Dagur - 29.10.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 29.10.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 29. október 1959 Úrslitin í Alþiiigiskosningunum sl. sunnud., 25 okt. Hér fara á eftir úrslit í einstökum kjördæmum, í sviga eru atkvæðatölurnar frá Alþingiskosningunum í sumar N orðurlandsk j ördæmi eystra A-listi B-listi D-listi F-listi G-listi 1046 ( 863) 4168 (4696) 2643 (2621) 340 ( 140) 1373 (1262) Á kjörskrá voru 11081. At- kvæði greiddu 9698 eða 87.5%. Auðir seðlar voru 98, ógildir 30. Þingmenn: Aí B-lista: Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson, Garðar Halldórsson. Aí D-lista: Jónas G. Rafnar, Magnús Jónsson. Af G-lista: Björn Jónsson. , Austurlandskjördæmi A-iisti B-listi D-listi G-listi 215 ( 194) 2920 (3011) 1129 (1091) 989 ( 893) Á kjörskrá voru 5883. Atkvæði greiddu 5339 eða 90,8%. Auðir seðlar voru 57, ógildir 29. Þ i n g m e n n : Af B-lista: Eysteinn Jónsson, Ilalldór Ásgrímsson, Páll Þorsteinsson. Af D-lista: Jónas Pétursson. Af G-lista: Lúðvík Jósefsson. Su ðu r landsk j ördæm i A-listi B-listi D-listi G-]isti 691 ( 536) 2810 (2948) 3234 (3299) 1053 ( 897) Á kjörskrá .voru, 8608, en at- kvæði greiddu 7948 eða 92,3%. Auðir seðlar voru 139, ógildir 21. Þingmenn: Af B-lista: Ágúst Þorvaldsson, Björn Björnsson. Af D-lista: Ingólfur Jónsson, Guðlaugur Gíslason, Sigurður Óli Ólafsson. Af G-lista: Karl Guðjónsson. R eyk j anesk jördæmi A-]isti B-listi •D-listi F-listi G-listi 2911 (2599) 1760 (1519) 4338 (4813) 295 ( 200) 1703 (1736) Á kjörskrá voru 12300. At- kvæði greiddu 11172 eða 90,8%. Auðir seðlar voru 145, ógildir 20. Þ i n g m c n n : Af A-lista: Emil Jónsson. Af B-]ista: Jón Skaftason. Af D-lista: Ólafur Thors, Matthías Á. Mathíesen. Af G-lista: Finnbogi R. Valdimarsson Reykjavík A-listi 5946 ( 4701) B-listi 4100 ( 4446) D-listi 16474 (17943) F-listi 2247 engan kjör. G-listi 6543 ( 6598) Á kjörskrá voru 39988, en 35799 kusu eða 89,5%. Auðir seðlar voru 419, ógildir 70. Þingmenn: Af A-lista: Gylfi Þ. Gíslason, Eggert Þorsteinsson. Af B-lista: Þórarinn Þórarinsson. Af D-lista: Bjarni Benediktsson, Auður Auðuns, Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen, Ragnhildur Helgadóttir, Ólafur Björnsson, Pétur Sigurðsson. Af G-lista: Einar Olgeirsson, Alfreð Gíslason. Vesturlandsk jördæmi A-listi B-listi D-listi G-listi 926 ( 700) 2236 (2283) 2123 (2335) 686 ( 542) Á kjörskrá voru 6508. Atkvæði greiddu 6066 eða 93,2%. Auðir seðlar voru 81, ógildir 15. Þ i n g m e n n : Af A-lista: Bencdikt Gröndal. Af B-lista: Ásgeir Bjarnason, Halldór E. Sigurðsson. Af D-lista: Sigurður Ágústsson, Jón Árnason. Ves tfj arðak j ördæmi A-listi B-listi 680 ( 597) 1744 (1897) VATNIÐ Bandaríska flugvélaskipið Princeton var nýlega á siglingu í Suðurhöfum, og vatnsnotkunin var orðin svo mikil hjá skipverj- um, að eimingaráhöld skipsins höfðu ekki undan. Aðstoðarfor- ingi- skipsins reyndi hvað hann gat til þess að fá menn til þess að spara vatnið, og meðal annars bætti hann þessum upplýsingum við dagskipunina: „Þegar hið ágæta eftirlætis- skip bandaríska flolans, Consti- tution, fór í 6 mánaða siglingu árð 1779, þá tók það með sér 184.000 lítra af fersku vatni handa 475 manna áhöfn. Þetta vatnsmagn nægði allan tímann,, og skipið hafði engin eimingar- tæki meðferðis.“ Þessar upplýsingar sjóliðsfor- ingjans voru birtar næsta dag í dagblaði skipsins, en blaðið fræddi lesendur sína enn meira um ferðalag hins forna skips. — Þessi sögulegi fróðleikur stóð í blaðinu, neðan við dagskipun og upplýsingar sjóliðsforingjans: „Hinn 23. ág. 1779 vatt Constitution upp segl og sigldi úr höfn í Boston. Skipið hafði innanborðs 475 liðsforingja og sjóliða, 184.000 lítra af fersku vatni, 7400 fallbyssukúlur, 10520 pund af púðri og 300500 lítra af rommi. Ætlunin var að ráðast á og sökkva eins mörgum brezkum herskipum og unnt væri. Þann 6. okt. var komið við á Jamaica og tekin þar 750 pund af mjöli og 258500 lítrar af rommi. Því næst var siglt til Azóreyja, og þangað var komið 12. nóv. Þar tók skipið 500 pund af kjöti og 243400 lítra af portvíni. Þann 18. nóv. var haldið úr höfn og stefnt til Englands. Á næstu vikum eyðilagði Constitution og sökkti 5 enskum herskipum. Auk þess voru tekin herfangi 12 ensk kaupför. Þeim var öllum sökkt, og engu bjargað úr þeim nema romminu, sem í þeim fannst. Þann 27. janúar var ekki leng- ur til neitt púður um borð, ekki heldur neinar fallbyssukúlur. Hið óvopnaða skip fór nú ránsferð að næturlagi upp Clydefljótið. Nokkrir menn voru settir í land, og tóku þeir viskí- verksmiðju með skyndiáhlaupi. Þaðan voru fluttir um borð um nóttina 151400 lítrar af viskí, og í dögun var siglt af stað heim. Hið ágæta skip Constitution sigldi inn í höfnna í Boston þann 20.' febrúar 1780 — án púðurs og skotfæra. Þá var enginn matur, lengur til um borð,'ekkert'rómtn; ekkert viskí, en 184000 lítrar af fúlu vatni voru í vatnsgeymun- Rauðblesótt hryssa, ca. 2ja vetra, er í óskilum á Steinkirkju í Fnjóskadal. — Réttur eigandi gefi sig fram strax. Ingólfur Hallsson. D-listi G-listi 1957 (2091) 658 ( 407) Á kjörskrá voru 5712, en at- kvæði greiddu 5145 (auðir og ógildir?) Þingmenn: Af A-lista: Birgir Finnsson. Af B-lista: Hermann Jónasson, Sigurvin Einarsson. Af D-lista: Kjartan Jóhannsson, Gísli Jónsson. FEKK BYSSUHÖGL í MAGANN Austurrískur maður varð fyrir voðaskoti á Grænlandi - Græddur á íslandi Fyrir þrem vikum var hingað til lands fluttur austurrískur námamaðum frá Meistaravík á Grænlandi, sár og illa haldinn. Hann varð fyrir slysaskoti á veiðum. Lentu högl í andlit hans og einnig í maga. Nú er maður þessi að verða gróinn sára sinna í sjúkrahúsi í Reykjavík, og má segja að vegir manna liggi vitt og margt hendi. N orðurlandsk j ördæmi vestra A-listi B-]isti D-listi G-listi ’ 495 ( 442) 2146 (2261) 1900 (1836) 616 ( 594) Á kjörskrá voru 5834, en at- kvæði greiddu 5258 eða 90,1%. Auðir seðlar voru 83 og ógild- ir 18. Þingmenn: Af B-lista: Skúli Guðmundsson, Ólafur Jóhannesson, Björn Pálsson. Af D-lista: Séra Gunnar Gíslason, Einar Ingimundarson. UPPBÓTARÞINGSÆTI HLUTU: Af A-lista: Sigurður Ingimundarson, Guðm. í. Guðmundsson, Friðjón Skarphéðinsson, Jón Þorsteinsson. Af D-lista: Birgir Kjaran, Alfreð Gíslason, Bjartmar Guðmundsson. Af G-lista: Eðvarð Sigurðsson, Hannibal Valdimarsson, Geir Gunnarsson, Gunnar Jóhannsson . Hið þögla foréæmi Sænskur prófessor, að nafni Gunnar Dahlberg, sem rannsak- að hefur drykkjusiði í Svíþjóð og afleiðingar þeirra á ýmsum svið- um, heldur því fram, að í hverj- um 30 drengja bekk verði að jafnaði 3 drykkjumenn, ef þeir lifa það að verða 50—-55 ára, og að 7—8 af þessum '30 drerigja hópi hljóti að minnsta kosti einu sinni dóm fyrir brot af völdum áfengisneyzlu, ef drykkjusiðir þjóðarinnar haldast óbreyttir. Ætli þetta sé þá ekki eitthvað svipað í öðrum löndum? Og hverjir verða þá þessir þrír drengir úr hverjum 30 drengja bekk? Því getur enginn svarað. En ef við eigum að bjarga þess- um þremur drengjum áður en í óefni er komið, . er .ekkert ráð cins öruggt og fordæmið. Venj- urnar á hverju heimili. Gott for- dæmi er vænlegra til góðra áhrifa en öll fræðsla, allar pré- dikanir og allar viðvaranir. Þög- ult fordæmi, og þá einkum í heimilunum, er öi'yggisráðstöfun í fyrstu röð. Hvers vegna skyldu ekki börn, sem alast upp við áfengis- og tó- baksnautn, temja sér þessa siði, er þau vaxa? Ekkert er eðlilegra. 27 af hverjum 30 börnum komast kannski frá því slysalaust, eða slysalítið. En hverjir verða hinir þrír? Vilja nokkrir foreldrar, að það verði þeirra börn? Ffá Áfengisvarnanefnd Akureyrar. Að Rcykjahlíð í Mývatnssveit er risið sveitaþorp, Þar cru tvö hótel, verzlun^- verið er að endurbyggja Reykjahlíðarkirkju. (Ljósm. E.D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.