Dagur - 03.10.1959, Blaðsíða 5
Laugardaglnn 3. október 1959
D A G U R
5
Þriðja hvert ár er haldið norr-
ænt bindindisþing í einhverju
Norðurlandanna. Að þessu sinni
var þing þetta haldið í 21. skipti í
Stafangri dagana 27. júlí til 3.
•ágúst sl. Árið 1956 var það í Ár-
ósum og 1953 var það í Reykja-
vík.
Stafangur varð fyrir valinu að
þessu sinni, af því að á þessu ári
eru liðin 100 ár síðan bindindis-
frömuðurinn Ásbjörn Kloster
stofnaði þar fyrsta albindindisfé-
lagið. Áður höfðu hófsemdarfélög
verið starfandi í Noregi.
Að þessu sinni mættu á bind-
indisþinginu 250—300 manns frá
öllum Norðurlöndum. Þau tíðindi
gerðust í byrjún þingsins, að
Færeyjar voru samþykktar sem
aðili að þingunum og voru tveir
fulltrúar mættir þaðan. Héðan
frá íslandi mættu 12 fulltrúar.
Þingið var sett með hátíðlegri
viðhöfn í dómkirkjunni í Staf-
angri. Voru þar flutt ávörp frá
öllum Norðurlöndunum og þjóð-
söngvar sungnir. Hljómsveit lék
þar einnig riofsk, klassisk tón-
verk. Var þetta kvöld í kirkjunni
áhrifamikið og hátíðlegt eins og
jafnan þegar norrænu þjóðirnar
hittast á mannfundum.
Séra Kristinn Stefánsson,
áfengisvarnaráðunautur, flutti
þar ávarp frá íslandi. Hann gat
þess í þessu ávarpi, að 'nafn Ás-
björns Klosters væri tengt ís-
landi og bindindishreyfingu.nni
liér. Hann var kvekari og ferðað-
ist um landið ásamt enskum
kvekurum í fylgd Matthíasar
Jochumssonar árið 1861. Það ár
sendi hann blað sitt „Menneske-
vennen“ í hverja kirkjusókn á
íslandi. Síðar skrifaðist hann á
við Matthías.
Aðalíorseti þingsins var Lars
Ramndal, stórþingsmaður. Hann
er garpslegur ög minnir á fornan
víking. Þó er hann alúðlegur í
viðmóti. Varaforsetar voru frá
öllum Norðurlöndunum og var
séra Kristinn Stefánsson fulltrúi
íslands.
Þingið var haldið á „Solborgs
Úngdomsskole“ í útjaðri Staf-
angurs. Þar voru fundarsnlir
margir, gististaður og sameigin-
legt mötuneyti.
í byrjun þingsins voru lag'ðar
fram skýrslur um ástand í áfeng-
ismálum í hinum ýmsu löndúm.
Samkvæmt þeim skýrslum um
áfengisnautn í hverju landi, virð-
ist ástandið bezt í Færeyjum,
enda er þar engin áfengisverzlun
og ströng ákvæði um áfengiskaup
frá Danmörku. En í hinum
Norðurlöndunum er neyzlan,
miðað við 100% áfengi, eftirfar-
andi: Finnland 1,62 lítr., ísland
1,78 lítr., Noregur 2,32 lítr., Sví-
þjóð 3,70 lítr. og Danmörk 4,70
lítr á hvem íbúa. Af þessum töl-
um má sjá, að nú er ísland ekki
lengur lægst í þessu efni eins og
verið hefur. Finnland hefur þar
unnið heiðurssætið af okkur. En
öflug bindindisstarfsemi í Finn-
landi mun hafa hjálpað þeim að
ná því marki.
Mikið var kvartað yfir öl-
drykkjunni bæði í Noregi og
Danmörku, og erum við sælir,
meðan við erum lausir við áfenga
ölið. í Nöregi er öl allt að 7% að
styrkleika og drekkur afbrota-
æskan norska þetta öl, og fram-
kvæmir svo alls konar skemmd-
arverk í ölæði í bæjunum eins og
sézt hefur í norskum blöðum.
En hvað var svo gert á þessu
þingi?
Auðvitað fóru þarna fram al-
mennar umræður og flutt voru
sérstök erindi um ýmisleg efni
áfengisvarnanna. Einn daginn
voru sýndar nýjustu kvikmyndir,
sem gerðar hafa verið til bind-
indisfræðslu. En auk þess skiptir
þingið sér alltaf í starfshópa, þar
sem rædd eru ýmis af þessum
málum. Eru umræður í þessum
hópum oft skemmtilegar og frjáls
mannlegar, þar sem hver skýrir
frá reynslu í sínu landi. Sat eg
þar sex slíka fundi um bindindis-
fræðslu í skólum og bar þar
margt á góma. Af viðfangsefnum
þessara starfshópa má nefna:
Umferðamálin, drykkjumanna-
hæli, bindindisfræðsla í skól-
um, fræðslustarfsemi um áfeng-
ismálin, skemmtanalífið, bind-
indishótel og veitingahús, vís-
indalegar rannsóknir um áhrif
áfengis o. fl. Þá höfðu konur, sem
mættar voru á þinginu, sérstaka
umræðufundi. Einnig voru sér-
stakir fundir, þar sem áfengis-
málið var rætt frá kristilegu
sjónarmiði.
Einhver merkustu erindin, sem
flutt voru á þinginu, voru: Um
áfengisrannsóknir og niðurstöður
þeirra, flutningsmaður prófessor
Leonard Goldberg frá Svíþjóð.
En Manfred Björkquist biskup
frá Svíþjóð ræddi um siðgæðis-
legan grundvöll bindindisstarfs-
ins og ábýrgð einstaklingsins.
Eitt fræðilegt erindi frá íslandi
var flutt á mótinu. Það flutti
Kristján Þorvarðsson, læknir, um
áfengisvarnir á íslandi. En þeir
Benedikt S. Bjarklind, stór-
templar, og Pétur Sigm-ðsson,
ritstjóri, fluttu ávörp. Héðan af
Akureyri mætti á þinginu, auk
okkar hjónanna, séra Kristján
Róbertsson.
Ymsar skemmtilegar ferðir
voru farnar í sambandi við þing-
ið. Þar á meðal ein ferð um bæ-
inn. Onnur ferð var farin á skipi
innan skerja um hina þröngu,
fögru firði Noregs. Þinginu lauk
með samsæti að „Hotel Atlan-
tic“.
Svíar buðu þinginu heim til
Svíþjóðar næst 1963. Þeir treystu
sér ekki til að hafa það að þrem
árum liðnum vregna érekstrar við
stórstúkuþing þein-a.
Er eg nú, að loknu þessu þingi,
reyni að fá yfirsýn yfir það
helzta, sem þar gerðist, þá verður
mér minnisstæðast, hve mikið
starf Norðurlandaþjóðirnarleggja
í rannsóknir til að bæta úr áfeng
isbölinu, og það margháttaða
hjálparstarf, sem rekið er vegna
þc-irra ógæfusömu manna, sem
eru á vldi áfengisins. Einnig hve
miklu er varið til fræðslustarfa í
þessu skyni.
Veður var dásamlegt alla dag-
ana, sem þingið stóð. Bær Kjel-
lands blasti við okkur í sólskini
og sumarblíðu. Noregur skartaði
í sínum fegursta búningi fyrir
okkur gestina.
Eiríkur Sigurðsson.
Umbúðir hengdar upp
Það hafði staðið yfir málverka-
sýning í hálfan mánuð í Konung-
lega listaháskólanum í Stokk-
hólmi í haust, og eitt málverkið
vakti athygli margra. Sumir
fussuðu, er þeir sáu það, en aðrir
létu hrifningu í ljós.
En svo kom málarinn sjálfur
einn daginn og rak augun í mál-
verkið. „Þetta er ekki málverk,"
sagði hann hneykslaður, „þetta er
litspjald, sem eg notaði sem um-
búðir, þegar eg var að búa um
málverkin mín til sendingar
hingað.“
Sýningarstjórinn reyndi hvað
hann gat til þess að skýra,
hvernig þessi mistök hefðu átt
sér stað.
„Við héldum, að þetta væri ný
tjáningaraðferð, og það var tals-
vert líkt hinum málverkunum
hans og alls ekkert verra en þau.“
Aukafundur Stéftarsambands
bænda mótmælir
Krefst [) ess að yfirnefnd verði gerð starfhæf og
ljiiki störfum um verðlagsmál landbímaðarins
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi:
„Aukafundur Stéttarsambands
bænda, haldinn í Reykjavík 30.
sept. 1959, mótmælir harðlega því
gerræði gagnvart bændastéttinni
að ákveða með bráðabirgðalögum
verðlag landbúnaðarvara og
svipta bændur á þann hátt lög-
vernduðum samningsrétti þeirra
og málskotsrétti til yfirdóms varð
andi kaup þeirra og kjör.
Fundurinn krefst þess, að rík-
isstjórnin hlutist íil um að yfir-
nefnd sú, sem um ræðir í 5. gr.
laga um framleiðsluráð Iandbiin-
aðarins, verði nú þegar gerð starf
hæf, svo að fundinn verði nýr
grundvöllur til að byggja verð-
lagningu á.
Fundurinn viðurkennir nauð-
syn þess, að dregið sé úr verð-
þennslu, en neitar því að það
þurfi að leiða til aukinnar verð-
bólgu, þó að bændur fái þá verð-
hækkun, sem aðrar stéttir fengu
fyrir ári, þó getur hann eftir at-
vikum fallizt á, að frestað verði
til 15. des. n.k. að láta koma til
framkvæmda þá hækkun á verði
landbúnaðaraíurða, sem bænd-
um ber til samræmis við kaup-
hækkun annarra stétta og vegna
hækkaðs reksturskostnaðar síðan
verðlag var ákveðið 15. sept.
1958. Að sjálfsögðu krefst fundur
inn þess, að bændur fái fullar
bætur frá ríkissjóði, vegna þess
mismunar á verðinu, sem frani
kann að koma við úrskurð yfir-
dóms, þann tíma, sem frcttun
verðhækkunarinnar gildir.
Verði ekki framangreindum
kröfum fundarins fullnægt, felur
fundurinn stjórnStéttarsambands
ins að undirbúa Sölústöðvun á
landbúnaðarvörum, til að mót-
mæla þeirri réttarskerðingu, sem
bændastéttin og félagssamtök
hennar eru beitt með þessum að-
gerðum og freista þess að fá
henni hrundið á þann hátt.“
Ályktun þessi hefur verið send
ríkisstjórninni.
Hæstiréttur sýknar framleiðsluráð
Hæstiréttiu- hefur kveðið upp
dóm sinn í framleiðsluráðsmálinu.
Var Framleiðsluráð landbúnað-
arins þar algerlega sýknað af
ákæru þeirri, sem reist var gegn
því fyrir að hafa lagt lítils háttar
verðjöfnunargjald á sölu kjöts
innanlands.
Niðurstaða dóms undirréttar í
Fölsun í niyndiiiii
Áður var hin svokallaða
myndasaga Morgunblaðsins gerð
að umtalsefni hér í blaðinu og
sýnt fram á hina ósvífnu blekk-
ingatilraun.
Ein myndin í þessari mynda-
sögu var af sementsverksmiðj-
unni. Morgunblaðið segir rétti-
lega frá því, að lög um sements-
verksmiðju ríkisins voru sett árið
1948. Hins hefði það átt að geta,
að það var þáverandi atvinnu-
málaráðherra, Bjarni Ásgeirsson,
sem beitti sér fyrir því máli á
Alþingi. Um sama leyti tóku
Framsóknarmenn upp og báru
fram til sigurs áburðarverk-
smiðjumálið, sem nýsköpunar-
stjórnin hafði svæft nokkrum ár-
um fyrr, undir forystu Sjálf-
stæðismanna.
Hvergi er þess getið í mynda-
sögu Morgunblaðsins, að vinstri
stjórnin hljóp undir bagga með
fiskiðjuverinu hér á Akureyri,
með því að veita því eina milljón
krónur að láni af atvinnuaukn-
ingarfé. Er það að vísu ekki frá-
sagnarverðara en margt annað,
sem sú stjórn lét gera til að auka
framkvæmdir og efla atvinnu-
vegina.
Góð auglýsing gefur góðan arð.
Auglýsið í Degi.
málinu var alveg staðfest, en
forsendum breytt lítillega.
Leiðin heim
Dag nokkurn, er rithöfundur-
inn G. K. Chesterton var að bú-
ast til ferðar að heiman, kom
vinur hans einn í heimsókn.
„Hvert er ferðinni heitið?“
spurði vinurinn.
„Til London,“ svaraði hann,
„um París, Belfort, Heidelberg
og Frankfurt.“
„Eg þarf víst ekki að segja
þér,“ sagði vinurinn, „að þú ert
í London núna.“
„Nei, það er algjör óþarfi,“
svaraði Chesterton, „og í andleg-
um skilningi er það heldur ekki
rétt. Eg get ekki séð London eða
England hér. Eg sé ekki þessar
dyr. Eg sé ekki þennan stól, því
að vaninn er orðinn að þoku fyrir
augum mér. Eg á aðeins eina leið
heim til mín aftur, og hún liggur
í gegnum einhverja aðra staði.
Aðaltilgangur ferðalagsins er
ekki að stíga fótum á framandi
grund í nýju landi, heldur sá, að
geta gengið á sinni eigin grund
eins og það væri nýtt land.“