Dagur - 05.12.1959, Side 1

Dagur - 05.12.1959, Side 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út fimmtudag- inn 10. desember. XLII. árg. Akureyri, laugardaginn 5. desember 1959 67. tbl. Raddirnar, sem hverfa En segulböndin geta geymt þær um ókominn tíma Daglega erum við „að brjóta óg týna“ og það er fleira en barnaleikföng og gullastokkar, sem glatast. Of seint sjáum við stundum, að það gleymdist að taka mynd af afa og ömmu, þrátt Jyrir allar myndavélarnar og svpmót þeirra er hvergi til nema í mininngu næstu afkomenda. Ekkert félag, ekki einu sinni bæjarfélagið, hefur verið svo stórhuga, að safna myndum af öllum Akureyringum á 10 ára fresti eða svo. En því fyrr, sem hafizt er handa, því betra. Slík myndasöfn væru ómetanleg fyrir efíirkomendurna. En þetrta er í raun og veru auðvelt verk. Ljós- myndasafn þarf ekki mikið hús- rými þegar aðeins væri miðað við kaupstaðinn. En eins og ljósmyndatæknin er fullkomin og getur forðað mörgu frá glötun, er segulbandið það einnig, þótt á annan veg sé. Bæj- arfélagið ætti að geyma málróm opinberra starfsmanna' og leið- toga í bænum og varðveita handa óbornum kynslóðum. Oflug félagssamtök, svo sem samvinnuhreyfingin, ættu líka að varðveita raddir leiðtoga sinna og annarra merkra starfsmanna, á líkan hátt og Ijósmyndir og málverk af þeim eru varðveittnú. Bráðum verður of seint að taka upp ræðustúf Sigurðar Kristins- sonar og þá yngri framkvæmda- stjóra KEA, sem enn eru á lífi. Bráðum verður of seint að taka til varðveizlu málróm Þórarins Eldjárns, Ingimars Eydals, Eiðs Guðmundssonar, Björns Jó- hannssonar, Bernharðs Stefáns- sonar á segulbönd, og er þeim ekki þar með spáð bráðum dauða, og aðeíns nokkur nöfn nefnd af mörgum. Hvers virði væri ekki ungum samvinnu-- mönnum nú, að eiga hvatningar- ræður Hallgríms Kristinssonar á segulbandi eða hljómplötu? Síldin, sem vciðzt hefur á Pollinum nú, er af þessari stærð. Hún gefur lííið mjöl og lýsi, en hún er góð til niðurlagningar í dósir. —, Þann vetur, er mcst var veitt af smásíldinni hér, varð verðmæti hcnnar á 6. millj. króna. En samkvæmt erlendu tilboði í þessa síld þá, hefði hún gefið 58 milljónir í aðra hönd. — Niðursuðuvcrk- smiðja er eitt af framtíðarmálum bæjarins. — FuIInaðarrannsókn þarf að ljúka hið fyrsta. — (Ljósmynd: E. D.). verksmiðja á Akureyri Sogsvirkjunina vantar 30 milljónir og býður skuldabréf með hagstæðum kjörurn - Akureyrar bæ vantar f jármagn til að endurnýja og auka útgerðina og byggja niðursuðuverksmiðju Seðlabankinn hefur. tilkynnt sölu á 1000 og 50Ó0 króna skulda- bréfum vegna virkjunar við Efra Fall, samtals 300 millj. króna. — Verðbréf þessi eru til skamms tíma og að því leyti hagstæð. En um það var í síðasta blaði birt ýtarleg greinargerð. íslenzkur verðbréfamarkaður er ekki fjölskrúðugur. Líklegt er, að hin nýju verðbréf verði mikið keypt sunnanlands. En blaðið vill benda á, að hér nyrðra bíða mörg óleyst verkefni, sem fjár- magn vantar til að hrinda í fram- kvæmd. Hér á Akureyri eru tog- arar U. A., sem í raun og veru eru bæjartogarar, farnir ■að eld- ast og þurfa endurnýjunar við. Þeim þarf líka að fjölga, eða fiskiskipum af annarri gerð. Hér vantar niðursuðuverksmiðju til að hagnýta smásíldina á Pollin- um árið um kring og dráttar- braut er aðkallandi nauðsyn. Þessar þrjár framkvæmdir eru þó ekki þær einu. Akureyrarkaupstaður gæti boð- ið út stórt skuldabréfalán til endurnýjunar og aukningar fiski skipaflotans, til að byggja niður- suðuverksmiðju og dráttarbraut. Á þetta er minnst hér til athug- unar fyrir bæjaryfirvöldin, án frekari rökstuðnings að þessu sinni. En væntanlega gefst tæki- færi til þess síðar þegar málið kemst á umræðustig. Ákureyringar kveða sér hljóðs með fimm nýúfkomnum bókum Blaðinu hafa borizt bækur 5 höfunda á Akureyri. Fyrst kom ljóðabók Braga Sig- ’urjónssonar ritstjóra, Á veðra- mótum. Það er fjórða Ijóðabók höfundar, en auk þess hefur hann gefið út smásögur. Síðar verður þessarar bókar nánar getið. Ármann Dalmannsson gaf út fyrstu ljóðabók sína, Ljóð af lausum blöðum, nú í haust, 73 ljóð og löng kvæði. Sú bók skip- ar höfundi óumdeilanlega á skáldabekk. Um hana birtist ritdómur í síð- asta tölublaði Dags. Rósberg G. Snædal sendir nú frá sér tólf þætti í stórri bók, hann nefnir Fólk og fjöll. Nokkr- ir þáttanna eru útvarpshlustend- um að góðu kunnir. Höf. hefur áður gefið út 5 bækur, bæði ljóð og sögur. Hin nýja bók, Fólk og fjöll, er mjög eiguleg. Einar Kristjánsson hefur sent frá sér nýja bók, Dimmir hnettir. Þar birtast 10 smásögur, og er það þriðja bók höf. Einar hefur þegar getið sér gott orð sem smá- sagnahöfundur og mun þessi nýja bók enn auka hróður hans, sem rithöfundar. Sigurður Kristinn Draumland, verkamaður á Akureyri, sendir nú frá sér ljóðabókina Blöð úr birkiskógum. Áður hafa mörg kvæða hans birzt í blöðum. og tímaritum. Hann er orðhagur í bezta lagi og kveður vel þegar hann vill.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.