Dagur - 11.05.1960, Page 1

Dagur - 11.05.1960, Page 1
/•.............. Mái.c,a<;n Fhams6knarmanna RriNTjÓRt: Em.iNfit.fR Daví»s.son SKRtFSTOJ'A í l íAl'NARSTR-í'TI 90 SÍMJ 1 i()<) . Setníngu og prentun annast Prentverr Ö0DS Hiöknssonau H.r. AKtmEvuj s.....................^ XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 11. maí 1960. — 24. tbl. /..........................11111 'Tln T AuCir.VSlNGASTJÓRi: fÓN Sam- ÚF.LSSOS . ÁrOANCíURINN KOS J AR KR. i00.00 . GJ Al.DOAGÍ ER 1. JÚU HuAOJÖ KKMUR ÚT A MtÐVIKUDÖG- UM OG Á J.AtJCARDÖGUM i>ECAR ÁST.EÐA I>VKJU TIL Nýr hótelstjóri a Hótel KEA Nýr hótelstjóri hefur nú tek- ið að sér forstöðu á Hótel KEA á Akureyri. Hann heitir Geir Andersen, ungur maður, sem þó hefur unnið nokkuð lengi á hótelum og síðustu 2 árin verið við nám á hótelstjóraskóla í Sviss. Sveinbjörn Pétursson, sem anazt hefur rékstur hótelsins í vetur, verður yfirmatreiðslu- maður eins og hann var áður. Utlit er fyrir mikinn straum ferðamanna í sumar, meiri en nokkru sinni áður. í því sam- bandi hefur hótelið búið sig undir að geta tekið á móti mun fleira ferðafólki en húsrúm er fyrir í hótelinu sjálfu, með því að leigja húsnœði úti í bæ. Kiljan verður viðstaddur síðustu | r z sýningu Islandsklukkunnar Um síðustu helgi var sýning- um á íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness lokið. Leikfé- lag Akureyrar óx af þessu verk efni og það var bænum til sóma, að einmitt Leikfélag Ak- ureyrar treysti sér til að svið- setja þennan sjónleik, eitt allra leikfélaga landsins. Þjóðleik- húsið eitt hafði fært íslands- klukkuna á svið. Halldór Kiljan Laxness. Venja er það, að frumsýning hvers sjónleiks er eins konar. viðhafnarsýning, og þá er höf- undurinn viðstaddur, ef því verður við komið. Á frumsýn- ingu ganga leikarar og leik- stjóri, og að sjálfsögðu einnig höfundur, undir próf leikhús- gagnrýnenda, svo og alls al- mennings. Að þessu sinni dvaldi höfund- urinn erlendis þegar leiksýn- ‘ ingar hófust hér. Nú er hann kominn heim og hefur það ráð- izt, að hann skryppi hingað norður um helgina og yrði við- staddur allra síðustu sýninguna nú um helgina. Ekkert veit blaðið hvað verður þá til há- tíðabrigða meira en við fyrir- farandi sýningar, umfram það að höfundurinn verður við- staddur. En líklegt má telja, að þar verði ávörp flutt og að skáldið ávarpi viðstadda leik- húsgesti. Verður þá síðasta leiksýning- in eins konar viðhafnarsýning og má ætla, að aðsóknin verði svo mikil, að slegizt verði um hvern aðgöngumiða. Sólin vermir víkur og voga hinnar norðlægu eyjar. (Ljósm.: E. D.). Um velluúlsvar og rvillu' Seðlabankans Samþykktar samHljóða á aðalfundi K. Þ. Á aðalfundi Kaupfélags Þing- eyinga, Húsavík, kom fram eft- irfarandi tillaga frá félags- stjórn: „Aðalfundur K. Þ., haldinn í Húsavík 5.—6. maí 1960, lýsir yfir eftirfarandi út af stjórnar- frumvarpi, sem liggur fyrir Al- þingi, til breytingar á lögum um útsvöi'. Veltuútsvar er mjög var- hugavert áiöguform, af því að það miðast hvorki við eignir né afrakstur. En jafnvel þó að ekki kunni að þykja hægt að komast hjá því, eins og sakir standa, að leyfa veltuútsvar í sumum greinum, réttlætir það á engan hátt þá fjarstæðu og rang- sleitni, sem í frumvarpinu felst, að lögbjóða að leggja skuli veltuútsvar á heildarsölu hvers konar vöru, — engar ís- lenzkar framleiðsluvörur und- anskyldar né nokkur sölustig, — svo og á vinnu og þjónustu „jafnt hjá félagsmönnum og ut- anfélagsmönnum, ef um sam- vinnuféölg er að ræða.“ Bera þau ákvæði og fleiri í frumvarpinu vott um hróplegt skilningsleysi á aðstöðu sumrar framleiðslu og samvinnusam- tökum almennings í verzlun og viðskiptum. Skorar fundurinn á alla þá alþingismenn, er telja sig sam- vinnumenn, að koma í veg fyr- ir að þessi og þvílík ákvæði verði lögleidd.“ Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Eftirfarandi tillaga kom fram á aðalfundi K. Þ. frá félags- stjórn og var samþykkt sam- Bændur mótmæla þvír að verða skattþegnar bæjarfélaganna Á ársfundi Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga 4. maí sl. var einróma samþykkt eft- irfarandi tillaga Helga Símon arsonar á Þverá: „Ársfundur Mjólkursamlags KEA, haldinn á Akureyri 4. maí 1960. mótmælir eindregið þeim ákvæðum frumvarps um bráðabirgðabreytingu á lögum um útsvör nr. 66/1945, sem ætl- að er að heimila álagningu veltuútsvars á viðskipti sam- vinnufélaga við félagsmenn sína. Fundurinn bendir á, að eftir eðli málsins sé arður samvinnu félags af- viðskiptum við félagsr menn engan veginn sambæri- legur gjaldstofn við hagnað einkafyrirtækis, enda hefur þetta verið viðurkennt í lögum, sem nú gilda um beina skatta hér á landi. Þá bendir fundurinn enn- fremur á, að veltuútsvar af framleiðsluvörum bænda hlýt- ur að lækka tekjur þeirra, og er því með slíku veltuútsvari beinlínis verið að skattleggja landbúnaðarframleiðsluna til hagsbóta fyrir bæjarfélögin, og skorar ■ því fundurinn á hæst- virt Alþingi að fella úr frum- varpinu þau ákvæði, sem heim ila álagningu veltuútsvars á fé- lagsmannaverzlun samvinnu- félaga.“ í fyrirsögn síðasta blaðs af fundi þessum féll niður lína um meðalverð mjólkurinnar til framleiðenda, það var kr. 3.58V2 hver lítri, meðalfita var 3.619 og reksturs og sölukostnaður varð 66.94 aurar á lítra, sem er 7 aura hækkun frá árinu 1958. „Aðalfundur K. Þ„ haldinn í Húsavík dagana 5.—6. maí 1960," mótmælir sem freklegri frelsis- skerðingu og þjóðhagslegri villu, þeirri ákvörðun Seðla- bankans, er hann hefur bréf- lega tilkynnt K. Þ. að innláns- deild félagsins skuli skila bank- anum til bindingar hluta a£ því fé, er félagsmennirnir afhenda Framhald á 6. siðu. Tveir 15 ára piltar hætt komnir á smábát Á mánudaginn bar það við að tveir 15 ára piltar hér í bæ fengu sér bátkríli að láni og reru austur frá Oddeyri. Aust- an við miðjan álinn hvolfdi far- kostinum og gátu piltarnir ekki komið honum á réttan kjöl. — Lögðust þeir þá til sunds aust- ur yfir og köhuðu á hjálp. Köll- in heyrðust austur yfir fjörðinn og einnig heyrðu menn, sem voru að vinna í Slippstöðinni h.f. til þeirra, og var nú skjótt við brugðið. Fyrstir urðu piltar frá Akureyri, staddir austan fjarðarins, og drógu þeir< hina ólánssömu um borð og reru með þá til lands. Þeim var síð- an hjúkrað í Litla-Hvammi, hresstust þeh’ fljótt og voru fluttir heim til sín um kvöldið. Piltar þessir hefðu alls ekki komst á sundi til lands, annar þeirra gat t. d. ekki losað sig við sjóstígvélin og var af þeirri orsök lítt fær um langt sund, enda var af þeim dregið. Það er heppni að þakka að þetta sjó- ferðarævintýri endaði ekki með hinni mestu hörmung. Hér er sérstaklega frá þessu sagt til viðvörunar, og bát þennan ætti ekki að nota á djúpu vatni, svo ófullkominn, sem hann er sagður vera.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.