fram. Gestrisin og veitingasöm, svo að sumum þótti nær við of. Bjó yfir stolti nokkru og ríkum geðsmun- um. Og aldrei sá eg Ingibjörgu Jónsdóttur svo hart leikna, að hún ekki héldi velli og nokkurn veginn réttri stefnu, gegn ill- stæðum hyl og gaddhríðum mannraunanna. Þar sem kristið misrétti og skyldar vábeiður höfðu seilzt til valda og um alda- raðir helgað sér land og þjóð. Rúnólfur í Dal. Héraðsfundur á Möðruvöllum í Hörgárdal, 13. sept. síðastl. Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis var hald- inn að Möðruvöllum í Hörgárdal sunnudaginn 13. sept. sl. og hófst með guðsþjónustu kl. 2 e. h. Séra Kristján Róbertsson á Akureyri prédikaði, en séra Ragnar Fjalar Lárusson á Siglufirði og pró- fasturinn, séra Sigurður Steefánsson, vígslubiskup, þjónuðu fyrir altari. Kirkjukórinn söng undir stjórn Guðmundar Þorsteinssonar organleikara. í messulok flutti Valdemar V. Snævarr, sálma- skáld á Völlum, hugleiðingu um haustsálminn „Nú bráðum vetrarbyrja él", en prófastur flutti skýrslu og yfirlitserindi um kirkjulega viðburði og minntist sérstaklega séra Friðriks J. Rafnar, vígslubiskups og fyrrverandi prófasts, sem lézt 21. marz sl. Einnig minntist prófastur látins fyrrv. sóknar- nefndarmanns og safnaðarfulltrúa, Stefáns Árna- sonar, bónda í Stóra-Dunhaga, og mr. Arthur Gook, trúboða á Akureyri, sem lézt 18. júní sl., en hafði þá unnið það mikla afrek að snúa Passíusálm- unum á ensku, og er sú þýðing talin snilldarverk. Eftir nokkurt hlé, er menn komu saman á heim- ili prófastshjóna, var fundinum haldið áfram og stóð hann fram á kvöldið. Auk venjulegra héraðsfundarstarfa voru ýmis mál tekin fyrir og urðu miklar og fjörugar umræð- ur um flest þeirra. _ Þessar samþykktir voru gerðar: 1. „Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis 195& skorar á biskup landsins að beita sér fyrir því, að merkverðu efni verði ekki útvarpað á tímanum kl. 13—15 á sunnudögum og helgidögum þjó'ðkirkj- unnar." 2. „Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis telur æskilegt, að stofnaður verði sérstakur kirkjuþáttur í ríkisútvarpinu, er hafi með höndum ýmis mál, sem kirkjuna einkum varða, svo sem kirkjulegar fréttir, innlendar og útlendar, fræðslu og trúarlega hvatningu. Felur fundurinn biskupi og kirkjuráði að vinna að framgangi málsins." 3. „Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis 1959 felur prófasti að beita sér fyrir því við kirkjustjórn ltndsins, að gerð verði einbeitt krafa til Alþingis um ríflega fjárveitingu til krjstilegs æskulýðsstarfs. Jafnframt felur fundurinn prófasti að leitast við a£ fremsta megni að fá sæmilegan hluta fjárveitingar- innar hingað í prófastsdæmið til styrktar æskilýðs- starfinu." 4. „Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis lýsir ánægju sinni yfir því, að komið hefur verið á kristi legum æskulýðsmótum víða um land og þakkar Æskulýðsnefnd þióðarkirkjunnar forustu hennar og starf í þessum efnum. Væntir fundurinn þess, að slíkum mótum verði haldið áfram með vaxandi þátttöku, einkum ferm- ingaræskunnar á hverju vori." 5. „Héraðsfundur Eyjafjarðarpróíastsdæmis 1959- telur það brýna nauðsyn, að tekin verði saman og gefin út i heild, hið allra bráðasta, lög og reglur um kirkjumál, svo sem fræðslumálastjórnin hefur gera látið fyrir sitt leyti. Skorar 'fundurinn á bisk- up landsins og kirkjuráð að hlutast til um þessa framkvæmd." 6. „Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis 1959- telur þess mikla þörf, að komið verði á stuttum námskeiðum fyrir hina ýmsu starfsmenn kirkn- anna úr leikmannastétt, svo sem meðhjálpara, hringjara, sóknarnefndarmenn og' aðra, sem þess kynnu að óska. Beinir fundurinn þeim tilmælum til biskups og kirkjuráðs að taka mál þetta til athugunar." Fundurínn sendi bískupnum, herra Sigurbirni Einarssyni, kveðju og árnaöaróskir, og þakkaði herra Ásmundi Guðmundssyni farsæl embættisstörf á liðnum árum fyrir kirkju fslands. Kveðjur voru einnig sendar biskupsfrú Ásdísi Rafnar og séra Stefáni V. Snævarr á Völlum, sem var fjarverandi sökum veikinda. Næsti fundarstaður var ákveðinn á Dalvík, en vonir standa til, að hin nýja kirkja þar í kauptún- inu verði fullgerð á komandi vetri. TOLUR, SEM TALA f síðastliðin 10 ár hefur drykkjuskapur í Kanada tvöfaldast. Opinberar skýrslur frá iðnaðinum þar herma, að iðnaðurinn tapi árlega 100 milljónum dollara vegna drykkjuskapar iðnverkamanna. í Austurríki telja skýrslur, að þar í landi séu um 130 þúsund ofdrykkjumenn, og öll drykkjumanna- hæli eru þar yfirfull. Eftir því sem skýrslur herma eru 60 þúsundir ofdrykkjumenn í Danmörku. En í Bandaríkjum Norður-Ameríku eru þeir 1 milljón og 600 þús- undir. Eru það 10 af hverju þúsundi þjóðarinnar. Frá Áfengisvarnanefnd Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.