Dagur - 26.09.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 26.09.1959, Blaðsíða 8
Daguk Laugardaginn 26. september 1959 BRÁÐA6IRGÐAL0GIN OG YFIRLYSINGAR ÞINGFLO Til þess að f ólk geti betur glöggvað sig á hinum umdeildu nýju lögum um verðlag landbúnaðarvara og viðbrögðum stjórnmálaflokkanna, eru lögin sjálf, opinberar yfirlýs- ingar og f leira birt hér á síðunni „Forseti íslands hefur í dag, að tillögu landbúnaðarráðheiTa, sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, um verð landbún aðaraf urða. í úrskurði forseta segir: Landbúnaðarráðherra hefur tjáð mér, að vegna sérstaks ágreinings fulltrúan eytenda og framleiðenda, hafi ekki tekizt að ákveða söluverð landbúnaðaraf- urða á innlendum markaði á þann hátt, sem lög nr. 94/1947 um framleiðsluráð landbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaoðarvörum o. fl., gera ráð fyrir. Landbúnaðar- ráðherra hefur ennfremur tjáð mér, að til þess að tryggja efna- hagsjafnvægi og atvinnuöryggi í landinu þangað til Alþingi getur fjallað um þessi mál að afstöðn- um kosningum þeim, sem fram eiga að fara 25. og 26. október n. k., og meðan kaupgjald í land- inu helzt óbreytt, sé nauðsynlegt að verð landbúnaðarafurða hækki ekki. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, sam- kvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Heildsölu- og smásöluverð það á sauðfjárafurðum, mjólk og nvjólkurvörum, nautgripakjöti og hrossakjöti, sem kom til fram- kvæmda 1. marz 1959 samkvæmt auglýsingu Framleiðsluráðs land búnaðarins 28. febrúar 1959, skal gilda óbreytt á tímabilinu 1. september til 15. desember 1959. Sumarverð á kartöflum skal niður falla eigi síðar en 25. sept- embetr 1959. Á tímabilinu frá því að niðurfelling sumarverðs á sér stað og til 15. december 1959 skal gilda óbreytt heildsölu- og smá- söluverð það á kartöflum, er kom til framkvæmda 1. marz 1959, samkvæmt auglýsingu fram- leiðsluráðs landbúnaðarins 28. febrúar 1959. | „FLOKKUR ALLRA j I STÉTTA" j Í „Flokkur allra stétta", Sjálf- j i stæðisflokkurinn, á bágt um i 1 þessar mundir. Hann myndaði \ \ núverandi ríkisstjórn og hef- i | ur síðan borið á henni fulla 1 \ ábyrgð. : Sjálfstæðisflokkurinn lét I i rikisstjórnina gefa út bráða- \ i birgðalögin, sem skerða rétt- i I mætan hlut bænda. i i Sjálfstæðisflokkurinn mót- i i mælir síðan lögunum. i Sjálfstæðisflokkurinn styður i i stjórnina eftir sem áður. i I Það er stundum erfitt að i | þykjast vera „flokkur allra i i stétta". \ Sumarverð á gulrófum skal niður falla eigi síðar en 25. sept- ember 1959. Á tímabilinu frá því að niðurfelling sumarverðs á sér stað og til 15. desember 1959 skal gilda óbreytt heildsölu- og smá- söluverð það á gulrófum, er kom til framkvæmda 22. september 1958, samkvæmt auglýsingu fram leiðsluráðs landbúnaðarins 21. september 1958. Heildsölu- og smásöluverð það á eggjum, er kom til fram- kvæmda 1. apríl 1959 samkvæmt auglýsingu framleiðsluráðs land- búnaðarins 31. marz 1959, skal gilda óbreytt á tímabilinu 1. september til 15. desember 1959. Útsöluverð mjólkur í pappa- umbúðum má vera 20 aurum hærra hver lítri heldur en út- söluverð mjólkur á flösku. 2. gr. Fara skal með mál út af brot- um gegn lögum þessum að hætti opinberra mála, og varða brot sektum allt að 500.000.00 kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Landbúnaðarráðuneytið, 18. september 1959. Illllllllllltl Bréf Eysteins og Hermanns „Reykjavík 22. sept. 1959. Hér með leyfum við okkur að óska þess, að þér, herra forsætis- ráðherra, leggið til við forseta íslands, að Alþingi verði kvatt sam- an til aukafunda nú þegar, til þess að taka afstöðu til bráðabirgða- Iaga um verðlagningu landbúnaðarafurða, þar sem nýjustu yfirlýs- ingar Sjálfstæðisflokksins gefa ástæðu til að efast um, að Iögin hafi nú lengur meirihlutafylgi á Alþingi. 1 F. h. Framsóknarflokksins. Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson." Yfirlýsing miðstjórnar Framsóknarflokksins „Út af setningu bráðabirgðalaga um verðlagningu ríkisstjórnar- innar á landbúnaðarafurðum, ályktar miðstjórn Framsóknar- flokksins: í 4. gr. laga nr. 94 frá 1947 um framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. segir: „Söluverð Iandbúnaðarvara á innlendum markaði skal íniðast við það, AÐ HEILDARTEKJUR ÞEIRRA, ER LAND- BÚNAÐ STUNDA VERÐI í SEM NANUSTU SAMRÆMI VID TEKJUR ANNARRA VINNANDI STÉTTA." í samræmi við þessa meginreglu skulu þrír fulltrúar frá tilteknum stéttarfélögum og þrír frá Stéttarsambandi bænda finna verðlagsgrundvöll fyrir landbúnaðarafurðir. Verði ágreiningur um verðlagsgrundvöllinn í þessari sex manna nefnd, skal málinu vísað til yfimefndar (gerðardóms), en hann skipa einn fulltrúi frá neytendum, einn frá Stéttarsambandi bænda, en oddamaður skal vera hagstofustjóri, sem ræður úrslií- um, ef ágreiningur verður. Ríkisstjórnin staðhæfir, að svo mikill ágreiningur hafi verið í sex manna nefndinni um verðlagsgrundvöllinn, að annar aðilinn hafi neitað að taka þátt í störfum hennar. Atti þá gerðardómurin samkvæmt skýlausum ákvæðum laganna að taka til starfa. Og ef annar aðilinn neitaði að tilnefna mann af sinni hálfu í gerðardóminn, var auðvitað eðlilegast fyrir ríkis- stjórnina — og henni raunar skylt — að hlutast til um, að dómur- inn yrði starfhæfur. v í stað þess að byggja þannig á grundvelli laganna, hefur ríkis- stjórnin og stuðningsflokkar hennar nú valið þann kostinn, er ætíð hefur þótt verst gegna „að hleypa upp dóminum", taka sér dóms- vald með bráðabirgðalögum og afnema í framkvæmd eina hina merkustu réttindalöggjöf, sem sett hefur verið af Alþingi og gilt hefur ági-ciningslítið á annan áratug. Miðstjórnin telur það enga afsökun, þótt ríkisstjórnin telji sig hafa tryggt sér meirihlutafylgi fyrir framgangi laganna á næsta þingi, að svo miklu Ieyti, sem það verður tryggt fyrir kosningar. Miðstjórnin vísar því undir dóm réttlætiskenndar og dóm- greindar annarra stétta í þjóðfélaginu, hvílíkt gjörræði það er gagnvart bændastéttinni — einu stéttinni, sem sætt hefur sig við að láta hlutlausan embættismann ríkisins hafa úrslitavald um kaup sitt og kjör — að gefa út bráðabirgðalög til þess að varna því, að hann geti kveðið upp dóm sinn, vegna þess að flokkarnir, scm að ríkisstjórninni standa, telja, að hinn hlutlausi dómur muni ekki, ef farið er að lögum og í sámræmi við réttlæti, fallast á að úrskurða lækkun á kaupi bænda umfram það, sem orðið hefur hjá öðrum stéttum. — Miðstjórnin hefur oft bent á — og bendir enn á nauð- syn þess — að halda dýrtíðinni í skefjum. En það verður, að henn- ar dómi, að gerast með því að sýna öllum stéttum réttlæti, en ekki með þ ví að beita eina stétt misrétti. Miðstjómin bendir vinnandi stéttum landsins á, hvernig fara muni um þeirra hag og öryggi, ef sú regla verður upp tekin, að ríkisstjórnin og stuðningsflnkkar hennar ákveði kaup og kjer stéttanna með lögum að eigin geðþótta, ef annar aðili gcngur frá samningaborði. Af þessum ástæðum lýsir miðstjórn Framsóknarflokksins yfir því, að hún telur bráðabirgðalög stjórnarflokkanna gerræði, sem ílokkurinn mun beita sér af alefli gegn, og mun Framsóknarflokk- urinn gera allt, scm í hans valdi stendur til þess að þau verði ekki samþykkt á næsta Alþingi, og hið sama myndi gilda um hliðstæða löggjöf um málefni annarra stétta." Mótmæli Stéttarsambands bænda „Reykjavík, 18. sept. 1959. Hr. forsætisráðherra Emil Jónsson. Eins og yður er kunnugt, hæstvirtur forsætisráðherra, hafa sam- tök verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna lagt fyrir fulltrúa sina í „sexmannanefndinni" að hætta þar störfuin. Þar með var ekki unnt að ljúka á löglegan hátt við samning verðlagsgrundvall- ar landbúnaðarafurða, hvorki með samkomulagi né úrskurði yfir- nefndar (samanber 59. grein laga nr. 94 frá 1947), þar sem neyt- cndur fengust ekki til að tilnefna fulltrúa í hana. Stjórn stéttarsambandsins og Framleiðsluráðs fóru þess á leit við ríkisstjórnina, að hún skipaði mann í yfirnefndina, en á það hefur stjórnin ekki fallizt hingað til. Hins vegar mun hún hafa horfið að því ráði, að gefa út bráðabirgðalög, er feli í sér, að verð- lag á landbúnaðarvörum skuli standa óbreytt, þrátt fyrir það, að útreikningar Hagstofunnar sýni 3,18% hækkun frá síðasta verð- lagsgrundvelli. Stjórn Stéttarsambandsins getur ekki unað þessum ráðstöíunum ríkisstjórnarinnar og krefst þess enn á ný, að hún hlutist til um, að yfirnefndin verði fullskipuð, til þess að hægt sé að byggja upp verðlagsgrundvöllinn á löglegan hátt og verðleggja búvörar sam- kvæmt honum. A það skal minnt, að fulltrúar bænda skildu ríkisstjómina svo sl, vetur, þegar lögin um niðurfærslu verðlags og kaupgjalds o. fl. voru sett, að bændur fengju á næsta hausti leiðréttingu á kaup- gjaldslið verðlagsgrundvallarins. En með bráðabirgðalögum, ef sett vcrða, verða þeir sviptir þeirri leiðréttingu. Þessum aðförum mótmælir stjórn Stéttarsambandsins harðlega og mun hafa sainráð við fulltrúa bændasamtaka víðs vegar um land um það, hvernig við skuli bregðast, ef svo frcklega verður gengið á rétt bændastéttarinnar eins og nú horfir. Virðingarfyllst. SVERRIR GfSLASON, JÓN SIGURÐSSÖN, BJARNI BJARNASON, EINAR ÓLAFSSON, PALL METÚSALEMSSON." Yfirlýsing þingflokks Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðisflokkurinn telur stöðvun verðbólgu og jafnyægi í efnahagsmálum vera höfuðnauðsyn. 1 þessum efnum hefur þegar mikið áunnizt frá því, sem var í desember síðastliðnum. Öllum er þó Ijóst, að ráðstafanir þær, sem enn hafa verið gerðar, eru ein- ungis til bráðabirgða og skapa þarf öruggari grundvöll til að tryggja framfarir og atvinnu handa öllum landsmönnum. Þess vegna verður ekki hjá því komizt að taka allt efnahagskerfið til endurskoðunar, þegar nýtt Alþingi, skipað í samræmi við vilja þjóðarinnar, tekur til starfa að afloknum kosningum. GILDANDI VERÐLAGSGRUNDVÖLLUR. Vegna ósamkomulags ehfur að þessu sinni ekki reynzt kleift að ákveða verð landbúnaðarafurða lögum samkvæmt. Ekki skal um það dæmt, hverjum það er að kenna, en á það bent, að æksilcgast hefði verið, að úr því hefði fengizt bætt. Það hefur ekki tekizt og er því, þangað til annað reynist réttara, ekki við annað að miða en þann verðlagsgrundvöll, sem verið hefur í gildi. Samkvæmt þeim grundvelli hefði verðlag landbúnaðarafurða nú áít að hækka um 3,18%. Sú hækkun er hliðstæð því, eins og ef kaup launþega hækkaði vegna hækkunar' vísitölu fyrir verðlags- hækanir og þess vegna annars eðlis en beinar grunnkaupshækk- anir. BÆNDUM BÆTT UPP TJÓNIÐ. Hækun Iandbúnaðarafurða nú mundi aftur á móti skapa hættu á nýrri verðhækkunarskriðu. f samræmi við aðrar ráðstafanir, sem gerðar hafa vcrið eftir setningu stöðvunarlaganna í vetur, hefði verið sanngjarnast að greiða þessar verðhækkanir niður, þangað til Albingi hefur gcfizt kostur á a.ð taka ákvarðanir um efnahags- málin í heild. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki fallizt á þá lausn, heldur ákveðið að banna verðhækkanirnar með lögum. Af framangreindum ástæðum lýsir Sjálfstæðisflokkurinn yfir þýí, að hann muri á Alþingi Icggja til, að bændum verði bætt upp; það tjón, sem þeir af þessum sökum verða fyrir." Bréf Einars Olgeirssonar „Rcykjavík. Hér mcð leyfi ég mér fyrir hönd bingflokks Alþýðubandalagsins að óska eftir því að þér, hr. forsætisráðherra, farið fram á það við' forseta íslands, að Alþingi verði kvatt saman nú þegar til auka- fundar, svo að Alþingi gefizt kostur á að marka afstöðu sína til lausnar á þeim vandamálum, er skapazt hafa í sambandi við vcrð- lagsmál Iandbúnaðarins. F. h. Alþýðubandalagsins EINAR OLGEIRSSON."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.