Dagur - 10.02.1960, Blaðsíða 2
2
D A G U R
MiSvikudaginn 10. febrúar 1960
JÓN JÓNSSON, SKJALDARSTÖÐUM:
NOKKRIR ÞÆTTIR UM
JÓNAS HALLGRiMSSON
Þorbjörg Friðriksdóttir, kona Stefáns hreppstjóra Bergs-
sonar og móðir Bernharðs Stefánssonar, fyrrv. alþingismanns,
var fósturdóttir Rannveigar Hallgrímsdóttur og seinni nranns
hennar, Stefáns alþingsmanns á Steinsstöðum. Sagði hún mér
eittsinn frá því, að Hallgrímur sterki hefði nokkrum sinnum
komið að Steinsstöðum, og hefði sér blöskrað hversu stór
vexti og kraftalegur hann var.
Hallgrímur hinn sterki varð ekki gamall. Hann giftist
ekki, en átti tvær dætur, og eru allmargir afkomendur hans
liér við Eyjafjörð, meðal þeirra er Þóroddur Jóhannsson, for-
maður UMS Eyjaf jarðar, þannig að Snjólaug Hallgrímsdóttir
hins sterka, var móðir Ástu móður Þóroddar og þeirra syst-
kina.
Annar sonur Þorsteins í Hvassafelli var Þorsteinn bókbind-
ari, 'hann bjó á ýmsum stöðum og m. a. nokkur ár í Miðlandi
í Öxnada!. Kona hans var Þorgerður Sigfúsdóttir, bónda á
Ytri-Bakka í Arnarriesnreppi Sölvasonar. Þeirra börn voru
þrjú: Hallgrímur, mesti efnispiltur, dáinn 24 ára, Sigtrygg-
ur og Ásdís.
'Sigtryggur giftist ungur Sigríði Stefánsdóttur úr Eyjalirði,
en missti hana eftir skamma sambúð. Þau eignuðust tvö börn:
Hallgrím, er lengi hefur starfað hjá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga, giftur Kristínu Sigurðárdóttur frá Yztafelíi, og Þor-
gerði, fyfr húsfreyju á Helgastöðum, nú búsett í Kópavogi.
Löngu síðar giftist Sigtryggur Sigurlínu Haraldsdóttur Þor-
valdssonar, meðal barna þeirra er Sigtryggur iðnaðarmaður á
Akureyri, þekktur skíðamaður.
Sigtryggur var á yngri árum um skeið ráðsmaður á Möðru-
vöhum hjá Stefáni skólameistara, vegavinnuverkstj. í Krækl-
ingahlíð o. fl., en réðist til KEA 1911 og gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum um fjölda ára, svo sem sláturhússtjórn og
deildarstjórn Akureyrardeildar KEA. Einnig yfirkjötsmats-
maður á Norðurlandi alllengi og í yfirfasteignamatsnefnd
Akureyrar. Einnig aðalstjórnandi Sjúkrasamlags Akureyrar
frá 1921, þar til skyklutryggingar hófust, og formaður stjórnar
Sjúkrasamlags Akureyrar 1938 og lengi síðan. Sigtryggur er
enn á lífi á Akureyri, í híárri elli.
Ásdís giftist Þorsteini Þorsteinssyni frá Engimýri, um skeið
bæjarfulltrúa á Akureyri, síðar lengi gjaldkera Sjúkrasamlags
Akureyrar með meiru. Sonur þeirra er Tryggvi kennari á
Akureyri.
Jónas Þorsteinsson, bróðir þeirra Ilallgríms sterka og Þor-
steins bókbiridara, átti enga afkomendur, en Rannveig systir
þeirra bræðra giftist frammi í Eyjafirði og eignaðist mörg
börn og á marga afkomendur, bæði hér við Eyjafjörð og \ íð-
ar, þótt þeir séu nrér lítt kunnir.
Eins og fyrr segir var Tómas Hallgrímsson alinn upp á
Steinsstöðum í Öxnadal hjá öinnru sinni og seinni maríni
hennar, Stefáni Jónssyni alþingismanni, og kostuðn þau
skólaríám hans. Hann var fæddur 23. október 1347 á Steins-
stöðunr. Honum var veittur Stærri-Árskógur 31. október 1875
og vígður þangað 5. sep'tember sama ár. Veittir Vellir í Svarf-
aðardal 1884 og var þar prestur til dauðadags, 1901. Kona
hans var Valgerður Þórunn Jónsdóttir prófasts í Steinnesi
Jónssonar. Börn þeirra: 1. Steingrímur, fæddur 1876; Hall-
grímur, fæddur 1877; Elín Rannveig, fædd 1879; Rannveig,
f'ædd 1881; Dýrleif, fædd 1885; Ólafía Elísabet, fædd 1887.
UTSALAN
hjá okkur heldur áfram. Vörum bætt inn dag-
lega. Flestar vörurnar seldar fvrir hálfvirði
frá gamla lága verðinu.
Bezt er að kaupa sem fyrst meðan úrvalið
er mest.
VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Ekki minni en 3 Iierbergi og eldbús.
Upplýsingar í símum 1491 og 1483.
Sögukorn um Coolidge
Eitt sinn á meðan Cooldige var
forseti, lét kona hans mála af
lionum andlitsmynd og hengja
upp á skrifstoíu hans, að honum
fornspurðum. Cooldige stóð ein-
mitt og var að horfa á málverkið,
er öldungadeildarþingmanni
nokkrum var vísað inn til hans.
Coolidge benti þögull upp á
vegginn, og þingmaðurinn starði
fast á málverkið. Þarna stóðu
þeir báðir steinþegjandi í stund-
arfjórðung og horfðu á andlits-
myndina, en að lokum rauf for-
setinn þögnina og sagði:
— Eg er alveg á sama máli!
Cooldidge var ákaflega áhuga-
samur stangveiðimaður, og er
hann var orðinn forseti, fór hann
oft á veiðar í Brulefljótinu, sér
til skemmtunar og hressingar.
Hann var eitt sinn nýkominn til
Washington úr slíkri veiðiför.
Var hann þá spurður að því, hve
marga hann hefði fengið.
— Ja, bíðum nú við, sagði for-
setinn. Eg gizka á, að það séu um
45 þúsund fiskar í Brulefljótinu.
Nú, mér hefur auðvitað ekki tek-
izt að veiða þá alla ennþá, en eg
er þó a. m. k. búinn að styggja
þá.
Ný barnastúka
Nýlega stofnuðu nokkrir félag-
ar Umdæmisstúkunnar nr. 5 á
Akureyri barnastúku á Sval-
barðseyri. Hlaut hún nafnið
Hafdís og voru stofnendur 29. —
Gæzlumaður þessarar nýju
barnastúku er Jón Björn Sigurðs-
son, verzlunarmaður.
HEIMA ER BEZT
Febrúarheftið er komið út með
forsíðumynd af Jónasi Tómas-
syni tónskáldi og grein um hann
eftir Pál Halldórsson. Björn
Guðmundsson frá Núpi skrifar
greii)inp. Tæpt.. ís; lvl^ttupnp? fyýir
naer' 6Ö ’ arúm1 o'g ÖdHný Öuð-
mundsdóttir smásöguha Jóla-
þankar farkennarans. Þá segir
Hólmsteinn Helgason frá þoku-
vinllu í Hágangaheiði Jóh. Ás-
geirsson um eyðibýlið Pálssel,
Auðunn Br. Sveinsson á þarna
vísur og Helga Halldórsdóttir,
Dagverðará, skrifar um Einars-
lón í bundnu máli og óbundnu.
Þá er í þeftinu framhald ævi-
minninga Bjargar Dahlmann,
þáttur æskunnar eftir Stefán
Jónsson námsstjóra og fram-
haldssögurnar Ást og liatur og
Stýfðar fjaðrir eftir skáldkon-
urnar Ingibjörgu Sigurðardóttur
og Guðrúnu frá Lundi og síðast
bókaþáttur ritstjórans, Steindcrs
Steindórssonar.
Ullargarn
Úrvalið er hjá okkur:
Gullfiska- og Nakar-
garn
Uglu- og Fidela-garn
Enn fremur
málaður strammi
og fjölbreytt úrval af
kaffidúkum og
púðum.
ANNA & FREYJA
Barnakerrur
með skýli eru komnar
aftur. Verð kr. 1300.00
JARN- OG GLERVÖRUDEILD
Mikið úrval af
BARNAÚTIFÖTUM
STÖKKUM og
SAMFESTINGUM
Verzlunin Ásbyrgi
Gott einbýlishús
óskast í skiptum fyrir ný-
legt og vandað tveggja
íbúða steinhús við Ránar-
götu.
ÁGÚST STEINSSON,
sími 1622 eftir kl. 7.
Barnavagn til sölu
á GLERÁREYRUM 1.
III sölu vegna brottflufnÍRgs:
Amerískt sófasctt (sófi og tveir stólar), borðstofuhús-
gögn, tveir þægindastólar (amerískir), 4 gólfteppi,
1 sófi, b'til borð, þvottavél (Bendix), útvarpsgrammó-
fónn (Zenit), stór bókaskápur, gólfdreglar og fl.
Upplýsingar í síma 1651, Oddcyrargötu 15, fimmludag
' nœstk. kl. 5—9 e. h.
Litlar gluggagrindur,
32x62 cm., mcð og án glers,
einnig vængjalnuð með
gleri, 150x207 cm., til sölu.
Sigurður O. Björnsson.
Sími 1945.
Stakur kvenskór,
ljósdraplitaður, tapaðist um
ltelgina nálægt miðbænum.
Skilist vinsamlegast á aígr.
blaðsins.
ÓSKILAHESTUR
Að Litla-Dal í Saurbæjarbr.
er í óskilum veturgamall hest-
ur brúnstjörnóttur, ómarkað-
ur, afrakaður og gæfur. —
Gefi réttur eigandi sig ekki
fram innan 12 daga verður
liestinum ráðstafað sent óskila
fé.
HREPPSTJÓRINN.
Húsgögn til sölu
Vegna flutnings úr bænum
verða ti! sölu í dag og næstu
daga, ýmis konar húsgögn, svo
sem borð, stólar, skápur, gólf-
teppi o. 11. Til sýnis í dag frá
kl. 2—7, og alla næstu viku
milli kl. 5 og 7, Þrastarlundi,
sími 1376.
David Proctcr.
SPILAKLÚBBUR
Skógræktarfélags Tjarnargerð-
is og bílstjórafélaganna í bæn-
um. — Félagsvist í Alþýðuhus-
inu fimmtudaginn 11. febr.
kl. 8.30. — Tvenn kvöldverð-
laun og hinni spennandi
keppni um heildafvérðlauríín
haldið áfram.
Stjórnin.
Hefi til sölu
100—200 liesta af töðu.
STEEÁN JÓNSSON,
Hallgilsstöðum.
Sími um Möðruvelli
í Hörgárdál.
ÍÞRÓTTABÚNINGAR
fyrir drengi 5—12 ára.
Verð frá kr. 87.00 til 144.00
BRYNIÓLFUR
SVEINSSON H. F.
Sími 1580
Myndarammðr
VERZLUNIN SKEMMAN
Sími 1504
Khöler-saumavél
í skáp til sýnis og sölú í
Lundargötu 11, eftir kl. 6
á daginn.