Dagur - 03.10.1959, Blaðsíða 8
8
Laugardaginn 3. október 1959
Bagujr
Hvers vegna brá þeim í brún?
Magnúsi frá Mel og Birni Jónssyni brá í brún þegar
Dagur skýrði frá því ujn daginn, hve mörg atkvæði
þyrftu að flytjast frá Alþýðubandalaginu eða, Sjálfstæð-
isflokknum yfir til Framsóknarflokksins, — miðað við
kosningarnar sl. vor, — til þess að 4. maður B-listans,
Ingvar Gíslason, næði kosningu.
Hér var ekki um neina spádóma að ræða eða getgátur,
heldur blákalda staðreynd, sem ekki orkar tvímælis og
hver og einn getur sjálfur sannfært sig um, með því að
hafa atkvæðatölurnar frá því í vor fyrir framan sig.
Ef Alþýðubandalagið fær 71 atkvæði færra en í vor og
Framsóknarflokkurinn 71 atkvæði fleira, og aðrar tölur
verða óbreyttar, nær Ingvar kosningu en Björn ekki. En
hann yrði uppbótarþingmaður.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn tapar 185 atkvæðum til
Framsóknarflokksins, þá fellur Magnús en ekki Björn.
En hvor þeirra sem félli vrði uppbótarmaður.
Svo einkennilega bregður við, að bæði Björn og
Magnús hafa látið blöð sín mótmæla þessum upplýsing-
um. Þau mótmæli eru þýðingarlaus, en bera vott um
óróleika sálarinnar. En að mótmæla opinberum kosn-
ingatölum og sannanlegum niðurstöðum af þeirn fyrir
hið nýja kjördæmi okkar, er jafn þýðingarlaust og að
mótmæla því að tvisvar tveir séu fjórir. Allt öðru máli
gegnir um óskir manna og spádóma.
Bæjarbragur amiar þegar æskufólkið bópast
til bæjarins við skólasetningu á haustin
Fjölmennustu skólar bæjarins voru settir á fimmtudaginn.
A þriðja þúsund nemendur setjast nú á skólabekk hér í bæn-
um. — Undanfarna daga hefur skólafólkið flvkkzt í bæinn,
fyllt bókabúðir og aðrar verzlanir. Flest er það rjótt í vöngum
og hraustlegt og vonandi gengur það allt fagnandi til náms.
Menntaskólinn.
Menntaskólinn á Akureyri var
settur í fyrradag laust eftir há-
degi. Nemendiir eru 384, og fleiri
en nokkru sinni áður. Einni
bekkjardeild verður bætt við.
Skólameistarinn, Þórarinn
Björnsson, sagði frá því meðal
annars í skólasetningarræðu
sinni, að ákveðið væri að gera
setustofu, lestrarsal og bóka-
safnsherbergi í norðurálmu
nýju heimavistarinnar þar, sem
enn er óinnréttuð, og íbúð skóla-
meistara á efstu hæð í sömu
álmu.
Bæfa þarf aðsföSu knaffspyrnumann
r
A næsta ári verða fleiri knattspyrnukappleikir
háðir á Akureyri en nokkru sinni áður, þar á
meðal 5 fyrstudeildarleikir - En það vantar
bæði æfingarveili og fullkominn malarvöll
Nú hafa knattspyrnumenn á
Akureyri, sem áður höfðu fallið
úr fyrstu deild, náð því heiðurs-
sæti á ný. Þeir eru nú taldir
meðal beztu knattspyrnumanna
landsins og yngri flokkarnir hafa
sýna það í sumar, að þeir eru
síður en svo nokkrir eftirbátar
hinna eldri. Sameinað lið Akur-
eyringa hafði áður einkennzt af
góðum en ósamstæðum einstakl-
ingum, sem margir töldu sig upp
úr því vaxna að æfa sig reglulega
undir stjórn þjálfara. Þessir
menn komust nokkuð langt, en
aðeins um skamma stund.
Gjörbreyting.
Fyrir þremur árum eða svo
kom hingað þýzkur, harðdugleg-
ur knattspyrnuþjálfari. Þeir
margreyndu knattspyrnumenn,
sem tekið höfðu á móti hrósi
áhorfenda árum saman, þóttust
ekki þurfa hans tilsagnar með.
Þjálfaranum tókst ekki að setja
þá á skólabenn og þeir reyndust
þess ekki megnugir að halda
knattspyrnunni uppi við æski-
leðan orðstír.
En hundruð unglinga, sem
vildu verða knattspyrnumenn,
tóku fegins hendi á móti tilsögn
hins erlenda manns og festu sér
boðorð hans í minni. Það eru
þessir piltar, sem nú á ný hafa
unnið sameinað Akureyrarlið til
vegs og virðingar. Og það. eru
þessir piltar, sem í sumar hafa
sigrað svo að segja alla kappleiki
við jafnaldra sína frá ýmsum fé-
lögum.
Heiðurssæti skapar nýjan vanda.
En hið þráða heiðurssæti í
fyrstu deildinni skapar ný við-
horf. Næsta sumar verða leiknir
hér fimm fyrstu deildar leikir,
auk allra annarra kappleikja. —
Meira verður um knattspyrnu á
Akureyri en nokkru. sinni fyrr.
Ekki er annað en gott um það að
segja. En nú stendur svo á, að
hér er aðeins einn knattspyrnu-
völlur, grasvöllurinn á íþrótta-
knattspyrnuvallarins og það tæk
ist, verður ekki hjá því komist
að byggja malarvöll, bæði til að
létta á grasvellinum og ennfrem-
ur til þess að leika á haust og
vor. Annars er hætt við að knatt-
spyrnunni hnigni á. ný.
KA og Þór hafa enga æfingar-
velli og er það auðvitað alveg
óviðunandi. Þessi mál nefndra
íþróttafélaga eru nú mjög til um-
ræðu og kemur til kasta bæjar-
yfirvaldanna, að veita hinum
mörgu knattspyrnumönnum og
knattspyrnunnendum föðurlega
fyrirgreiðslu.
Vallarstæðin.
íþróttabandalag Akureyrar
hefur nú leitað til bæjarráðs um
staði fyrir æfingarvelli. Þessir
staðir koma til álita öðrum frem-
ur: Obyggt svæði sunnan sund-
laugar, opið svæði milli Þórunn-
arstrætis og Byggðavegar, svæði
nofðan Þingvallastrætis, völlur
við Þórunnarstræti, Gléráreyrar
og Leirurnar.
í greinargerð ÍBA segir, að á
næsta sumri sé fyrirsjáanlegt, að
um stöðvun geti orðið að ræða
að haldi uppi æfingum á not-
hæfum velli. — Þar segir ennfr.,
að æskilegt sé að fá túnið
við sundlaugina til vallargerðar,
einkum vegna aðstöðu til baða
Frainsóknarflokkurinn efnir til |
almennra kjósendafunda
á eftirtöldum stöðum í Norðurlands-
kjördæmi eystra:
AKUREYRI
mánudaginn 5. okt. að Hótel KEA kl. 9 e. h.
GRENIVÍK
þriðjudaginn 6. okt. kl. 9 e. h.
DALVÍK
miðvikudaginn 7. okt. kl. 9 e. h.
Ræðumenn verða 4 efstu menn B-listans
í kjördæminu:
Karl Kristjánsson — Gísli Guðmundsson
Garðar Halldórsson — Ingvar Gíslason
svæðinu. Þennan völl er ekki
hægt að nota nú í haust, og hef-
ur honum verið lokað.
Grasvöllurinn.
Enn er sumarveður dag hvern,
en hvergi er hægt að hafa knatt-
spyrnukappleik eða æfa knatt-
spyrnu. Það er enginn staður á
Akureyri, sem nothæfur er til
slíkra hluta. Höfuðstaður Norð-
urlands getur ekki vikum saman
tekið á móti gestum til leiks,
heimamenn geta ekki æft sig, og
manni verður á að tauta: Er
þetta hægt?
Grasvöllurinn á íþróttaleik-
vanginum er skemmtilegur, og
þar er hafin framkvæmd mikilla
mannvirkja fyrir knattspyrnu-
menn og áhorfendur. En völlur-
inn þolir ekki mikla notkun, það
þolir enginn grasvöllur.
Malarvöllur.
Þótt sjálfsagt sé að athuga
möguleika á því að auka slitþol
G agnfr æða skólinn.
Gagnfræðaskóli Akureyrar var
settur sl. fimmtudag kl. 5 síðd.
í skólanum eru 446 nemendur
í 18 bekkjardeildum. Nemendur
eru 34 fleiri en í fyrra og nú er
einni bekkjardeild fleira en þá.
Skólastjórinn, Jóhann Frí-
mann, setti skólann með ræðu. I
ræðulok ávarpaði hann nemend-
ur sérstaklega og hvatti þá til
náms- og manndómsstarfa.
Kennsla hefst á mánudaginn.
Ákveðið er að verða við þeim til-
msélum að nemendur skólans
taki miðdagstímann örlítið síðar
á degi hverjum en venja er, til
þess að dreifa aðalumferðinni á
lengri tíma.
Barnaskóli Akureyrar.
Barnaskóli Akureyrar var
settur 1. þ. m. í kirkjunni.
Nemendafjöldi verður um 800
í vetur, og er það nokkru fleira
en í fyrra. Sett hefur verið járn
á þakið á eldri hluta skólahússins
í sumar, og var ekki vanþörf á.
Um breytingar á kennaraliði
Framhald á 7. siðu.
í gær bar það við hér á Akureyri, að tveir Reykvíkingar lögðu frá
landi á mótorbátnum Sævari og hugðust veiða hámerar á Eyjafirði.
Menn þessir heita Valdimaf Valdimarsson og Jón Sveinsson og
hafa þeir stundað sjóstangveiði, óg m. a. hámerarveiði. Hefur
Valdimar t. d. veitt 370 punda hámeri, sem mun heimsmet hvað
vænleikann snertir, samkvæmt frásögn hans.
Ósannindi um þingmannatölu
„íslendingi“ gengur oft mjög
erfiðlega að segja rétt frá stað-
reyndum. í gær segir hann, að
Framsóknarmenn hafi gert til-
Iögur um 6 þingmenn í Norður-
landskjördæmi eystra, eða orð-
rétt: „Rritstjórinn (ritstjóri
Dags) gleymir því bara, að þegar
Framsóknarflokkurinn fékkst
loksins til að leggja fram ákveðn
ar tillögur í kjördæmamálinu,
voru þær á þá leið, að þetta
svæði skyldi einmitt hafa 6
þingmenn.‘‘ Þessi orð „íslend-
fá ekki staðist.
Þingmenn Framsóknarflokks-
ins, þeir Karl Kristjánsson, sem
var framsögumaður, og Hermann
Jónasson, fluttu tillögu í stjórn-
arskrárnefnd (efri deild) um
fjölgun þingmanna í Norður-
landskjördæmi eystra — AÐ
ÞEIR YRÐU 7 1 STAÐ 6. — Sú
tillaga var að engu höfð af þrí-
flokkunum. Þessi tillaga og aðr-
ar tillögur Framsóknarmanna,
sem fram voru bornar í umræðr
um um kjördæmabreytinguna,
voru miðlunartillögur, sem mið-
uðust við úrbætur, er líklegt
þótti að þríflokkarnir gætu fall-
ist á. En þær voru felldar.
Það eru því hrein ósannindi hjá
„íslendingi“ í gær, þegar hann
segir að Framsóknarmenn hafi
aðeins viljað 6 þingmenn í Norð-
urlandskjördæmi eystra. Um
þetta vitna þingræður og opin-
berar, óhrekjandi staðreyndir. —
Hér er því íhaldsblaðið á Akur-
eyri ennþá einu sinni bert að
ósannri frásögn.