Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 8
• lllmlIIMIMIIllMllltllllllll miiiiiiiiimii iiiiiiiiiiiitiii iiimn...........miiiinmi ¦¦¦ iniiiiiiiii¦ iiiiiiiiinii j Málverk af Leifi og Atta sækja um fram- Hrefnu færslufulltrúastarfið Aska tekur tunnur á Akureyri og flytur til Keflavíkur, því að nú er enga síld að flytja. ¦ (Ljósmynd: E. D.). í síðustu viku komu þeir Finnur Kristjánsson, Húsavík, og Egill Bjarnason, Kvík, að Laugum færandi hendi. Þeir færðu skólanum málverk af fyrrverandi skólastjóra, Leifi Ásgeissyni, og Hrefnu Kol- beinsdóttur, konu hans, fyrir hönd gamalla nemenda. Mál- verkin gerði Halldór Pétursson og þykja þau mjög góð. Sigurð- ur Kristjánsson skólastjóri veitti málverkunum viðtöku og viðstaddir voru þeir kennarar er heima voru. Sama dag bárust skólanum lágmyndir af Konráði Erlends- syni, Jóni Jónssyni frá Múla og Jóhanni skáldi Sigurjóns- syni. Lágmyndasafn skólans er orðið mikið og gott og von fleiri mynda bráðlega. Málverkin af skólastjórahjónunum verga sett upp í nýbyggingu skólans. IH^B^^H^^H v___: _*.*¦*_*_*¦*_¦_¦_'_*¦*¦*_ ^mguiMM^y Áburðardreifiog úr lofti Húsavík, 23. ágúst. — Gerð var flugbraut við Höskuldsvatn og búið er að dreifa úr lofti fræi og áburði fyrir 100 þús. kr. þar nálægt. í fyrra var til- búnum áburði dreift á mela ná- lægt Husavíkurkaupstað og bar það sýnilegan árangur. í athugun er að reyna að fá lán hjá Áburðarverksmiðjunni til stæn-i átaka á Reykjaheiði. Helga, Stefán Þór og Héðinn eru hættir síldveiðum og komn- ir heim. Erfið heyskapartíð í Bárðardal Stórutungu, 23. ágúst. — Hey- skapartíðin er mjög erfið og töluverð hey úti. Spretta er góð og heyfengur víðast töluvert mikill. Seinnipartinn í sumar verður unnið við skólabygging- una. Frostnótt kom fyrir helg- ina, en skemmdi ekki kartöflu- gras. Nýlega gengu í hjónaband Aðalsteinn Hermannsson, bóndi í Hlíðskógum, og Hulda Þórunn .Valdimarsdóttir, Halldórsstöð- um. Síldarvertíð virðist vera lokið Raufarhöfn, 23. ágúst. — Síld- veiðum virðist lokið. Skip og bátar flestir á heimleið eða komnir heim. Söltunin hér á Raufarhöfn var 32.200 tunnur Hæstu sölt- unarstöSvarnar og jafnframt þær hæstu á landinu að þessu sinni voru: Oskarsstöðin með 7.800 tunnur og Hafsilfur með 7.300 tunnur. í fyrra voru salt- aðar hér um 80 þús. tunnur. Bræðslusíldin varð nú 88.700 mál, en var á annað hundrað þús. í fyrra. Ágætis þorskafli er hér, bæði á færi og línu og hefur verið gott „fiskirí" í sumar og stutt sótt. Hér strandaði hollenzka flutningaskipið Nisse, er það var á leið héðan og vestur. Var búið að losa saltfarm. Skipið strandaði við Ásmundarstaða- eyjar. Askja frá Keflavík dró skipið út, en Þorsteinn, Raufar- höfn, aðstoðaði. Ekki kom leki að skipinu, en það mun eitt- hvað hafa laskast. Unnið í Múlavegi Dalvík, 23. ágúst. — Allir síldarbátarnir eru hættir, nema Júlíus Björnsson, sem er á ufsa- veiðum, en hefur ekki fengið teljandi afla. Togskipin Björg- úlfur og Björgvin búa sig á tog- veiðar. Stöðugt er unnið í Múlavegi. 2—5 jarðýtur hafa verið þar undanfarið. Undirbyggingu er lokið að Ytrivík, sem er nokkru norðar en Sauðaneskot. Verið er að undirbúa hafnar- framkvæmdir. Ætlunin er að gera varnargarð sunnan hafnar- garðsins og mynda á þann hátt lokaða höfn, rúmgóða. Grjót verður tekið í Brimnes- gili. Þar er verið að byggja brú og endurbæta veg. Grjótið verð- ur flutt á stórum flutningabíl- um og hefjast flutningarnir væntanlega um mánaðamót. Heyskapur er víða langt kominn, þótt tíð hafi verið stirð og einstaka bóndi er hættur að heyja. Nokkrar trillur, sem róa með línu og færi, afla vel. efa verður fjölfarin í framtíð- Bátarnir hættir Ólafsfirði, 23. ágúst. — ÖU síldarskipin eru komin heim, sum alveg hætt, önnur ætla að bíða nokkra daga enn og ætla að sjá hverju fram vindur. — Gunnólfur er byrjaður með reknet, en veiðir lítið. Ógæftir hafa hamlað veiðum litlu bát- anna, en ágætur afli var á föstu- daginn og skammt undan. Sex hundruð á dag Bryggjan í hættu Blönduósi, 23. ágúst. — Lítið veiðist í Blöndu síðustu daga, en í ýmsum öðrum ám er veiði mikil, enda kostar veiðileyfi í þeim upp í 600 krónur á dag fyrir stöngina, og fá færri en vilja. Heyskap er langt komið og nýting heyja ágæt. Ekki er hægt að segja að dropi hafi komið úr lofti í langan tíma. Unnið er að því að gera ak- færa flestum bifreiðum hina fögru Hveravallaleið, sem án Haganesvík, 23. ágúst. — Fremsta ker bryggjunnar hefur sigið og komið bil á milli þess og næsta kers og eru þegar orðnar skemmdir af. Hætt er við að stórkostlegar skemmdir geti orðið þar á í vetur af sjó- gangi, ef ekki verður fram- kvæmd viðgerð nú í sumar. Þurrkar daufir, en fyrir helgi voru allir í heyi og náðist þá mikið inn. — Unnið er að mjög nauðsynlegum vegabótum. Eins og auglýst var í Akur- eyrarblöðum, var framfærslu- fulltrúastarf laust hjá bænum til umsóknar fram til 20. þessa mánaðar. Átta umsækjendur gáfu sig fram, og fara nöfn þeirra hér á eftir í stafrófsröð: Gunnar Steindórsson, brunav., , Gústaf Jónasson, rafvirkjam. Jóhann Ögmundsson, trésmiður, Jón Ingimarsson, skrifstofum., Jón Thorarensen, verkamaður, Skúli Flosason, málari, Þórhallur Guðmundsson, ullar- matsmaður, Þórir Guðjónsson, málari. Engin ákvörðun hefur veriS tekin enn um veitingu starfsins. Happdrætti Sjálfs- bjarg argar Dregið var í happdrætti Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, hinn 1. ágúst sl. Vinningar féllu sem hér segir: Volkswag- enbifreið nr. 6202, kæliskápur nr. 16186, strokvél nr. 16731, hrærivél nr. 30704, og bónvél nr. 17129. — Birt án ábyrgðar. Itllilllllllllllllllllltll Tunnuverksmiðjan | og Dagverðareyri | Síldarútvegsnefnd, sem I hér var nýlega á ferð, ræddi I ; þá möguleika við bæjarstjórn I i Akureyrarkaupstaðar, að 1 | flytja Tunnuverksmiðjuna \ I úr bænum og út á Dagverð- | j areyri. Á Dagverðareyri er \ I mikill húsakqstur ónotaður. I | A Akureyri vantar tunnu- | j skýli o. fl. Fulltrúar í bæj- \ \ arstjórn munu vera því mót- i I fallnir að verksmiðjan verði 1 \ flutt úr bænum. Verkamenn 1 j eru því einnig mótfallnir. = iiiimiiiiiiiiiimi Afli eyfirzkra skipa Afli eyfirzkra skipa, er náð höfðu 1 þús. málum eða meira, var sem hér segir um helgina: Akraborg Akureyri 4721 Áskell Grenivík 5251 Baldvin Þorvaldss. Dalvík 2680 Bjarmi Dalvík 4968 Björgúlfur Dalvík 4794 Björgvin Dalvík 5087 Garðar Rauðuvík 1870 Guðbjörg Ólafsfirði 6884 Gylfi Rauðuvík 1383 Gylfi II 6100 Hannes Hafstein Dalvík 3915 Júlíus Björnsson Dalvík 3038 Kristján Ólafsfirði 1068 Ólafur Magnússon Ak. 3321 Sigurður Bjarnason Ak. 8085 Snæfell Akureyri 7051 Stjrnan Akureyri 2514 Súlan Akureyri 2763 Vörður Grenivík 4976 Þorleifur Rögnvaldsson Ól 3356 Það er erfitt að vera sendill hér, því að Akureyri er mikill brekkubær. (Ljósmynd: E. D.). Húsavíkurbátar: Hagbarður 4356 Helga 4396 Helgi Flóventsson 7482 Pétur Jónsson 4212 Smári Stefán Þór 5209 3592

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.