Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 7
¦ Gamlir bæir og gamlir iminir Framhald af 1. síðu. byggðasafn Eyfirðinga og Akur- eyrarkaupstaðar. Þar væri þá e. t. v. líka heppilegur staður fyrir smiðju Þorsteins á Skipalóni og fleiri forn hús og merk. Þessi hugmynd er athyglisverð. Sögu- leg rök hníga þó ekki að bygg- ingu sveitabæjar í Fjörunni. Hins vegar geta „praktiskar" ástæður vegið á móti. Hluti af gamla Innbænum yrði þá helg- aður minningum hins liðna tíma í enn ríkara mæli en áður hef- ur þekkzt hér á landi. Þingeyingar létu sér ekki nægja byggðasafnið að Grenj- aðarstað, þótt mikið hafi verið til þess vandað, heldur byggðu þeir upp Laufásbæinn. En þar er tómur bær og fátt, sem gefur honum gildi hvað snertir innri búnað. Þó hafa konur safnað einhverju af munum. Sá bær er opinn,' en án vörzlu. Þangað hafa margir komið í sumar. Ef Eyfirðingar og Þingeying- ar leggðust á eitt um byggða- safn, gætu þeir fyrrnefndu lagt til hina ágætustu muni en hinir síðarnefndu staðinn og bæinn og opnað í félagi byggðasafn við Eyjafjörð innan skamms. Þá hefur verið bent á fyrsta dval- arstað Helga-magra við Eyja- fjörð, sem heppilegan stað fyrir eyfirzkt byggðasafn. Þessar leiðir og fleiri koma vel til greina þegar tekin verð ur ákvörðun um varðveizlu fornra muna og híbýla feðranna. En því er þetta ger-t að umtals- efni nú, að of hljótt hefur verið um þessi mál að undanförnu, og full þörf á að taka þau á dag- skrá að nýju. Geta má þess, að til er starf- andi nefnd á vegum KEA, Ak- ureyrarbæjar og Eyjafjarðar- sýslu, skipuð Jónasi Kristjáns- syni, Helga Eiríkssyni og Ár- manni Dalmannssyni. FrT ... . I í Innilegar þakkir fœri eg börnum. mínum og tengda- ^ % börnum, sveitungum og vinum, sem glöddu mig á 70 % % ára afmœlisdegi mínum 3. ágúst sl. og gerðu mér dag- % & ifíri ógleymanlegan. — Guðblessi ykkur öll. ? t , , f 4 SIGNY JONASDOTTIR,Stœrri-Arskógi. f t f ¦f . . . . . J Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem heiðruðu mig § á fimmtugsafmœli minu 11. júli sl. með góðum gjófum, ¥ heillaskey/um og heimsóknum. a Guð blessi ykkur öll. 1 ANNA JÚLÍUSDÓTTIR, Vindheimum. X Elsku litla dóttir mín og systir okkar, STEINUNN, andaðist 20. ágúst. — Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 27. ágúst og hefst með bæn að heimili hennar, Akurbakka, Grenivík, kl. 13.30. Þóra Kristjánsdó.ttir, Jón Sigursteinsson, Þórunn Sigursteinsdóttir, Hildur Sigursteinsdóttir. Konan mín, STEINLAUG GUÐMUNSDÓTTIR frá Jarlsstöðuin, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri miðvikudaginn 17. ágúst. — Jarðarförin er ákveðin íimmtudaginn 25- ágúst og hefst með húskveðju frá Jarls- stöðum kl. 13. — Jarðsett verður að Grenivík. Benedikt Sigurbjörnsson. Þökkum hjartanlega öllum þeim, er auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför PALMA JÚLÍUSAR FRIÐRIKSSONAR. Aðstandendur. Innilega þökkuin við ölliun þeim, sem auðsýndu okkur samúð, vináttu og ómetanlega aðstoð við andlát og jarðar- för konu minnar og móður okkar, HÓLMFRfÐAR GUNNARSDÓTTUR. Sömuleiðis þökkum við læknum og hjúkrunarkonum Sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun og hlý- hug henni auðsýndan í langri sjúkdómslegu hennar þar. >------Kristján Árnason, Arni Kristjánsson, Gunnar H. Kristjánsson. ¦¦iiiiifiiiiiiiiiiiiitiiiiitiitiiiiiiitiiiiiiiiiiiittiiiniitia(l, BORGARBÍÓ { Sími 1500 ! § Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 I | SÍMA-VÆNDI | I (Fiir zwei Groschen \ Zartlichkeit.) = Sérstaklega spennandi, i áhrifamikil og mjög djörf, [ ný, þýzk kvikmynd, er fjall- 1 ar um síma-vændi (Call' = Girls). — Kvikmyndin er 1 tekin í Kauprriannahöfn. — | Danskur texti. fAðalhlutverk: 1 INGMAR ZEISBERG, [ CLAUS HOLM. = Bönnuð börnum innan I 16 ára. iitiiiiiitiiiiiiiiti iiiiitiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitin^ Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 árd. á sunnu- daginn. Sálmar nr.: 29 — 374 — 139 — 378 — 680. — Séra Lárus Halldórsson, sumarbúðarstjóri á Löngumýri, messar. - Skrúðgarðarnir Framhald af 1. siðu. Margir garðar hér í bæ eru hinir fegurstu og blómskrúð þeirra mikið í sumar, jafnvel svo að undrun sætir. Tré og runnar dafna líka með ágætum. Grasfletirnir eru aftur á móti ekki hirtir se mskyldi, en það eru einmitt þeir, sem eiga að vera stolt hvers skrúðgarðseig- anda. Enginn skrúðgarður er fagur án þeirra. Akureyringar búa við meiri veðursæld en almennt gerist og víðast hvar er jarðvegurinn frjór. Þeir hafa því ástæðu til að leggjast á eitt með gróðrar- mættinum og veðurblíðunni og er raunar skylt að gera það í mun ríkara mæli en verið hef- ur. í þessu sambandi er vert að minna á, að hvað svo sem skjall gjarnir eða bara kurteisir ferða- menn segja um fegurð skrúð- garða á Akureyri og af slíku er meira en nóg, þá er mikill hluti hinna svokölluðu skrúðgarða bæjarbúa, öðru nafni lóðirnar í kringum hús þeirra, vanhirtur. En einmitt þess vegna er það gleðiefni að geta bent á hið gagnstæða, svo sem Fegrunar- félagið gerði á sunnudaginn og þeir, sem útvaldir eru í þetta skipti eru hreint ekki þeir einu, sem eiga fagra garða, jafnvel ekki þá fegurstu, því að Fegr- unarfélagið hefur þann hátt á, að veita alltaf nýju fólki viður- kenningu. Skrúðgarðadómnefnd skip- uðu: Jón Rögnvaldsson, Sig. L. Pálsson og Helgí Steinarr. Formaður Fegrunarfélagsins þakkaði Brynjari Skarphéðins- syni fyrir góðar trjáplöntur, sem hann gaf til gróðursetning- ar á Brekkuna og Benedikt Söebeck fyrir ágætt starf við umsjón tjaldstæðanna á túninu við sundlaugina. Á fundinum var sérstaklega rædd nauðsyn þess að lagfæra hið sóðalega útlit, sem vegfai'- endum mætir við innkeyrslu í bæinn, að norðan, strax i Gier- árhverfi, og að sunnan, frá og með Galtalæk. Wfflfflflm ATVINNA! Hótel úti á landi óskar að ráða til sín 2 stúlkur. Onnur verður að vera vön matreiðslu. — Gott kaup. Uppl. í síma 2074. STARFSSTÚLKUR vantar að Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Upplýsingar hjá yf irh j úkrunarkonunni, sími 2299. ATVINNA Tvær stúlkur óskast til aðstoðar í eldhús og tvær framreiðslustúlkur. MATUR OG KAFFI AFGREIBSLU- STÚLKUR ÓSKAST LITLI BARINN TVÆR HERBERGIS- ÞERNUR ÓSKAST HÓTEL AKUREYRI Upplýsingar í síma 1021 kl. 2 daglega. TVÖ HERBERGI með aðgang að eldhúsi eru til leigu gegn hús- hjálp. Afgr. vísar á. GEYMSLUSKÚR ÓSK- AST Á ODDEYRI. Nýja-Kjötbúðin. Sími 1113. TVO HERBERGI eg eldunarpláss til leigu nú þegar fyrir einhleypa eða barnlaust fólk. Reglu semi áskilin. SÍMI 1914. GOTT HERBERGI til leigu frá 1. september. Reglusemi krafizt. Uppl. í síma 2331. «FCLUSÖM STÚLKA óskar eftir herbergi í vet- ur á Brekkunni. Uppl. í síma 2564. ELDHUSSTÚLKA, helzt vön, óskast í Kristneshxli 1. októhfcr næstk. Hátt kaup. Uppl. gefur Vinnumiðlunarsk|ifstofan. — Sími 1169. Hjúskapur. — Þann 20. ágúst voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Sigríður Jakobína Hannesdóttir, stúdent, Páls-Briémsgötu 20, Ak., og Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, stud. med., Skíðabraut 7, Dal- vík. — 21. ágúst brúðhjónin ungfrú Rannveig Björnsdóttir, Grænumýri 4, og Eyjólfur Gunnlaugsson, verkamaður. — Heimili þeirra er að Brekku- götu 8, Akureyri. •— Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði H. Guðjónssyni, Hálsi í Fnjóskadal, ungfrú Erla Hallsdóttir og Emil Andersen, afgreiðslumaður, bæði frá Ak- ureyri. — Heimili þeirra er að Hafnarstræti 21, Akureyri. Héraðsmót UMSE. Mótið fer fram hér á íþróttavellinum á Akureyri og í Árskógi um næstu helgi. Frá Sjálfsbjörg, Akureyri. — Fyrirhugað er að efna til stuttr- ar skemmtiferðar í Vaglaskóg laugardaginn 27. ágúst kl. 1.30 e. h. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram við stjórnina í síð- asta lagi fimmtudagskvöld. — Ennfremur eru þeir bíleigendur innan félagsins, sem myndu vilja lána bíla sína, beðnir að gefa sig fram fyrir sama tíma. Félagar eru beðnir að hafa með sér nesti. — Stjórnin. Stefán Guðnason, læknir á Akureyri, hefur verið skipaður tryggingalæknir og mun hverfa héðan innan skamms og flytja til Reykjavíkur. Til Strandarkirkju. Kr. 50 frá G. J. MÓTORHJÓL, mod. '52, vestur-þýzkt, 8.2 bph., lítið notað, til sölu með tækifærisverði. Uppl. í síma 1697. BARNAKERRA TIL SÖLU Uppl. í síma 1472. PRjÓNAVÉL, sem ný, til sölu í Norður- götu 53 (niðri, suðurdyr). Nýlegar amerískar Spring- madressur til sölu með tækifærisverði. — Einnig 2 yfirsængur. Afgr. vísar á. NOTAÐ MÓTATIMB- UR TIL SÖLU. Guðmundur Pétursson, Aðalstræti 18, sími 2458. „if 1,—ni.i.......¦¦.i..i.il.....¦*¦.-¦¦......-. mi lil'u i NECCI-SAUMAVÉL Zig-Zag, til sölu. Einnig saumavélarmótor. Uppl. í síma 1764. i n -' i ------------------------------------------------------------------------- NÝ LJÓSMYNDAVÉL, Exakta, Varex II a, með Biotar 58 mm., Ijósop 1:2 og filterum, selst með tækifærisverði strax. Uppi. á afgr. blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.