Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 2
jf»"'"tTV!V'l''.'!'.".''"'-V "'"•.-.•.\\l'.,l'l''.'l')'*rT' .,,,,,,,,.,,,,,,,..¦.;¦;,;,_,,., ..:,...,.;.;;> IIIWIMBIII fcu: oröurl. i fr K. A. sigraði en næstir urðu Húnvetningar Stigahæstur einstakl. var Guðm. Þorsteinsson Meistaramót Noi'ðurlands í frjálsíþróttum fór fram á Akur- eyri sl. laugardag og sunnudag, hið sjötta í röðinni. Keppendur, sem voru óvenju margir í þessu móti, voru frá Húna- vatnssýslu, Skagafirði, Eyja- firði, Þingeyjarsýslum og frá Akureyrarfélögunum. Helztu lírslit urðu sem hér segir: 100. m. hlaup: 1. Björn Sveinsson KA 11,1 sek. — 2. Þóroddur Jóhannsson UMSE 11,3 sek. — 3. Valdimar Stein- grímsson USAH 11,3 sek. 400 m. hlaup: 1. Guðmundur Þorsteinsson KA 54,5 sek. — 2. Pálmi Gíslason USAH 56,6 sek. — 3. Sigurður Geirdal USAH 56,8 sek. 1500 m. hlaup: 1. Guðmundur Þorsteinsson KA 4.11,4 mín. — 2. Edvard Sigurgeirsson KA 4.25,3 mín. — 3. Valg. Egilsson HSÞ 4.26,5 mín. 110 m. grindahlaup: 1. Ing- ólfur Hermannsson Þór 16,5 sek. (Akureyrarmet). — 2. Þór- oddur Jóhannsson UMSE 17,5 sek. — 3. Eir. Sv. KA 19,9 sek. Kringlukast: 1. Guðm. Hall- . grímsson HSÞ 40,91 m. —- 2. Þóroddur Jóhannsson UMSE 37,21 m. — 3. Björn Sveinsson KA 33,65 m. Hástökk: 1. Ingólfur Her- , mannsson Þór 1,70 m. —¦ 2. Hörður Jóhannsson UMSE 1,65 m. — 3. Eiríkur Sveinsson KA 1,65 m. Langstökk: 1. Sig. Sigurðsson . USAH 6,21 m. — 2. Sig. Frið- Færeyingar keppa hér í handknattleik Handknattleiksflokkar frá Færeyjum komu hirígað til Ak- ureyrar í gærkvöldi. Hér er um .ræða Færeyjameistara í hand- knattleik og munu þeir keppa hér við KA í karlaflokki og ÍBA í kvennaflokki. Keppnin fer fram á íþróttavellinum í kvöld, miðvikudag, og annað kvöld og hefst bæði kvöldin kl. 8. Tveir leikir fara fram' hvert kvöld. — Færeyingarnir komu hingað til landsins í boði Vík- ings úr Reykjavík og hingað morður koma gestirnir á vegum IBA. Þeir fara aftur á föstudag- Ann. Ekki er langt síðan kvenna flokkur í handknattleik frá Færeyjum kom hingað til Ak- ureyrar og keppti hér og einnig fóru handknattleiksstúlkur héð- an til Færeyja. Rómuðu Akur- eyrarstúlkurnar mjbg gestrisni Færeyinganna þar úti og vænt- anlega verður reynt að gera þessum góðu gestum dvölina ánægjulega meðan þeir dveljast hér. riksson HSÞ 6,09 m. — 3. Reyn- ir Guðmundsson UMSS 6,01 m. 4x100 m. boðhlaup karla: 1. KA: Skjöldur, Ólafur, Eiríkur, Björn 47,5 sek. — 2. UMSE: Vilh., Sig., Har., Þóroddur, 47,8 sek. — 3. USAH 48,2 sek. 200 m. hlaup: 1. Valdimar Steingrímsson USAH 23,4 sek. — 2. Björn Sveinsson KA 24,0 sek. — 3. Sigurður Geirdal USAH 24,2 sek. 800 m. hlaup: 1. Guðmundur Þorsteinsson KA 2.01,6 mín. — 2. Edvard Sigurgeirsson KA 2.05,9 mín. — 3. Magnús Gunn- laugsson UNÞ 2.08,4. mín. Guðlaug Stemgrímsd. USAH. 3000 m. hlaup: 1. Guðmundur Þorsteinsson KA 9.49,0 mín. — 2. Tryggvi Óskarss. HSÞ 9.53,4 mín. — 3. Halldór Jóhannsson HSÞ 9.58,2 mín. Kúluvarp: 1. Þóroddur Jó- hannsson UMSE 13,00 m. — 2. Eiríkur-Sveinsson KA 12,08 m. — 3. Guðmundur Hallgrímsson HSÞ 12,06 m. Spjótkast: 1. Björn Sveinsson KA 45,65 m. — 2. Eiríkur Sveinsson KA 44,91 m. — 3. Skjöldur Jónsson KA 42,65 m. Þrístökk: 1. Sig. Friðriksson HSÞ 13,21 m. — 2. Sig. Sigurðs- son USAH 12,85 m. — 3. Ragn- ar Guðmundsson UMSS 12,81 m. Stangarstökk: 1. Ing. Her- mannsson Þór 3,20 m. — 2. Sig. Friðriksson HSÞ 3,10 m. — 3. Pálmi Gislason USAH 3,00 m. 1000 m. boðhlaup: 1. KA, Skjöldur, Eiríkur, Kári, Guðm. Þorsteinsson, 2.10,5 mín. — 2. USAH, Sig. S., Sig. G., Vald., Pálmi, 2.12,4 mín. — 3. UMSE 2.14,2 mín. 100 m. hlaup kvcnna: 1. Guð- laug Steingrímsdóttir USAH 13,0 sek. — 2. María Daníelsd. UMSE 13,6 sek. — 3. Sóley Kristjánsd. UMSE 13,7 sek. Kúluvarp: 1. Oddrún Guð- mundsdóttir UMSS 10,25 m. — 2. Guðlaug Steingrímsd. USAH 7,72 m. — 3. Erla Óskarsdóttir HSÞ 7,51 m. Guðmundur Þorsteinsson KA. Langstökk: Guðlaug Stein- grímsdóttir USAH 4,81 m. — 2. Oddrún Guðmundsdóttir UMSS 4,47 m. — 3. Guðrún Jóhannsd. HSÞ 4,39 m. Hástökk: 1. Guðrún Jóhanns- dóttir HSÞ 1,35 m. — 2. Sóley Kristjánsdóttir UMSE 1,30 m. — 3. Margrét Jóhannsdóttir HSÞ 1,30 m. Kringlukast: 1. Helga Har- aldsdóttir KA 30,59 m. — 2. Oddrún Guðmundsdóttir UMSS 29,92 m. — 3. Súsanna Möller KA 25,00 m. 4x100 m. boðhlaup: 1. USAH, Margrét H, Margrét S., Kristín L., Guðlaug St., 57,2 sek. — 2. SHÞ 59,3 sek. Sveit UMSE hljóp á 57,3 sek., en var dæmd úr leik. í stigakeppni félaganna sigr- aði KA, en Húnvetningar voru í öðru sæti. Stigahæstu ein- staklingar voru Guðmundur Þorsteinsson KA og Guðlaug Steingrímsdóttir USAH. Mótinu lauk með kaffisam- sæti að Hótel KEA í boði ÍBA. Mótsstjóri var Haraldur Sig- urðsson. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. Svíþjóð tekur á móti flóttafólki Svíþjóð hefur enn einu sinni opnað landamæri sín fyrir hópi flóttamanna, sem þjást áf berkl- um og óðrum alvarlegum sjúk- dómum. Svíþjóð hefur lengi verið í fremstu röð þeirra landa, sem tekið hafa við berklaveikum flóttamönnum, án þess að gera kröfur um tryggingu fyrir útgjöldum sem hljótast af læknishjálp og menntun. Síðan 1935 hefur Sví- þjóð alls tekið við rúmlega 600 slíkum flóttamönnum, en þegar fjölskyldur þeirra eru meðtald- ar verður talan um 1400. Auk þess hafa Svíar boðizt til að taka við 32 berklaveikum flóttamönnum í sambandi við flóttamannaárið, og 150 flótta- mönnum, . sem þjást af öðrum sjúkdómum. „íslendingur" hefur óskað eftir, að upp yrði rifjuð sú sorg- arsaga, þegar stærsti stjórn- málaflokkurmn á íslandi tví- steig mest í landhelgismálinu sumarið 1958, rétt áður en 12 mílna fiskveiðilandhelgin hér við land tók gildi. Morgunblaðið lýsti því fjálg- lega og spann um það flókinn lygavef, að þáverandi - ríkis- stjórn væri ekki einhuga í út- færslu landhelginnar, en komm únistar réðu mestu um stjórn landsins, stjórnarathafnir væru ekki í samræmi við þjóðarvilj- ann o. s. frv. Þetta veikti málstað íslend- inga út á við, svo sem brezk andstæðingablöð sýndu glögg- lega, er þau vitnuðu í Morgun- blaðið máli sínu til stuðnings. Fishing News sagði t. d. stuttu fyrir hinn örlagarika dag 1. sept. 1958: „Eins og íslenzk blaðaummæli sýna, er til allrar hamingju fleiri en ein skoðun á málinu meðal þeirra (þ. e. ís- lendinga). Við hljótum að vona að sanngjarnara viðhorf verði of an á fyrr en til árekstra kem- ur." Þetta „sanngjarnara viðhorf" (viðhorf Sjálfstæðisflokksins og Morguríblaðsins) og vonin um að það ætti breiðan hljóm- grunn á fslandi og yrði ráðandi, hefur án efa átt sinn þátt í því að Bretar ákváðu að senda bryndreka sína til rána og ann- arra ofbeldisverka í íslenzkri landhelgi. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins hefur e. t. v. ráðið úr- slitum þar. Innan þáverandi ríkísstjórnar var aldrei neinn ágreiningur um þau meginatr- iði málsins, að færa fiskveiði- landhelgina í 12 mílur og láta útfærsluna taka gildi 1. sept. Þá verður að saka Morgun- blaðið fyrir það, að það, sem stærsta blað landsins skyldi ekki færa fram hin íslenzku rök í landhelgismálinu, en gefa í þess stað erlendum andstæðing- um ástæðu til að ætla, að það væru bara sumir íslendingar, sem vildu færa fiskveiðiland- helgina út. Þá má minna á, að Sjálfstæð- isflokkurinn lét fulltrúa sinn í nefnd þingflokkanna vera óvirkan og neita að láta nokkuð uppi um afstöðu flokksins í landhelgismálinu. Morgunblaðið þagði eins og steinn við margendurteknum áskorunum hinna dagblaðanna að lýsa afstöðu sinni afdráttar- laust. Morgunblaðið þagði, þangað til fjöldafundir voru haldnir um land allt og óskiptu fylgi lýst við aðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Einróma sam- þykktir fundanna, þar sem allir .stóðu saman í landhelgismál- inu, án tillits til stjórnmála- flokka, kipptu íhaldinu inn á sporið á síðustu stundu, eða tveim dögum fyrir hinn sögu- ríka 1. sept. 1958. En þá höfðu Bretar, í trausti þess að frá- sógn Moggans um litla sam- stöðu í málinu hér á landi, tek- ið sína ákvörðun um ofbeldi. Það er meira en von að blöð- RBLÖÐIN um Sjálfstæðisflokksins sárni, ef á þetta er minnt, en mjög vafasamur ávinningur fyrir þau að óska þess að upp sé rif j- að. En þrátt fyrir þessa forsögu, er það á valdi þjóðarinnar að víkja þeirri hættu, sem nú er framundan, frá dyrum. Það, sem til þarf, er einhuga þjóðar- vilji fyrir því, að í engu verði slakað frá margyfhiýstri ákvörðun þings og stjórnár í deilunni við Breta — ennfrem- ur, að sá þjóðarvilji komi sem víðast opinberlega fram. Samn- ingar við Breta í þessu máli, geta tæpast leitt af sér nema annað tveggja: Undanhald í máli, sem við höfum þegar unn- ið, eða nýjar, harkalegar of- beldisaðgerðir Breta, ef í engu verður til slakað eftir að þeim hefur verið sýnd linkind, gefn- ar upp sakir fyrir hundruð landhelgisbrotá og fallizt á samningaviðræður. • MMMIMIMIMMIIMMMIIMMMMMIlMIMMIMIMIIMIMMIIIM; | Þeir, sem rækta | I kartöflur ! Samkvæmt auglýsingu frá Grænmetisverzlun landbúnað- arins er þess fastlega vænzt, að bændur og aðrir kartöflufram- leiðendur' láti vita um stærS kartöflulands. Útlit er fyvir mjög mikla uppskeru í haust og geymslu- þörf verður því brýn og nvjög áríðandi að dreifing á kartöfl- um um land allt gangi greiðlega á næsta vetri. En til þess að þetta megi vel takast, þarf góð samvinna að vera á milli fram- leiðenda og Grænmetisverzlun- arinnar. Upplýsingum úr hér- aðinu er veitt móttaka í KEA. Samnorræna sund- keppn m Ungmennafélögin hér í sýsl- unni sjá um keppnina hvert á sínu félagssvæði. Nú hefur stjórn Ungmennasamb. Eyja- fjarðar gefið bikar til að keppa um. Það félag, sem sýnir bezta þátttöku í keppninni hlýtur bikarinn til eignar. Vonast stjórn sambandsins til þes að þátttaka hjá Eyfirðingum auk- ist og verði ekki lakari en hjá öðrum landmönnum. — Sund- keppnin stendur til 15. sept. ORGELVELTAN Snæbjörg Aðalmundardóttir skorar á: Guðrúnu Árnadóttur, Oddeyrargötu 34, Jónínu Karls- dóttur, Oddagötu 13. Lilja Randversdóttir skorar á: Aðalbjörgu Randversdóttur, Munkaþverárstrætí 2%, Stein- gerði Hólmgeirsdóttur, Munka- þverárstræti 23, Önnu Helga- dóttur, Munkaþverárstræti 33. Ingibjörg Björnsdóttir skorar á: Petru Konráðsdóttur, ljós- móður, Sjúkrahúsinu. Hugi Kristinsson skorar á: Gest Pálsson, Sólvöllum 8, Svein Sveinbjörnsson, Lyng- holti 12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.