Dagur - 10.02.1960, Blaðsíða 7
D A G U R
7
Miðvikudaginn 10. febrúar 1960
Námsvtsur og
Hlutverk blómsins.
Flugur suða í sól og yl
og sækja mat í bæinn,
en blómin eiga að búa til
blessuð litlu fræin.
Öndun jurtanna.
Jurtin andar með allri sér,
og eyðir súrefni, líkt og vér,
en bætir það upp, sem betur fer.
Kolsýrunám jurta.
Laus við gný og laus við pat
þau lífsins bjarga grunni,
hin grænu korn, sem gera mat
úr grefils kolsýrunni.
f I r »5* ■ r * r A1 ■
- Striotð ! strioinu
Framhald af 5. síðu.
óllinn. „Viljið þér sjá um, að eitt-
hvert skip taki alla .lækna, sem!
tiltækir eru og sigli út með þá í
aeíingarferð snemma í fyrramál-
ið.“
Aðmírálliri'n Teitla.nefndina frá
Matapedíu. „Ekkert er eins gott
og dálítil sjóferð, ef hreinsa þarf
köngurlóarvefi úr heilanum,“
sagði hann brosandi.
Skipið, sem fara skyldi með
læknana, var tundurduflaslæðir
af Bangorgerðinni, en þeir fara
ennþá verr í sjó og velta meira
en nokkur korvetta. Tundur-
duflaslæðarinn sigldi úr höfn kl.
6 að morgni, og hann var fullur
af læknum með rauðum og gulln-
um snúrum á ermunum. Seint
um kvöldið yar komið til baka.
Snemma næsta morguns fór eg
iil foringjans, sem varðstöðu
hafði á duflaslæðinum. Eg spurði
hann, hvernig sjóferðin með
læknana hefði gengið. Hann varð
allur að einu brosi og sagðist
aldrei hafa séð neitt svipað.
„Það var troðfullt skipið af
læknum, skal eg segja þér, og all-
ir börðust um að komast út að
borðstokknum í einu til þess að
gubba. Við urðum að skipta þeim
í hópa. Svo kölluðum við fyrir-
skipanirnar:
„Fyrsti sjóveikishópur áfram
gakk! Þrjú skref fram í áttina til
borðstokksins, allir í einu, nú!
Fyrsti sjóveikishópur, snúið ykk-
ur við!
Annar sjóveikishópur, verið
viðbúnir-“
Við létum þetta eir.staka tæki-
færi ekki úr greipum ganga. Um
morguninn var Mahoney kynd-
ari kominn fremstur í biðröð, og
hann hafði skjöl sín meðferðis og
skýrslu úr dagbók skipsins um
veikir.di sín. Hann var tekinn
fyrstur inn til fyrsta læknisins,
sem mætti til starfa þennan morg
un, og sá var nú grár og gugginn
I í framan. Eftir hálftíma var Ma-
honey kominri aftur um borð, og
| hann fór að tína saman dótt sitt.
Hann var himinlifandi. Hann
sýndi okkur skjöl sín. Stimplað
var á þau stórum stöfum: „Oíær
til þess að gegna þjónustu á sjó,“
og fyrir neðan var skrifað með
óstyrki'i hendi: „Ólæknandi sjó-
veiki.“
Um kvöldið var haldin mikil
sigurhátíð í sölum Matapedíu.
Loks höfðum við fengið sjóveiki
viðurkennda. sem raunverulegan
sjúkdóm. ", ' ' * . '
Við fullyrðum ekki, að við eig-
um heiðurinn af því, sem á eftir
fór, en nægilegt er að benda á, að
þegar læknarnir eru loks búnir
að viðurkenna, að sjúkdómur sé
fyrir hendi, þá líður sjaldan lang-
ur tími áður en þeir reyna að
finna meðal gegn honum. Þegar á
árinu 1943 höfðu rannsóknar-
mennirnir framleitt blöndu af
hyoscin HBr, hyosciamin HBr og
ethyl-B-metylallylthiobarbitur-
sýru, og úr þessu varð hin fræga
pilla nr. 2—183.
Okkur, sem vorum á Matape-
díu, hefur aldrei verið veittur
neinn heiður fyrir okkar þátt í
þessum málum. En það gerir ekk-
ert til. Við erum ánægðir, úr því
að svo fór sem fór. ,
TiL SÖLU
Ford Taxí 1959. Taskifæris-
verð ef saniið er strax.
Upplýsingar gefur
Ingi Gardar Sigurðsson,
sími 2016.
Jeppi til sölu
Afgr. vísar á.
Sá var heppinn
Skúli Magnússon, kennari,
Þórunnarstræti 104, Akureyri,
hafði heppnina með sér þegar
síðast var dregið í happdrætti
DAS. Hann hreppti 5 manna
Vauxhall Victor-bifreið, ár-
gerð 1960. ,
K.A. NorðuiTandsmeist-
ari í körfuknattleik
KA, b-lið : ÍMA 44 : 41.
ÍMA : I>ór, a-lið 63 : 57.
KA, a-lið : Þór, b-lið 107 : 26.
ÍMA : Þór, b-lið 32 : 30.
A-lið KA vann mótið, sigraði alla
keppinauta sína og gerði 406 stig,
en fékk á sig 133 stig.
KA vann styttu þá, er KKFR gaf
til þessarar keþpni á sl. ári, í ann-
að sinn.
í 2. og 3. sæti voru A-lið Þórs og
ÍMA.
Fimm lið tóku þátt i mótinu.
MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIHll*
i NÝJA-BÍÓ
| Sími 1285. §
| Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 1
Næsta mynd: 1
| ZARAK [
Jólamynd Stjörnubíós. §
5 Fræg, ný, ensk-amerísk mynd |
1 í litum og CinemaScope, um j
É hina viðburðaríku ævi harð- 1
1 skeyttasta útlaga Indlands, i
i Zarak Khan. i
ÍAðalhlutverk: i
| Victor Mature,
i Anita Ekberg, i
i Michael Wilding.
i Bcnnuð innan 12 ára.
'•■•HMIIIIMIIIMIIMMIIIIIIIItlllllllMIIIIIIMIIIIIIIIilMMMM?
•IIMIMMMIMMIMMMMMMMMMlMMMMMMMIMMMMMMMIII*
| BORGARBÍÓ
I S í M I 1 5 0 0 I
i Aðalmynd vikunnar:
| SAYONARA |
E lftjög áhrifamikil og sérstak i
1 lega falleg, ný, amerísk stór7 1
i mynd í liturn og CinemaScope, i
i byggð á hinni þekktu skáld-1
i sögu efvir James A. Michener, i
i en hún hefur komið út í ísl. i
= þýðingu. — Myndin er tekin í :
I Japan.
jAðalhlutverk:
e MARLON BRANDO, !
I MHKO TAKA
□ Rún 59602107 — Frl.:
I. O. O. F. — 1402128% —
I. O. O. F. Rb. 2 — 10921081/2 — 0
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e.
h. Sálma rnr.: 287 — 291 — 141
— 304 — 433. — K. R.
Möðruvallakl.prestakall. Mess-
að á Bakka sunnud. 14. febr. og á
Möðruvöllum sunnud. 21. febr.
kl. 2 e. h.
Árshátíð ÆFAK.
er á sunnudaginn og
hefst í kirkjunni kl.
2 e. h. — Síðan verð-
ur farið niður að Hótel KEA og
setzt að veizluborði. — Félagar
mega hafa með sér gesti. Áskrift-
arlistar eru hjá Ingólfi Sverris,
Helgu Jónsdóttur og Axel Gísla-
syni. — Taflklúbburinn er
fimmtudaginn 11. febrúar. Frí-
merkjaklúbburinn mánud. 15.
febr. og Málfundaklúbburinn
mánud. 22. febr. í kapellunni.
Kveðjusamkoma fyrir þau
hjónin, Ethel og Davíð Proctor,
sem eru á förum héðan, verður
að Sjónarhæð n.k. sunnudag kl.
5 e. h. Davíð og fleiri tala. Allir
velkomnir.
Biblíulestur að Sjónarhæð í
kvöld kl. 8.30. Lesinn 11. kap.
Hebreabréfsins, „listaverkasafn
trúarinnar.“ Allir velkomnir. —
Sæmundur G. Jóhannesson.
I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall-
konan nr. 1 heldur fund fimmtud.
II. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Lands-
bankasalnum. Bræðrakvöld. —
Kaffidrykkja, góð skemmtiatriði,
dans. Systurnar sérstaklegaboðn-
ar á fundinn. Mætið vel og stund-
víslega. — Æðstitemplar.
Áheit á Hríseyjarkirkju 1959.
S. B. S. kr. 300. — Baldrún Árna-
dóttir kr. 100. — Bára Haljgríms-
dóttir kr. 50. — nefnd kr. 200. —
Guðbjörg Einarsdóttir og Þorgils
Baldvinsson kr. 300. — E. B. kr.
100. — Mathhildur Níelsdóttir
kr. 100. — Svanfríður kr. 100. —
Björn Kristinsson kr. 800. —
Unnur og Axel kr. 200. — L. S.
kr. 200. — Ónefndur kr. 50. —
Eldri hjón kr. 500. — Elsa og Sig-
urgeir kr. 400. — S. B. S. kr. 500.
— Guðrún. Jónjj kr. 100, —.
Hjónin Hámundarstöðum kr. 400.
— E. J. kr. 150. — Hjónin í
Hvammi kr. 350. — Unnur
Björnsdóttir kr. 100. — Minning-
argjöf frá Jónínu Schiöth kr.
3.000.00. — Samtals kr. 8.000.00.
Með þökkum móttekið. — Sókn-
arnefndin.
Hjúskapur. f gær voru gefin
saman í hjónaband á Akureyri
brúðhjónin ungfrú Bergrós Sig-
ríður Höskuldsdóttir frá Hesju-
völlum og Stefón Sófónías
Björnsson sjómaður, Kollugerði,
Akureyri.
Aðalfundur stangveiðifélagsins
Flúðir verður næstk. sunnudag í
Rotarysal Hótel KEA kl. 2 e. h.
Konur, ættaðaðar úr Þingeyj-
arsýslum, til heimilis á Akureyri,
biðja blaðið að geta þess, að þær
hafa mælt sér mót í Túngötu 2
kl. 4 n.k. sunnudag. Hafa þær í
hyggju að stofna til félagssam-
taka með sér og vonast til að vel
verði mætt og stundvíslega.
Auglýsingar eru fréttir, sem
ávallt eru Iesnar. Ðagur kemur
á nær hvert heimili í bænum
og næstu sýslum.
Þorrablót Starfsmannafél. Ak-
ureyrarbæjar og Landsbankans
verður haldið að Lóni laugardag-
inn 13. febrúar n.k. kl. 7.30 e. h.
Félagar, fjölmennið. Nefndin.
Austfirðingamót verður haldið
að Hótel KEA n.k. laugardags-
kvöld og hefst með borðhaldi kl.
7. Þorrablótsmatur. — Mörg
skemmtiatriði. Dansað til kl. 3. —
Miðasala er í anddyri Hótel KEA
fimmtudags- og föstudagskvöld
kl. 8—10. Sjá nánar auglýsingu í
blaðinu í dag svo og götuauglýs-
ingar.
Húnvetningafélagið á Akureyri
hefur aðalfund sinn í Ásgarði
n.k. miðvikudagskvöld. (Sjá aug-
lýsingu hér í blaðinu.)
Kvennadeild Slysavarnafél. á
Akureyri hafa borizt peninga-
gjafir: Kr. 1000.00 frá hjónum í
Rvík og kr. 300.00 frá ónefndri
konu. Þá hefur einnig borizt
1000.00 minningargjöf um Björn
Þorsteinsson, sem fórst með tog-
aranum Júlí 8. febrúar 1959, frá
foreldrum hans, Sigríði Björns-
dóttur og Þorsteini Jónssyni. —
Beztu þakkir. Sesselja Eldjárn.
Til lamaða piltsins í Hafnarfirði.
Frá Steinþóri Jensen og fjöl-
skyldu kr. 400. — Frá þrem syst-
kinum kr. 300. — Frá J. T. kr.
100. — Frá Stefáni Stefánssyni
kr. 50. — Frá Diddu,-Oddu* og
Gumma kr. 300. — Frá M. J. kr,-
50. — Frá Þ. J. kr. 100. — Frá'
Soffíu Kristjánsdóttur kr. 100.
í flóttamannahjálpina. — Frá
NNSS kr. 100.00. Kærar þakkir
P. S.
HÚNVETNINGAR
i (japanska Icikkonan, er i
varð heimsfræg fyrir i
leik sinn í þessari =
i mynd), i
RED BUTTONS.
| Textinn og lagið „Sayonara", i
i sem sungið er í myndinni, er |
eftir Irving Berlin.
i Var nýársmynd Austurbæjar- i
: bíós. É
CllMIIIIIIMIMIIIIMIMIJIIIIIIIIIIHMIIIMIItllllMIMIIMIIMMM
Vil kaupa
gamla belgmyndavél, 9x12,
helzt með tvöföldu útdragi.
SÍMI 1941.
TIL SÖLU:
Raíha-eldavél (notuð). —
Verð kr. 1.000.00. - Uppl.
í Norðurgötu 38, sími 2490.
- Glerár-þankar
Framhald af 5. síðu.
rætt. Sannleikurinn mun sá, að
sænsku verkfræðingarnir mældu
aðeins lauslega venjulegt rennsli
árinnar, eins og það lá fyrir við
mælingar þeirra ,en áætluðu svo
hitt eftir ágizkun samkvæmt
„umsögn kunnugra“ um, hve hátt
áin gengi í vexti og foráttu.
Ritstjóri „Fylkis“, Frímann B.
Arngrímsson, gerði þegar rök-
studdar athugasemdir við mæl-
ingar þessar og taldi þær vill-
andi, og m. a. hámarkstölurnar
tvær hreinustu fjarstæðu, enda
er það sennilegt. Taldi Frímann,
að Glerá myndi aldrei ná hærra
en um 10 sek/m:i í mesta vexti
með eðlilegu rennsli, þ. e. óstífl-
uð. („Fylkir“ 1921.)
Hér eru það því hæðar-hlutföll-
in og virkjunar-skilyrðin, sem
eru aðalatriðin og undirsíaða
fullrar virkjunar Glerár. Verður
vikið nánar að þessu í síðaii
hluta greinarinnar.
AÐALFUNDUR Flúnvetn-
ingafélagsins á Akureyri verð-
ttr í Ásgarði, Hafnarstræti 88,
miðvikudaginn 10. þ. m. kl.
8.30 e: h. "
Dagskrá: Venjuleg aðalfund-
arstörf og önnur félagsmál.
ÞORRABLÓT félagsins verð-
ur í Landsbankasalnum laug-
ardaginn 13. þ. m. og hefst kl.
8 e. h. stundvíslega. — Fjöl-
breytt skemmtiatriði yfir borð
um. — Húsið leggur til þorra-
nratinn að þessu sinni. — Að-
göngumiðar að þorrablótinu
verða afgreiddir á aðalfundin-
um, en vegna þess að borð eru
númeruð, er áríðandi að fólk
taki þá miðaná eða panti þá.
Félagar, fjölmennið.
STJÓRNIN.