Dagur - 17.08.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 17.08.1960, Blaðsíða 8
8 LÖNG ER ORÐIN ÞEIRRA REISA Tveir lisíamenn frá Astralíu hér á ferð og vilja fá atvinnu r um nokkurra vikna skeið - Ætla að skrifa bók um Island Sn. tók þessa sildarmynd á Siglufirði í sumar. Urslitin í fegurðarsamkeppninni á Langasandi mjög ánægjuleg Ungfrú Sigríður Geirsdótfir meða! þriggja fegurstu Síðan komið var á fót kvenna- sýningum í Reykjavík, hafa þær notið mikilla vinsælda, sem dægrastytting suður þar. Út- nefning fegurðardrottningar ís- lands nr. eitt og tvö o. s. frv. hefur verið gert að spennandi atburði með látlausum áróðri útvai-ps og blaða. Reykjavíkurstúlkan Sigríður Geirsdóttir vann þann óvænta sigur á Langasandi — Long Beach — um síðustu helgi, að vera talin þriðja fegursta kona hinnar miklu fegurðarsam- keppni þar, og þessi tvítuga feg- urðardís mun hafa fleiri góða eiginleika til að bera en fegurð- ina eina. Trúlegt er, að vegs- auki hennar gefi henni þau tækifæri, sem hún kann að meta og nota, auk 100 þús. króna verðlauna. Þegar úrslit fegurðarsam- keppninnar voru á næstu grös- um og kunngert var, að himií®.. lenzka ungfrú hefði verið ‘kjörin bezta fyrirsætan, skrifaði há- spenntur, reykvískur blaða- maður: „Að þessu sinni — í fyrsta sinn í mankynssögunni — ■vau. ungfrú ísland í hópi þeirra 15 fegurðardísa, sem kepptu til úrslita." Því miður hefur blaðinu ekki tekizt að ná í góða mynd af ung- frú Sgiríði Geirsdóttur. f------------------------------ Dr. Richard Beck flyfur erindi í Akureyrarkirkju Dr. Richard Beck flytur fyrir- lestur í Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudag, á vegum Matthíasarfélagsins og Zonta- klúbbsins. Fyrirlesturinn fjallar um séra Matthías Jochumsson og pater Jón Sveinsson, Nonna. Aðgangur er 25 kr., og er hér gott tækifæri fyrir þá, sem vilja styrkja Matthíasarfélagið og Zontaklúbbinn um leið og þeir sækja erindi hins kunna fræði- -manns- og Islandsvinar. , :Kirkjukór Akureyrár syngui’ .nökkui- lög. Tveir ungir og myndarlegir Ástralíumenn litu inn á skrif- stofur blaðsins á mánudaginn. Koma erlendra ferðamanna vekur enga undrun hér um slóðir, en menn þessir eru á nokkuð sérstæðu ferðalagi. Þeir fóru að heiman fyrir 6 árum og hafa síðan verið á fex-ðinni um hálfan hnöttinn, unnið fyrir sér tíma og tíma í stað, blandað geði og lífskjörum við innfæddá á hverjum stað, málað og selt eða gefið myndir og safnað efni í margar bækur, sem þeir hyggjast gefa út að ferð lokinni, eina bók um hvert land. Ferðalangarnir heita Roy Wiight og Tom Mosley, sá fyrr- nefndi frá Sidney og hinn frá Adelaide og eru iistmálarar. — Þeir hafa nú dvalið í flestum löndum Evrópu, meðal annars á Norðurlöndum, og ætla að dvelja hér tvo eða þrjá mánuði. Fyi-st fóru þeir um Suðurland og voru mjög hrifnir af ýmsum stöðum, séi’staklega vai'ð þeim tíðrætt um sérkennileik og tign landslagsins undir Eyjafjöllum og á Djúpavogi. Síðan héldu þeir aust- ur fyrir land og allt hingað til Akureyrar. En nú vantar ferða- peninga til að ljúka hringferð- inni um landið og vilja þeir fá nokkurra vikna vinnu hér í bæ eða annars staðar og kynnast um leið fólkinu og lifnaðarhátt- um þess og íslenzku máli. En þeir bjarga sér á fjölmöx’gum tungumálum. Wright og Mosley rifjuðu upp nokkra skemmtilega atburði úr ferðalögum sínum og margt hef- ur á daga þeirra di’ifið á sex ára ferðalagi, sérstaklega vegna þess, að þeir ferðast ekki eins og venjulegir ferðamenn, held- ur dvelja meðal fólks og taka hvarvetna upp lifnaðax'hætti þess, enda er sú leiðin girni- legiá til fróðleiks, þótt ekki sé hún þrautalaus. Þeir ferðast stundum fótgangandi, hafa not- að hvers konar farax’tæki, svo sem uxavagna, járnbrautir, bíla og flugvélai'. Næsti áfangi er Kaupmanna- höfn, þar sem þeir ætla að sýna málverk frá íslandi, er þeir vinna að um þessar mundii'. Landsmót UMFIað Laugum 1961 Landsmót Ungmennafélags íslands mun fara fram að Laug- um árið 1961. Undirbúnings- nefnd mótsins kom þar saman hinn 20. júlí síðastliðinn. Nefnd- in skipti þar með sér störfum og athugaði allar aðstæður til hátíðahaldanna, Staðuririn er mjög góður, bæði með tilliti til íþrótta- keppni og móttöku gesta. Þar er stór og glæsilegur íþróttavöllur, sem nýlega hefur verið stækk- aður. Verið er að byggja palla fyrir áhorfendur. Húsakynrii skóláhs að Laug- um eru mikil og hefur þar verið unnið að viðbótarbyggingu, þar sem koma skal rúmgóður mat- salur og eldhús. Landsmóts- nefndin væntir þess, að viðbót- arbyggingunni verði lokið fyrir landsmótið næsta sumar. Aðstaða til starfsíþi'ótta er mjög góð. Keppt verður í þeim bæði úti og inni. Til þess eru rúmgóð salarkynni. Formaður undirbúningsnefnd- ar að landsmótinu er Óskar Ágústsson, kennari að Laugum. iiiiiiiiniiiiii 111111 ■ i ■ 11 ■ i ■ 111111 i iii ii iiiii■111111 ■ 111 ■ 1111 ■ i ■ 111 ii iiiiii 111111111111 iiiiiiiiuiiiinmm niiiiinuuiiuiii 11111111111111111111111111 ■ ■iiiiitiiiiiiiiiiliiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii,iiltiiliiiiiiiiii- LJÓTUR VITNISBURÐUR FISKFLUTNINGUR MEÐ FLUGVÉLUM | liggja í blóðvatninu, og svo tvöföldum botni til fiskflutn- vildi það líka koma fyrir, að inganna og er að vænta, að pokarnir rifnuðu. Búið mun nú næsti farmur komist á leiðar- vera að útvega plastkassa með enda í fyrsta flokks ástandi. Svarfbakur friðhelgur á Akureyri Það var merkur áfangi í sögu fiskútflutningsins, þegar fluttur var út fyrsti farmurinn af nýj- um fiski með flugvél til Hol- lands nú um daginn. Heyrzt í skýrslu Landsbankans segir m. a. svo: „Óhjákvæmilegt var að viðhafa gjaldéyrisskömmtun allt árið . . . „Þrátt fyrir þetta varð greiðsluhallinn við útlönd á árinu 1959 meiri en nokkurt undanfarin ár. Samkvæmt lauslegum áætl- unum virðist greiðsluhallinn, miðað við vörur og þjónustu, hafa orðið að minnsta kosti 200 milljónir kr., en var 91 millj. kr. 1958 og 166 millj. kr. 1957. -Þessi mikli greiðslu halli var jafnaður með er- lendum lántökum og rým- andi gjaldeyrisstöðu bank- anna, sem kom fyrst og fremst fram í stórauknum bráðabirgðyfirdráttarlánum Seðlabankans. Af erlendum lántökum voru notaðar á árinu, sam- kvæmt bráðabirgðayfirliti 170 milljónir kr. Heildarupp- hæð fastra, erlendra skulda er í árslok orðin um 1100 milljónir króna.“ „Verzlunarhallinn varð 486.7 millj. kr. og var mis- munurinn greiddur með duldum gjaldeyristekjum, erlendum lántökum og rýrn- andi gjaldeyrisstöðu hank- hefur, að framhald muni verða á þessum flutningum, bæði hjá sömu aðilum og fluttu út til Hollands og einnig munu Vest- mannaeyingar ætla að senda fai-m af nýjum flatfiski til Lundúna. Þegar Sólfaxi fór til Hollands, var fiskurinn pakkaður í plast- poka, sem settir voru í pappa- kassa. Þessi pakkning reyndist ekki vel, því það fór illa með fiskinn, að hann var látinn 1111 lli 11 ■ ■ ■ 1111111 ii ■ 1 ■ WVVVW^Vs/VVVSAAAAA/VVWVVS/^Vs/WVsAA/VVV-/\/nAAA/VVV</VVVnA/-AAAAAAA/VVVS -aa/ ^ I FALSAÐAR ÁVÍSANIR j Á hverju sumri undanfai'ið hafa falsaðar ávísanir vei’ið gefnar út og vertð seldar hér í bæ. Nú síðast voru falsaðar ávís- anir með nafni góðs boi'gara í Hafnax-fix'ði gefnar út og seldar hér fyrir fáum dögum og hljóð- uðu upp á nokkur þúsund kr. Það er mjög illt að þurfa að toi'tx-yggja ávísanir yfirleitt vegna óþokka, sem falsa nöfn. Það bar við á þriðjudags- kvöldið, fyrir viku, er flugvél var að lenda á Akureyrarflug- velli, að svartbakur leriti í öðx'- um mótoi’num og gerði farkost- inn óflughæfan. Flugvél þessi, sem var af Douglas-gerð og í áætlunai-flugi Flugfélags ís- lands og með 20 fai'þega innan- boi'ðs, lenti þó heilu og höldnu en gat ekki hafið sig til flugs aftur. Á Akui'eyri er svartbakur- inn friðhelgur, eins og kýmar á Indlandi. Landslög fyrirskipa mönnum að drepa svai'tbak, en í höfuðstað Norðurlands er þessi fugl alinn alveg sérstak- lega með ríkmannlegum matai’- gjöfum daglega og algerlega friðaður í bæjarlandinu. Hér er því einstök Paradis fyrir þessa fuglategund. Leirurnar austanverðar eru oft þaktar af svartbak og þar er séi'stakur varphólmi þessa stói'a fugls, þar sem áður urpu endur. En dekur Akui'eyringa við svartbakinn gengur helzt til langt, þegar umferðinni stafar hætta af, eins og atbui'ðurinn á þi'iðjudagskvöldið sannar. Ekki sýnist nú annað ráð vænlegra, en að flugmálastjórn og Akureyrarkaupstaður taki höndum saman og fari úti-ým- ingarherferð gegn svai'tbak, áð- ur en verxileg umferðaslys hljótast af.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.