Dagur - 23.12.1959, Qupperneq 8

Dagur - 23.12.1959, Qupperneq 8
4 Baguk Miðvikudaginn 23. desember 1959 GUNNLAUGUR ÞORVALDSSON: SJÓFERÐ Á^FÖNlA 1917 Veturinn 1917 réðist ég háseti á liskiskipið Fönix, 13 smálesta skip, Magnúsar Iiristjánssonar á Akur- cyri. Síðar fckk ég- svo tilkynningu uni að koma til skips 4. marz. l»á var fullráðin áhöfnin, 12 manns. En sá gallinn var á að enginn var kokkurinn. Var þá reynt að fá ein- hvern af skipsmönnum til að taka að sér það starf, en allir vékust undan þeim vanda. Hörðust hríð var gerð að mér með þetta og lét ég loks undan, með því skilyrði þó, að þóknunin væri aukin úr 25 krónum á mánuði upp í 40 krónur og svo „hálfpartinn" eins og hinir. Þó var ég óánægður með þessi mála- lok. Skipshöfnin var þessi: Vaklimar Jóhannsson, Akureyri, skipstjóri, Jónas Jóhannsson, Selárbakka, Ar- skógsströnd, stýrimaður, Hjálmar Sigmundsson, Akureyri, 2. stýrimað- ur, Axel' Björnsson, Hrafnagili, Ár- skógsstriind, vélstjóri, Gunnlaugur Þorvaldsson, Litlu-Hámundarstöð- um, Árskógsströnd, kokkur. Hásetar: Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Glerárþorpi, Sæmundur Frið- riksson, sama stað, Kristján Jóns- son, Dalvík, Kristján Kristjánsson, Glerárþorpi, Guðlaugur Stefánsson, Akureyri og Aðalsteinn Jóhanns- son, bróðir skipstjóra. Allt voru þetta prýðilegustu menn ]>ó tveir sköruðu fram úr hvað geðprýði snerti. Það voru þeir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Krist- ján Jónsson. Hinn 10. marz var lagt úr höfn og nteð okkur fór, sem farþegi til ísafjarðar, Hannes Einarsson frá Skógum, hinn prýðilegasti maður og kemur hann síðar við sögu. Við sigldum fyrir hægum byr út Eyjafjörðinn síðari hluta dags og héldum síðan vestur. Um kvöldið vorum við fram af Skaga og bar ekkert til tíðinda þann dag og næstu nótt. Um morguninn fannst mér ótrúlega langt upp í Horn og datt í hug að eitthvað kynni að vera að kompásnum, en ekki hafði ég orð á þessu við neinn. En breytt var urn stefnu og allt gekk vel til ísafjarðar og höfðum við verið tvo sólarhringa þangað. Þar var gott að koma að bryggju, skipið aðeins liærra en bryggjan. En morguninn næsta var annað uppi á teningnum. Þá þurftum við langan stiga, sem J)ó ekki náði nema upp að bryggjupallinum. Gat ég ekki betur séð að munur flóðs og fjiiru væri hér miklum mun. meiri, en ég hafði átt að venjast. Hannes frá Skógum kvaddi okk- ur þennan morgun. Hans erindi vestur var það, að læra lircfnu- vciðar af manni Jiar við Djúpið. En Jjegar til átti að taka var maður Jjessi úti í Danmörku. Hannes kom ])ví aftur um borð til okkar og var hann með okkur frarn að sumar- málum. A miöin. Nú var haldið á miðin. Fiskur reyndist tregur og var svo allt vor- ið og stöðugar ógæftir hömluðu veiðum fram undir sumarmál. Á mánudaginn eftir pálmasunnudag komura við inn á Önundarfjötð í allhvössu norðanveðri og snjókomu. Valdimar skipstjóri hafði vorið áð- ur skilið eftir á Flateyri tunnu eina, sem liann hafði saltað stein- bít: í og beðið mann einn að selja intiihaldið fyrir sig. Tunnuna keypti bóndi einn framan úr íirð- inum og var ekki búinn að borga hana, svo að skipstjóri sendir tvo menn að innlieimta skuldina. En sendimenn komu aftur, tómhentir. Erúin hafði orðið fyrir svörum, sett margt út á steinbítinn, tunnan hefði aðeins verið hálf og inni- haldið svo skemmt að ekki hefði verið boðlegt mönnum. Ekki vildi skipstjóri sætta sig við J)etta og sendi mennina aftur sömu erinda og bætti þriðja manninum í fiirina til að lierja á þá gömlu. Var J)á steinbíturinn greiddur en borgun- inni fylgdu ófögur orð og illar fyrir- bænir. Sagði hún að sér væri ósárt þótt við fengjum okkur fullkeypta. Oveðrið skall á. A skírdag var aftur haldið út í sæmilegu veðri og helst það fram yfir föstudaginn langa. Á laugar- daginn vorum við fram af Skála- víkinni. En klukkan 5 var kominn norðaustan strekkingur en bjart veður svo að sá austur yfir alla Jökulfirði. En eftir örlitla stund sást Iivergi land, og á næstu mín- útum var kontið ofsarok og blind- bylur með hörku frosti og sá ekki nema á aðra og Jniðju báru. Þá var mikill gnýr og veðurhljóð og söng í rá og reiða eins og J)ar væri heil hljómsveit. Reynt var að ná landi, en veðra- brigðin hafa sennilega ekki verið athuguð í tæka tíð og áhættusamt að sigla upp í slíku veðri. Það ráð var ])ví tekið að halda til hafs og leggjast til. Stórseglið var þrírifað cða gert eins lítið og hægt var, rokklýfur settur á bakk, þ. e. settur út á kulborða og stýrið bundið fast til hlés til að lialda skipinu alltaf upp í. Leki á shipinu. En áður en langt leið tók ég eftir J)ví, að sjóf kom undir eldavélina og fór ört vaxandi. Sagði ég skip- stjóra frá })essu. Hann aðeins leit á það og fór svo, en einn hásetinn, sem niðri var og .vel var að sér í sjómannamáli, sagði: „Helvítis kokkurinn hefur bara migið þarna eins og liann er vanur.“ Ég fylgdist alltaf með Jressu og næst })egar skipstjóri kom niður, sagði ég honum að vatn eða sjór færi vaxandi og bað hann mig })á að láta sig tafarlaust vita ef breyt- ing yrði á. Ég tók nú brennsluspaðann og mældi með honum dýpið undir eldavélinni aftur við skilrúmið og merkti við á spaðanum. Eftir svo sem 10 mínútur kom skipstjóri aftur niður, mældi ég þá aftur og sá })á að dýpkað hafði. Kað hann mig ])á unt kolaöxina, lét sprengja upp hlera af lestaropinu, er var ný- lega búið að negla rammlega aftur. Átti að senda mann })ar niður til að atliuga hvort nokkuð væri að. En það Jnirfti ekki á því, að halda. Það heyrðist og sást hvað var að. gleynizt hafði að binda yfir gat, sem keðjan frá ankerinu gekk niður um. Þar fossaði vatnið inn, af J)ví ]>að var alltaf í kafi. En fljótir voru þeir Hanncs og Sveinki að binda, yfir og var ekki að sjá að ]>eim brigði mikið þótt þeir væru nokk- uð í sjó á meðan þeir voru að J>essu. Hvað skipið hefði lengi flot- ið, án J>essarar aðgerðar, veit ég ekki. Þeim, sem stóðu við dæluna frá })ví klukkan 9 um morguninn til klukkan að ganga fjögur um daginn, læt ég urn að dætna það. Ég flaut i hojunni. lvlukkan 7 fór ég að sofa og var rétt að lesta blundinn þegar ég flaut í kojunni. Ég stökk fram úr og stóð holdvotur á góllinu, en kojan var full af sjó. A tólfta tímanum uni kvöldið lánaði Sveinki mér sína koju, hún var á kulborða. Á síðustu niínút- unum fvrir kl. 12, var ástandið þannig, að við lágum í kojunum, nema fjórir, en Hjálmar hitaði kaffi og var búinn að sclja kalfi- könnuna á eldavélina og binda hana, Guðlaugur stóð í stiganum eða lúgarsgatinu og þeir Sveinbjörn og Hannes voru uppi á dekki. Allt var ntcð kyrrð og ró og ég sofnaði aðeins. Þá hrökk ég upp við það, að ég velt yfir kojugatið og sé })á hina ömurlegustu sjón, sem ég hefi nokkurn tíma séð. Lúgarinn fullan af gufu og reyk og ég sá aðeins grilla í félaga mína í hinum koj- unum, beint fyrir neðan mig vegna þess, að þá lá skipið gjörsamlega á liliðinni, lampinn var á livolti, sjórinn fossaði inn. En oft er slctt eltir báru. Skipið lá svona um stund en fór þá að rétta sig. Þá kallar nafni í lúgarsgatinu: Þetta er búið, þetta er búið, rörið er að konia upp úr. I þessu kemur skip- stjórinn fram úr kompunni og spyr hæverskur, Iivort nokkuð sé að. Hann fékk ekkert svar við því, en lionum var sagt, að Sveinki og Hannes væru uppi á dekki. Þeir sáu öldufaldinn áður en hann sprakk yfir skipið og með snarræði náðu þeir í forvantinn og héldu scr þar á meðan aldan reið yfir. Þegar olíurörið brotnaði. Klukkan rösklega tvö, dró heldur úr veðurofsanum og birti í lofti. Þá var farið að berja af föllunum, sem voru orðnir eins og sverustu mannshandleggir af klaka. Klakan- um voru veitt mörg högg og stór. Um klukkan hálf fjögur var búið að berja það mesta, vélin komin í gang og þá var siglt til lands. Seglin voru frosin og ekki hægt að ná þeim alveg sundur fyrst í stað en það lagaðist smám saman. En á áttunda tímanum fengum við þriðja áfallið. Kom þá svo mikill sjór í lúgarinn að hann tók upp í neðri kojurnar og skipstjóra- kompan hér um bil liálf. Og enn gcrðist það litlu síðar, að olíurörið í mótorvélinni brotnaði. Þá kom llannes til sögunnar og hjálpaði vélamanninum. Engin saltsýra var til nema óuppleyst og ekki hægt að lóða með lienni. Og hvergi fannst zink í skipinu til að leysa upp saltsýruna. Um stund gekk þetta í ráðaleysi, eins og eðlilegt var. Einhver liafði það eftir skip- stjóra, að kæmist rörið ekki saman, lægi ekki annað fyrir okkur en Látraröst. Mátti })á segja, eins og þar stendur, að nú voru góð ráð dýr . . Þá er það Hannes, sem kemur fram í lúgarinn og spyr mig hvort ég haíi ekki einhverja fötu, sem 'ekki hafi komið i eld. Jú, fatan var til. Hannes fór með hana, tók saltsýruglasið, hellti helmingnum úr því í fötubotninn og }>ar með var saltsýran uppleyst. Hannes lóðaði svo riirið saman og fór ]>á allt að ganga betur. Þegar við höfðum siglt í svo sent einn klukkutíma, sást brezkt lierskip, sem sveimaði í kring um okkur og var ekki á því að sjá að nokkuð væri að veðri því livergi sást á því klaki. Landi náð. Klukkan rúmlega 12 á páskadag komum við inn á Patreksljörð og höfðum þá verið rúma 9 klukku- tíma til lands. Mætti nú luigsa sér, að ekki væri annað eftir cn að láta ankerið detta, en það var nú eitt- hvað annað. Klakinn var svo mikill fram á, að það sá hvergi í keðju- spilið og tók tvo tíma að liöggva klakann frá. Þegar því loks var lokið, skall stórhríðin á aftur og stóð látlaust í tvo sólarhringa. Það er nokkurn veginn víst, að Fönix hefði ekkcrt liaft með það að gera úti á hafi og má telja, að við höf- um sloppið vel. Allir voru einkennilega daprir, >egar loks var komið í liöfn. Senni- lega liefur enginn gert sér fylli- lega ljóst þá, í hverri mannraun og háska við höfðum vcrið, fyrr en í sléttan sjó var komið og hætt- urnar að baki. Stundum leiði ég hugann að þess- ari sjóferð. Nokkur atvik tel ég eiga mestan þátt í því, að við náðum landi. Fyrst eftirtekt mín á lekanum, annað, að í lestinni rótaðist ekkert, þriðja, var hin góða stjórn skipstjóra á uppsigl- ingunni og fjórða, hugvit Hannesar við að lóða olíurörið saman, ásamt árvekni vélstjórans, sem mun hafa verið með ágætum. Ferðin endaði vel. í upphafi gat ég þess, að ég hefði farið óánægður af stað í þessa íerð. En að ferðinni lokinni var ég ánægður. Mér fannst hálfpartinn, að guð hefði verið nteð okkur í verki. Kannski sendi hann mig til að taka eítir lekanum og Hannes til að finna úrræði til að gera við oliurörið. En þetta eru óráðnar gátur, sem hver verður að ráða eftir sínu hugarfari. Læt ég svo útrætt um þessa eftirminnilegu sjó- ferð. En margt var um hana talað á sínum tíma, enda vorurn við taldir af. Hjá okkur bar þetta stundum í tal og varð þá uppvíst, að nokkuð margir höfðu fundið til sjóveiki. Hjá einum skipsfélaga mínum var alltaf sama sagan: að allir liefðu verið sjóveikir nema helvítis kokk- urinn. Hann söng og trallaði. En þetta orðbragð var einhvers konar sjómannablíða. Hún kemur stund- um skrítilega út. En nokkuð er það, að aldrei fékk ég skammir fyrir matinn og lilífa sjómenn þó ekki kokkunum að jafnaði. En eitt hefi ég alltaf á samvizkunni, sem bezt er að segja trá. Við vorum staddir á 90 faðma dýpi á svonefndum Fremri-kanti, fram af ísafjarðar- djúpi. Ég var að flýta mér að þvo upp til að koraast í fiskinn ]>ví að þá var dálítill rcitingur. En ég flýtti mér heldur mikið. Þegar ég hellti úr skólpfötunni út ylir borð- stokkinn, glamraði eitthvað. Mér er enn í minni, að sjórinn var með öllum regnbogans litum á meðan nokkrar skeiðar lcituðu djúpsins í ótal sveiflum. Skrifað í nóvember 1959. Sjaldgæfir gestir SauS.árkróki, 21. des. — Á laug- ardaginn komu hingað 7 brezk börn í bóði Flugfélagsins, ásamt jólasveininum Kertasníki og öðru föruneyti. Allmörg börn mættu á flugvellinum og tóku á móti gestunum. En Flugfélagið bauð til fagnaðar að Bifröst, bæði gestunum og heimabörnum. Þar skemmti Kertasníkir með söng og samtölum og Olafur Gunnars- son sálfræðingur kvaddi sér hljóðs, og voru veitingar fram bornar. Björn Daníelsson skóla- stjóri og Valgeir Blöndal, forstj. Flugfélagsins á staðnum, fluttu ávörp. Þá útbýtti Flugfélagið gjöfum til barnanna og bæjar- stjórinn, Rögnvaldur Finbogason, færði hinum erlendu gestum gjafir. Úr Lýtingsstaðahreppi Sveinsstöðum 20. des. — Snjó- laust er enn að kalla, aðeins föl á jörð. Fé er létt á fóðrum og sums staðar hefur það legið úti til >essa. Meira var sett á af lömb- um í Lýtingsstaðahreppi en í fyrra. Kropþungi dilka var meiri nú en í fyrra og munaði það um einu kílói til jafnaðar. Hey eru mjög misjöfn að gæð- um og veldur því erfið heyskap- artíð og gífurleg spretta, svo að víða óx grasið úr sér. Samgöngur hafa verið góðar í vetur og betri en oft áður. í hreppnum er töluvert byggt af hlöðum og peningshúsum. Til dæmis eru nú nýbyggð fjárhús í Goðdölum og á nýbýli í Miðdal í Svartárdal, yfir 400 fjár á hvor- um stað, og á Daufá og Reykjar- völlum byggð 20 kúa fjós á hvor- um stað. I Svartárdal var töluvert unnið með skurðgröfu og jarðýtu í sumar á vegum Landnáms ríkis- ins. Lokið var viðgerð á Goðdala- kirkju í sumar og síðan haldin hátíðamessa að biskupi íslands viðstöddum. Það var 6. sept. — Biskup predikaði við það tæki- færi. Unnið var enn við Steinstaða- skólann og er byggingu lokið að kalla. Bygging hófst árið 1946. Húsbruni á Raufarhöfn Raufarhöfn 21. des. Hér varð húsbruni á sunnudagsnótt. — Verzlunarhús Hjalta Friðgeirs- sonar kaupmanns brann til kaldra kola og varð engu bjargað. Maður einn, sem var að gera veðurathugun kl. 5 um morgun- inn, varð fyrstur eldsins var. En þá stóð húsið, sem var mann- laust, í björtu báli. Slökkviljð fékk þar ekki að gert, þótt það kæmi þegar á vettvang. Vei-zlunarhús Hjalta kaup- manns var timburhús og var það, ásamt vörum, óvátryggt. Er því tjón eigandans gífurlegt. Timburhús sitt hvoru megin, einnig úr timbri og verzlað i báð- um, skemmdust ekki af eldi. Fjallfoss kom í morgun og tek- ur hann 7 þús. sekki síldarmjöls. Föl er á jörðu, en fært á bíl um Sléttu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.