Dagur - 29.10.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
i hér í kringum okkur.
KaupiÖ Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 4. nóvember.
XLII. árg.
'Akureyri, fimmtudaginn 29. októbcr 1959
60. thl.
PAI
IF
Héiídaratkvæðatölur sýna eftirfarandi:
ALÞÝBUFLOKKURINN fékk 12.910 atkv. og 5 menn
kjörna og 4 uppbótarþingsæti. Hann hlaut 15,2% atkvæða,
eða 2,8% meira en í vör.
FRAMSÓKNARFLQKKURINN fékk 2-1.884 atkv. og 17
þingmenn kjördæmakjörna. Hann hlaut 25,7% atkvæða, eða
1,6% niinna en í kosningunum í vor.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fékk 33798 atkvæði og
21 þingmann kjörinn og 3 uppbótarþingsæti. Samtals 24 'al-
þingsmenn. Hann hlaut 39,7% atkvæða, og er það 2,9%
minna atkvæðamagn en í vorkosningunum.
ÞJÓÐVARNARFLQKKURINN fékk 2882 atkvæði og
engan mann kjörinn. Hann jók fylgi sitt um 0,9%.
ALÞÝÐUBANDALAGID fékk 13.621 atkvæði og 6 menn
kjörna og fær auk þess 4 uppbótarþingsæti. Samtals 10 al-
þingismenn. Hann hlaut 16% atkvæða, og er það 0,7%
meira en í vor.
Nýafstaðnar kosningar eru að því leyti merkilegar, áð nú
var í fyrsta sinni kosið til Alþingis eftir hina miklu breytingu
kjördæmaskipunárihnar, sem gerð var í vetur og endanlega
var samþykkt á sumaiþnginu.
Kjördæmi landsins eru nú aðeins 7 utan Reykjavíkur og
þingmenn 60 talsins, þar af 49 kjördæmakosnir en 11 uppbót>
arþingmenn til jöfnunar.
Kosningarnar leiða það ótvírætt í ljós, að Sjálfstæðisflokk-
urinn er að tapa í höfuðvígi sínu, Reykjavík. Þar hefur flokk-
urinn tapað 3500 atkræðum frá bæjarstjórnarkosningunum
1958. — Augljost er það einnig, að aðalmarkmið þríflokk-
anna með kjördæmabreytingunni, að „lækka gengi Fram-
sóknarflokksins", hefur mistekist. Framsóknarflokkurinn
heldur mestum hluta hinnar gífurlegu fylgisaukningar frá
kosningunum í vor.
Nýi leikskólinn á Oddeyri. — CLjósmynd: E. D.).
vigöor a
Hlaut nafnin Iðavöllur - Barnaverndarfélag
Akureyrarkaupstaðar hratt málinu fram
Theodór Daníelsson
flytur ræðu við vígslu skólans.
Síldarmerkingar á
Fyrsta merking ungsíldar hér við land - Liður í
rannsókn til undirbúnings niðursuðuverksmiðju
í gær var unnið að síldar-
menkingum á Akureyrarpolli.
Jakob Jakobsson fiskifræðing-
ur kom hingað norður og sá
um merkingarnar. Hann og
aðstoðarmenn hans fengu til
þessa, mckorbátinn Björgvin
og Nótabrúk Kristjáns Jóns-
sonar en voru ekki komnir að
landi þegar gengið var £tá
blaðinu í gær.
Éins og kunnugt er, virðist
kominn einhver skriður á
rannsókn n iður suð u verksm.
málsins og'eru þess'ay síldav-
merkingar einn liður þeirra.
En grundvöllur þessa iðnaðar
hér, er að sjálfsögðu síldin
sjálf. Kn mikið smásíldai-
magn lieí'ur verið hér á Poll-
inum og Eyjafirði um fjölda
ára en hefur lítið verið hag-
nýtt. Nú átti að merkja milli-
síld eða síld af stærðinni 20—
25 sm, nokkur þúsund. Þessi
síld er á öðru og þriðja ári.
En síldin, sem veiðist á sum-
arvertíðinni hér nyrðra er 5—
10 ára gömul.
Nú á að fást úr því skorið,
hvað verður um síldina, sem
hér elst upp en hverfur síðan.
Talið er, að síldarseyðin ber-
ist hingað í'rá Suðurströnd-
inni tveggja eða þriggja mán-
aða gömul en klekist ekki út
hér í firðinum. En hér elst
hún upp þar til hún er
Iveggja til þriggja ára. Hér er
mikil uppeldisstöð íyrir síld-
ina og þárf að sjálfsögðu að
athuga, hvort það hafi eyð-
andi áhrii á síldarstoí'ninn, að
veiða nokkurt magn sm;ísíld-
arinnar árlega. Þyki smásíld-
arveiðar ekki rányrkja, er
sjálísagt að reyna að hagnýta
h.ana á arðbærari hátt en
þann, að vinna úr henni mjöl
og lýsi.
Síldarmerkingar þær, sem
hér eru framkvæmdar, eru
enn fremur merkilegar að
því leyti, að svo ung síld hef-
ur ekki áður verið merkt hér
•við land. En ekki er talið gjör
legt að merkja hana yngri en
nu er gert.
Háskólinn settur
Háskóli Islands var settur
fyrsta vetrardag. Þorkell jó-
hannesson háskólarektor ílutti
setnin»arræðuna, Þorsteinn
Hannessnn söng einsöng og
Dómkirkjukórinn söng. Að
þessu sinni innrituðust 198
ftúdentar. En alls eru 763
stúdentar við nám í Háskól-
anura í vetur.
Haustmót Skákfélagsins
hefst á sunnudaginn kl. 1.30
í Gildaskála KEA. »
Á opnu svæði norðan við
Gránufélagsgötú er hús það risið
af grunni, sem vígt var fyrsta
vetrardag mcð hátíðlegri athöfn,
heitir Iðavöllur og er leikskóli
fyrir börn.
Þar var gestkvæmt við vígsl-
una, fánar dregnir að hún og eng-
um duldist, að hér var merkum
áfanga náð í þjónustu við æsku
bæjarins.
Theodór Daníelsson kennari og
formaður Barnaverndarfélags Ak-
ureyrar flutti fróðlega ræðu við
þetta tækifæri. Hann gat þess m.
a. að Barnaverndarfélag Akureyr-
ar hefði verið stofnað 1950 og
fyrstu sjórn þess skipað: Eiríki
Sigurðssyni, form., Hannesi J.
Magnússyni, Jóni J. Þorsteins-
syni, Pétri Sigurgeirssyni og
Elísabetu Eiríksdóttur. En for
mannaskipti urðu í fyrra, er Eirík
ur baðst undan endurkosningu, en
við tók núverandi formaður, Theo
dór Daníelsson. En markmið fé-
lagsins frá upphafi var, aS vinna
að abnennri barnavernd.
Félag þetta hóf þegar fjársöfn
un, sem varð grundvöllur að hús
byggingunni með aðstoð bæjar og
ríkis. Þessi nýi leikskóli á ao geta
tekið um 60 börn. Jón Ágústsson
gerði teikninguna. Ágúst Jónsson
byggði húsið. Raflögn annaðist
Rafcrka, en málningu Barði
Brynjólfsson og Björgvin Jónsson.
Húsið mun kosta nálægt hálfii
milljón króna og skuldar félagið
um helming þeirrar upphæöar.
Hannes J. Magnússon og Sól-
veig Einarsdóttir, kona hans,
færSu félaginu peningagjöf til
minningar um dóttur sína á stofn-
fundi þess. Góðtemplarareglan,
Lionsklúbbur og Sjöfn gáfu gjafir.
Ennfremur barst leikskólanum
gestabók frá Júdit Jónsbjörnsdótt-
ur og fáni frá Björgvin Jónssyni
og Laufeyju Sigurðardóttur.
Mánaðargjald fyrir börn, sem
dvelja að Iðavöllum kl. 1—6
verður kr. 290, en 170 krónur fyr-
ir þau, sem dvelja þar kl. 9—12
fyrir hádegi.
Forstöðukona hins nýja skóla
er Theodóra Daníelsdóttir.
Að ræðu Theodórs lokinni söng
Kirkjukór Akureyrar sálm undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar, en að
því loknu vígði séra Pétur Sigur-
geirsson leikskólann, lýsti nafni
hans og blessaði Iðavöll.
Kirkjukórinn söng að lokinni
vígslu, en þá tók Magnús E. Guð-
jónsson bæjarstjóri til máls, og
árnaði skólanum allra heilla. Að
síðustu var þjóðsöngurinn sunginn
og hafði þessi athöfn farið fram
með virðuleik.
Iðavöllur er einnar hæðar hús
úr timbri með 185 m'- gólffleti.
Gólf eru korklögð. Tvær leikstof-
ur eru í hvorum enda hússins eða
fjórar samtaís. Auk þess er her-
bergi forstöðukonu, afgreiðsluher-
bergi, fjögur snyrtiherbergi,
geymsluklefar og rúmgott and-
dyri. — Blaðið árnar Iðavelli
allra heilla.
VERÐUR B0RAÐ?
Stjórn Síldarverksmiðja rík-
isins á Si«'luiirði heíur sam-
þykkt að bjóða Sighdjarðar-
kaupstað sanrvinnu við borun
eftir heitu vatni í landi bæjar-
ins. í samþykktinni segir, að'
vatnið yrði nýtt til hitunar
íbúðarhúsa og í þágu sildar-
iðnaðarins, ef rannsi')kn leiði
í Ijós, að unnt sé að ná heitu
vatni til þessara nota.