Dagur - 27.04.1960, Side 1

Dagur - 27.04.1960, Side 1
..........—..............’’11.."\ Mái.(,a<;n Fra msöknarmanna Ritst jóri: Kruníajr Davíðsson Skritstofa í Hatnárstrati 90 SÍMI 1 16<) . Srtningu og trtntun ANN'AST PrKNTVKKK Od»S H jÖrn.ssonar II.v. Akuuevui <........ .....................^ Dagur XLIII. ár§f. — Akureyri, miðvikudag-inn 27. apríl 1960 — 21. tbl. r ... mmmmrnm ' "l AUCÍ.ýSINGASTJÓRI: JÓN SAM- ÓELSSO.N . ÁRGANGURINN KOSTAR kr. 100.00 . Gjalddaci er 1. JÚLÍ Bi.adib kkmur út á midvikuoög* UM tx; Á LA ugar dógu m }>KGAR ÁSr.LDA I>VKIR TIL s.. .............................^ Á Skákþingi Akureyrar, sem hófst 9. marz, varð Kristinn Jónsson sigurvegari, hlaut vinning. Kristinn Jónsson. Næstir urðu Júlíus Bogason með 8Vz og Jóhann Snorrason með 7. Steingr. Bernharðsson og Olafur Kristjánsson höfðu 6V2 vinning hvor. Ein skák, Jóhanns Snorrason- ar og Antons Magnússonar, er ótefld ennþá, en hún breytir ekki röðinni í fyrstu sætunum. Ktistinn Jónsson er því skák- meistari Akureyrar 1960. Kristinn varð líka hæstur á Hraðskákmóti Akureyrar, sem haldið var á sunnudaginn. — Hann og Júlíus Bogason fengu að vísu jafna vinningatölu, 15V2 hvor, en Kristinn sigraði í úr- slitaskák við Júlíus. Haraldur Ólafsson hlaut 12% vinning. — Næstir urðu og jafnir Jón Ingi- marsson og Steingrímur Bern- harðsson með 12 vinninga. BÁTUR FRÁ ÓLAFSFIRÐIFÓRST og með honum einn maður, Axel Pétursson I>að bar við í Olafsfirði á föstudaginn, að Axel Pétursson ætlaði til Grímseyjar, einn á trillubátnum Krstjáni Jónssyni. Hann lagði af stað kl. 11 um kvöldið og hefur ekki komið fram, en brak þykj- ast menn hafa fundið úr bátnum. Axel Pétursson ætlaði að hafa samflot við bátana Ugga og Onnu, en fór á undan þeitn. Logn var en brim. Leit hófst á laugardag á sjó, og sjúkraflugvélin á Akurcyri tók einnig þátt í leitinni og sást úr henni brak nokkurt á Sýrdalsfjör- um. En þangað varð ekki komist vegna brims árdegis í gær, er blaðið hafði tal af Birni Stefánssyni í Ólafsfirði. Talið er fullvíst, að báturinn hafi farizt og með honum Axel Pétursson. Axel var rúmlega fimmtugur og lætur eftir sig konu og 6 börn. Hann var óvenjumikill vaskleikamaður. Frá Skipasmíðastöð KEA á Oddeyri. Hér er verið að lyfta yfirbyggingu á hið nýja skip Hall- dórs Jónssonar í Ólafsvík. Það á að verða tilbúið fyrir síldarvertíð í suniar. ("Ljósm.: E. D.). Sj óréttarráðstefnan í Genf reyndist ekki megnug að leysa verkefni sín Engin tillagan hlaut nægilega mikið fylgi tilþ ess að öðlast gildi, eða tvo þriðju atk\ æða Mikil átök urðu á sjóréttar- ráðstefnunni í Genf, þegar allar aðaltillögur hinna 88 þjóða, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni, um landlielgi- og fiskveiðitakmörk, voru komnar fram. Sú tillaga, sem mestu fylgi átti að fagna, var sameiginleg tillaga Kanada og Bandaríkj- anna um 6 mílna landhelgi og 6 mílna fiskveiðilandhelgi að auki. Sú tillaga fól einnig í sér Síðasti Bændaklúbbs- fundurinn á þessu vori verður haldinn að Hótel KEA mánudagskvöldið 2. mai næstk. kl. 9. — Fundarefni: SAUÐ- FJÁRRÆKTIN. Fruminælandi verður Páll Zúphoníasson, bún- armálastjóri. svokölluð „söguleg réttndi", þ. e. réttindi til handa þjóðmn, að halda áfram veiðum næstu 10 árin á ytri 6 mílunum, ef þær hafa stundað þær veiðar í 5 ár eða lengur fyrir 1958. Þessi tillaga hlaut 50 atkvæði, 28 á móti, en 4 sátu hjá. Hún hlaut því ekki hina tilskildu svo þriðju hluta atkvæða til að öðlast gildi. Viðaukatillaga íslenzku sendi- nefndarimiar við tillögu Kan- ada og Bandaríkjanna var þess efnis, að hvert það ríki, sem að yfirgnæfandi leyti er háð fisk- veiðum, skuli undanþegið ákvæðunum um hinn „sögulega rétt“, en gerðardómur sérfræð- 35555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555S5552 VÍTA RÍKISSTJÓRNINA Þann 19. þ. m. mættu hátt á annað hundrað bændur á fundi að Hólmavaði, sem Búnaðarsamband Suður- Þingeyjarsýslu boðaði til. — Fundarstjóri var Hermóður Guðmundsson, fundarritarar Baldur Baldvinsson og Steingrímur Baldvinsson,' en Valtýr Kristjánsson hafði framsögn í aðalmáli fundar- ins. Ræðumenn voru 20 og um- ræður fjörugar. Samþykktir fundarins eru birtar á fjórðu síðu í blaðinu í dag. Fram kom tiliaga um að fundurinn lýsti yfir siðferði- legiun stuðningi við verka- lýðinn, ef til verkfalls kem- ur í kjördætninu. Fundurinn felldi tillöguna og vildi ekki fyrirfram taka afstöðu til slíkra aðgerða. inga Sameinuðu þjóðanna skera úr inn það, hvaða þjóðir skuli hljóta undanþáguna. Þessi til- laga var einnig felld. Með henni greiddu atkvæði 25, en 37 á móti, 26 sátu hjá. Tíu ríkja tillagan hlaut 32 at- kvæði, en 38 mótatkvæðl, 1S sátu hjá. Ekki þykir ástæða til að rekja þessar atkvæðagreiðsl- ur frekar. Hinni miklu ráðstefnu lýkur sennilega mjög bráðlega, án þess að hún hafi leyst þau verk- efni, sem fyrir lágu. íslenzka viðaukatillagan, er fulltrúar okkar í Genf urðu ekki ásáttir um, hefur vakið mikla athygli. Eílaust var hún flutt af lieilum hug. En hvers konar frávik frá óskoruðum rétti okkar til 12 mílnanna, svo sem að gangast undir gerð- ardóm, veikti aðstöðu okkar. Að sjálfsögðu getum við harmað, að aðultillaga íslands um óskoraða 12 mílna takmörk- un náði ekki fram að ganga. — Hið eftirsóttasta féll okkur ekki í skaut. En það næstbezta virð- ist hafa fengist, þ. e. ekkert sam komulag. Við höfum þegar 12 sjómílna fiskveiðitakmörk og höfum haft þau í nær tvö ár. — Þau haía í framkvæmd öðlast samþykki allra þjóða, nema Breta. En ólíklegt er talið, að þeir sendi á ný vopnaða bryn- dreka til veiðiþjófnaðar í ís- lenzkri landhelgi, þótt um það verði ekkert fullyrt. I KARLAKOR I I AKUREYRAR | Karlakór Akureyrar varð 30 ára í vetur. Hann hélt afmælis- konsert í Nýja-Bíó á Akureyri á föstudaginn og endurtók hann á sunnudaginn. Söngstjórar voru þeir Áskell Jónsson og Áskell Snorrason, en undirleikari Kristinn Gestsson. Einsöngvarar voru Jóhann og Jósteinn Konráðssynir. Söngnum var ágætlega tekið og varð kór og einsöngvarar að endurtaka mörg lögin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.