Dagur - 10.02.1960, Síða 1

Dagur - 10.02.1960, Síða 1
Fylgizt mcð því sem gcrist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagub DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 17. fcbrúar. XLffl. árg. AkurejTÍ, miðvikudaginn 10. febrúar 1960 7. tbl. r r ÞAÐ ER KOMIÐ ANNAÐ HLJÓÐ Í STROKKINN t _ ' Fyrir kosningar sagði Alþýðuflokkurinn: Stöðvunarstefna okkar hefur tekizt giftusamlega án þess að þurft liafi að leggja nýja skatta á þjóð- ina. Hvað segja staðreyndirnar nu? Alþýðuflokkurinn sagði líka, að gengisfellingin væri jijóðarvoði og árás á almenning. Hvað gerir flokkurinn nú? Fyrir kosningar sagði Sjálfstaeðisflokkurinn: Leiðin til baettra lífskjara er örugg undir okkar stjórn. Nú ætlar sami flokkur að skerða lífskjörin með 1300 milljón króna nýjum álögum. Sjálfstæðisflokkurinn sagði líka, að erlendu lán- in væru að sliga þjóðfélagið og yrði þegar í stað að spyrna við fótum. Nú ætlar flokkurinn að taka 700—800 milljón króna eyðslulán erlendis til skamms tíma. Báðir þessir stjórnmálaflokkar lofuðu því fyrir kosningamar, að stöðva verðbólguna og efla at- vinnuvegina. Efndirnar í þessum málum eru: „Oðaverðbólga“, sem kölluð er fram með gengis- fellingu og stórfelldum nýjum álögum, og í öðru lagi samdráttur verklegra framkvæmda og hækkun bankavaxta. Hver verður skákmeistari Norður- lands? - Þrír jafnir í meistarafl. í rokinu um helgina Var ein af flúgvélum F. í. á Akureyrarflugvelli. Ilún var tjóðruð við jarðýtu, trukkbíl og rútu og sandþokum var raðað á vængi hennar. Hana sakaði ckki, enda var liennar stöð- úgt gætt af 'starfsmöiinum Flugfélagsins hér og hcnni snúið eftir vindstöðunni. — ('Ljósmynd: E. D.). Þrjú eyfirzk félög sameinuð? Frá aðalfundi Búnaðarsambands Ey jafjarðar Á Skákþingi Norðlendinga urðu þessir jafnir og efstir: Jóhann Snorrason, Jónas Halldórsson og Margeir Steingrímsson, og vcrða Jtcir að keppa til úrslita. Gestur mótsins, l'rcysteinn Þorbergsson, hafði hæsta tölu vinninga. Urslitin urðu þessi: 1. Freyst. Þorbergsson 9 í/o 2.-3. Jóhann Snorrason 9 2.-3. Jónas Halldórsson 9 4. Marg. Steingrímsson 8l/, 5. Júlíus Bogason 8 6.-7. Kristinn Jónsson 6i/2 6.-7. Jön Ingimarsson 6 l/o 8. Stgr. Bérnharðsson 6 ð. Haraldur Olafsson 5 10. Uiinst. Olafsson 5 11.-12. Jóhann Helgason 2i/2 11.—12. Anton Magmisson 2i/, 13. Steinþór Hclgason 11/2 Eins og áður hefur verið tckið fram, tefldi Freysteinn sem gestur á þingimi. Tapaði hánn engri skák en gerði fimnt jafntefli. \ meðal T0GARARNIR Afli hefur verið mjög tregur. Kaldbakur landaði 2. febrúar 140 tonnum. Svalbakur landaði 140 tonn- um 4. febrúar. Sléttbakur landaði 127 tonnum á miðvikudaginn. Harðbakur er væntanlegur á fimmtudag eða föstudag. þeirra, sem gerðu jafnrefii við Frey- stcin, voru Jóhann Snorrason og Jónas Halldórsson. I’egar þessi jafn- tefli eru talin frá og vinningar Frey- stcins ekki méð taldir, er röo efstti manna jjéssi: 1.—'3. Jóhann Snorra- son, Jónas Halldörson og Margeir Steingrímsson 81/, v. hver, 4. Júlíus Bogasoii 8 v. Þeir Jóhann, fönas og Margeir munu keppa sín á milli um tililinn Skákmeistari Norðurlands 1'960, en ekki cr enn ráðið, hvenær sú keppni fer fram. I fyrsta flrtkki urðu úrsit þau, að efstur varð Jön Kristinssðn, Greni- vík, með 6 v., 2. Gunnl. Guðmunds- son, Akuréýri, með 51/í, v., og 3. Riignv. Rögnvaldsson, Akureyri, með 41/2 v. * r A bæjarstjórnarfundi í gær var Guðmundur Guðlaugs- son endurkosinn forseti bæjar- Stjórnar. í bæjarráð voru kosnir: Jakob Frímannsson, Bragi Sigurjónsson, Björn Jónsson, Helgi Pálsson og Jón G. Sólnes. Auk þess var kosið i um tvo tugi nefnda og urðu þar liílar breytingar á. Nánar verður sagt frá nefnda- kosningum í næsta tölublaði og e. t. v. fleiri fréttum frá bæjar- stjórn. íslandsklukkan Blaðið hefur fregnað, að Leik- félag Akureyrar hafi ákveðið að setja íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness á svið, og að æf- ingar seu að hefjast. Þetta leikrit hefur ekki vcrið sviðsett utan Þjóðleikhússins. Leikstjórn ann- ast Brynhildur Steingrímsdóttir og Ieikur Snæfríði íslandssól, en Július Oddsson mun leika Jón Hreggviðsson. Ekki er þetta stað- fest af L. A., en mun þó rétt vera. Það væri naúðsyn að L. A. kynnti Ieikrit þctta vel áður en sýningar hcfjast og gildir það um öll þau leikrit, sem sett eru á svið og einhvers eru verð. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn 4. og 5. þ. m. Fundi stjórnaði Ármann Dalmannsson. í skýrslu stjórnarinnar kom m. a. fram: Sjö stjórnarfundir voru haldnir. Tillaga var send Búnað- arfélagi íslánds um endurskoðun laga um kosningar til Búnaðar- þings. Stjórn Bf. ísl. staðfesti lög B. S. E. með þeim breytingum, sem aðalfundur gerði. Stjórnin tók til athugunar hagkvæmari rekstúr bifreiða sambandsins. — Ákveðið var að boða til sameig- inlegs fundar um sameiningu SNE og Samvinnubyggingafélags- ins við B. S. E. Stofnað var til bændaferðar um Suðurland og tóku 42 þátt í föririni. Fararstjóri var Ragnar Ásgeirsson. Stjórnin hóf undir- búning að bændasamkomu, en ýmis atvik hindruðu að úr fram- kvæmdum yrði. B. S. E. annaðist skurðmælingar fyrir Bf. ísl. og túnmælingar fyrir Landnám rík- isins. Samþykktir. B. S. E. samþykkti að veita Búnaðarsambandi S.-Þing. kr. 2.000.00 til útgáfu á búnaðarsögu S.-Þingeyinga vegna þátttöku búnaðarfélaganna á Svalbarðs- strönd og Grýtubakkahreppi. Fundurinn taldi rétt, að ráða starfsmann á vélaverkstæði sam- baridsins með Eirík Eylands. Fundurinn samþykkti ab B. S. E. yfirtaki Samvinnubyggingafé- lagið á þann hátt, að það gerist Brunná gróf undan ræsinu, svo að það féll niðui" annars vegar. (Ljósmynd: E. D.). aðili að húsagerðarsamþykkt, að því tilskyldu, að aðalfundur Sam- vinnuþyggingafélagsins samþ. þessa ráðstöfun ög að önnur formsatriði heimili breytinguna. Aðalfundurinn skorar á Bún- aðarþing að beita sér fyrir því, að leyfður verði innflutningur á sæði úr svínum til endurbóta á svínastofninum, sem er í hættu vegna skyldleikaræktar. Þá samþykkti fundurinn að fela stjórninni að beita sér fyrir framkvæmd í samvinnu við S. N. E. að færa umgengni í fjósum og meðferð kúnna í betra horf, t. d. með námskeiðum. Samþykkt var að halda bænda samkomu á næsta sumri. Fundurinn samþykkti að fara þess á leit við KEA, að komið verði upp tækjum til að fúaverja girðingastaura þá, sem félagið hefur til sölu. Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur ákveðið að veita Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga kr. 8000.00 úr Minningarsjóði prófastshjónanna á Hofi. Formaður sambandsins er Ár- mann Dalmannsson. TOGSKIPIN Sigurður Bjarnason landaði 64 tonnum á Akureyri á mánúdag- Björgvin landaði 65 tonnum á Dalvík sama dag. Björgvin og Sig. Bjarnason hafa áður landað rúmum 20 tonnum hvort. Keyptu 1600 bíla á arinu 1959 Talið er, að íslendingar hafi keypt 1600 bíla á sl. árí, þar af 1300 nýja, 160 frá sölunefnd varnarliðseigna og nokkuð af rictuðum bílum innfluttum að auki. Af nýjum bílum voru 460 frá Sovétríkjunum, bæði jeppar og fólksbílar, og 77 frá Tékkóslóva- kíu. Frá Vestur-Þýzkalandi voru fluttir inn 390 bílar, einkum Volkswagen og Ford-Taunus, og nokkuð af notuðum bílum. Inn voru fluttir 160 bílar frá Banda- ríkjunum nýir og allmargir not- aðir og sunnan frá ítalíú komu 95 Fiatbílar, frá Bretlandi 62 og 50 frá Svíþjóð.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.