Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 24.08.1960, Blaðsíða 4
4 PRESTKOSNINGAR PRESTSKOSNINGAR fara fram á Akureyri í haust. Annar sóknarprest- ur Akureyrar- og Lögmannshlíðar- sókna hefur sagt starfi sínu lausu og nýr prestur verður kosinn í staðinn. Við síðustu prestskosningar hér í bæ tóku öll bæjarblöðin þá afstöðu, að kynna umsækjendurna hlutdrægnis- laust, en halda sig utan þess áróðurs, sem upp var tekinn af öðrum aðilum. Dagur mun hafa sama hátt á einnig að þessu sinni og vonandi hin blöðin líka. Umsækjendur munu kynna sig sjálfir í Akureyrarkirkju, ef að vanda lætur, og það á að vera fagnaðar- og tilhlökkunarefni fyrir söfnuðina að velja sér sálusorgara úr hópi hæfra presta. En svo undarlega bregður við í viðtölum við fólk, að fram kemur sú skoðun, að prestskosningar eigi engar að vera, heldur beri að skipa prestana af biskupi eða ráðherra — til að forða deilum meðal sóknarbarna um verð- andi prest. Þrátt fyrir þá staðreynd, að sóknar- prestar eru ekki eins áhrifamiklir um andleg, og raunar líka veraldleg, mál og áður var, guðsþjónustur séu lítt sóttar víðast hvar og yfirleitt sé hætt að líta upp til prestanna í líkingu við það, sem áður var, er góður prestur þó trúnaðarvinur sóknarbarna sinna og hjálparhella á erfiðleikastundum. Hvað er eðlilegra og sjálfsagðara, en að fólkið sjálft fái að velja sér þennan Ieiðtoga? Og hver vill í al- vöru kasta 'á glæ þeim rétti, sem frjálsar prestskosningar eru? Frjáls- ar kosningar um Ieiðtoga eru svo dýrmætar, að enginn ætti að óska eft- ir öðrum breytingum þar á, en full- komnari heiðarleika í áróðri. Hvað prestskosningum viðvíkur gildir auð- vitað nákvæmlega það sama og um aðrar kosningar, og það væri mesta fásinna að kasta frá sér helgasta réttí hvers Iýðræðislands, kosninga- réttinum. Ólíklegt má telja, að Akureyringar vilji í alvöru láta af hendi réttinn til að velja sér sálusorgara og taka um Ieið á sig þá áhættu að láta ríkisvald- ið eða biskup ráðstafa þeim málum. Allt öðru máli gegnir um lækna og sýslumenn. Læknar fást við líkamleg mein, þeir græða sár og lina líkam- legar þjáningar manna eftir getu og aðstöðu, sýslumenn eru fyrst og fremst innheimtumenn ríkissjóðs, sáttasemjarar í deilum manna á milli og dómarar. Ólík þessu og ofar eru störf prestanna. Prestarnir eiga að vera fyrirmynd fólks í daglegu lífi, andlegir leiðtogar í trúarlegum og sið- ferðilegum efnum og boðendur hins eina og sanna fagnaðarerindis, sem byggist á manngöfgi og kærleika til alls er Iífsanda dregur. Bráðlega mun ljóst verða hvaða prestar sækja um Akureyrar- og Lög- mannshlíðarsóknir. Eflaust verða um þá skiptar skoðanir. En látum þá alla njóta sannmælis um leið og við velj- um og höfnum. Oft er talað um hörku og vafasamar starfsaðferðir í hinum pólitísku kosn- ingum, og má stundum til sanns veg- ar færa. Látum prestskosningarnar vera utan við pólitíkina og gerum þær, svo og allan undirbúning þeirra, hinar virðulegustu. IMMMIIMMIMIMIMIMIMIMIMIMMIMIMIMIIMIMMIIIIIMIMIMIIMIMMIMIIMImmimmiMIMIIMIM 'in.....iiiiiii........ IIIMItMMIMtMIMMIMIIMMMMMIMMIMIMMMMMIMIMIMIIMIMIMMMIIIIIIIII MEÐ ALÞJÓÐ FYRIR KEPPINAUT Stúlkurnar sjö. FRÁ ÞVÍ var nýlega sagt, að sjö íslenzkum námsmeyjum var vikið úr kvennaskóla einum í Danmörku. Fréttin var byggð á fásögn Extrábladet og komu þar fram sjónarmið forstöðu- konu skólans, þar sem hún ákærði hinar íslenzku stúlkur á harkalegan hátt. Nú hafa íslenzku námsmeyj- arnar sjö borið hönd fyrir höf- uð sér. Hafa þær allt aðra sögu að segja. Þær segja, að mjög hafi andað-köldu til sín í skóla þessum og svo áberandi og móðgandi, að furðu sætir. Þær máttu til dæmis ekki tala sam- an á íslenzku nema á sunnudög- um. Þær telja skólann í litlu áliti og illa sóttan og hafi oft komið fyrir að nemendur hverfi þaðan á miðjum náms- tíma. Stúlkurnar þverneita, að sukk eða svall sé orsök þess að árekstur sá varð, er leiddi til þess að þær yfirgáfu skólann og skýra nákvæmlega frá þeim at- burði, sem forstöðukonan til- færði sem ásökunarefni, í sam- bandi við útlendu hermenn- ina í veitingahúsinu, og ber þar mikið á milli. En höfuðástæð- una fyrir þeirri ákvörðun sinni að yfirgefa hina dönsku mennta stofnun segja þær vera þá, að þær hafi verið órétti beittar svo oft og á svo særandi hátt, að við það hafi tæpast verið hægt að búa. Þegar fólk er verra en skepnur. I ÚTVARPSÞÆTTINUM „Heima og heiman" um fyrri helgi flutti reykviskur blaða- maður lýsingu á lifnaði fólks á Þórsmörk um verzlunarmanna- helgina, en þar var hann dval- argestur og lýsti því, sem fyrir augun bar. Sú lýsing varð al- mennt umræðuefni á eftir. — Ekki af því, að mönnum kæmi það á óvart að vín væri haft um hönd á skemmtistöðum og að ólifnaður eigi sér stað, heldur af því að lýsingin var. opinská og .alveg hroðaleg. Eflaust hafa margir trúað varlega, og það reyndar lyginni líkast, að hundruð manna og kvenna hafi lifað og látið eins og skepnur á eðlunartíma á einum og sama stað, fyrir allra augum, það af fólkinu, sem einhvers var megnugt vegna ölvunar. Meðal þessa fólks, segir sögumaður að verið hafi kornungar stúlkur, vart af barnsaldri, sem karl- menn fóru höndum um. í sum tjöldin var naumast hægt að komast vegna spýju og saur- inda. Hvort sem mönnum þykir lýsingin „smekkleg" eða ekki i.....ii......iiiii iiintiiiiitikiiiiiiiiiiiiiii I Frá Skákfélagi Ak. 1 Riðgert er að um helgina 3.— 4. september komi til Akureyr- ar í heimsókn úrvals skákmenn úr Skákfélagi Reykjavíkur til þess að keppa við félaga úr Skákfélagi Akureyrar og nær- liggjandi sýslum. Lögð verður áherzla á að ná í beztu skák- menn á Norðurlandi. Meðal væntanlegra keppenda frá Skákfélagi Reykjavíkur eru: Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannesson, Freysteinn Þorbergsson, Guðm. S. Guðmundsson, Kári Sólmundarson, Jónas Þorvaldsson, Guðmundur Lárusson. og hvort sem þar er eitthvað orðum aukið eða ekki, vakti hún umtal og umhugsun og þess var vissulega þörf. Og ekki þurfa Norðlendingar að bíosa neinu yfirlætisbrosi yfir breysk leika Sunnlendinga í -þessurn efnum eða telja hann skáldskap einan. Eða hvers vegna geta Sunnlendingar, með Reykvík- inga í broddi fylkingar, ekki hagað sér verr en skepnur (skepnur eru aldrei til lýta í fögru umhverfi) úr því að Norðlendingar með Akureyr- inga í broddi fylkingar geta það í smækkaðri Þórsmerkur- mynd? Það er annars um drykkju- skap og vansæmandi fram- komu fólks á skemmtistöðum að segja, að þar er hægt um að tala en erfiðara úr að bæta, á meðan vín flóir alls staðar, vasapeningar eru ríflegir og ungu fólki er leiðbeint um alla hluti fremur en siðgæði og mannsæmandi umgengnisháttu í hinni miklu uppeldisvél skólakerfisins. Fjöldavitfirring á mannamótum vegna of- drykkju og algert blygðunar- leysi í kynferðismálum fer jafnan saman. Ekki hefur sá er þetta ritar frétt um nein Þórs- merkurskrílslæti hér úr ná- grenni, þegar frá er talið ölæði tiltölulega fárra einstaklinga. En á opinberum skemmtistöð- um þarf að framfylgja settum reglum án undantekningar og þær reglur þarf að samræma fyrir stór svæði og líta eftir að þær séu haldnar. Til mála get- ur komið, að banna algerlega opinberar skemmtanir, þar sem ekki er af einhverjum ástæðum hægt að hafa nægilegt eftirlit. Ungt fólk þarf að skemmta sér og á fullan rétt á því. Sem betur fer sér það flest fótum sínum forráð. Eldra fólkið gerði vel, ef það sækti meira skemmti staði en raun ber vitni, bland- aði geði við æskuna og setti sinn svip á skemmtanalífið, ef það er eitthvað skárra en sú kynslóð, sem upp er að vaxa og hneykslun veldur. Heybruni. A NOKKRUM stöðum hafa bændur dregið upp hey á síð- ustu stundu og hefur jafnvel staðið svo tæpt, að í hefur kviknað þegar loftið komst að. Á einum stað hér í nágrenninu hefur orðið mikill heybruni. — Guðmundur Guðmundsson bóndi á Helgastöðum í Saur- bæjarhreppi missti þannig um 300 hesta af heyi nú fyrir skemmstu. Það er tilfinnanlegt tjón og ætti að vera öðrum til viðvörunar. Einmitt á þessum tíma er hættast við heybruna og ástæða fyrir bændur að fylgjast vel með heyhita í hlöð- um og uppbornum heyjum. — Fæstir nota heyhitamæla, sem þó eru mjög handhæg áhöld. Litið í búðargluggana. SAMKVÆMT LÖGUM ber að verðmerkja allar vörur í út- stillingargluggum verzlana og annars staðar þar, sem vörur eru almenningi til sýnis. Ef að er gáð, sézt, að þessu ákvæði er víða ekki fullnægt. Menn spyrja: Hvar er verðlagseftirlit- ið? Er ekki full þörf á að end- urreisa það, enda um það gefin fyrirheit af núverandi stjórnar- völdum? Raunverulega á allt verðlags- eftirlit fyrst og fremst að vera í höndum almennings, sem á að vaka á verðinum og veita nauð- synlegt aðhald. — Almenningur og vérðlagsyfirvöldin verða að taka höndum saman um að lög- um og reglum í þessu efni sé fylgt og refsa stranglega ef út af er .brugðið. Á síðustu árum hefur skapazt virðingarleysi fyrir peningum, . bæði vegna þess, að af þeim hafa flestir haft meira en nokkru sinni áð- ur og einnig vegna verðgildis- rýrnunar krónunnar. Nú hafa margir léttari pyngju en áður vegna efnahagsaðgerðanna og hinnar gífurlegu verðbólgu, sem sem þeim fylgdi. Hagkvæm innkaup eru því flestum full nauðsyn. Verðlagseftirlit, sem meira er en nafnið tómt, ásamt vöruþekkingu og nánari athug- un fólks á vöruverði, ætti að stuðla að betri verzlun og betri afkomu og þess er vissulega full þörf nú. Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskólann í Norður- Dakota í Grand Forks, er aust- firzkur að uppruna, fæddur að Svínaskálastekk í Reyðarfirði 9. júní 1897 og af bændafólki kominn. Hann ólst að mestu upp í Litlu-Breiðuvík á Reykja- firði og vandist snemma allri al- gengri vinnu, bæði á sjó og landi, var harðduglegur atorku- piltur, sérstaklega við sjósókn, svo að enn er um talað austur þar. Hjá honum fór saman and- leg orka og líkamleg, og frá- bærar gáfur. Námi lauk hann í stórum áföngum hér heima, las undir gagnfræðapróf utanskóla og tók það svo á Akureyri árið 1918. Hér kynntist hann ungmennafé- lagshreyfingunni og var ung- mennafélagi í Ungmennafélagi U M D A G 'J@fó& G V E G I N N í HERÐUBREIÐARLINDUM. Hrjóstrugt er land við Herðubreið, hrjáð af eldi og flóðiun. Utan frá byggð er ærin Ieið inn að þeim tröllaslóðum. Lítt eru hraunin gráu greið ganglerum vegamóðum. Vart mundi þar, um vetrarskeið, veita af skýlum góðum. Um sumardaga ef hittist hér hlé á regni og vindum, ófátt mun þá, sem "augað sér ¦ ¦ af útsýnis dýrðarmyndum. Svo er að kveldi síga fer og sól er á jökultindum, friðsælli staði fráleitt er að finna, en hér í Lindum. Bústað hér fornan finna má falinn á grýttri bungu. Eyvindur karl hér úti lá að örlagaráði þungu. En þægindi er hér sízt að sjá nema sytru í klettasprungu, og þá var ei stórgrips-þjóttan hrá þekk eða sæt á tungu. Þar er nú gestum byggður bær blikandi málmi sleginn. Annars vegar er áin tær en eldstorka hinum megin, í hraungarða skjóli hvönnin grær háf jalladöggvum þvegin, öflugar hafa ýtuklær erjað og jafnað veginn. Ef þú nú mættir, Eyvi minn, aftur úr kumbli hyggja, og hverfa til okkar í húsið inn, sem höfum við látið byggja, eflaust þú fengir, útlaginn, atlæti betra að þiggja, beðinn mýkri en manstu þinn og meyrari krás að tyggja. Orðstír og minning Eyvindar ætíð hygg eg að lifi, um okkur, sem húsið eigum þar er óvíst að nokkur skrifi. Þar sem hann forðum fótsár var á ferðum í urð og klifi, brunum við lagðar brautirnar á bíl — með tvöföldu drifi. DVERGUR. Akureyrar og telur sér það hið mesta happ. Stúdentsprófi lauk hann í Reykjavík árið 1920, með mjög hárri einkunn. Richard Beck átti ekki sam- leið með miðlungsmönnum, sem skólarnir verða að mestu að miðast við. Og nú, á sjötugs- aldri, er hann jafn brennandi í andanum, hefur tíma til alls, þarf lítið að sofa, en er nauðsyn að vinna. Af eigin rammleik brauzt hann til mennta í Vest- urheimi, stundaði nám við Cornell-háskóla í Itacha, einn fyrsti íslenzki stúdentinn er þangað sótti, lauk meistaraprófi í norrænum fræðum og enskum og doktorsprófi 1926 við hinn bezta orðstír. Að námi loknu gerðist hann prófessor í enskum bókmennt- um og samanburðarmenntum við St. Olofs College í Minne- sota og víðar, en varð síðar pró- fessor við ríkisháskólann í North-Dakota, eins og áður er sagt, og er það enn. Aðal- kennslugrein hans er norskar bókmenntir. Námsafrek og embættisferill þessa óvenjulega Austfirðings sýna, að víðar hefur þótt nokk- uð til hans koma en við sjósókn í ættbyggð sinrii." En þó eru ótalin þau 'störf'prófessorsins, sem í augum ökkar heima- manna ber þó langsamlega hæst, og á egþár'við hið stór- merka menningarstarf hans í þágu þjóðræknismála. Hann hefur öðrum fremur verið hinn lifandi tengiliður ' íslendinga austan hafs og vésíán, ekki að- eins sem varaforseti og síðan forseti Þjóðræknisfélagsins, heldur sem sívakandi og sívinn- andi áhugamaður á því sviði. — Segja má, að penninn hafi ekki fallið honum úr hendi frem- ur en uppruni hans fellur hon- um úr minni, og hvert tækifæri notar hann til að treysta vin- áttubönd þjóðarbrotsins vestra við „gamla landið góðra erfða." Ræðuskörungur er prófessor Richard Beck, jafnt á enska sem íslenzka tungu, og hefur hann með ræðum sínum og ritsmíð- um náð til þúsundanna, sem annars hefðu ef til vill dottað á verðinum um málefni þjóð- stofnsins. Það var blaðinu gleðiefni, að fá tækifæri til að ræða um stund við prófessorinn á skrif- stofum blaðsins, og fá hjá hon- um snöggsoðið yfirlit um ferða- lög hans hér heima þessar vik- ur, sem hann dvelur hér. Jafn- vel þá stuttu stund sem það tók, varð hann jafnframt að nota til að ákveða stað og stund til við- ræðna við menn hér og menn þar, um ferðalög í dag og á morgun. Hvarvetna hlaðast á hann erindi og víða þarf hann að skila kveðjum að vestan. Heil bók með heimilisföngum og ýmiss konar upplýsingum eða nöfnum manna og kvenna, þar sem upplýsingarnar vantar, vitna um hin óteljandi sambönd og fyrirgreiðslur, sem þessi maður annast og eru ómetan- legar. Richard Beck kom hingað til lands 8. júní, var fyrstu vikuna í Reykjavik og sat þar þá fjölda funda og þinga, flutti fyrir- lestra, m. a. í Háskóla íslands, og ræður víð ýmis tækifæri. Háskólafyrirlesturinn hét: Með alþjóð fyrir keppinaut, og þann sama fyrirlestur, lítið eitt stytt- an, flutti prófessorinn í Akur- eyrarkirkju síðasta miðvikudag. Hann flutti kveðjur Vestur-ís- lendinga 17. júní, sem jafnframt var útvarpað og hann tók þátt í fagnaði stúdenta og flutti ávarp fyrir hönd 40 ára stú- denta við skólaslit Menntaskól- ans í Reykjavík. Þá var hann gestur á 30 ára afmæli Skóg- ræktariélags íslands snemma í júlí og aftur hér á Akureyri er minnzt var 30 ára afmælis Skógræktarfélags Eyfirðinga í Vaglaskógi, en þar var hann að- alræðumaður dagsins. Hér fyrir norðan notaði Ric- hard Beck tímann til að skreppa til Grímseyjar, greip þar í fisk- aðgerð með heimamönnum og kom þá meðal annars á nyrzta bæ landsins, Bása. En áður hafði hann einnig komið á syðsta bæ landsins, Stórhöfða í Vestmannaeyjum og flutti í þeirri ferð sinni erindi á þjóð- hátíð eyjarskeggja. En jafnframt því, sem hinn góði gestur og íslandsvinur var hér á ferð og flugi, kveikjandi elda áhugans fyrir samstarfi allra íslendinga, hvar sem þeir hafa bólfestu á hnettinum, fær- andi kærar kveðjur óteljandi einstaklinga vestra til ættingja og vina heima á gamla Fróni og vera hinn veitandi maður f élaga og stofnana, allt frá háskóla og útvarpi og niður í smáfélög hinna ýmsu bæja- og sveitarfé- laga, gaf hann sér tíma til að skreppa til Noregs síðari hluta júlímánaðar. Þar dvaldi hann fyrst vikutíma í Osló, sat í fagn- aði með íslenzka sendiherran- um þar, Haraldi Guðmunds- syni, og frú hans, og naut fyrir- greiðslu Árna G. Eylands í heimsókn á Jaðar, og prófessor- inn heimsótti fæðingarstað Arne Garbo, tók sér sérstaka ferð á hendur til Sanda í Roga- landi til að heimsækja íslands- vininn Hans Hylen, sem er m. a. þekktur fyrir ágætar þýðingar íslenzkra ljóða á nýnorsku og einnig fyrir rausn og höfð- ingsskap. Minnisstæð ferð og hugleikið frásagnarefni var siglíng með víkingaskipi yfir Hafursfjörð. En Hafursfjarðarorrusta átti mikinn þátt í landnámi íslands, samkvæmt sögulegum heimild- um. Eftir Noregsförina var Ric- hard Beck viðstaddur innsetn- ingu forsetans í embættið, fór um Vestfirði, flutti mörg erindi og var tekið þar af mikilli rausn. Þá heimsótti hann Siglufjörð og Sauðárkrók. Hér er aðeins á stóru stiklað og nægir þó til að sýna, að ekki hefur verið setið auðum hönd- um í þessu vinarboði til gamla landsins. Og nú á ferðalangurinn eftir að heimsækja æskustöðvarn- ar á Austurlandi og er á förum þangað þegar þetta er ritað um síðustu helgi. Dr. Richard Beck prófessor biður blaðið að flytja Norð- lendingum og öðrum lands- mönnum, sem þessar línur lesa og greitt hafa götu hans, sínar hjartanlegustu kveðjur og þakkir. Hann segist hafa lært margt af þessari ferð, hvarvetna mætt frábærri gestrisni og áhuga fyrir þeim tilgangi ferð- arinnar, að treysta enn vináttu- bönd austan hafs og vestan. Hér fara á eftir örlitlir þættir úr fyrirlestri prófessorsins, er hann flutti í Akureyrarkirkju á miðvikudagskvöldið: „íslenzkir landnemar vestan hafs sigruðust á hörmungum og öðrum andvígum kjörum með þrotlausu, líkamlegu erfiði og ódrepandi þrautsegju, en þó öllu fremur með vopnum and- ans. Þeir báru í brjósti djúpa og sterka guðstrú, samhliða bjarg- fastri framtíðartrú, trúnni á hið nýja land sitt. íslenzkar menningarerfðir urðu þeim á þrengingar- og bar- áttuárum þeirra uppspretta yndis og orku. íslenzkar bók- menntir og saga íslenzku þjóð- arinnar urðu þeim, eins og ís- lendingum hér heima á ættjörð- inni, eggjan til dáða og vængur til flugs yfir torfærurnar. Séra Jónas A. Sigurðsson hafði því laukrétt að mæla, er hann segir i kvæði sínu um Vestur-íslend- ing: „En haldgóð var íslenzka útgerðin þó í eldrauna lífsstarfi þungu"." Síðar í erindinu: „Þótt hér hafi verið farið fljótt yfir sögu, mun samt óhætt að fullyrða, að íslenzkir land- námsmenn og landnámskonur vestan hafs, hafi, á sínu starfs- sviði, almennt talað djarflega og drengilega, „innt af hendi ævi- þraut með alþjóð fyrir keppi- naut". Landnámsmennirnir og land- námskonurnar íslenzku vestan hafs hafa orðið fósturlandinu til þeirra nytja, sem eigi verður auðveldlega tölum talið eða fullmetið, og ættjörð sinni til sambærilegrar sæmdar. En hvernig hafa þá afkom- endur ís'lenzku landnemanna staðið sig á alþjóðaskeiðvellin- um í hinni miklu Vesturálfu? Vitanlega hafa þeir, eins og aðr- ir, reynst misjafnlega, en hik- laust mun mega segja, að allur þorri þeirra hafi mælzt vel á þann allsherjarmælikvarða, og hreint ekki fáir í þeirra hópi skara fram úr á athafna- og and- lega sviðinu. Það yrði langt mál og myndi heimta mikla undir- búningsrannsókn, ef semja ætti ýtarlega skrá yfir þá íslendinga vestan hafs, sem skipað hafa eða skipa nú opinberar stöður, forystusess með ýmsum hætti, Dr. Richard Beck á morgungöngu á Akureyri. eða hafa getið sér frægðarorð á einhverju sviði, hvort er í verk- legum efnum, fræðimennsku, bókmenntum eða listum. En sannarlega væri það þess virði, að einhver, sem vel kann til verka í þeirri grein, færðist það í fang að semja slíka skrá. Þá myndi það einnig koma á dag- inn, að Örn Arnarson skáld fór ekki með staðlausa stafi, þegar hann komst svo að orði um Vestur-íslendinga í stórbrotnu kvæði sínu til Guttorms J. Guttormssonar: „Þeir sýndu það syart á hvítu með sönnun, er stendur gild að ætt vor stóð engum að baki að atgerfi, drengskap og snilld." Hann segir ennfremur í sömu andránni: * „Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem Iandarnir fluttu um sæ." Hann mun reynast harla sanspár í þeim efnum. Óneitan- lega þyngist að vísu róðurinn með hverju ári í íslenzkum fé- lags- og þjóðræknismálum vest- an hafs, en ennþá höldum við hópinn og í horfi eftir mætti, og góðu heilli lifir enn vel í mörg- um brjóstum vestur þar ræktar- semi til íslands og íslenzkra erfða. „Standa skal í starfsemd andans stofninn einn með greinum tveim." segir Einar Benediktsson í snjöllum og eggjandi Vest- mannavísum sínum. Látum fleyg orð hans verða áhrínsorð. Tökum sem fastast saman höndum og látum vorn sterka ættar- og menningarstofn, sem staðið hefur af sér stórviðri aldanna, grænka og blómgast, svo að fagurlim hans haldi áfram að tengja fslendinga órjúfandi ætternis- og menning- arböndum yfir hið breiða haf." Blaðið þakkar Richard Beck fyrir komuna til-Norðurlands, vinsemd við blaðið nú og fyrr og síðast en ekki sízt eldlegan áhuga hans fyrir menningar- málum hins tvígreinda íslenzka þjóðstofns. E. D. iiiiitiiiiiiiiiitiiiiiiitiiiui IIIIIIMIIIIIIIIItlk KVÆÐI | I flutt dr. Ríkarði Beck prófes-1 i sor við komu hans til Vest- \ \ fjarða 8. ágúst 1960. 1 I Nú er éóðuT ^esrur | I genginn oss á hönd. É Bar sá langt vm lönd | ljóma ai vorsins strönd. i | Þótt hann viki vestur, | I var hans andi skær z heimahögum nær, I I hjartakær. = = Út um áliu þar l íslands rún hann skar, | I vórður þess hann var, \ vel þess merki bar. z Sá er sonur beztur, § | sem í víking ier, | 1 en þó innst með sér | Island ber. | E Fagrar iyrirmyndir 1 ilutti Ríkarð Beck. E Island orðstír iékk | alltai þar hann gekk. E Enn við. Ijóðalindir E leikur hugur skír, | É andinn enn sér býr | | ævintýr. § Islenzk áiti þjóð E ávörp möré og góð, \ \ hlýjan hjartasjóð, \ 1 hvar sem Ríkarð stóð. 1 Orð hans ennþá kyndir \ \ Eddu og sögu glóð, I ættar vorrar óð, | E lslandsljóð. \ Berðu, góði gestur, | E geisla þína enn \ yiir Islands menn \ álíubrotin tvenn. E Færðu vítt í vestur | É vora kveðjuskál, | i írið og teginsmál i írændasél. | i Islands ást og trú E alltai leggir þú | yiir byggð o^ bú, | \ bjórt er kveðja sú. \ Saga og ljóðalestur \ líigi sérhvert þing, i ómi allt um kring = i Islending. 1 Guðm. Ingi Kristjánsson. i • ¦¦¦IllllllllllllllllltlllltllIllllllttltllllllltlllltMMllltllllK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.