Dagur - 17.08.1960, Blaðsíða 5
4
5
Baguk
OPINBER RANNSÓKN
NAUÐSYNLEG
GENGISBREYTINGIN í vetur var
við það miðuð, að sögn stjórnarflokk-
anna, að með henni fengist öruggur
rekstursgrundvöllur fyrir vélbátaút-
gerðina á vetrarvertíð. Mcð fram-
kvæmd hennar áttu uppbætur á út-
fluttar sjávarafurðir að falla niður og
vélbátaútvegurinn átti að hafa svipað-
an eða betri rekstursgrundvöll, eftir
breytinguna, en hjá nálægum fisk-
veiðiþjóðum.
En brátt Iá það Ijóst fyrir, við sam-
anburð á því verði, sem fiskiðnaðar-
stöðvarnar greiða útvegsmönnum hér
á landi og t. d. í Noregi, að hlutur ís-
lenzkra var mun lakari. — ÞANNIG
NAM VERÐMISMUNUR Á ÞORSKI
ALLT UPP í 82% og á síld enn meiri
verðmunur talinn.
Hér er um svo stórfellt ósamræmi
að ræða, að opinber rannsókn er nauð-
sjmleg, svo að hreinlega fáist úr því
skorið hver orsökin er. Hinn mikli
verðmunur er opinber orðinn. En þeir
aðilar, sem gleggst mega um mál þetta
vita og ættu að gefa fullar skýringar,
hafa ekki gert það.
Áður en síðasta Alþingi var slitið
kom fram tillaga um að mál þetta yrði
falið sérstakri rannsóknarncfnd. —
Stjórnarliðið felldi tillöguna og hefur
þar með tekið upp þá stefnu opinber-
lega, að vera á móti því að mál þetta
verði tekið undir opinbera rannsókn.
Um fátt er meira talað en hið dular-
fulla ósamræmi milli fiskverðsins hér
á landi og í nágrannalöndunum. Og
fiskverðið hefur að sjálfsögðu mjög
mikil áhrif á efnahag manna og lífs-
kjör öll í landinu. Á það hefur verið
bent til réttlætingar hinu óhagstæða
fiskverði, sem útvegurinn fær hér á
landi, að mikið af fiskinum sé
skemmdur nctafiskur og ekki mjög
verðmæt vara. Sú skýring er þó ekki
nægileg, því að okkar „allavega" fisk-
ur selzt fyrir svipað verð og fiskur sá,
sem Norðmenn veiða, hvað sem síðar
kynni að verða, ef vöruvöndun hér á
landi yrði ábótavant um árabil, svo
sem nú er talið vera.
í sambandi við hina miklu óánægju,
sem nú ríkir hjá hinum einstöku sölu-
samtökum fiskiðnaðarins, er rétt að
benda á, að nauðsynlegt er, að full-
trúar sjómanna og útgerðarmanna
fengju tækifæri til að fylgjast með
feölukostnaði og allri tilhögun við
vinnslu og sölumeðferð sjávarafurð-
ana, svo að þcir geti fullvissað sig um,
hvað þeim ber að fá í sinn hlut. f því
sambandi má minna á sölu landbúnað-
arvara, sem er undir smásjá „sex-
mannanefndarinnar“, sem skipuð er
af hálfu bæði framleiðenda og neyt-
enda. Þessi nefnd f jallar meðal annars
um kostnað við mjólkurvinnslu, kostn
að við slátrun í sláturhúsum o. s. frv.
Um þetta efni hefur Helgi Bergs
varpað fram þessum spurningum:
„Hvað verður um mismuninn (mis-
mun fiskverðsins í Noregi og á ís-
landi), á hvaða stigi kemur hann
fram. Gloprast hann niður í óþarfa til-
kostnað við vinnslu eða sölu, eða er
hér kannski um að ræða falda mis-
skiptingu teknanna í stærri stíl en
menn hafa áður gert sér Ijóst?“ —
Þessum spurningum er enn ósvarað,
en þeim verður að svara.
Kristilegf æskulýðsmól að Löngumýri
Undanfarin sumur hefur
verið rekið sumarbúðastarf að
Löngumýri í Skagafirði á veg-
um þjóðkirkjunnar, og svo er
enn í sumar.
Forstöðukona húsmæðraskól-
ans og eigandi Löngumýrar,
fröken Ingibjörg Jóhannsdóttir,
hefur sýnt mikinn áhuga ,að
gera kleift að reka slíkt starf.
Hún hefur lánað skólann fyrir
lítið gjald og alltaf verið boðin
og búin til að greiða fyrir starf-
inu sem mest og bezt. Áhugamál
hennar er, að kristilegt starf sé
rekið að Löngumýi'i. Hún hefur
fórnað miklu til að slíkt hafi
verið hægt. Og á kirkjan frk.
Ingibjörgu mikið að þakka fyrir
hennar óeigingjarna starf.
Annars má segja, að saga
Löngumýrarskólans sé ævintýri
líkust. Af stórhug og miklum
dugnaði hefur frk. Ingibjörg
byggt upp skólann og hefur
hann vaxið og dafnað undir
stjórn hennar. Og vinsældir
skólans eru alkunnar. Margar
ungar stúlkur hafa hlotið þar
menntun sína í húsmæðrafræð-
um og minnast þær skólans með
hlýhug og þökk. Og þó að ef til
vill væri ekki allt fullkomið á
nýtízkumælikvarða í ýmsum
aðbúnaði, einkum fyrstu árin,
þá var hlýjan, sem mætti þeim,
vináttan, sem þær bundust,
meira virði.
Alltaf stendur frk. Ingibjörg í
stórræðum. Þegar hún hefur
lokið við eina framkvæmdina
byrjar hún á annarri. Að vísu
fær hún einhvern styrk frá því
opinbera, en að mestu leyti
verður hún að standa straum af
þessu ein. Mai'gt þarf að athuga
og framkvæma.
Fyrir nokkrum árum var leitt
kalt vatn í skólann. Leiðslan var
á 3ja km.
Nú á að fara að leggja heitt
vatn, hitaveitu, í skólann frá
Varmahlíð. Leiðin mun vera
nær því 2 km. Og áætlaður
kostnaður a. m. k. 250 þús. kr.
Allir sjá, hvílíkur feikna
dugnaður og áræði það er að
koma þessu í framkvæmd fyrir
eina manneskju, þó að ríkis-
styrkur sé einhver. — Nýlega
hefur farið fram þurrkun á
landi skólans og bíður það nú
eftir, að það sé brotið og
ræktað.
Og víst er það, að frk. Ingi-
björg hefur mikinn hug á að
rækta landið. Matjurtagarðar,
skógarreitir og tún. Þannig mun
það verða von bráðar. — Hús-
mæðraskólinn að Löngumýri
hefur oftast verið vel sóttur, þó
að misjafnt sé eins og með fleiri
húsmæðraskóla á landinu. Síð-
astliðinn vetur var unglinga-
skóli haldinn þar hluta úr vetr-
inum. Og var aukakennari ráð-
inn sr. Árni Sigurðsson. — Var
reynslan góð af slíku, en óvíst
er að framhald verði á því.
Frk. Ingibjörg hefur ætíð lagt
kaj^p á að glæða fegurðarsmekk
unglinganna og lagt áherzlu á,
að andinn er efninu æðri, og
viljað hafa kristileg áhrif á
nemendur sína.
Það er ekki sízt þess vegna,
HVERJIR FÁ OF MIKIÐ?
Bréfritarinn G. K., sem er
farið að langa til að verzla með
fisk, hefur m. a. skrifað eftirfar-
andi (og birt í Tímanum):
Fyrir nokkru var grein í
Morgunblaðinu frá Gautaborg.
í henni er meðal annai's sagt að
íslenzki freðfiskurinn kosti 6 kr.
sænskar hvert kíló.
Þetta segir okkur, að hvert
kíló sé selt fyrir 44,40 íslenzkar
krónur samkvæmt skráðu gengi.
I landi með eitt hagstæðasta
verðlag í Evrópu. Líkt verð
mun vera á íslenzkum freðfiski
í þeim öðrum löndum, þar sem
hann er á boðstólum. í vetur
höfum við séð í blöðunum frá-
sagnir af íjárfestingu og dugn-
aði íslenzkra freðfiskútflytjenda
við að koma upp sölu- og dreif-
ingarkerfi, að sums staðar sé
þetta að miklu leyti í höndum
þeirra. Einnig hafa þeir sýnt
frábæran dugnað, framsýni og
fleira við uppbyggingu verk-
smiðja, sem steikja fisk. (Hvað
skyldi hann kosta steiktur?)
Þessar verksmiðjur eru byggð-
ar erlendis, vegna þess að á fs-
landi séu ekki jafn góð skilyrði
fyrir þær, segja þeir.
Á sama tíma og við lesum um
dugnað þessara freðfiskútflytj-
enda, lesum við í öllum blöðum,
heyrum í útvai-pi og á fundum
um þjóðfélagsmál, um þann
ægilega voða, sem íslenzkur út-
vegur er í. Skipin bera sig ekki.
Það er ekki hægt að halda þeim
við vegna fjárskorts. Það er
ekki hægt að gera athuganir
með og nota fullkomnustu veið-
arfæri vegna fjárskorts. Ekki
lengur hægt að manna skipin
úrvalsfólki vegna þess að ekki
er hægt að borga því nægilega.
Sem sagt, íslenzkur sjávarút-
vegur er á heljarþröm. Einnig
lesum við um deilur sjómanna
og útvegsmanna við hraðfrysti-
húsaeigendur um fiskverðið. —
Þar er deilt stíft um aurana á
fyrra helmingi þriðju krónunn-
ar fyrir hvert kg. Og þar með er
upptalið það, sem við venjuleg-
ir blaðalesendur fáum að vita
um þessi mál. Það segir okkur
að verðið á hráefninu við dyr
vinnslustöðvanna sé aðeins um
5% af verðinu til neytenda.
Hin 95% séu vinnslu- og flutn-
ingskostnaður, tollar og sölu-
laun. Við máum ekkert að vita
um þeSsi 95%, þau virðast
óbreytanleg og ekki skipta
neinu máli. En þessi 5%, það er
að segja hráefnið — allt stend-
ur og fellur með því að þau 5%
breytist ekki. Manni skilzt að
brot úr prósentu á þessum lið
geti gerbreytt öllu á fslandi. —
Hvað þá ef hann hækkaði upp
í svona 7%, þá mundi víst allt
fara á hausinn, frystihúsin og
sölufélögin.
Þetta er okkur sagt, en eg er
mjög vantrúaður á að hlutfall-
inu milli kostnðarliðanna megi
ekki breyta neitt og spyr því
hlutaðeigendur:
1. Hvernig skiptast þessar
44,40 milli hinna ýmsu kostnað-
arliða?
2. Hvað kemur mikið af þess-
um 6 kr. sænsku til skila til
bankanna sem gjaldeyrir?
3. Er „frjáls“ verzlun með
freðfisk?
að hún hefur lánað skóla sinn
undanfarin sumur til sumar-
búða fyrir kirkjuna.
Og þess vegna var líka æsku-
lýðsmót haldið þar laugardag og
sunnudag 6. og 7. ágúst sl. Um
170 unglingar víðs vegar að
tóku þátt í mótinu og átta prest-
ar voru mættir. Undirbúning
höfðu annast sumarbúðastjór-
inn sr. Lárus Halldórsson og
stjórn æskulýðssambands kirkj-
unnar í Hólastifti (Æ. S. K.).
Stór tjaldborg reis á túninu
sunnan við skólann síðari hluta
laugardags, því að flestir urðu
að gista í tjöldum.
Mótið hófst með kvöldvöku í
kapellu skólans. Sr. Pétur Sig-
urgeirsson setti mótið og stjórn-
aði því af sinni kunnu ljúf-
mennsku og dugnaði. Þá las
Valdemar Snævarr, fyrrv. skóla
stjóri, upp frumort ljóð og flutti
síðan hvatningarorð til æsk-
unnar. Var hann brennandi í
andanum og óskaði að allir
mættu eignast Krist að leiðtoga
lífs síns.
Því næst komu fram þrír ung-
ir menn frá Akureyri, þeir Ing-
ólfur Sverrisson og Magnús Að-
albjörnsson, er sögðu frá ferða-
lagi um Bretland og Sviss og
fyrirkomulagi á æskulýðsmót-
inu í Lausanne, er haldið var í
júlí í-sumar. Ennfremur Völ-
undur Heiðreksson, sem einnig
er einn af Lausanneförunum,
las hann upp þýdda smásögu,
athyglisverða. Síðan flutti sr.
Sigurður Guðmundsson, Grenj-
aðarstað, ræðu um æskulýðs-
mótið í Lausanne og hvatti
unglingana til starfa fyrir kirkj-
una hver á sínum stað.
Sungið var á milli atriða, en
gefið hafði verið út fjölritað
hefti með söngvum fyrir mótið.
Eftir kvölddrykk var sýnd
stutt kvikmynd frá starfi Æsku-
lýðsfélags Akureyrar.
Síðar um kvöldið var svo
varðeldur suður á túninu.
Tryggvi Þorsteinsson, skátafor-
ingi á Akureyri, stjórnaði
þeirri stund. Var farið í ýmsa
leiki og mikið sungið. Að lokum
var skotið upp flugeldum við
mikil fagnaðarlæti. — Þegar
eldurinn tók að dvína, hljóðnaði
líka yfir hópnum, og gengu nú
allir hljóðir heim í skóla og þar
fóru fram kvöldbænir, er sr.
Andrés Olafsson prófastur á
Hólmavík annaðist. En hann
hafði komið á mótið með 20—
30 unglinga að vestan.
Veður hafði verið heldur
drungalegt á laugardag, en fór
þó óðum batnandi. Og á sunnu-
dagsmorgun skein sól í heiði og
Skagafjörður skartaði sínu
fagra sumarskrúði. Allir urðu
glaðir við og dáðust að fegurð
héraðsins.
Dagurinn hófst með fánahyll-
ingu og morgunbænum, sem sr.
Lárus Halldórsson hafði.
Eftir morgunverð var svo
frjáls tími til hádegis. Var hann
notaður til að skoða sig um eða
til íþrótta. Margir fóru og skoð-
uðu minnismerki Stephans G.
Stephanssonar á Vatnsskarði,
og sáu þá vítt yfir Skagafjörð,
baðaðan í sólskini. Aðrir fóru í
sundlaugina í Varmahlíð. Dag-
inn áður höfðu sumir skoðað
byggðasafnið í Glaumbæ.
Nokkrir fóru þangað á sunnu-
daginn.
Eftir hádegisverð var ekið
heim að Hólum. Þar skyldi
mótinu ljúka með hátíðarguðs-
þjónustu. Sr. Þórir Stephensen,
Sauðárkróki, predikaði, en alt-
arisþjónustu önnuðust sr. Árni
Sigurðsson, Hofsósi, og Sr.
Björn Björnsson prófastur á
Hólum. — (Framh. á 7. síðu.)
ÚR ERLENDUM BLÖDUM
Þorleifur Þorleifsson ökumaður
Þorleifur Þorleifsson bifreiða-
stjóri og ökukennari á Akureyri
varð sjötugur 30. f. m. Hann er
einn hinna mörgu Grýtubræðra,
hinna eldri, fór að heiman þeg-
ar hann var 8 ára, til að bjarga
sér sjálfur, var langdvölum á
Munkaþverá, bjó 8 ár á Bringu
í Öngulsstaðahreppi, en fluttist
til Akureyrar, eftir að lömunar-
veikin hafði leikið fjölskylduna
hart, og skilið eftir stórt skarð.
Fyrstu störf Þorleifs eftir að
hann fluttist til Ak. voru við
grunn Kristneshælis, þar sem
hann flutti grjót í hestvagni. —
Síðan vann hann nokkur ár hjá
•Kaupfélagi Eyfirðinga, en varð
svo bifreiðastjóri í 16 ár sam-
fleytt og jafnframt ökukennari,
og er þa'ð enn. Um 1100 manns
hafa lært bifreiðastjórn af Þor-
leifi.
Fyrir 12 árum keypti Þorleif-
ur landspildu. af Glæsibæjar-
hreppi við Lónsbrú og byggði
sér þar sumarbústað að
Grænhól, ræktaði 15 dagsláttu
tún og hefur kindur, hesta og
hænsn. Svo er nefnilega mál
með vexti, að hann hefur aldrei
kunnað við sig á Akureyri,
aldrei fallið þéttbýlið og Græn-
hóll og búskapurinn þar, er af
því sprottinn.
Að sjálfsögðu hefur sjötugur
ökumaður margs að minnast frá
tímum vegleysu og erfiðra ferða
og hann mun einnig minnast
þeirra sigra, að komast nýjar,
ótroðnar leiðir. Það var til
dæmis nokkur viðburður að
komast fyrstur manna með lest-
aðan vöruflutningabíl alla leið
að Mýri í Bárðardal, svo að
dæmi sé nefnt.
Þorleifur • Þorleifsson hefur
tekið mikinn' þátt í félagsstörf-
um Framsóknarmanna á Akur-
eyri og í Eyjafirði. Enn stjórnar
hann Framsóknarvist af meira
fjöri og röggsemi en flestir aðr-
ir, og enn er hann hrókur alls
fagnaðár á mannamótum og
kann frá rriörgu að segja frá
fyrri dögum.
Blaðið -sendir Þorleifi Þor-
leifssyni beztu árnaðaróskir.
Álasund cignast fyrsta
verksmiðju-togara í Npregi.
Fiskimálaráðuneytið norska
hefur fyrir skömmu leyft og
samþykkt smíði fyrsta verk-
smiðju-togara í Noregi. Útgerð-
armaður og skipstjóri, Jón
frá Langavaði (John Langva)
og skipasmíðastöð A. M. Liaa-
ens í Álasundi beita sér fyi'ir
framkvæmdum þessum. Telzt
þetta mikil frétt og allmerkileg.
Þetta verður skut-togari
(varpan dregin á skut) eins og
þeir nýjustu brezku og rúss-
nesku togarar um þessar mund-
ir. í þessum nýja norska togara
verða flökunartæki, pönnufryst-
ing, fiskimjölstæki og lýsis-
bræðsla. Frystirými verður 425
rúmm. og brúttó-burðarmagn
skipsins 700 tonn, vélin 1500
h. ö. og ganghraði 14 sjómílur
fullhlaðið.
Skipið á að kosta 5.9 milljónir
norskra króna. John Longva á
að leggja fram sjálfur V2 millj.
kr., Fiskibanki ríkisins veitir
3.6 millj. ki'. lán með venjuleg-
um skilyrðum. Rannsóknai'sjóð-
ur 1.3 millj. kr. venjulegt lán,
og auk þess % millj. kr. afboi'g-
unar- og vaxtalaust til þriggja
ára. Auk þessa á útgei'ðai'maður
sjálfur að afla sér 300.000.00 kr.
rekstrarláns. — Jón á Langa-
vaði var á lúðuveiðum við Ný-
fundnaland er þetta gei'ðist.
í' ** _
Hver hlýtur friðarverðlaun
Nóbels í ár?
Bi'ezka stórblaðið „The
Guai'dian“ (áður: „Manchester
Guai'dian11) segir fi'á því fyrir
skömmu, að allmargir kunnir
Bretar hafi stungið upp á, að
suðui'afríski alþýðuforinginn
Albert Luthuli hljóti friðar-
verðlaun Nóbels í ár, en eins og
kunnugt er, hefur noi-ska Stór-
þingið þann vanda með höndum
að veita þessi veiðlaun á ári
hverju. — Meðal þeirra, sem
standa að uppástungu þessai'i,
eru kunnir stjórnmálamenn,
blaðamenn, lögfræðingar, há-
skólakennarar o. fl.
Albert Luthuli var forseti
afrísku þjóðernis-samtakanna í
Suður-Afríkusambandinu, sem
nú hefur verið bannað með lög-
um. Hann situr nú í fangelsi í
Pretóríu.
Furðulegt slys.
í Sogni í Noregi gerðist sjald-
gæft slys í vegavinnu, fyrir
skömmu. Er á einum stað verið
að sprengja 6 km. jarðgöng
gegnum fjallshrygg, og var
komið um 2 km. áleiðis. Er talið
að eldingu hafi slegið niður í
sti'aumbreyti utan við mynni
jarðgangnanna, síðan hlaupið
eftir brautarteinunum og kveikt
í þráðtundrinu, sem nýbúið var
að fylla í allar borh.ölurnar. Fór-
ust þar 5 menn alls, og tveir
slösuðust alvarlega.
Vax-að hafði verið við, að
þrumuveður væri í aðsigi. En
boðberinn var aðeins kominn
um 700 m. inn í göngin, er
sprengingin varð þar inni. — v.
•tiimiiHiiiiimiiiiiiiiiimmmmiiiiiiiiimimiiimiii*
c r
| Allmikið magn af f
í Bintje til útsæðis I
Kartöfluspretta er mjög góð
norðanlands. Fyrstu kartöflurn-
ar komu á markaðinn 25. júlí og
hafa verið það síðan. En þær
eru dýrar, og hefur verið búizt
við niðui'greiðslum á þeim.
Hér var nýlega á ferð dansk-
ur maður þeirra erinda að festa
kaup á tölúverðu af Bintje-
kartöflum til útsæðis.
Vegarstæði athugað
Lómatjörn, 16. ágúst. í gær
var athugað vegarstæði í
Fjörðu og kom þá í Ijós, að
auðveldara er að gera þar bíl-
færan veg, en áður var álitið.
Akfæx't hefur verjð úr Höfða-
hverfi að Gili, en þaðan er 10
km. leið út að sjó. í Fjörðum er
berjaland gott, silungsveiði og
þar er skipbrotsmannaskýli.
Rætt er um að byggja gangna-
mannakofa hjá Gili.
Hvergi eru úti hrakin hey,
svo að teljandi sé. Þurrkflæsur
voru um helgina. Bændur eru
nú að slá síðari sláttinn.
Töluvert hefur fiskast á færi
og línu.
Berjaspretta er mikil cg vel
lítur út með kai'töflusprettuna
Vantar sunnudag
Ófeigsstöðum, 15. ágúst. Nú
er fremur dauft yfir, eins og
jafnan þegar sólarlaust er. Síð-
asti föstudagur var eini góði
þuri'kdagurinn á þriggja vikna
óþurrkakafla.
Hér hefur komið til orða, að
fara þess á leit við ríkisstjói'n-
ina að afnema miðvikudaga og
fá sunnudaga í staðinn, til að
fullnýta megi reykvíska
skemmtiki'afta, sem hér ganga
lausir og fólk sækir ákaflega,
svo að helgar nægja ekki.
Þessir umfei'ðaskemmtarar
fai-a með tugi þúsunda úr sveit-
um, hvar sem þeir fá inni, og
eru þó mjög misjafnir að gæð-
um og sum skemmtiatriðin
nauða ómerkileg.
Töluvei't hefur veiðzt af laxi
í Skjálfandafljóti nú í sumai'.
Bændadagur að
Laugum
Hvítafelli, 15. ágúst. Sunnu-
daginn 7. ágúst var bændadagur
að Laugum. Þar var fjölmenni
úr öllum hluturn sýslunnai'. —
Fyi'st var guðsþjónusta. Sr. Stef-
án Lárusson pi'edikaði. Herm.
Guðmundsson, form. Búnaðar-
sambands S.-Þing., setti mótið,
kaiiakórinn Þrymur söng, Þór-
arinn Bjöi'nsson, skólameistai'i,
flutti l-æðu og Sigurður Hall-
marsson, leikari, las upp. Um
kvöldið var dansað.
Heyskapur hefur gengið illa
undanfarnar vikur vegna
óþurrka.
Byggðasafni Grenjaðarstaðar
hafa bætzt á fjórða hundrað
munir í sumar, sumir þeirra
dýrmætir. Unnið er að skrá-
setningu safnsins. í gær skoð-
uðu 170 manns byggðasafnið.
Yfirleitt hefur aðsókn í sumar
verið mikil.
Unnið er að stórbyggingu að
Laugum, þar á að verða borð-
salur, eldhús, íbúð skólastjóra,
nemendaherbergi o. fl.
Kaupakonurnar
horfnar
Saurbæ, 15. ágúst. — Eg man
ekki til, að nokkurn tíma hafi
verið búið að heyjg eins mikið
á þessum tíma og nú.
Þó hröktust hey í óþurrkum
eftir miðjan júlí og heyskapur
var lítið stundaður um hálfs-
mánaðar tíma.
Allir eru búnir að hirða fyrri
slátt, og til er, að lokið er seinni
slætti og hætt að heyja. En yfir-
leitt er verið með síðari sláttinn
og eru menn mislangt , á veg
komnir.
Nú er sú stóra breyting á orð-
in, að kaupakonur eru því nær
hvergi og man eg ekki nema eft-
ir tveim kaupakonum hér í sveit
nú í sumar. Áður voru þær oft
margar, einu sinni 32. Ekki er
því að neita, að nokkur eftirsjá
er að kaupakonunum, þær
fluttu oft með sér ferskan blæ
annarra byggða eða bæja. En
nú hafa vélamar tekið við og
búendur leggja kapp á vélvæð-
ingu í stað kaupafólks.
Hér fór nýlega fram rottueyð-
ing og þyrfti víðar að herja á
þessi meindýr. Rotturnar voru
víða orðnar hin mesta plága og
ekki friður með neitt matarkyns
fyrir þeim.
Útsýni úr Klcifarrétt yfir Breiðdalseyjar og Kambanesskriður.
(Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.)
Kvikmyndataka á Áusfurlandi
Blaðinu bárust fréttir af því,
að byrjað væri að taka Austur-
landskvikmynd og sneri sér til
Eiríks Sigurðssonar, skólastjóra,
og spurði hann nánar um þelta.
Hver kostar þessa mynda-
töku?
Austfirðingafélagið á Akur-
eyri kostar' hana. Það er upphaf
þessa máls, að undanfarin ár
hafa konur í félaginu haft baz-
ar á vetri hverjum. Frú Ein-
hildur Sveinsdóttir hefur haft
forgöngu um þetta. Það fé, sem
aflast hefur með þessum hætti,
hefur verið lagt í sérstakan
sjóð. Ákveðið var svo, að þessu
fé skyldi varið til þess að taka
kvikmynd ,af Austurlandi.
í vetur fól stjórn félagsins
mér að að hefja framkvæmd á
þessu verki og varð Edvard Sig-
urgeirsson ráðinn til að taka
myndirnar. En hann er lands-
kunnur fyrir hinar ágætu kvik-
mydir sínar og smekkvísi á því
sviði. Teljum við málinu vel
borgið í hans höndum.
Og svo fóruð þið austur til að
kvikmynda?
Já, við fórum í byrjun þessa
mánaðar og vorum yfirleitt
heppnir með veður, en það er
mikilvægt atriði. Við byrjuðum
syðst í Suður-Múlasýslu.
Af hverju tókuð þið svo eink-
um myndir?
Myndaðir voru merkustu
sögustaðir, kauptún, teknar
landslagsmyndir og úr daglegu
lífi fólksins. Byrjað var á bæ
Síðu-Halls, Þvottá í Álftafirði,
og teknar þar myndir af nokkr-
um örnefnum, sem kennd eru
við Þangbrand prest. Þá var
tekin mynd af Gautavík og búð-
artóttum þar, en þar er einhver
elzta höfn á Austurlandi og er
hennar oft getið í fornsögum.
En elzta hús, sem við kvik-
mynduðum, var Langabúðin á
Djúpavogi. Bjálkahús, sem talið
er vera um 200 ára gamalt.
Þá voru teknar fjölmargar
myndir af fögrum og sérkenni-
legum fjöllum, sem mikið er af
á Austurlandi, þar á meðal Bú-
landstindi við Berufjörð, sem er
eitt af fegurstu fjöllum landsins.
Ekki var hægt að fara út í Pap-
ey að þessu sinni, en það er fyr-
irhugað síðar. Teknar voru
myndir úr Álftafirði, Hamars-
firði, Berufirði, Berufjarðar-
strönd, Breiðdal og Skriðdal. —
En þetta landssvæði mun ekki
hafa verið kvikmyndað áður.
Hvemig var ykkur svo tekið?
Okkur var tekið af mikilli
gestrisni og velvild, og greiddu
Austfirðingar för okkar á marg-
an hátt. Var auðfundið, að þeim
þótti vænt um þetta framtak
Austfirðingafélagsins hér.
En eitt vil eg minnast hér á að
lokum. Mjög er misjöfn um-
gengni á sveitabæjum, og því
misjafnt hvernig þeir taka sig
út á litfilmu. Máluð hús njóta
sín þar auðvitað bezt. Sérstaka
athygli vöktu nokkrir bæir á
Berufjarðarströnd fyrir ágæta
umgengni.
Og hvenær verður svo þessu
verki haldið áfram?
Það er allt óákveðið og fer
eftir fjárhagslegri getu. Búast
má við að fátæku félagi verði
erfitt af eigin rammleik að ljúka
góðri kvikmynd af öllu Austur-
landi. En við vonum að félaginu
leggist eitthvað til, svo að hægt
verði að halda kvikmyndatök-
unni sem fyrst áfram.
Blaðið þakkar hin greinar-
góðu svör skólastjórans.
VISITALAN 112,5 STIG
Vísitala framfærslukostnaðar fyrir júlímánuð reyndist |
i 112,5 stig og hefur því hækkað um 12,5 stig síðan efnahags- 1
i aðgerðirnar tóku gildi. Sé miðað við þann vísitölugrundvöll, E
i sem áður gilti, er hækkunin 25 stig. i
En nú er fjölskyldubótum blandað í útreikninginn og þær f
I látnar koma til frádráttar og lækkar það vísitöluna um |
1 8,5 stig.
Hagfræðingar ríkisstjórnarinnar voru látnir „búa til“ svo- :
i ncfnda vísitölufjölskyldu, þ. e. hjón með tvö böm og part úr |
i barni og fjölskyldubætur voru svo hækkaðar stórlega á i
i þessa fjölskyldustærð, til að fullkomna skrípaleikinn mn i
i vísitöluna. i
• lill1111111111111illIIII11lililillllllll11111111111111111IIlllllllllllllllilllllllllllllliillttllllllllllltlllllilllilllllllliilillllllllii«