Dagur - 17.08.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 17.08.1960, Blaðsíða 1
Mál<;a<;.\> 1'kamsöknarmanna R rsrjóRi: Eki.íngur Davíbsson SKRIKSTOI-A i HAFNARSTR.T'it 90 Sf'.ij HtiG . Sltni\(.u <x. rrentun A.NNAST Pltl.NTVERK OlJDS . Bjornssonar h r. Akurf.vri Dagu XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn. 17. ágúst 1960 — 37. tbl. Auc.i.vsinuastjöri: Jón Sam- ÚEI.SSO.N . ÁRCANGURINN KOSIAK KR. 100.00 . C j AI.DOAta F.R 1. jút.í Blaðiu kemur ú r Á MÍBvikuoör.- UM Ot'. Á I AUf.ARDÖCtlM I'K<;ar Ásr.niA iáykir th. IIIIIIIII1111111111111111111 III II ■■ iiiiiiimmiiimii mmmmmmii iiiiiiiiiimimiiiA ásam- ningaviðræður við Breta um landhelgina Ekkert annað en einbeittur þjóðar- vilji getur komið í veg fyrir háska- legt undanhald ríkisstjórnarinnar Þessar ungu og fallegu stúlkur eru tölvert mömmulegar með litlu barnavagnana sína. — (Ljósmynd: E. D.) 'iiiiiMiiiiiiiiiimimmmiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmm immmmm* Hinn 10. ágúst sl. gaf íslenzka utanríkisráðuneytið út svo- Ijóðandi fréttatilkynningu: „Ríkisstjórn Bretlands hefur farið þess á leit við ríkisstjórn íslands að teknar verði upp við- ræður þeirra í milli um deilu þá, sem er um aðstöðu brezkra fiskiskipa á íslandsmiðum. Þar sem íslenzku ríkisstjórninni virðist einstætt að kanna beri til hlítar öll úrræði, sem koma mættu í veg fyrir áframhald- andi árekstra á íslandsmiðum, auk þess sem vinna þurfi að framgangi ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, hefur hún tjáð sig reiðubúna til slíkra við- Sýning listaverka i Gagnfræðaskóla Ak. Listasafn ríkisins, Menntamálaráð og Akureyr- arkaupst. tóku höndum saman um þessa nýjung Af þeim dýrmætu listaverk- um þjóðarinnar, sem Mennta- málaráð hefur keypt og tilheyra Listasafni ríkisins, er aðeins lítill hluti til sýnis, en mestur hlutinn í myrkum g'eymlustöð- um hér og þar í höfuðstaðnum og engum til yndis, meðan þau dvelja í þeirri vist. Allir sjá, hve fráleitt þetta er, svo fremi að listaverkin séu einhvers virði og skal það ekki í efa dregið. Listaverk gleðja ekki auga, göfga engan né þroska á meðan þau rykfalla í læstum kjöllurum. En þjóðin hefur goldið þau, á þau og þarf að njóta þeirra. Og ekki eru listaverk Listasafns ríkisins nein séreign Reykvíkinga, held- ur þjóðarinnar allrar. Með allt þetta í huga og trú á því að Norðlendingum væri það nokkurs virði að fá svolítinn hluta málverka og höggmynda hingað norður, kvaddi Jónas Jónsson frá Hriflu sér hljóðs og reifaði málið og síðan fleiri hér í blaðinu. Ekkert annað Frarnhald á 2. siðu. ræðna, jafnframt því, sem hún hefur ítrekað við brezku stjórn- ina, að hún telur ísland eiga ótvíræðan rétt að alþjóðalögum til þeirrar fiskveiðilögsögu, sem ákveðin hefur verið.“ Með þessari ákvörðun ís- lenzku ríkisstjómarinnar, hefur hún hopað á hæli og gugnað fyrir hótunum Breta. íslending- ar hafa hafnað viðræðum um landhelgismál við brezk stjórn- arvöld um tveggja ára skeið, eða allt frá því að hin nýja 12 sjómílna fiskveiðilögsaga tók gildi, 1. sept. 1958, og um það atriði voru ekki skiptar skoðan- ir. En fyrir gildistöku hinnar nýju fiskveiðilögsögu hafði einn stjórnmálaflokkur á landi hér þá sérstöðu, að vera hálf opin- ber vopnabróðir brezkra útgerð- armanna í þessu stórmáli. Það var Sjálfstæðisflokkurinn. — Brezkir andstæðingar hinnar stækkuðu fiskveiðilögsögu gátu því miður vitnað í íslenzkt blað til stuðnings sínu máli. Þeir vitnuðu í Morgunblaðið sér til framdráttar. PRESTK0SNIN6AR Á AKUREYRI I HAUST Séra Kristjón . Róbertsson sóknarprestur á Akureyri hefur sagt af sér störfum og fengið lausn frá embætti frá 1. okt. að telja. En hann héfur verið fra störfum síðan í apríl í vor vegna heilsubrests. Embættið hefur nú verið aug- lýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 20. sept. — Prestkosning verður sennilega um mánaðarmótin sept.—okt. Kunnugt er um fyrsta umsækj- andann, og er það séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sóknar- prestur á Hálsi. Sennilega verður prestsemb- ættið hér nokkurt keppikefli, Nú fer Sjálfstæðisflokkurinn með stjórn landsins, og hafa heilindi hans í þessu máli stundum verið dregin í efa og því meira, sem lengra leið og ekki eingöngu vegna franr- komu sinnar fyrir 1. sept. 1958. í Genf var íslenzkum málstað stefnt í voða með vanhugsuðum tillöguflutningi, sem fól í sér verulegt frávik frá ákvörðun- Framhald á 2. siðu. 111111111111111111 niiiiiH þótt presta vanti á nokkrum stöðum á Norðurlandi, svo sem í Grímsey, Breiðabólsstað í Vestur-Hópi og Æsustöðum í Húnavatnssýslu. Akureyringar sakna séra Kristjáns Róbertssonar, sem er virtur kennimaður og borgari og mjög vinæll. KOSTAl YÖL | Eitt af stuðningsblöðum nú- § verandi ríkisstjórnar birti 1 fyrir stuttu kafla úr skýrsl- | um Landsbankans fyrir árið j 1959 og bætir svo við frá É eigin brjósti: É „Geta menn af þessum I ; köflum áttað sig nokkuð ó É | því, AÐ NÚVERANDI | i RÍKISSTJÓRN ÁTTIÉ | ENGRA KOSTA VÖL ANN- \ ARIIA EN TAKA MÁLIÐ j ; FÖSTUM TÖKUM OG É i HÆTTA AÐ LJÚGA AÐ j SJALI RI SÉR OG FÓLK- É | INU, AÐ ALLT VÆRI í j | RAUNINNI VANDALÍTIÐ.“ j Hvernig sem menn velta I ; þessum vitnisburði fyrir sér, j ; ber hann ljósan vott um það | ! hugarfar, sem einkennir j ; starfsaðferðir Sjálfstæðis- ; ; flokksins. Sá flokkur hikar ; ; ekki við að sniðganga sann- j ; leikann, nema hann sé ; j neyddur til og eigi „engra j ; kosta völ nema að hætta að ; j ljúga að sjálfum sér og fólk-; Efra-Sogsvirkjuniii tekin til fullra starfa Nefnd Steingrímsstöð og kostar 170 milljónir króna Helgi Sæmundsson, form. Mcnntamálaráðs. Fyrir skömmu fór fram vígsla mannvirkjanna við Efra-Sog. Undirbúningur þeirrar virkjun- ar hófst 1951, en samningar um vélakaup voru gerðir 1957 og þá hófust framkvæmdir. í desember í fyrra var fyrri vélasamstæðan tekin í notkun. síðan hefur verið unnið að stýflugerð í Þingvallavatni og öðrum framkvæmdum. Stofnkostnaður, miðað við 1. júní sl., var 169 millj. og 900 þús. krónur. Þar af nam er- lendur kostnaður nær 63 millj. Allar rafstöðvarnar við Sog, þrjár að tölu, gefa til samans um 100 þús. hestöfl, en talið er, að á öllu landinu séu aðeins framleidd um 150 þús. hestöfl og er það lítið brot þeirrar orku, sem enn er óbeizluð í fallvötn- um hér á landi. Raforkumálin voru í höndum Framsóknarmanna, þegar stór- átakið, sem miðað er við raf- væðingu landsins alls, hófst með undirbúningi og fram- kvæmd 10 ára rafvæðingarinn- ar, þótt framkvæmdir hafi dapr- ast um sinn í meðferð Sjálfstæð- isflokksins í núverandi stjórn- artíð. Sennilega verður Sogið full- virkjað á næstu árum og bætast þá 40 þús. hestöfl við. En allt eru þetta áfangar í orkuframleiðslu til daglegra þarfa. Brátt munu stórvirkjanir á dagskrá og koma þá helzt til greina Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum. Fyrr en varir verða teknar þýðingamiklar ákvarðanir í þessu efni og þurfa Norðlend- ingar að vera vel á verði, þegar valið verður. Samkvæmt þeim rannsókn- um, sem fram hafa farið, yrði orka frá Jökulsá svo ódýr, að stóriðnaðui', á henni, byggð, ætti að vera samkeppnisfær á heimsmarkaði. í tveim orkuverum nálægt Dettifossi segja fróðir meim hægt að fá fjórum sinnum meiri orku, en úr Soginu fullvirkj- uðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.