Dagur - 24.10.1959, Síða 6

Dagur - 24.10.1959, Síða 6
6 D A G U K Laugardaginn 24. október 1959 - Samvinnufélögin njóta ekki skattfríðinda Framhald af 5. síðu. hafa hjá öllum þessum fyrir- tækjum samvinnumanna og enn fleiri, sem hér eru ekki upp talin. Greiða verulegan hluta útsvaranna Sannleikurinn er sá og óhrekj- andi með öllu, að fyrirtæki sam- vinnumanna og starfsfólk þeirra greiða verulegan hluta allra út- svara á Akureyri og hafa lengi gert og njóta engra skattfríðinda eða hlunninda, annarra en þeirra, sem hið hagfellda og rétt- láta rekstrarform samvinnu- stefnunnar veitir þeim. En þetta rekstrarform stendur öllunt opið. Það er engin einka- eign eins eða neins. Kaupmenn geta tekið það upp í sinunt verzl- unarrekstri ef þeir vilja og eru þá kontnir undir sömu lög — og njóta þá visstilega allra ,,frið- indanna', sem þeir stagast á. Stofnsjóður og kaup- mannsgróði. í hyldýpi vanþekkingarinnar, stumrar ritstjóri „íslendings" því upp, að fólkið sem flýr Akureyri vegna hárra skatta, fari flest með léttan mal, Um það segir hann: „Einhverjir kunna þó að fá stofnsjóðsinnstæðu sína hjá sam- vinnufélaginu greidda og flytja hana með sér, og flyzt hún þá burtu úr héraðinu. . . . “ Auðvit- að gengur Sjálfstæðismönnum illa að skilja það, að fólk geti átt stofnsjóð hjá verzlunarfyrirtæki, sem það getur, þegar viðskiptum lýkur, fengið útborgaðan með vöxtum og vaxtavöxtum. Kaup- menn ávaxta ekki varasjóði fyrir viðskiptamenn sína, heldur stinga þeir verzlunarhagnaðinum í sinn vasa. Hversvegna afþakka sjálfs tæðismenn hlunnindin? En varasjóð samvinnufélaga og aðra óskiptanlega sameignar- sjóði má ekki greiða út, ekki heldur þótt samvinnufélagið sé lagt niður, því að þá eru þeir al- menningseign, unz nýtt sam- vinnufélag tekur til starfa á fé- lagssvæðinu. Eignamyndun sam- vinnufélaga er því allt önnur en gróðafélaga. — Ef Sjálfstæðis- menn telja, að athuguðu máli, samvinnufélögin njóta einhverra hlunninda, svo sem þau halda fram órökstutt í áróðurskrafti endurtekningarinnar. — Hvers Saga af Mark Twain Mark Tvvain var á fyrirlestra- ferð um Evrópu, og þá kom upp sá kvittur í bandarískum blöð- um, að hann væri dáinn. Nokkrir vinir hans sendu strax skeyti til bústaðar hans í London til þess að vita um sannleiksgildi þess- ara fregna. Mark Twain símsendi sjálfur svarið: — Fregnirnar um dauða minn eru mjög ýktar. vegna breyta þeir ekki gróðafé- lögum sínum í samvinnufélög til þess að öðlast hin miklu „sér- réttindi“ og „hlunnindi“, sem þeir stagast á? Og hvers vegna lætur kaup- maðurinn ekki verzlunargróðann renna til viðskiptamanna sinna til þess að hann komist undir sömu lög og samvinnufélög? Þá nytu þeir hlunnindanna marg- umtöluðu. Fólkið, sem borgar tvisvar. Ritstjórinn sér mennina, sem fá greiddan stofnsjóð sinn hjá samvinnufélaginu, og hann sér meira að segja þennan fjársjóð burtu fluttan. Hins vegar sér hann ekki Kristján Kristjánsson, Guðmund Jörundsson, Bernharð Laxdal, svo að dæmi séu nefnd, flytja suður með samansafnaðan gróða sinn af margra ára starfi, sem mörgum milljónum nemur. Hann skilur ekki, að eignir þess- ara manna hér á staðnum, sem keyptar verða af bænum eða einstaklingum, þarf fólkið að borga tvisvar sinnum fullu verði. Þannig getur þetta gengið koll af kolli. Reginmunur. Ekki virðist marghrösull og oftnefndur íhaldsritstjóri hafa neinar áhyggjur af þessum fjár- magnsflutningum. í þessu sam- bandi er rétt að taka fram, að brottflutningur þessara nefndu Akureyringa til Reykjavíkur er ekki brotlegt athæfi, fremur en fyrirtæki þeirra hér á Akureyri, öðru nær. En einmitt þessi dæmi sýna glögglega þann mikla mun á einstaklingsrekstri og samvinnu- félagi, og að það er hverjum stað hið mesta happ að hafa sam- vinnufélag. Samkvæmt lögum gptur t. d. KEA‘ ekki eða önnur, t I < : ■ I i' ' sámvinnufélög haft sama hátt á. Eignir samvinnufélaga eru stað- bundnar á félagssvæðinu sam- kvæmt lögum. Þetta er regin- munur og þarf ekki mörg orð um. „Fólkið stynur.“ Ekki er það nýlunda eða sér- stakt fyrirbæri hér á Akureyri, að fólk stynji undan útsvörum og öllum opinberum gjöldum. Sann- leikurinn er sá, að flestum finnst of hátt á sig lagt. Hins vegar finnst fæstum nóg fyrir sig gert af hálfu samfélagsins. En einmitt í þessum harmtölum er hand- hægt fyrir rógbera að slá því fram órökstuddu, að þetta sé því að kenna að samvinnufélag njóti skattfríðindi á kostnað almenn- ings. Þegar rökin skortir eru ósannindin og rógurinn endur- tekin því meira. Óhætt er að fullyrða það, og undirstrika það alveg sérstaklega, að kaupfélög- um landsins er ekkert hlíft í álögum, ekki heldur hér á Akur- eyri. Á þau er lagt svo sem landslög framast leyfa og vel það, t. d. hér á Akureyri. Yrði það léttir? Hér á Akureyri gjalda fyrir- tæki samvinnumanna feikna há útsvör samanlagt, svo sem áður er að vikið. Kannski heldur ritstj. „íslend- ings“, að það létti á útsvörum bæjarbúa, ef nokkrir kaupmenn tækju við KEA. Ólíklegt er, að svo myndi verða. Annars gæti það verið bæði til fróðleiks og skemmtunar, að svara árásum Sjálfstæðismanna á samvinnufé- lögin, með því að gera kaup- mannastéttina sérstaklega að umtalsefni. Það væri um auðug- an garð að gresja til frásagnar, ef svarað væri í sömu mynt, ekki sízt í útsvarsmálum og skattamálum almennt og fram- tölum þeirra til skatts. Hann lokar augunum. Það mun næsta erfitt hér á Akureyri að loka augum fyrir hinum mörgu, nauðsynlegu fram kvæmdum samvinnumanna, þótt íhaldið reyni að kreista þau aft- ur og láta svo sem það sjái ekki. Mörg hundruð manns vinna við iðnað samvinnumanna og verzl- un hér í bæ. Vandséð er, hvað við tæki, ef íhaldið mætti ráða. Og hver vill trúa því að sam- vinnustarfið hér á Akureyri sé ekki lyftistöng fyrir bæ og hér- að? AUSTIN 12, 5 manna, til sölu. Uppl. i sima 2141. Höfum aftur fengið hina eftirspurðu SVEFNSÓFA eins og tveggja manna. .Enn'fremur ,,, ARMSTÓLA Húsgagnaverzlunin KJARNI H.F. Skipagötu 13. — Sími 2043. HANDA BÖRNUNUM: FLAUEL i jólafötin Hvítir HÁLFSOKKAR og LEISTAR EINNIG LOÐKRAGAEFNI Póstsendum. VEKZLUN RAGNHEIÐAR O. BJÖRNSSON LJÓSASTOFA Rauða-krossins Hafnarstræti 100 er tekin til starfa. — Opin alla virka daga frá kl. 4—6 e. h. — Sími 1402. FYLGIZT MEÐ NÝJUNGUNUM ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT á karla ; konur og börn. HEKLA HVITT TAFT KJÓLAEFNI í miklu úrvali. Gluggatjaldaefni Ný sending. VERZLUNIN LONDON Tapað BÆNDUR! Eigum nokkur stk. af ROTHO 30 lítra stál- mjólkurflutningafötum. Vestur-þýzk framleiðsla. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. HAGLABYSSUR aðeins kr. 950.00 stk. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. H jólbarðar fyrir Ferguson dráttarvélar 1300x28 eru konrnir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst, annars seldir öðrum. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Garðslátfuvélar eru komnar. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEELD Kvenarmbandsúr (stál) tap aðist 20. þ. m. í Skólastígn- um á leið frá Barnaskólan- um að Heimavist M. A. — Vinsamlegast skilist gegn fundarlaunum í Hlíðarg. 9. Dráttarkrókar fyrir Fergusón 35, nýkomnir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. VÉLA- OG BÚ SÁH ALD ADEELD Við höfum takmarkað- ar birgðir af í eftirtöldum stærðum: 560 - 13 640 - 13 ! —o— 670 - 15 710-15 '1 —o— 550/590 - 16 . 750 - 16 - I —o— i 1000-18 1 . i —o— 650 - 20 I 700 - 20 750 - 20 825 - 20 1 900 - 20 1000 - 20 ! VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.