Dagur - 03.10.1959, Side 6
6
D A G U R
Laugardaginn 3. október 1959
Frá Dóraöngli
Maður hét Theodor Hook.
Hann var enskur. rithöfundur,
glæsilegur útlits og gáfaður, en
þeir enskir bókmenntafræðingar
og sagnaritarar, sem um hann
hafa ritað, hafa verið hneykslaðir
á manninum. Hann hagaði sér
ekki eins og rithöfundar og and-
ans menn eiga að haga sér. Nei,
því var nú verr og miður. — Ro-
bin Hood er Hrói höttur. Ivanhoe
er ívar hlújárn. Theodor Hook er
Dóri öngull.
Nú eru liðin meira en 100 ár
síðan Dóri öngull var uppi, en
það, sem hér verður um hann
sagt, gerðist fyrir hálfri annarri
öld.
Dag nokkurn árið 1809 var
Dóri öngull á gangi um götur
Lundúnaborgar með vini sínum.
Þeir löbbuðu m. a. um Berners-
stræti, sem var stutt gata, þekkt
fyrir rósemd og frið. Efnað og
fínt fólk bjó þá margt við þessa
götu, af því að hún var svo róleg.
Vinur Dóra fór nú að hafa orð á
því, hve óskaplega mikil kyrrð og
ró lægi yfir þessari blessuðu
götu.
„Eg skal veðja við þig heilli
gíneu,“ sagði Dóri, „að eg skal
geta gert þessa götu alræmda og
mest umtöluðu götuna í London,
áður en vika er liðin.“
Þeir veðjuðu, og Dóri öngull
setti sérstaklega á sig eitt hús-
númer við götuna, nr. 54. Þar
bjó ráðsett ekkja, frú Totting-
ham.
Svo var það nokkrum dögum
seinna, um morgunverðarleytið,
að fuílur hestvagn af kolum
stanzaði fyrir framan hús frú
Tottingham. Á eftir kom vagn
með húsgögnum á, þar næst kom
líkvagn brunandi og á honum
tóm líkkista, en á eftir honum
komu nokkrir syi'gjendavagnar.
Þessu næst komu akandi tveir
þekktir læknar, þá komu tann-
læknir og ljósfnóðir, hvert í síh-
um sérstáka vagni. Nú var þvag-'
an orðin allmikil og allt að kom-
ast í eina kös. Ekki bætti það úr
skák, að nú kom enn einn hest-
í hálfa gátt
Alþjóðaþing lækna stendur nú
yfir í Chicago (frá 29. ágúst til 4.
sept.). Einn af þeim, sem þar
áttu að flytja erindi, var danski
prófessorinn Mogens Fog, en
hann hefði getað sparað sér und-
irbúninginn, því að honum var
neitað um vegabréfsáritun af
bandarískum yfirvöldum. Eins
fór um annan lækni danskan,
sem ætlaði vestur. Hann fékk
neitun líka.
Dönsk blöð eru ekki í neinum
vafa um orsökina. Menn þessir
voru eitt sinn kommúnistar. Þess
vegna er ekki talið óhætt að
hleypa þeim inn í landið.
Er minni hætta að hleypa inn í
landið mönnum, sem eru komm-
únistar (t. d. Krústjov o. fl.)
heldur en þeim, sem liafa verið
það?
Þetta góða land er opið í hálfa
gátt. Það er alltaf leiðinlegt, þeg-
ar góðvinir gera sig hlægilega.
vagn brunandi, og á honum var
pípuorgel, og sex menn fylgdu til
þess að bera það inn. Svo kom
kerra með nokkrum ölkútum á,
því næst full kerra af kartöflum,
svo komu úrsmiðir, vefarar, sæl-
gætissalar, parrukgerðarmenn,
gleraugnasalar og fornsalar, og
voru allir með sýnishorn af vör-
um sínum meðferðis. Einnig
komu askvaðandi ökumenn,
þjónar, vinnustúlkur og hjúkr-
unarkonur, og allt var þetta fólk
að leita eftir atvinnu. Að lokum
komu svo glæsilegustu vagnarn-
ir. í einum var bankastjóri Eng-
landsbanka, í öðrum erkibiskup-
inn af Kantaraborg, í þeim þriðja
var formaður Indverska verzlun-
arfélagsins, í þeim fjórða yfir-
dómari Bretaveldis, í þeim
fimmta var hertoginn af Glou-
cester, og að lokum kom svo
borgarstjóri Lundúnaborgar.
Bernersstræti var nú orðin
ein iðandi kös. Kerrur og vagnar
rákust á og festust saman, hestar
hneggjuðu og brutust um, og
verzlunarmennirnir kveinuðu og
skömmuðust. Nokkrir vagnar
ultu um koll og innihaldið
tvístraðist um götuna, sumir
höfðingjarnir fengu óþvegin orð
í eyra. Það var stjakað við þeim
og þeir voru móðgaðir, en í gisti-
húsherbergi við strætið, beint á
móti húsi frú Tottingham, sátu
Dóri öngull og vinur hans og
horfðu út um gluggann á öll
ósköpin. Þeim skemmtu sér kon-
unglega. Og djöfulgangurinn hélt
áfram þarna á götunni allan dag-
inn og fram á kvöld. Er dimma
tók, læddist Dóri öngull út úr
gistihúsinu og burt úr borginni.
Hann var í felum úti á landi lengi
á eftir, eða þangað til fór að
firnast dálítið yfir hneykslið, og
reiði almennings var tekin að
minnka.
Þannig stóð á öllu þessu, að
Dórí öngull hafði skrif&ð mörg
hundruð bréf í nafni’frú Totting-
ham.
En hvernig gat hann gabbað
höfðingjana? Jú, hann hafði látið
í það skína í bréfunum til þeirra,
að ekkjan í Bernersstræti ætlaði
að fara að gera erfðaskrá sína.
Rithöfundurinn og glæsimenn-
ið — þeir eru gleymdir, en marg-
ir kannast við Dóra öngul enn
þann dag í dag, og það gerir
hrekkurinn, sem talinn er einn
hinn stórkostlegasti sinnar teg-
undar í heimi hér.
Heimili og skóli,
Nýlega er komið 3.—4. hefti
þessa tímarits um uppeldismál.
Þar er birt útvarpserindi Hann-
esar J. Magnússonar skólastjóra,
sem hann nefnir Að hverfa í
múginn, og Hannes minnist
Snorra Sigfússonar 75 ára. Þarna
er og erindi Olafs Gunnarsson-
ar sálfræðings um starfsfræðslu í
skólum og þýdd grein er nefnist
Hvers megum við vænta af börn
um á mismunandi æviskeiði eftir
Áse Gruda Skard, ýmislegt frá
Barnaskólanum á Akureyri,
þýddar greinar, brot úr skóla-
slitaræðu H. J. M. og margt
fleira.
STULK4
óskast í vist nú þegar eða
seinna.
Uppl. í síma 1232.
Gunnlaug Thorarensen.
Véla- og raffækjasalan h.f.
Strandgötu 6.
Sími 1253
Vönduð heimilistæki:
Ryksuga,
sem einnig er hægt að breyta
í bónvél og hárþurrku.
Þvottavélar
Hringofnar, 3 gerðir
Straujárn, 3 gerðir
Hraðsuðupönnur
Hraðsuðukatlar
1500 tv. og 2000 w.
Hraðsuðukönnur,
tvær gerðir.
Brauðristar,
tvær gerðir.
Suðuplötur,
1 og 2 hellur.
Tökum á móti pöntunum í
Húsquarna eldavélar
og bakarofna
(til nýbygginga)
r
Teikni og skrifborðs-
lamparnir
margeftirspurðu,
loksins komnir.
Nýkomið: Pottar og
pönnur, nýjasta tizka
Véla- og raffækjasalan h.f.
Strandgötu 6.
Sími 1253
Seljum
GÓÐA STIGAPOKA
hentuga undir
KARTÖFLUR.
Kr. 3.00 stk.
Kaffibrennsla Ak.
Bæjarbúar og nær-
sveitarmenn!
Munið hina árlegu bókaviku
okkar, sem liefst laugardaginn
3. okt. — Mörg hundruð bóka
og rita á boðstóluin.
Eitthvað fyrir alla.
Vinsamlegast lítið inn
til okkar.
Bókaverzl. Edda h.f.
Strandgötu 19.
SÍBS SÍBS
Munið berklavamadaginn!
Laugardagurinn 3. október:
DANSLEIKUR í Alþýðuhúsinu. — Aðgöngumið-
ar seldir frá kl. 8.
DANSLEIKUR að Freyvangi kl. 10 e. h. — Sæta-
ferðir frá Ferðaskrifstofunni.
NÝJA BÍÓ kl. 3, 5 og 9. — Sjá Bíóauglýsingar.
Sunnudagurinn 4. október:
NÝJA BÍÓ kl. 3, 5 og 9. — Sjá Bíóaglýsingar.
BORGARBÍÓ kl. 9.
Seld verða merki og blöð dagsins.
Félagið Berklavörn, Akureyri
SLÁTURSALA KEA
hefur sfma 1556
m
OG
VEX
Sá lilýtur viðskiptin, sem athygli vekur á þeim.
Það borgar sig að auglýsa í Degi - Sími 1166
Ullargarn
innlent og erlent.
Ullarband
Lopi
Fjölbreytt úrval.
VEFNAÐARVORUDEILD