Dagur - 03.10.1959, Qupperneq 1
!'ylgizt meö því sem gerist
hér í kringum okkar.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagu
ÐAGUR
kernur næst út miðviku-
dagimi 7. október.
XLII. árg.
Akureyri, laugardaginn 3. október 1959
53. tbl.
.
Glerárhverfi og Gleráreyrar. — Myndin tekin af klcttahæð ofan við Gcfjun. — (Ljósmynd: E. D.)
ar sem áður voru toðuvellir 02
eru nsm
Byggingaframkvæmdir mcð
mesta móti.
í sumar eru byggingafram-
kvæmdir með mesta móti, sér-
staklega hvað íbúðabyggingar
snertir. Fjöldi húsanna er þó
sennilega ekki eins mikill og sl.
ár, en íbúðirnar tiltölulega fleiri,
því að nú er byggt stærra en áð-
ur og má þar til nefna raðhúsin
við Vanabyggð og fjölbýlishús við
Sólvelli og Grenivelli, sem Bygg-
ingafélag Akureyrar byggir.
Byggðahverfi.
Að þessu sinni er mest byggt í
Ásabyggð, Goðabyggð, Álfabyggð
og Vanabyggð og er þar eingöngu
um íbúðarhús að ræða. Þessar
„bygða“götur eru nágrannar og
eru kallaðar Byggðahverfi í dag-
legu tali. Þarna eru bæði einbýl-
is— og tvíbýlishús, mörg með
brotnu skúrþaki, sem nú tíðkast
mjög hér í bæ.
Kringlumýrin.
Kringlumýrirí er nú næstum því
fullbyggð. Vinna er hafin við síð-
asta húsið í þessu sérkennilega
hverfi. Húsin standa mjög þétt, á
okkar mælikvarða, og í tvöfaldri
röð með akvegi á milli.
Með virðingu fyrir sparnaði á
landinu og þéttri byggð, virðist
skipulag þessa staðar eitt stórt
axarskaft. Kringlumýrin hefði
orðið bæði fagurt hverfi og sér-
kennilegt, ef ytri húsaröðin að-
eins hefði verið byggð, en hring-
svæðið í miðju haft opið til sam-
eiginlegra afnota, svo sem fyrir
barnaleikvöll að hluta, og sem
skemmtigarður fyrir staðinn.
Fagurt bæjarstæði.
í Glerárhverfi er fagurt bæjar-
stæði og býr yfir mikilli fjöl—
breytni, sem ekki má eyðileggja
með of einhliða verkvísindum. —
Skipulag á þessum stað er ekki
fyrir hendi nema að takmörkuðu
leyti. Aðeins hluti þess, austan
Hörgárbrautar, er þar skipulagð-
ur og framkvæmdir hafnar. Þar
eru nýjar götur gerðar: Þverholt,
Langholt og Stafholt, og er verið
að byggja við þær mörg einbýlis-
hús.
Mest úr steini.
Steinsteypan er enn aðal
byggingarefnið og eingöngu not-
uð á neíndum stöðum. En við
norðanverðan Byggðaveg er ver-
ið að byggja 2 íbúðarhús úr léttu
efni, eða timbri, á steyptum
kjallara, og þar verða alls byggð
6 slík hús.
Stórhýsi.
Stórhýsi er verio að byggja
við Glerárgötu. Tómas Björnsson
kaupmaður reisir þar þriggja
hæða steinsteypt verzlunarhús
og í undirbúningi er prentsmiðju
bygging POB og verzlunar- og
iðnaðarhús Valbjarkar. Þá er
Sjálfsbjörg að byggja fyrsta
áfanga stórhýsis fyrir sína starf-
semi við Hvannavelli.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda
byggir nú 1000 m-, þriggja hæöa
hús, fyrir sína framloiðslu, og við
Tryggvabraut byggja Steíán
Reykjalín og Ágúst Jónsson sitt
trésmíðaverkstæðið hver, enn-
fremur Trésmíðaverkstæðið
Reynir á sama stað.
Tunnuverksmiðja verður reist
austan Hjalteyrargötu, norðan
nýju ■ togarabryggjunnar. Teikn-
ing hefur verið samþykkt, en
framkvæmdir ekki hafnar ennþá.
Við íþróttaleikvanginn er unn-
ið að byggingu búnings- og bað-
klefa og yfir þeim áhorfenda-
palla. Bvgging þessi er um 30
metrar að lengd og aðeins hluti
þess er koma skal vestan vallar-
ins.
Við Hafnarstræti er Skarphéð-
inn Ásgeirsson að byggja 6 hæða
verzlunar- og iðnaðarhús og við
flugvöllinn er unnið að byggingu
afgreiðsluálmu flugstöðvarbygg-
ingarinnar.
Enn má geta þess, að Þórsham-
ar er að byggja sprautuverkstæoi
á lóð sinni á Gleráreyrnm, og eru
þá helztu byggingaframkvæmdir
nefndar lauslega.
Fátt um nýjungar.
Ekki er hægt að segja, að um
nýjungar sé að ræða í bygginga-
iðnaðinum, og hefði þó vel mátt
hugsa sér, að tími væri til kom-
inn. Hér þyrfti sannarlega að
hafa steypjstöð og fjöldafram-
leiðslu á ýmsum hlutum til
bygginga, ennfremur haganlegri
vinnuaðíerðir við framkvæmd
bygghiga.
Hinir 50 trésmiðameistarar, 18
múrarameistarar, 11 húsateikn-
arar, sem bærinn hefur sam-
þykkt, auk arkitekta, bygginga-
fræðinga og byggingaverkfræð-
inga, ættu ekki á tímum hinna
öru framfara, að standa algerlega
í stað í húsagerð.
Skipulagið á eftir tíinanum.
Þá er vert að hugleiða, að
skipulagið er víðast ári á eftir
tímanum, svo og allur nauðsyn-
legur undirbúningur húsbygg-
inga, þótt reynt hafi verið úr að
bæta á síoustu árum.
í vor mun hafa verið byrjað á
50 íbúðarhúsum með um 80
íbúðum. En mörg hús eru enn í
smíðum, sem fyrr var byrjað á
og ennfremur eru nú nýlega
hafnar byggingaframkvæmdir.
Á næsta ári verður sennilega
mest byggt í Glerárhverfi, en um
aðra staði er óvíst ennþá. Mikill
hörgull hefur verið á bygging'a-
mönnum í sumar.
KAUPFÉLAG
KAUPFÉLAG reisir mannvirki þar sem það starfar og
safnar samcignarsjóðum til öryggis starfsemi sinni.
Ef það hættir störfum, eru þetta óskiptilegar eignir, scm
falla ókeypis undir ráðstöfun hlutaðeigandi bæjarvalda eða
héraðsstjórnar.
Eignir þessar eru með öðrum orðum: ALGERLEGA TIL-
HEYRANDI STAÐNUM.
IvAUPMAÐUR reisir mannvirki fyrir starfsemi súia og
safnar fé fyrir sig. Þetta eru hans einkacignir.
Ef hann hættir vcrzluninni, sclur hann mannvirkin. Kaup-
andinn verður að leggja fram vegna mannvirkjanna stofnfé,
sem „staðurinn“ verður þannig með einhverjum hætti að
borga í annað sinn. Þetta getur svo gengið koll af kolli,
Flytji nú kaupmaðurinn brott, fer hann að sjálfsögðu með
andvirði mannvirkjanna og fé það, er hann saínaði. Um þetta
eru ótal dæmi.
Hverjum finnst réttlátt, þegar á þetta er litið, að kaupfé-
lagið grciði útsvar eftir sömu reglum til bæjar eða hrepps-
félags og kaupstaðar?
Það væri að ívilna kaupmanninum.
Auk þess, sem að framan er bent á, þá er kaupfélagið
fjöldafyrirtæki, sem skilar þátttakendum tekjuaígangi, og cr
öllum opið. En kaupmannsverzlunin einkafyrirtæki, sem á
sinn tekjuafgang.
I STJÓRN BÚNAÐARSAMBANDS )
S.-ÞING. MÓTMÆLIR
Stjórn Búnaðarsiunbands S.-Þingeyinga mótmælir bráða-
birgðalögum um verð landbúnaðarafurða, sem út voru gefin
18. sept. sl. og tclur þau -brot á gildandi lögum um Fram
leiðsluráð og fxeklcg móðgun við bændastéttina.
Gerir Búnaðarsambandið kröfu til, að Stéttarsamband
bænda geri ráðstafanir til þess að bændur fái að fullu bætta
þá kjaraskerðingu, sem þeir hafa oiðið fyrir með lagasetn-
ingu þessari.
Baklur Baldvinsson, Hermóður Guðmundsson.