Dagur - 10.02.1960, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 10. fcbrúar 1960
D AGUK
5
JOHN RHODES STURDY:
STRÍÐIÐ í STRÍÐINU
Sjóveiki var ekki til í Hiiium konunglega
kanadíska flota, ekki opinberlega a. m. k.,
en það varð breyting á
***** HELGI VALTYSSON
GLERÁR-ÞANKAR
við kertaljós i
ILAXÁRMYRKRI
Þetla er frásögnin um hina
lietjulegu baráttu korvettunnar
Matapedíu gegn þjáningum
óteljandi sjómanna á skipum
Bandamanna í síðari heimsstyrj-
öldinni. Það eru til fyrrverandi
skipverjar á Matapedíu, spm
eru bókstaflega vissir um, að
það hafi verið áhöfn þessa skips
að þakka, að stríðið vannst, og ef
eg hefði mátt ráða, hefði Mahon-
ey kyndari fengið heiðursmerki
fyrir hreysti. En eg var aðeins
liðsforingi úr varaliði flotans, og
þetta fór þannig, að aðrir voru
heiðraðir, þeirra á meðal lífeðl-
isfræðingurinn dr. Charles Best,
en hann átti þátt í tilkomu inn-
súlínsins 1922, og taugasérfræð-
ingurinn dr. Wilder Penfield. —
Þessir tveir menn, ásamt öðrum
ágætum vísindamönnum, fundu
upp pillu nr. 2—183.
En það vorum eiginlega við,
sem lögðum grundvöll þessa
starfs. ,
Þetta var ekki nein venjuleg
pilla. Hún varð hið þekkta sjó-
veikismeðal Hins konunglega
kanadíska flota, og hún leysti
okkur frá einni mestu and-
styggðarplágu mannkynsins. Áð-
ur en við fengum fyrstu sjóveik-
ispillurnar frá rannsóknarstof-
unni 1943, vorum við oft í mikl-
um efa um, hvor hættan væri
ægilegri í orrustunni um Atlants-
hafið, fjandmannakafbáturinn,
sem sat um okkur undir hafflet-
inum eða krampakenndar hreyf-
ingar þindanna í sjómönnunum.
Pilla nr. 2—183 læknaði marga
maga og miklar þjáningar í velt-
andi skipum og landgöngufleyt-
um, og því aðstoðaði hún án alls
efa við sigurinn.
En það, sem merkilegast má
telja við pillu nr. 2—183, var það,
að nú höfðu laeknarnir fundið
meðal við veiki, sem til þessa
tíma var ekki til, ekki viður-
kennd opnberlega. Á hinum
mörgu öldum, sem liðið höfðu
síðan mennirnir voguðu sér fyrst
út á sjóinn, höfðu læknar ætíð
fyrirlitið sjóveiki og er það
skrýtið. Þótt manneskja lægi í
koju sinni græn í framan og
stynjandi eða væri svo máttvana,
að hún kæmist ekki út að borð-
stokknum til að kasta upp, þá
var ailt í lagi með heilsuna. —
Læknisfræðilega var hún í bezta
lagi. En svo var það, að áhöfnin
á kanadísku korvettunni Mata-
pedíu tók málið að sér á hinum
dimma stríðsvetri 1941.
Matapedía var eitt af fyrstu
fylgdarskipunum, sem send voru
gegn kafbátunum á Norður-
Atlantshafi. Hún var í föstum
áætlunarferðum milli St. Johns
á Nýfundnalandi og einhvers
eyðilegs fjarðar á íslandi. (Plér
mun eflalítið átt við Hvalfjörð.)
Ferðin fram og aftur tók um
mánaðartíma. Engir læknar voru
á kanadísku korvettunum, og
þyi-ftum við á læknishjálp að
halda, urðum við að gjöra svo vel
að bíða, þar til einhver tundur-
spillir sæist af hendingu við sjón-
hringinn.
Hin nauðuga hetja þessarar frá-
sagnai', Mahoney kyndari, kom
um borð í Matapedíu í desember
1941. Hann hafði sótzt ákaflega
eftir því að komast í flotann, og
þetta var fyrsta skipið, sem hann
steig upp í. Hann var bæði
hreykinn og hamingjusamur, er
Matapedía öslaði út úr höfninni
í St. Johns, en 10 mínútum síðar
var Mahoney kyndari lagztur
fyrir og orðinn fárveikur.
Korvetturnar eru alræmdar
fyrir það að velta mikið og illa,
og mikill hluti áhafnarinnar var
sárlasinn í fyrstu, en flestir vönd-
ust veltingnum fljótt og sjóuðust.
Því var þó ekki að heilsa um
Mahoney, og við sáum brátt, að
þarna myndi líklegast vera til-
felli af ólæknandi sjóveiki.
Fyrsti meistari tilkynnti skip-
herranum, að þessi nýkomni
maður gæti ekki sinnt starfi sinu
og honum hefði verið skipað að
halda sig í bælinu.
Ferðinni var haldið áfram, og
það kom smám saman í ljós, að,
sjóveiki kyndarans var alvöru-
'mál. Er eg leit niður til hans
einn daginn, varð eg skelkaður.
Hann leit út eins og nár. Hann
hafði horazt mikið, en hann var
lítill og grannyaxinn fyrir, svo
að hann sýndist enn tærðari og
vesælli fyrir bragðið. Það var
engu líkara en hann hefði gefizt
algjörlega upp og lægi þarna og
biði eftir dauðanum.
Matapedía kom til íslands eftir.
16% sólarhring, og við lögðumst
upp að hliðinni á stóru, brezku
birgðaskipi, og þar voru nokkrir
flotalæknar innanborðs. Við fól-
um þessum læknum kyndarann
okkar, og við töldum víst, að þeir
myndu leggja hann inn á sjúkra-
deild skipsins og hafa hann þar
lengi til meðferðar og lækninga.
Eg fégg skipun um að fara um
borð í birgðaskipið og fá skýrslu
um Mahoney.
„Nú, þér komið líklega til þess
að grennslast um þennan Mahon-
ey kyndara,“ sagði læknirinn.
„Það er nú ekkert að honum.“
„Hann þjáist af sjóveiki," sagði
óg-
„Bjall! Fjöldi manns fær sjó-
veiki,“ sagði læknirinn. „Hann
verður orðinn góður eftir nokkra
daga.“
En eg var þrár. „Mahoney þjá-
ist af ólæknandi sjóveiki, herra
minn. Hann deyr áður en honum
batnar.“
„Nei, heyrið mig nú,“ sagði
læknirinn. „Eg er búinn að skoða
og rannsaka manninn þveran og
endilangan og hann er dálítið van
nærður, en það er allt og sumt.
Heilsan getur ekki betri verið.
Hjarta og lungu eru í ágætu lagi.
Eg get ekki látið hann hætta að
starfa hjá ykkur nema hafa ein-
hverja ástseðu til þess.“
Við gátum ekkert við þetta
ráðið og urðum að hafa Mahoney
áfram á skipinu, og er við héld-
um til hafs á nýjan leik, var ves-
alings maðurinn innanborðs og
varð nú enn veikari en áður.
Fyrir vestan strönd íslands
fengum við mesta fárviðri, sem
braut stjórnpallinn, og er við
nálguðumst Kanadastrendur,
fengum við skipun um að fara til
Halifax til viðgerðar. En við átt-
um aðeins eitt brennandi áhuga-
mál um borð, hver einasti okkar,
og það var að komast til Halifax
áður en Mamoney dæi.
Við vorum sannfærðir um, að
hann ætti ekki langt eftir, og'ef
sjóveikin ynni ekki á honum, þá
mynd sulturinn og magnleysið
gera það. Ferðin til Halifax var
kappsigling við dauðann, og við
sigruðum. Þá fyrst, er skipið lá
grafkyrrt við bryggju, hresstist
Mahoney svo, að hann gat nærzt
ofurlítið. Við komum honum inn
á sjúkradeild flotans í borginni,
og nú þóttumst við vissir um, að
Mahoney myndi fá annað starf í
landi. ,
Tveim stundum síðar var hann
kominn á skipsfjöl aftur.
„Hvað eruð þér að gera hér,
Mahoney?“ spurði foringinn, sem
var á verði.
„Eg fékk skipun um að fara
um borð aftur, herra,“ sagði
hinn ógæfusami kyndari. „Þeir
sögðu, að eg ætti að gegna þjón-
ustu hér á Matapedíu framvegis
eins og hingað til.“
„Nú, gátuð þér ekkert talað
við læknana?“
„Jú, herra, en þeir sögðu, að
það gengi ekkert að mér.“
Nú voru þessar fréttir færðar
skipherranum, og honum leizt
alls ekki á blikuna, því að það
var víst, að Mahoney myndi
ekki lifa af aðra sjóferð. —
Það var kallað saman til ráð-
stefnu í foringjasalnum, og það
komu þar fram ýmsar tillögur í
málinu, en þeim var hafnað, því
að þær þóttu ekki framkvæman-
legar.
Að lokum sagði eg: „Hér er í
rauninni um miklu meira að
tefla en líf Mahoneys. Hér er um
framlag okkar til stríðsins að
ræða, þetta kemur styrjaldar-
rekstrinum við, og þess vegna
getum við ekki gefizt upp á þessu
stigi málsins. Við verðum að
halda baráttunni áfram til loka.“
Við hófum áróðurinn við
neðstu þrep flotastjórnarinnar og
héldum smám saman upp eftir.
Margir háttsettir menn, sem við
ræddum málið við, voru mjög
samúðarfullir og viðurkenndu
rök okkar, en þeir sögðust allir
vera ráðalausir og ekkert geta
gert. Ef allir læknar flotans neit-
uðu að viðurkenna sjóveiki sem
sjúkdóm, þá væri þetta vonlaust
mál, því að þeir hefðu ekkert
vald til þess að fyrirskipa lækn-
unum, og það gæti enginn nema
aðmírállinn.
„Nú, jæja þá,“ sagði skipherr-
ann okkar, „við förum þá beint
til aðmírálsins.“
Eg hef oft hugsað um samtal
okkar við George C. Jones að-
mírál því að það varð til þess, að
merkum áfanga var náð í styrj-
aldarrekstri Bandamanna. Að-
mírállinn hlýddi með velvilja á
málflutning okkar viðvíkjandi
Mahoney. Eg stóð aftan við fé-
laga mína, svo að ekki bæri of
mikið á hinni einu snúru á erm-
inni, og þaðan notaði eg tækfær-
ið til þess að gera málinu gleggri
skil. Eg kvað það mjög óheppi-
legt að kanadíski flotinn væri
mestmegnis smáskip, sem ekki
hefðu rétt á því að hafa lækna
um borð. Það væri fullt af ung-
um læknum, sem berðust um
þessar fáu stöður á skipunum.
Aðeins örfáir kæmust þangað, og
nokkrir væru lánaðir á brezk
skip, en hinir, og þeir væru flest-
ir, fengju aldrei neitt tækifæri
til þess að horfa á Atlantshafið
af skipsfjöl.
Aðmírállinn sagði, að það væru
víst býsna margir læknar flotans
í Halifax um þessar mundir.
Hann lét kalla á einn foringja
sinn og fékk það staðfest. Hann
fékk m. a. s. þær upplýsingar, að
hópur lækna, sem kallaðir hefðu
verið til þjónustu í flotanum,
væri nýkominn til Toronto.
„Ágætt. hvernig eru veður-
horfurnar fyrir morgundaginn?“
„Stinningskaldi að austan,
hei'ra.“
„Gott er nú það,“ sagði aðmír-
Framhald á 7. 'siðu.
I.
Við- kertaljós.
Kertaljós er þægileg birta og
fögur. Hún truflar mann ekki né
veldur ofbirtu í augu. Hún er
mjúk og lifandi og vekur Ijúfar
og ótrúlega langdrægar bylgjur
í huga manns. í stuttu máli: Það
er gaman að hugsa við kertaljós!
Fyrst birtist manni skýrast það,
sem næst er og athyglisverðast.
Og síðan smávílckar sjóndeildar-
hringurinn, án þess þó að taka
nokkur heljarstökk hundruð
klíómetra út í geiminn.
Við kertaljós kviknar innra
með oss bjartasta ljós mann-
heima. Vort eigið sálarljós. Og
iiliiiiiiiiliiiiiiiilMMiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiitiiiirtiJi
FYRRIHLUTI |
vér verðum skyndilega víðsýnir
og skyggnir. — Það er því oft
unun að hugsa við kertaljós.
Mér dettur ósjálfrátt í hug, að
hefðu bæjarstjórnar Ak. síðustu
3—4 áratugina gefið sér stund-
ir til að hugsa við kertaljós, þá
hefðu Akureyrarbúar ekki setið
í Laxármyrkri í kvöld og skolfið
sér til hita í rúmunum — og talað
ljótt um seka og saklausa.
Er eg nú sit hér milli rrúðnætt-
is og óttu við kertaljós í Laxár-
myrkri, reikar hugur minn um
myrkvaðan bæinn og næsta ná-
grenni — eins og hann hefur gert
svo títt undanfarin 20—25 ár. Og
nú nemur hann staðar við Glerá
„litlu-góðu“, sem senn verður í
miðjum bæ, vanmetin og lítils-
virt af þeim, sem horfa yfir gler-
augun og sjá því aðeins í fjarska,
en ekki niður fyrir tærnar á
sjálfum sér.
„Glerá litla“ hefur sem sé
seytlað mér um huga frá fyrstu
árum mínum á Akureyri, og
stundum valdið þar stórstreymi
og flóði. — Enda hef eg haft
Glerárgil og Glerárdal á heilan-
um öll þessi ár!
U.
Fyrstu kynni min af Glerá.
Þegar fyrstu ár mín hér á Ak-
ureyri veitti eg því eftirtekt, að
raflýsing bæjarins dofnaði brátt
og þvarr mjög í fyrstu snjóum
um 2—3 daga, en jókst síðan
skyndilega, svo að ljósastyrkui'
varð á ný að venju, og Glerá í
sama ham og áður.
Eg spurði vin minn, sem var
Glerárdal þaulkunnugur frá fjall-
göngum og vetrarferðum, hverju
þetta sætti, og var svar hans á
þessa leið:
Jú, í fyrstu snjóum stíflaðist
áin af krapi frammi á dal og
flæddi þá út um allar eyrar. En
að nokkrum dögum liðnum væri
vatnsmagn þar orðið svo mikið,
að áin ryddi sig, og yrði þá í svip
margföld að magni.
Hamingjan góða! hugsaði eg
þegar. Hví gengur ekki mann-
fólkið hér í lið með náttúrunni
og gerh' ekki aðeins 3—4 daga
krapastíflu frammi á Dal, heldur
rækilega 12 mánaða stíflu þarna
efra, — og ef til vill víðar, — til
að safna og geyma allt það vatns-
magn, sem myndast á allt að 100
km- úrkomusvæði Glerár í hinni
óhemjumiklu snjóakistu Glerár-
dal og Hlíðarfjalli og skriðjökul-
tungum frammi á dal til við-
bótar!
Þannig mætti verða óþrjótandi
uppspretta og forðabúr mikillar
orku rétt upp af bænum í allt að
200 metra hæð. Mér var vel
kunnugt, að þannig fara menn
,að allvíða í Noregi til að tryggja
og auka rennsli aðalárinnar, sem
virkjuð er, en hefur sjálf of lítið
vatnsmagn. Með stíflum í vötn-
um cg sjálfri ánni er þá vatns-
magn hennar margfaldað svo tug-
um skiptir.
Við vinur minn ræddum þetta
oft af áhuga og alvöru. En auð-
vitað var hvorugur okkar „for-
sjón Akureyrar“ né væntanlegir
til framboðs í bæjarstjórn. Og nú
eru full 20 ár síðan. Vinur minn
fórst í slysi á unga aldri, — og eg
sit hér enn eftir með „Glerárgil“
á heilanum!
III.
Lítilla sanda, lítilla sæva o. s. frv.
í nær 15 ár hafði þá „Glerá
litla“ lýst og hreyft — og hitað
„litlu Akureyri". Vorhugur bæj-
arbúa var enn lítill, og trúin á
sjálfa sig og framtíðina enn
minni. í bæjarstjórn virtist and-
leg orka „lítilla sanda, lítilla
sæva og lítil geð guma“. Og
þannig virtist það hafa verið um
langa hríð.
Eftir langar umræður og marg-
víslegar bollaleggingar og furðu-
legustu vangaveltur var loks
„Glerá litla“ virkjuð á lægsta
þrepi árinnar 1922: Fallhæð 15—
16 m. Áætluð orka 450 h.ö. eða
um 330 kw.
Undanfarin ár frá 1918—1921
höfðu allmiklar athuganir og
mælingar farið fram á virkjunar-
skilyrðum Glerár (m, a. ísl. verk-
fræðingarnir Jón Þorláksson og
Guðmundur Hlíðdal). Og hinn
sívakandi áhugamaður og Akur-
eyrarbúi, Frímann B. Arngríms-
son, gerði bæði þar og víðar
margvíslegar athugasemdir og
mælingar. Var hann þó ótrúlega
mismetinn af stjórnarvöldum
bæjarins og blátt áfram hundsað-
ur öðru hvoru. — Síðan hefur þó
komið í ljós, eftir hans dag, að
margar hinna fjölbreyttu rann-
sókna hans og athugana voru á
fræðilegum rökum reistar, og
sumar þegar komnar í fram-
kvæmd, t. d. Sementsverksmiðj-
an.
Sænsku firma, Bille & Wijk-
mark var loks falin virkjun Gler-
ár á lægsta þrepi hennar, sam-
kvæmt áætlun og tilboði þeirra,
og var síðan verkinu lokið sam-
kvæmt þeirri áætlun. Þetta er
„gamla stöðin", Glerárstöðin
litla, sem enn starfar og hleypur
undir bagga, þegar í nauðirnar
rekur — eins langt og hún nær.
En hvorki virðist neinum hafa
komið til hugar, né til mála hafa
komið í bæjarstjórn, að auka stöð
þessa og efla, svo að hún gæti
a. m. k. verið nauðsynleg vara-
stöð bæjarins, eða jafnvel meira.
Verður síðar að þessu vikið.
í sænsku virkjunar- áætluninni
var vatnsmagn Glerár þannig
skráð:
Lágmark ........... 1.1 sek/m3
Venjulegt ......... 1.6 sek/m3
Meðal magn......... 3 sek/m3
í vexti ............40 sek/m3
í stórflóði........ 70 sek/m3
Um mælingar þessar var mikið
Framhald á 7. siðu.