Dagur - 02.04.1960, Side 8

Dagur - 02.04.1960, Side 8
8 Bagum Laugardaginn 2. apríl 1960 Ýmis tíSindi úr nágrannabyggSum Þetta er enginn kisuþvottur! Hímavaka Blönduósi 29. marz. — Hér hefst Húnavaka 2. apríl og lýkur 9. apríl. Sýndur verður sjónleik- urinn Ævintýrið undir leikstjórn Tómasar Jónssonar. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og karlakórinn Vaka, söngstjórar Jón Tryggvason og Kristófer Kristjánsson ,skemmta með söng. Gistihús Snorra Amfinnssonar gestgjafa hefur verið stækkað mjög og endurbætt. Verða hin nýju húsakynni vígð á Húnavök- unni. Þar er aðstaða orðin góð. Til dæmis verður nýr samkomu- salur, á annað hundrað fermetra, tekinn í notkun. Sá salur er tengdur öðrum sal minni er fyr- ir var. í sólbaði? Fosshóli 31. marz. — Hér er svo gott veður á degi hverjum, að mann langar helzt til að liggja í sólbaði. — Barnaskólabörnin í Kinn héldu samkomu á sunnu- daginn og sýndu 2 sjónleiki. Að- sókn var ágæt oð voru sýning- arnar endurteknar sama daginn. Kennari er Sigurður Jónsson. Vegirnir eru færir vel, en farnir að þyngjast af aurbleytu. Á föstudaginn var Rósa Guð- laugsdóttir húsfreyja í Fremsta- Felli 75 ára. ÞREIFAÐ A STAÐREYNDUM Þótt stjórnarblöðin haldi því fram, að vörurnar hækki lítið, er almenningur farinn að þreifa á staðreyndum í þessu efni, þó eru vöruhækk- anirnar ekki koinnar fram nema að örlitlu leyti. Ódýrustu bómullarvörur koma til með að hækka uin rúm 80%, skófatnaður um 40 —70%, kolin hækka um kr. 332.00 tonnið ,olíur og benzín hækka mjög verulega. Timb- ur og fleiri vörur til bygginga hækkar um 40—60%, nýir fiskibátar af meðalstærð hækka um 1 milljón kr. og þannig mætti lengi telja. — Fyrsta apríl bættist svo hinn nýi söluskattur á allar al- gengar vörur og þjónustu, undanskilin er nýmjólk, nokk- ur veiðarfæri og fáeinar rekstrarvörur landbúnaðar- ins. Hinar ósvífnu skattaálögur, vaxtahækkunin og gengisfell- ingin nema um kr. 6.500.00 á hvert mannsbarn í landinu, þegar frá eru dregnar fjöl- skyldubætur og aðrar sára- bætur stjórnarinnar. Það er mjög furðulegt, að jafnhliða stórauknum þjóðar- tekjum og þar með sívaxandi útflutningstekjum, skuli minna koma til skiptanna og lífskjörin rýrð jafn stórkost- lega og raun ber vitni. Lítið að gera Ólafsfirði 29. marz. — Trillum- ar fá lítið og ekkert. Togbátar komu á mánudaginn með 35—40 tom^. Hrognkelsaveiði er góð. — Hér er að verða snjólaust. — Atvinna er lítil ennþá. Leikfélagið sýndi Delerium bubonis í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit á sunnudaginn, og aðra sýningu hafði það hér á mánudaginn. Sýning og skólasöngur Laugum 31. marz. — Á sunnu- daginn verður sýning á handa- vinnu nemenda í Héraðsskólan- um á Laugum og þá syngja skólakórarnir. Ollum er heimilt að koma. Heilsufar er gott nú, eftir langvarandi inflúenzufar- aldur. Próf hefjast seint í næstu viku. „Aumingja Hanna“ verður frumsýnd á Breiðumýri á laug- ardaginn. Snjólítið er í Reykjadal og blóm farin að springa út í görð- um. Vegirnir hafa verið sæmileg- ir ennþá, en þó er að koma aur- bleyta sums staðar. Þrymur æfir Húsavík 31. marz. — Farið er að vinna við hafnargarðinn af fullum krafti, enda eru veður góð. Steypt verður hér hafnar ker fyrir Grímseyinga. Karlakórinn Þrymur æfir af fullum krafti og hyggst fara til Reykjavíkur í vor í söngför. Afli er lítill ennþá. Lanclanir á Dalvík Dalvík 29. marz. — M.s. Bjarn- arey landaði um 60 tonnum fiskjar sl. fimmtudag og Björg- vin um 100 tonnum á föstudag. Aflinn var ýmist hraðfrystur, spyrtur upp eða saltaður. B.b. Freyja hefur róið með línu um skeið og fiskað steinbít, fengið 5—8 þús. pund í róðri, afl- inn er unninn í frystihúsinu. Rauðmagaveiði fer minnkandi en allmargir stunda grásleppu- veiðar og lítur út fyrir góða ver- tíð, ef tíðin helzt. Verð á hrogn- um er hagstætt. Nýlokið er skíðanámskeiði, sem haldið var á vegum U. M. F. S. og barna- og unglingaskól- Ormarnir og konleklið Ormaurinn veldur frystihúsa- mönnum sífeldum áhyggjum. — Illa gengur að fá ormatíningu til landstækan fisk, en hann verður að vera 100%, og þar af leiðandi eru allt of fá frystihús með Rúss- að vera algjörlega ormalaus, eins og kunnugt er. Efitrlitsmenn sjávarafurðadeildar eru óþreyt- andi í viðleitni sinni að eggja starfsfólk frystihúsanna í barátt- unni við orminn. Nýlega kom einn eftirlitsmannanna í eitt af minni frystihúsum landsins. Við fyrstu skoðun kom í ljós, að allt of margur ormurinn slapp við að verða klipinn með töngum og dreginn úr fylgsni sínu. Eftirlits- maðurinn eggjaði nú mjög stúlk- urnar, sem tína áttu ormana, og næstu daga fundust heldur færri ormar við skoðun. Á fjórða degi fékk eftirlitsmaðurinn verkstjór- ann til að reyna nýja aðferð. Ileitið var verðlaunum, konfekt- kassa ef enginn ormur fyndist, súkkulaðipakka ef ekki fyndust fleiri en tveir og opalpakka ef ekki fyndust fleiri en fjórir. Stúklurnar epptust nú við að snyrta og tína allan daginn, en eftirlitsmaðurinn skoðaði jafn- óðum eins mikið og hann komst yfir. í lok vinnsludags voru úr- slitin tilkynnt: Enginn ormur hafði sloppið við tengurnar að þessu sinni, og stúlkurnar fengu sitt konfekt. Þetta sýnir, hvað gera má, ef tekst að vekja áhuga fólksins, og mætti vel hugsa sér að nota slíkt kerfi með nokkrum breytingum, og yrði þá að setja peninga í stað konfekts. (Frá Sjávarafurðadeild SÍS.) í gær var Slökkvilið Akureyrar að þvo kirkjuna. ("Ljósm.: E. D.). Starfsfræðsludagurinn á morgun Fulltrúar starfsgreina mæta í Barnaskólanum kl, 13.30, og þar flytur bæjarstjórinn, Magnús E. Guðjónsson. ræðu. Sjálf starfsfræðslan hefst kl. 14 á fyrstu og annarri hæð skól- ans og stendur yfir til kl. 16. í sambandi við starfsfræðsluna verða þessir vinnustaðir opnir til skoðunar: Gefjun, Iðunn, Atli, Valbjörk, Þórshamar og Hrað- frystihús U. A. Unglingar geta farið til þess- ara staða í strætisvagni frá Barnaskólanum. Merkilegl slarl Magnúsar Krisljánssonar fyrrum bónda á Sandhóium Magnús Kristjánsson, Glerár- eyrum 3, Akureyri, og oftast er þó kenndur við Sandhóla í Saur- bæjarhreppi, þar sem hann var fyrrum bóndi, vinnur nú að ný- stárlegu og merkilegu fræði- starfi. Það er fólgið í söfnun mynda og æviágrips eldra fólks í Saurbæjarhreppi og nær enn- fremur til margs af fólki, sem nú er dáið. Magnús er ljósmyndari að iðn og hefur hann safnað myndum af miklum dugnaði undanfarin ár í hjáverkum og þekkir vel sögu og ættir í Eyjafirði framanverðum. Þetta mál hefur tvisvar sinn- um komið til umræðu á aðal- fundi Kaupfélags Eyfirðinga, án þess að félagið hafi tekið afstöðu til þess eða lofað fyrirgreiðslu. Dagur fékk að líta á safn Magn- úsar nú um helgina og er þar fróðleikur saman kominn, sem verður er þess að geymast en glatast ekki. Þá er myndasafnið hið merkilegasta. í þessu safni eru 250 manna- myndir, flestar úr Saurbæjar- hreppi og æviágrip með flestum þeirra. Verður þetta ómetanlegur fjársjóður þegar frá líður. Sennilega hefur Magnús Krist- jánsson ekki bölmagn til þess að gefa hið myndskreytta æviágrip þeirra Saurbæjarhreppsbúa út í bókarformi. Væri þá vel, að fleiri kynntu sér þessa söfnun, ef af því leiddi sá áhugi almenn- ings, er nægði til þess að ein- staklingar eða félög réttu hjálp- arhönd við útgáfuna og ennfrem- ur meiri söfnun slíkra gagna. Þyki mönnum það nokkurs vert, að eiga myndir af eldri kynslóðinni, er myndaplötusafn Magnúsar mikils virði. Og þá væri 'líka eðlilegt, að söfnun ljós- mynda væri hafin í fleiri hrepp um sýslunnar og af mörgum sjálfboðahðum. Innan fárra ára munu margar, eða jafnvel flest- ar ljósmyndir, sem Magnús hef- ur tekið eftir, verða úr sögunni Eftir kl. 16 verða kvikmynda- sýningar í skólanum. Börn innan 12 ára munu ekki eiga erindi á starfsfræðsludag- n. En eldri ungmenni eru hvött til að sækja hann og not- færa sér fræðsluna. ,0ÐAVERÐB0LGAN4 SFjárlögin voru r^gtreidd ú Alþingi á þriðjudaginn. Þau eru þriðjungi hærri en þau hafa verið hæst áður. Þó eru framlög til verklegra fram- kvæmda hlutfallslega minni en áður og er það óhugnan- legt tákn íhaldsstefnunnar, að hið opinbera kippi að sér hendinni í aðstoð sinni við uppbyggingarstefnu þá, sem farin hefur verið síðustu ár og áratugi. Hið mikla raup fjármála- ráðherra um sparnað, sem frægt varð í útvarpsræðu hans um fjárlögin í vetur-, hefur orðið sér til liinnar mestu háðungar í framkvæmd, því að hvergi nokkurs staðar örl- ar á sparnaði — nema í opin- berum stuðningi við fram- kvæmdir og uppbyggingu. — Stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er óðaverð- bólgustefna og svikastefna við allt, sem lofað var fyrir kosningar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.