Dagur - 03.10.1959, Blaðsíða 4
4
D AG U R
'Laugardaginn 3. október 1959
Skrif.stolii i H;ifiiiirMr,fti '»ll — Siiiii Hliti
KiTSTJÓUI;
EltLING l! R D A V f 1) S S O \
Vuglvsinj'.isi jóii:
J Ó N S V M ÚELSSON
Árgangtirtnn ko.stai kr. 75.00
BkifSið ki-nnir út á iniiVvikiiilogurix <>g
laugardiiguni, :J»rgat cfni stamla til
fijalildagi cr 1. júlí
KUF.NTVEKK ODDS tt)(>RNSSONAR H.F.
Alþýðiiflokksstjórnin hefur kóp-
alið dýrtíðarófreskjima
ALÞÝÐUFLOKKURINN reynir eftir
megni að breiða yfir smæð sína og vanmátt
með því fnrðulegasta raupi í blöðum sínum
undanfarnar vikur, að ekki á sér neinn líka
nema Ólaf Thors og Jón sterka. Flokkur
þessi, sem einu sinni átti hugsjónir, hæfa
forystumenn og mikið fylgi, á ekkert af þessu
lengur. Framsóknarflokkurinn lét liann
njóta þess við kosningamar 1956, að hann
hafði á fyrri árum verið fáanlegur til sam-
starfs um mörg þjóðnýt mál, rétti honum
höndina og leiddi hann inn á Alþingi. Þar
setti hann hinn nýja félaga til jafns við sig.
En Alþýðuflokkurinn sveik. Hluti hans,
hinn ihaklssinnaði armur, var alltaf á móti
vinstri stjórninni og kom því til leiðar, ásamt
kommúnistadeild Aljjýðubandalagsins, að
rjúfa vinstra samstarfið, sem byggt var á þátt-
töku vinnandi stétta um stjórn landsins.
Alþýðuflokkurinn kaus heldur að vera
leppur Sjálfstæðisflokksins en bandalags-
flokkur vinstri sinnaðra umbótamanna und-
ir forystu Framsóknarílokksins, og liefur nú,
haft það lítilmótlega starf á hendi í níu
mánuði. En Jxessir níu mánuðir hafa ekki
verið frjósamari í stjórnarathöfnum en biiast
mátti við.
Eitt aðal viðfangsefni ríkisstjórnarinnar
var að sjálfsögðu glíman við verðbólguna.
Kaupgjald og verðlag var lækkað með lög-
mn um síðustu áramót, og mrnna blöð Al-
þýðuflokksins á það afrek á degi hverjum, og
þykjast með því hafa tekið föstum tökum á
dýrtíðarófreskjunni og hafi hana í hendi sér.
Sannleikurinn er hins vegar sá. að dýrtíð-
arófreskjan hefur aldrei fyrr, nema á mestu
mektardögum Ólafs Thors, verið betur alin.
Stjórnin hefur mokað í hana 250 mill-
jónum króna viðbótarfóðri í nýjum út-
ílutningsbótum og niðurgreiðslum. Tæmdir
hafa verið sjóðir þeir, sem vinstri stjórnin af-
henti við stjórnarskiptin, svo sem greiðsluaf-
gang ríkissjóðs, dregið xir verklegum fram-
kvæmdum, aukinn innflutningur lúxusvara
ög loforð gefin á framtíðina. Verðbólgu-
ófreskjan hefur í raun og veru blásið út á níu
mánaða tímabilinu, en ríkisstjórnin hefur
reynt að fcla ofvöxtinn með niðurgreiðslun-
um úr sameiginlegum sjóði landsmanna.
Blöð Alþýðuflokksins bera það blákalt
fram, að Alþýðuflokkurinn sé eini stjórn-
málaflokkurinn, sem vilji veita verðbólgunni
viðnám, hinir ílokkarnir vilji setja „dýrtíð-
arslcriðuna af stað á nýjan leik“! Þessi blöð
leyfa sér jafnvel að bera þá staðleysu á borð
fyrir lesendur sína, að ef Alþýðuflokksins
uyti eltki við, þyrftu neytendur bæjanna að
greiða yfir 40 krónur fyrir hvert kíló af kjöti
ög hvern mjólkurlítra með kr. 5.60. Þetta er
hinn mesti þvæuingur, því að hvorki Al-
þýðuflokksmenn eða aðrir geta um Jxað sagt,
hvernig verðlagsmálin væru nú, ef Alþýðu-
flokkurinn hefði ekki flanað út í stjórnar-
myndun með Sjálfstæðis-
flokknum og þar með komið
í veg fyrir að starfhæf og
ábyrg ríkisstjórn væri mvnd-
uð. Utreikningar um 40 kr.
verð á kjöti o .s. írv., er þess
vegna algerlega út í bláinn.
Sannleikurinn er einfaldlega
sá, að verðlagsgrundvöllur er
hinn sami og í fyrra, sam-
kvæmt bráðabirgðalögunum.
Munurinn á útsöluverði
kjöts nú í liaust og á sama
tíma í fyrra, stafar cingöngu
af auknum niðurgreiðslum,
sem aftur eru teknar af al-
mannafé.
En hitt getur Alþýðuflokk-
urinn þakkað sér, að hafa ver-
ið dyggur þjónn Sjálfstæðis-
flokksins, bæði í því að brjóta
lög á bændum og með því að
fóðra dýrtíðarófreskjuna eins
og j’ólagæs með sameiginleg-
um fjármunum landsmanna
og er að komast í fóðurþrot.
Samvinnumaður einn á Akureyri
sendir blaðinu eftirfarandi til
birtingar:
„HISSA VARÐ EG á því að
KEA, Kjöt og fiskur og Nýja
kjötbúðin skyldu í sameiningu
auglýsa um heimsendingargjald.
Eg hafði staðið í þeirri meiningu
að KEA ætti ékki samleið með
keppinautum sínum í þjónustu
sinni við félagsmenn sína og sam-
borgara yfirleitt og gæti vel háð
samkeppni og ætti að halda henni
uppi, eitt sér, í staðinn fyrir að
semja um einstaka liði verzlun-
arhátta við keppinautana.
Hitt get eg vel skilið, að sér-
stakt aukagjald þurfi að koma
fyrir smásendingarnar, einkum
til að koma í veg fyrir þarflaust
kvabb einstakra manna og
kvenna, sem misnota þá þjónustu,
sem heimsendingarnar eru. Ekki
get eg varizt því að álykta, að
KEA geti á þessu sviði veitt betri
og meiri þjónustu en aðrir, enda
meiri kröfur til þess gerðar. Mér
finnst því ekki alveg víst, að
kaupfélagið þyrfti að takmarka
héimsendingai-, þótt aðrir gerðu
það.
Hin gífurlegu miklu viðskipti
við KEA og útibú þess á ýmsum
stöðum í bænum valda því, að
húsmæður verða að sætta sig við
biðraðir og töluverðar tafir. Þar
af leiðandi eru heimsendingar
enn nauðsynlegri, þótt misnotkun
þeirra sé ekki mælandi bót. —
Vörudreifing KEA hér í bænum
samsvarar ekki þörf neytenda.
fullkomlega, þeirra, sem við fé-
lagið vilja skipta. Útibúin eru of
sti-jál og ekki nægilega vel útbúin
fyrir svona mikla verzlun.
Samvinnufélögin hafa leyst
mörg þörf verkefni og komið
miklu góðu til leiðar á undan-
förnum árum og þau eiga eflaust
eftir að halda áfram á sömu
braut. Þau þola því vel rökstudda
gagnrýni, og taka vonandi til at-
hugunar allar- tillögur og ábend-
ingar um sameiginlega hags-
muni. — Samvinnumaður.“
Kosningaspá
Kosningahjörðin kannski hlær
hvergi Ihald tali nær,
tiittugu þingmenn Framsókn fær,
falla stjórnar kýr og ær.
i . a.
r
I réttum
Ohljóð kenna orðaval
íhaldssennu-fundar,
sauðir renna í réttarsal
rífast menn og hundar.
Emilsstjórnin
Emil tekur bændum blóð,
brosa íhaldsþjónar.
SVo hafa aldrei þessa þjóð
þjakað erkidónar.
H4KUR.
HEIMA ER BEZT
Októberhefti Heima er bezt er
nýkomið út. Forsíðumyndin er af
Jakobi Frímannssyni og grein
um hann sextugan eftir Brynjólf
Sveinsson. Rósa Aldís Vigfússon
skrifar Minningar, Steindór
Steindórsson Litir haustsins og
Magnús Gíslason skrifar grein
ina F rá Siglufirði ísaárið og
veturinn 1915. Þá er framhald af
æviminningum Bjargar Sigurð
ardóttur Dahlmann, Þáttur æsk-
unnar eftir Stefán Jónsson náms
stjóri, framhaldssögur o. fl.
FRA K0SNINGASKRIFST0FU FRAM-
SÓKNARFLOKKSINS Á AKUREYRI
Stuðningsmenn flokksins eru minntir á að
draga ekki að kjósa utan kjörfundar ef sýnt er
að þess þarf með. Einnig eru þeir minntir á að
láta Kosningaskrifstofunni í té upplýsingar
um þá, sem þegar hafa kosið og eins þá, sem
eftir eiga að kjósa. — Hægt er að greiða at-
kvæði utan kjörfundar hjá bæjarfógetum,
sýslumönnum og hreppstjórum, í Reykjavík
há borgarfógeta. Hér á Akureyri fer utankjör-
fundaratkvæðagreiðsla fram hjá bæjarfógeta
alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9—12,
13—16,30 og 20.00—22.00. Á laugardögum kl.
9—12 os 16—18 og simnudöaum kl. 13—15.
Skrifstofan er opin frá kl. 10—10.
Símar skrifstofunnar eru
Ráðleggingar og vítamín
Líklega eru fáar manneskjur, sem fá eins margar
róðleggingar og ábendingar og húsmæðurnar. Það
er sífellt verið að benda þeim á, að þetta og hitt sé
alveg lífsnauðsyn.
Mur.ið eftir B-vítamínunum! Gleymið ekki
eggjahvítuefnunum, þau eru nauðsynleg börnun-
um! Munið, að þessa skyrtu á að þvo á þennan hátt
en ekki hinn! Þetta þvottaéfni er nauðsynlegt fyrir
þvottinn, svo að hann verði sem hvítastur!
Ojá. Það kemur nú fyi'ir, að húsmæðurnar gera
uppreist gegn ráðleggingum hinna vísu. Þær gefa
bara heimilihfólkinu gnægð matar og telja ekki
vítamínin í grömmum. Þeim finnst heldur ekki, að
hamingja lífsins sé undir því komin, að skyrtúbrjóst
mannsins sé hvítara en hvítt.
En í mörgum menningarlöndum eru stofnanir,
reknar af neytendafélögum eða ríkinu, og gefa þær
almenningi upplýsingar um vörugæði, vítamín í
hinum ýmsu fæðutegundum, eftir því hvernig með
þær er farið, o. s. frv. Slíka stofnun vantar tilfinn-
anlega hér á landi, því að varlega er trúandi aug-
lýsingum framleiðanda og verzlana um vöi'ugæðin,
og ekki ér heldur hollt að trúa öllu, sem sértrúar-
flokkar um mataræði segja um fæðutegundir og
áhrif þeirra á heilsu og líf.
Norska ríkið rekur tilraunastöð, sem rannsakar
ýmislegt viðvíkjandi heimilishaldi og birtir tölur
og ráðleggngar. í nýlegu norsku blaði er greint frá
því, að kartöflur hafi verið rannsakaðar sérstaldega
mikið og nákvæmlega með hliðsjón af fjörefnainni-
haldi, og er ekki úr vegi að gefa lesendum Dags
einhverjar upplýsingar um niðurstöður. Kartöflur
eru snar þáttur í mátaræði allra íslendinga, og í
þessum ávexti er mikið C-vítamín.
Er soðin eru 100 grömm af kartöflum, reynist
C-vítamínið í þessu magni vera þannig eftir árs
tíma: 1
Án hýðis: Með hýði:
Júlí ... . 21 mg 24 mg
Ág,—sept. . . 30 mg
Okt.—nóv. . . 23 tng
Des.—ian. . . .... 12 mg 15 mg
Febr.—júní . . . . 6 mg 9 mg
Hér kemur í ljós, að ekki er gott að afhýða kar-
töflur áður en þær eru settar í pottinn, því að þá
fer talsvert af vítamíni forgöi'ðum. Einnig má sjá,
að mikill munur er á hollustu eftir því, hvorl* kat'-
töflurnar eru nýjar eða gamlar. Það væri því ekk-
ert æskilegt fyrir íslenzka neytendur, að kartöflu-
uppskeran hér á landi yrði svo mikil, að við gætum
borðað gamlar, íslenzkar kartöflur í júlí og ágúst.
Kartöflur þroskast fyrr erlendis en hér, og við get-
um fengið nýja uppskeru frá útlöndum til þess að
borða seinni hluta sumars.
Þessi norska tilraunastöð ráðleggur að sulta ber
á þehnan hátt:
Berin á að sjóða í lokuðum potti í 10 mín. Þá skal
setja sykurinn í og láta suðuna koma upp aftur sem
snöggvast. Svo á að setja sultuna sjóðheita í hitaðar
krukkur eða glös, helzt með skrúfuðu loki. Krukk-
urnar á að fylla alveg og skrúfa svo lokin vel á.
Geyma skal á þurrum og svölum stað. Sé farið á
þennan hátt að, á C-vítamínið að endast að mestu
fram á vor. — A.
1443
og
2406
r
íslendingar eta mestan sykur
allra jijóða heims
Sykurneyzlan í heiminum fer ört vaxandi og þó
aukast umframbirgðir af sykri. Alls var framleiðsl-
an talin 48,8 millj. tonn á síðasta ári.
Árið 1957 voru fslendingar mestu sykurneytend-
ur í heimi með 61 kíló á hvert mannsbarn. Danir
voru næstir með 59 kíló á mann, en meðal annarra
þjóða, sem mikið nota sykur, eru Bretar 56 kíló),
Ástralíumenn (53), Ný-Sjálendingar (52), Sviss-
lendingar (51). í Bandaríkjunum er árleg neyzla á
mann 46 kíló og í Kanada 44 kíló.
í Austur-Evrópu voru Tékkar hæstir með 37
kíló mann, en í Sovétríkjunum var árleg sykur-
neyzla á mann árið 1927 25 kíló. Sykurneyzlan er
minnst í Asíu og á öðrum vanþróuðum svæðum í
heiminum.