Dagur - 12.12.1959, Side 1

Dagur - 12.12.1959, Side 1
Fylgizt me ðþví sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 16. desember. XLII. árg. Akureyri, laugardaginn 12. desember 1959 69. tbl. Nýja skipiS Bjarnarey lenti í ofviðrinu en var aðstoðað til Færeyja Nýja 250 lesta A.-þýzka tog- skipið Bjarnarey, sem 4 hreppar á Norðausturlandi kaupa, lenti í ofviðri því, sem geisaði víða í Evrópu fyrri hluta vikunnar. — Bjarnarey var þá á heimleið, en heimahöfn þess verður Vopna- fjörður. — En stýrisvél skipsins bilaði lítils háttar og bað skipið um aðstoð frá Noregi. Litlu síðar náði skipið sambandi við Hvassa- fell, er var á svipuðum slóðum, og var þá fyrri hjálparbeiðni aft- urkölluð. Hvassafell dældi olíu í sjóinn á meðan nauðsynlegustu aðgerðir 'fóru fram á stýrisvél- inni og fylgdi hinu nýja skipi, sem ekki gat farið nema hálfa ferð, til hafnar í Klakksvík í Færeyjum. Bjarnarey mun hafa komið til Vöpnafjarðar í fyrrakvöld. Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum Bílfært yfir Lágheiði Ólafsfirði, 11. des. — Lágheiði var mokuð og er flutningabíll í þriðju ferð sinni Rvík—Olafs- fjörður. Mótorbátar eru hættir að róa, en trillur róa ennþá, en afli er fremur tregur. Gott er veðrið þessa dagana. Bæjartjörnin er frosin nú og mörg börn voru á skautum í morgun. Slysavarnadeild kvenna er að undirbúa sjónleik, sem á að sýna um jólin. * Verið að opna veginn um Sigluf jarðarskarð Siglufirði, 11. des. — í fyrra- kvöld var byrjað að ýta snjó af veginum í Siglufjarðarskarði og og er búizt við að því verði lokið í kvöld. Fiskafli er fremur tregur, þó hafa tveir dekkbátar róið og fengið reitingsafla, en togskipin afla fremur lítið. Ingvar Guðjónsson rær frá Sauðárkróki og nýja togskipið, Margrét, er hætt veiðum, en mun sennilega flytja út síld af Suð- vesturlandi. Allar leiðir opnar Raufarhöfn, 11. des. — í fyrra- dag kom sjúkraflugvélin hér. — Búið var að segja okkur, að hún þyrfti svo langa flugbraut. Okk- ur sýndist annað þegaf vélin kom og fór. Nóg er að gera. ítalskt skip er að taka 5 þús. tunnur síldar, það síðasta héðan, á Rússlandsmark- að. Bjarnarey, nýja togskipið, kom til Vopnafjarðar í gær. Bílfært er um allt. Engar rjúpur. Hagbarður með 5-6 tonn í róðri Húsavík, 11. des. — Mikið var róið í haust og er enn. Aflinn er meiri en oftast áður á þessum árstíma. Mest er róið með línu, en einnig net. Hagbarður hefur fengið 5—6 smál. í róðri núna að undanförnu. Leikfélagið mun frumsýna sjónleikin Delerium bubonis undir stjórn Ragnhildar Stein- grímsdóttur nú um helgina. Rjúpur sjást ekki. 36 djúpur er mesta veiði, sem heyrzt hefur um eftir daginn, en oftast fengu menn sama og ekki neitt eða Framhald á 4. siðu Ókeypis kvikmynd af Krúsjeff og Eisenhower Á mánudagskvöldið sýnir ís- lenzk-ameríska félagið hér í bæ kvikmynd í Borgarbíó af för Nixons til Sovétríkjanna, ferða- lagi Rrúsjeffs til Bandaríkjanna og ferð Eisenhowers til Evrópu í sept. sl. Einnig verðuf sýnt þegar Bandaríkjaforseti lagði upp í hina miklu för sína til 11 landa, sem nú stendur yfir. Kvikmyndin er ókeypis og öll um heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Tillðga um öflun lánsfjár fil Strákavegar Nokkrir þingmenn báru fram þingsályktunar- tillögu til fjáröflunar til þessa mannvirkis Þingsályktunartillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að athuga möguleika á öflun lánsfjár, allt að 2 millj. kr., til að ljúka lagningu Siglu- fjarðarvegar ytri (Strákavegar). HundraÖ ára Helga Sörensdóttir, Fellsseli í Ljósavatnshreppi er 100 ára í dag, 12. desember. — Hún hcfur fótaferð og nokkra sjón og heyrn. Um hana fjallar bók Jóns Sig- urðssonar í Yztafelli: Ævisaga Helgu Sörensdóttur, sem hann ritaði eftir sögu hennar er hún var níræð. Verði athugun þessari lokið sem fyrst og eigi síðar en svo, að niðurstaða liggi fyrir 15. marz 1960.“ Flutningsmenn eru: Einar Ingimundarson, Gunnar Jóhanns son, Jón Kjartansson, Jón Þor- steinsson, Ólafur Jóhannesson, Skúli Guðmundsson og Gunnar Gíslason. í greinargerð segir, að bíla- göng, sem sprengja þurfi í gegn- um fjallið, séu 900 metra löng, og þessu stórvirki verði ekki lok- ið nema með sérstakri lánveit- ingu, en Siglufirði o. fl. sé það hin mesta nauðsyn, að þessi bíl- vegur verði gerður hið fyrsta. Myndin hér að ofan er af hinu bratta fjalli, Strákum, þar sem þegar er byrjað á göngunum. — Ljósmyndina tók Sn. Snorrason flugstjóri. Verðmerkingum vara ábótavanf Almennmgur þarf að veita verzlunum aðhald í þessu efni og sjá um að þær brjóti ekki lögin Skylt er, samkvæmt lögum, að verðmerkja allar vörur í búðar- Hrapaöi fram al 20 mefra háum hömr- um og srorsiasa Vetrarmaður á Arnarfelli varð fyrir slysi þessu í fjallinu, er hann var að sinala fénu Liggur nú þjáður í sjúkrahúsi Á miðvikudaginn varð það slys í fjallinu ofan við Arnarfðll í Saurbæjarhreppi, að 19 ára gam- all piltur, vetrarmaður hjá Ei- ríki Björnssyni bónda þar, var að smala fénu, varð fótaskortur á hjarnfönn og þeyttist síðan um 70 metra eftir brattri fönninni og svo fram af klettum þar neðan undir og kom niður í grjóturð. Pilturinn, sem heitir Ragnar Elísson og er frá Randversstöð- um í Breiðdal, hafði áður gengið hjarnfönn þessa, en þennan dag var meira frost, svo að ekki markaði í spori og varð það or- sök slyssins. Ragnar handleggs- brotnaði, opið brot, og mjaðmar- grindin brotnaði, og hann hlaut skrámur og skurði í fallinu, með- al annars stóran skurð á höfuðið. Ekki missti hann þó meðvitund nema sem snöggvast og kallaði á hjálp. Ekki heyrðust þó köll hans fyrst í stað. En hundur, sem með honum var, hljóp þegar heim og vakti það grun fólksins um, að ekki væri allt með felldu, enn- fremur sást til fjárins, þar sem það var á ferð uppi í fjallinu. — Var þá leit hafin og brátt heyrðu menn til Ragnars og fundu hann. Voru margir nágrannar komnir á vettvang, auk heimamanna, en ekki leizt þeim á að flytja siúkl- inginn fyrr en læknir kæmi á staðinn. Símað var eftir sjúkra- bíl og tafðist að hann kæmi, því að lækni var engan að fá á Ak- ureyri, er tiltækur væri þá á stundinni. En Snorri Ólafsson yfirlæknir á Kristneshæli var þá fenginn til fararinnar. Sjúklingurinn var svo borinn heim og fluttur í Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Allt tók þetta nokkra klukkutíma og leið klukkutími frá því að slysið varð og þar til slysstaðurinn var fund- inn. Seinlegt var líka að koma sjúklingnum upp úr gilinu. Þegar blaðið spurðist fyrir um líðan sjúklingsins í gær, var hann eftir atvikum hress. gluggum, og á öðrum stöðum þar sem þær eru til sýnis. Þetta er til mikils hagræðis fyrir kaupendur og verðlagseftirlitið. Einhver brögð eru að því, að vörur eru svo illa verðmerktar, að lítt eða ekki er sjáanlegt. Til er það einnig að svikist er um það í verzlunum, að setja verð- miðana, og því þá borið við, að ekki fáist hentug merki, timi hafi ekki unnizt til að setja merkin á og svo framvegis. Verzlanir ættu að sjá sóma sinn í því að verðmerkja allar vörur greinilega og án nokkurra undanbragða. Lítið í gluggana. Fólk getur að sjálfsögðu gert ,-erðlagseftnlitinu aðvart, þegar lögum og reglum er ekki fram- fylgt í verzlunum, og á að gera það, hvort sem um ofangreint atriði er að ræða eða önnur, svo sem of hátt vöruverð, skakka vigt eða þess háttar. En nú geta menn athugað næsta búðarglugga og er þá sjón sögu Verðmerkingar vara ábótavant. . ! ----

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.