Dagur - 21.09.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1960, Blaðsíða 4
4 5 f—----------------------------- Daguk Eftir 10 mán. stjórn BRÁÐUM er ár liðið frá síðustu alþingiskosningum. Um þetía leyti í fyrrahaust börðust stjórnmáiaforingj- ar og frambjóðendur um fylgi fólksins við stefnur flokka sinna. Það er ómaksins vert að rifja upp örfá atriði úr yfirlýsingum stærsta stjómmála- flokksins, sem myndaði ríkisstjórn nokkru eftir kosningarnar og stjómar landinu ennþá. Sjálfstæðisflokkurinn lagði á það megináherzlu að bæta þyrfti lífskjör fólksins. „Leiðin til bættra lífskjara,“ var kjörorð hans í kosningunum, „er að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn.“ Og hver vildi ekki betri lífskjör? En fyrsti boðskapur hins nýja forsætisráðherra eftir kosningar var sá, að þjóðin hefði „lifað um efni fram“ og lengra yrði ekki haldið á þeirri braut, allir yrðu að fórna nokkm til þess að aftur kæmu hinir gömlu og góðu dagar. Og ekki var látið sitja við orðin tóm. Lífskjör al- mennings voru skert um 1100—1200 milljón krónur með þeim efnahagsráð- stöfunum, sem ríkisstjórnin kallaði „viðreisn“ og fólust í vaxtaokri, nýj- um sköttum, svo sem tvöföldum inn- flutningsskatti, nýjum söluskatti á alla sölu og þjónustu innanlands og verðhækkunum vegna gengisbreyt- ingar án kauphækkana á móti o. fl. Sjálfstæðisflokkurinn varð þannig uppvís að meiri kosningasvikum en áður eru dæmi til á íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði mikla áherzlu á það í kosningabaráttunni, að lýsa því fyrir fólkinu, hve verð- bólgan væri hættuleg og að bæði vildi flokkurinn ganga af verðbólg- unni dauðri og gæti það. Ef við get- um ekki drepið verðbólgudrauginn, hver getur það þá? spurðu frambjóð- endur flokksins og flokksblöðin af miklu yfirlæti. í stað þess að uppfylla gefin loforð um stöðvun verðbólgunn- ar rak Olafur Thors upp vein mikið stuttu cftir valdatöku Sjálfstæðis- flokksins og síðan öll áróðursvél íhaldsins, um að það væri skollin á „óðaverðbólga“. Sjálfstæðisflokkurinn læknaði hvorki verðbólgu né óða- verðbólgu. Á þeim 10 mánuðum, sem liðnir eru frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum, hafa flestar vörur hækkað um þriðjung. Bannað var með lögum að kaup hækkaði sam- kvæmt vísitölu, eins og verið hafði áður um 20 ára skeið. Hinar gífurlegu verðhækkanir korna því hart niður á almemiingi, svo að fara verður ára- tugi aftur í tímann til samanburðar á afkomu fólks. Hinir gömlu og góðu dagar, sem íhaldið boðaði, hafa haldið innreið sína. Dýrtíðarflóðið, sem stjómin steypti yfir þjóðina, eru stór- felld kosningasvip og árás á lífs- kjörin. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði það í kosningabaráttunni í fyrrahaust, að erlendu skuldimar væru að sliga þjóðina. Hún risi ekki undir vöxtum og afborgunum. Sjálfstæðisflokknum einum væri treystandi til að taka upp breytta stefnu í þeim málum, í „sam- ræmi við heill alþjóðar.“ — Hann tók 800 milljón króna lán (láns- heimild) og er búinn að eyða af því meira en helmingnum, án þes það sjá- ist í nokkrum stórframkvæmdmn eða uppbyggingu í landinu. NYR KENNARI VIÐ TONLISTARSKOLANN Athygli skal vakin á auglýs- ingu Tónlistarfélags Akureyrar um fiðlukennslu í skólanum í vetur. Hr. Sigurður Steingrímsson hefur verið ráðinn kennari í fiðluleik. Sigurður stundaði nám í fiðluleik við Tónlistarskól ann í Reykjavík, en fór að loknu námi þar til Vínarborgar, þar sem hann hefur stundað fram- haldsnám undanfarin 5 ár. Það má teljast mikið happ fyrir Tónlistarskóla Akureyrar að fá svo vel menntaðar kenn- ara, og þess er að vænta, að þeir Akureyringar, og reyndar Norðlendingar allir, sem áhuga hafa á fiðluleik, notfæri sér þetta ágæta tækifæri. GLUGGAÐ í GAMLA 11111111111111 IIIIIIIHIIIIIIIIIII Til Bernharðs Sfefánssonar og Hrefnu Guðmundsdóttur Kvæðið var flutt í samsæti er þeiin hjónum var haldið að Melum í Hörgárdal í sumar Velkomnir hingað heiðursgestir kærir, heilir og glaðir sitjið vinafund. Mnningaeldar loga leifturskærir, lýsa um farinn veg á þakkarstund. Að alþingismaður, oss þó svíði skaðinn, endi sitt starf er lögmál þess er skóp. Bóndinn og konan birtast hér í staðinn, nú bjóðum þau velkomin í okkar hóp. Alþingismaður áratugi þrenna, öruggur sigur vannst í þraut og neyð. Þú kveiktir í æsku blys sem ennþá brenna, blysin sem vísa þjóð á rétta leið. Drengur í sókn, en djarfur þó að verki. Drengur í vörn, en hræddist engan mann. Drenglyndi og vizka er þitt aðalsmerki, aflgjafinn sem þér löngum sigur vann. Minning um störf þín veit eg lengi lifir, sem Ijósberi þjóðgr gekksti^fram á svið. Hagsmuni fjöldans settir annað yfir, óbundinn veittir góðu máli lið. Tungunnar vernd og frelsi fósturjarðar fyrst kom þér til að brýna egg til stáls. í sannleika nefndur sómi Eyjafjarðar, sonur hins frjálsa Iands og hreina máls. Velkomnir hingað heiðursgestir kærir, heilsa í sumarskarti bernskulönd, að enduðu starfi ykkur sveitin færir alúðarþakkir, réttir vinarhönd. Velkomin heim í fagra fjallasalinn, fullan af vorsins klið með græna hlíð. Bessuð af þeim, sem byggja og erja dalinn, blcssuð af framtíð þjóðar alla tíð. Þ. V. Landnámabók er hið merkasta rit fyrir margra hluta sakir. Þar getum við lesið nöfn hinna helztu landnámsmanna og margra fleiri þeirra, sem hing- að komu á 9. og 10. öld, um uppruna þeirra og ættir, hvar þeir settust að á íslandi, auk ýmissa frásagna af sumum þeirra, en þær eru þó flestaar mjög stuttaralegar. Sagt er, hvar þeir settust að hér á landi, og er þar rakin ætt til nokk- urra þeirra allt frá 13. öld, en á þeirri öld mun hinum helztu landnámssögum hafa verið safnað í eitt rit. I Landnámabók eru tugir mannanafna á því nær hverri blaðsíðu, og sýnist hún því ekki mjög aðgengileg til skemmti- lestrar, enda má gera ráð fyrir því, að hún sé það fornrita okk- ar, sem sjaldnast er tekið fram úr bókaskápnum. Það er a. m. k. ekki líklegt til árangurs, að benda börnum og unglingum á Landnámu sem lestrarefni. Undanfarnar. vikur hef eg oft gripið Landnámabók mér í hönd og lesið. Eg held þó því miður, að eg sé jafnnær um flesta hluti, að því er til ætt- fræði og mannanafna tekur, en þó hef eg haft gaman af mörgu, ekki sízt viðumefnunum eða uppnefnunum, eins og við myndum nú kalla þessar nafn- giftir. Uppnefnin hafa fylgt okkur íslendingur allt frá Nor- egi, og það er því ekki unnt að segja, að þau séu óþjóðleg, þótt hvimleið séu. Ekki veit eg, hvað mörg þess- ara viðurnefna merkja, en fjöl- mörg þeirra eru þó auðskilin, ekki sízt þau, er menn hafa fengið af ýmsum ytri auðkenn- um sínurn, háralit, hárvexti, stærð, vaxtarlagi og ýmsum líkamslýtum. Af skegginu hafa margir fengið viðurnefni. Hér eru nokkrir þeirra: Hrólfur rauðskeggur, Þorsteinn flösku- skegg, Ásmundur skegglauss, Börkur blátannarskegg, Bárður bláskegg, Þórður skeggi, On- undur breiðskeggur, Þórir ref- skegg og Ófeigur þunnskeggur. Hér tel eg svo nokkra aðra, sem virðast hafa hlotið viður- nefni sitt af útlitinu: Þorsteinn rauðnefur, Böðvar blöðruskalli, Þorgeir höggvin- kinni, Hrólfur hinn digri, Ver- mundur mjóvi, Helgi hinn magri, Hergils hnapprass, Þrándur mjóbeinn, Steinólfur hinn lági, Ketill: ilbreiður, Þor- geir langhöfði, Högni hinn hvíti, Arnór kerlingarnef, Þor- móður skalli, Þorgeir dúfunef, Þorkell hinn hávi, Þórir hauk- nef, Ásbjörn loðinhöfði og Ól— afur langháls. Ekki þykir mér líklegt, að allir hafi þeir verið nefndir við- urnefni sínu, svo að þeir heyrðu sjálfir, því að til þess eru þau of græzkufull mörg. Hér eru nokkur: Hrafn heimski, Sigurður svín- höfði, Eysteinn meinfretur, Þorgeir ofláti, Þorsteinn ógæfa, Þórarinn illi, Ljótur óþveginn og Ketill hinn fíflski. En svo eru nokkur viður- nefni, sem til sæmdar hafa ver- ið talin, eða a. m. k. ekki til vansæmdar: Gunnsteinn ber- serkjabapi, Finnur hinn auðgi, Þorfinnur hausakljúfur, Ingólf- ur hinn fagri, Arnór hinn góði og Héðinn hinn mildi. Ekki hafa konur farið var- hluta af viðurnefnunum, og eru þau af ýmsu tagi eins og karl- anna. Það er sæmd að því að vera nefnd Þorbjörg hólmasól, Auður djúpúðga, Gró hin snar- skyggna, Þorbjörg bekkjarbót og Þuríður gyðja. Um sæmd hinna nafnanna, er eg nefni hér á eftir, leikur meiri vafi. Hlíf gestageldir, Þuriður dylla, Þór- unn blákinna, Þuríður rym- gylta, Ingvildur rauðkinna og Yngvildur allrasystir. Eins og áður er sagt, eru í Landnámu raktar ættir, einkum höfðingja, og oft til 13. aldar. Einn landnámsmanna hét Auð- ólfur, nam Hörgárdal og bjó á Syðri-Bægisá. Hann kvæntist dóttur Helga magra, og af Yng- vildi dóttur þeirra er kominn Gissur jarl Þorvaldsson, eða svo segir í Landnámu, þar sem þetta er rakið. Ásgrímur hét maður, Önd- óttsson kráku, hann hjó á Glerá nyrðri (Ásmundur bróðir hans bjó á Glerá hinni syðri)„ Land- náma telur fram afkomendur Ásgríms, þar til komið er að Sturlu í Hvammi, ættföður Sturlunganna. Hvorki vissi eg um daginn, áður en eg fór að glugga í Land- námabók, að Gissur jarl ætti ættir sínar áð rekja í Hörgár- dal, né heldur hitt, að Sturlung- ar allir væru komnir af bónda nokkrum, sem búið liefði á bökkum Glerár. En svo lengi lærir sem lifir. —- Ö. S. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii Hver gaf i'it veiðileyfin? STANGVEIÐIFÉL. Straumar á Akureyri hefur Eyjafjarðará leigða. Samningsaðili bænda er Veiðifélag Eyjafjarðarár. — Ákveðið var í sumar, að leyfa enga veiði í ánni, ef friðun mætti glæða veiðina á næstu árum. Að sjálfsögðu báðu marg- ir um veiðileyfi, svo sem að lík- um lætur, því að hver veiðiá er eftirsótt á þessum árum. Allir fengu synjun og var þar farið eftir fundarsamþykkt. Ð Vélsmiðja Húnvetn- inga tekur til starfa Blönduósi, 19. sept. — Guð og náttúran leggjast á eitt og gera mönnum lífið létt og ánægjulegt eftir því sem fram- ast er hægt að vona. í dag er réttað í Auðkúlurétt, Vatnsdals- rétt og Skrapatungurétt. Á mið- vikudaginn og fimmtudaginn er réttað í Stafnsrétt, fyrri daginn er stóðrétt. Slátrun er hafin hér. Féð er lakara en menn bjuggust við, en ekki er það þó vel að marka, því að aðeins hefur verið slátr- að heimalandafé. Alls verður lógað 34700 fjár á Blönduósi, um 1200 á dag. Hér er að taka til starfa nýtt og fullkomið vélaverkstæði, Vélsmiðja Húnvetninga, sem kaupfélagið og búnaðarsam- bandið eiga í félagi. Þormóður Sigurgeirsson frá Orrastöðum veitir því forstöðu. Það er búið fullkomnustu tækjum og ætti að verða hin þarfasta stofnun. f sumar var bryggjan lengd um 12 metra og geta öll strand- ferðaskipin og minni Sambands- skipin lagzt við hana í sæmilegu veðri. Þetta er ómetanlegt hag- ræði fyrir staðinn og allt byggðarlagið. Um miðjan mánuðinn var tekinn hér í notkun jöfnunar- brunur vatnsveitunnar. Vatn er nú nægilegt, en þrýstingurinn lítill. Rafmagn á nokkra bæi Nesi, 19. sept. — Fyrstu göng- um er lokið. Þær voru erfiðar vegna þess hve féð hélt sig of- arlega vegna góðviðrisins. Einhvern næsta dag verður rafmagni hleypt á nokkra bæi í Mið-Fnjóskadal: Skóga, Hró- arsstaði, Háls, og Vagli. Auk þess fær útibú KÞ við Fnjósk- árbrú, samkomuhúsið í Vagla- skóginum og vinnustaður skóg- ræktarinnar, rafmagn um leið. Búið er að byggja brú yfir Skarðsá í Dalsmynni og verið að brúa Grefilsgil. Yfirsm. er Jón Grímsson frá Vopnafirði. Verið er að byggja veg milli Ness og Skóga. Fagrir haustlit- ir eru í Vaglaskógi. Snjór í fjöllum Haganesvík, 20. sept. — Hér var snjóföl niður í miðjar hlíð- ar í morgun og jörð hélugrá í byggð. Réttað var í Flókadals- rétt í gær og í Austur-Fljótum í dag. Slátrað verður 4670 fjár hér í haust og hefst slátrunin á fimmtudaginn. Ráðgert er að viðgerð fari fram á bryggjunni, sem skemmdist í brimi og liggur pndir skemmdum, ef ekki er að gert. Hinn 3. þ. m. varð Jón Guð- mundsson, Molastöðum, 60 ára. Hann hefur um langt árabil verið endurskoðandi hjá Sam- vinnufélagi Fljótamanna á Haganesvík. Undir lok veiðitímans fóru menn að velta því fyrir sér, hvort mikill silungur og kann- ski lax hefði gengið í ána. Þá var ákveðið á sameiginlegum fundi að fá vissan mann fram í Eyjafirði til að kanna þetta síð- ustu daga veiðitímans, og var það síðan gert. En nú vildu fleiri reyna og leituðu leyfa, en árangurslaust. Formaður félags- stjórnar Strauma sagði að tveim mönnum aðeins liefði stjórnin veitt leyfi. En einhver veitti þó veiði- leyfi í Eyjafjarðará, þrátt fyrir þessar fullyrðingar stjórnarfor- manns. A. m. k. 10 manns veiddu í ánni í vikunni sem leið og öfluðu vel. Ekki voru veiðileyfi þessi gefin út í sam- ráði við veiðifélag bændanna. Ekki var eftirlitsmaðurinn við það mál riðinn og hafði ekki hugmynd um veiðiskapinn fyrr en bændur kærðu til hans. Það væri æskilegt að fá það upplýst, hvers vegna 10 mönn- um voru veitt veiðileyfi, og hver gaf þau út og með hvaða rétti, átta þeirra án vitundar stjórnarformanns Strauma og öll án vitundar formanns Veiði- félags Eyjafjarðarár. Fast að 140 silungar og 1 lax munu hafa veiðzt þessa daga. Eftirlitsmaður árinnar mun starx hafa sagt af sér starfinu vegna þessara aðgerða. Pípuorgelinu seinkar Pípuogel það fyrir Akureyr- arkirkju, sem búið var að panta í Þýzkalandi og átti að vera til- búið, er það ekki, og því engar líkur til að það Verði komið á afmæli kirkjunnar í nóvember, svo sem ætlað var. Talið er að það taki 5 vikur að setja orgelið upp. Tæplega verður það gert um jólin, því að þá er kirkjan mest notuð. Sennilega verður það því ekki fyrri en á næsta ári sem Akureyringar fá að njóta síns nýja hljóðfæris. Blaðið gat þess um daginn, að pípuorgelið væri á leiðinni. Sú fregn var röng, og er leið- rétt með framansögðu. Ekki er blaðinu kunnugt um, hvort orgelverksmiðjan er skaðabótaskyld vegna vanefnd- anna. Stórgjöf til Sjálfs- bjargar Nýlega afhentu frk. Halldóra Bjarnadóttir, ásamt Ragnheiði O. Björnsson og Jóni Þórarins- syni, Sjálfsbjörg á Akureyri myndarlega gjöf, eða allar eigur Heimilisiðnaðarfélags Norður)., sem nú hefur verið lagt niður. Voru þetta bankainnstæða að upphæð kr. 17.002.44, bókbands- tæki til notkunar við kennslu, vefjargrindur og fleiri áhöld, sem Heimilisiðnaðarfélagið not- aði við kennslu á námskeiðum, sem það um árabil hafði með höndum hér í bæ. Stjórn Sjálfsbjargar hefur beðið blaðið að koma á fram- færi þakklæti Sjálfsbjargarfé- lagsins fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og kveðst vonast til þess að hún komi að þeim notum, sem til er ætlast, og Sjálfsbjörg haldi að vissu leyti uppi merki Heimilisiðnaðarfélagsins. íslandsmót í róðri hafdið Reykvíkingar mættu ekki. - Reglur vautar um kappróðrarbáta og róðrarmót Kappróðrar eiga ekki upp á pallborðið meðal íþrótta hér á landi. Keppt hefur þó verið um íslandsmeistaratitil og hefur Róðx-arklúbbur Æskulýðsfélags Ak.kirkju borið af og hlot- ið titilinn í keppni við Reyk- víkinga. Um síðustu helgi var íslands- mótið haldið á Akuieyri. En Reykvíkingar brugðust þannig við, að þeir ætluðu að koma í veg fyrir að mótið væri haldið og komu ekki til keppni. Fundu þeir það helzt að, að kapp- róðrai'bátarnir á Akureyri væru of þungir fyrir sig. Þykir þó sýnilegt, bæði nú og áður, að reykvískir íþróttamenn eru ekki fíknir í að keppa í þeim greinum íþrótta, sem þeir standa höllum. fæti í og hafa ekki miklar sigurvonir. Þótti það sýna sig í vetur á Skauta- móti íslands, svo að dæmi sé nefnt. Róðrarkeppnin. Mótið hófst á laugardaginn. Tvær sveitir frá Róðrai-klúbbi Æskulýðsfélags Akureyrar- kirkju kepptu kaidasveit og drengjasveit. Keppt var i 2000 metrumVg sigi-aði kai'lasveitin á 7,24,3 mín. og er það góður árangur. Tími B-sveitar 7,39,6 mín. og lofar sú sveit góðu. Á sunnudaginn hófst keppni kl. 2 e. h. í glampandi logni og að töluvert mörgum áhorfend- um viðstöddum. — Fyrst var keppt í 100 m. Karla- sveitin sigraði. Tími hennar var 4,50,3 mín., en di'engja 5,01,6 mín. Karlasveitin sigraði líka í 500 m. á 2,25,9 mín. Tími B-sveitar var 2,45,2 mín. Karlasveitin vann þar með til eignar bikar þann, sem Olíu- vei'zlun íslands gaf til keppni í 2000 m., auk þess að bera áfi'am íslandsmeistaraitilinn. Sveitin er þannig skipuð: Gísli Lói'enz- son, stýrim., Knútur Val- mundsson, Jón Gíslason, Róbert Keppendur voru alls yfir 40 frá Héraðssambandi S.-Þing, íþrótta- fél. Leiltri, Ólafsfirði, íþróttafé- laginu Þór, Akureyri, Knatt- spyrnufélagi Akureyrar og Ung- mennasambandi Skagafjarðar. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 100 m skriðsund karla: óli Jóhannsson, KA 1:07.6 mín. Vernharður Jónsson, KA 1:09.9 — ólafur Atlason, HS1> 1:11.7 — 100 m bringusund kaila: Ólafur Atlason, HSÞ 1:23.9 mín Baídvin lljarnason, KA 1:24.2 — Stefán Óskarsson, HSÞ 1:26.9 — 100 m bringusund karla: Valgarður Egilsson, HSÞ 6:17.3 m Stcfán óskarsson, I4SÞ 6:42.0 — Baldvin Bjarnason, KA 6:45.4 — á Akureyri Arngrímsson og Stefán Árna- son. Drengjasveitina skipa: Ax- el Gíslason, stýrim., Óli Jó- hannsson, Börkur Eii'íksson, Pétur Jónsson og Aðalsteinn Júlíusson. Mótsstjóri var Her- mann Sigtryggsson, yfii'tíma- vörður Haraldur Sigurðsson. fþróttasamband fslands virð- ist ekki hafa nægilegan áhuga á þessari skemmtilegu og hollu íþróttagi-ein, því að það hefur ekki enn sett reglur um gerð kappróðrarbáta eða önnur nauðsynleg atriði í sambandi við róðrarmót. Getur því kom- ið til ágreinings milli róðrarfé- laga þegar keppt er. Ur þessu þarf að bœta hið bráðasta. 50 m baksund kvenna: Rósa Pálsdóttir, KA 46.4 sek. Súsanna Möller, KA 49.0 — l'.rla Möller, KA 50.0 — 50 m skriðsund drengja: Óli Jóhannsson, KA 29.7 sek. Börkur Guðmundsson, KA 31.0 — Sna björn Þórðarson, Þór 34.0 — 100 m bringusund drengja: Árni Sæmundsson, L 1:31.3 m Stefán Guðmundsson, KA 1:32.5 — Óli Jóhannsson, KA 1:37.5 — 50 m skriðsund telpna: Rakel Kristbjörnsd., L 33.4 sek. Erla Hólmsteinsdóttir, Þór 34.5 — Rósa Bálsdóttir, KA 35.8 — 50 rn bringusund telþna: Sigrún Vignisdóltir, KA 44.2 sek. Ásta Pálsdóttir, KA 45.8 — Rósa Pálsdóttir, KA 47.8 — Sundmeistaramót Norðurlands var haldið á Sauðárkróki dagana 3.-4. sept. Frystivél bilaði skyndilega hjá K Þ Kaupfélagið hefur þegar fengið söltunarleyfi Ófeigsstöðum, 20. sept. — Á laugardagskvöldið bilaði aðal- fi-ystivél Slátui'húss KÞ á Húsa vík. Slátrun var hafin og aðeins hægt að halda við frostinu í því kjöti, sem þá var fryst. Ekki var til varahlutur í land- inu og ekki heldur hjá framleið- anda frystivélanna í Danmöi'ku. Svar barst þaðan í gær og enn- fremur, að það tæki hálfan ann- an mánuð að smíða stykki það er bi'otnaði, en það var sveif- ai'ás. Kaupfélagið fékk söltunar- leyfi, og er nú hai'ðsnúinn flokkur manna við kjötsöltun, en nágrannafi-ystihús hlaupa eitthvað undir bagga með geymslu kjöts og í-eynt er að fá vélar til bráðabii'gða í stað þeiri'ai', sem brotnaði. Ýmsir ^lllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllltllllllWIIIIIIIIIIIIIIH* iDagukI kemur næst út miðvikudaginn 28. september. — Auglýsingum sé skilað fyrir hád. á þriðjudag. telja, að rafmagnstruflanir að undanförnu eigi sinn þátt í. Nýlega er látinn gamall mað- ur í Arnþórsgerði, nýbýli í Kinn, fósturfaðir bóndans þai*, ókvæntur, ættaður úr Flatey. í gær andaðist í Kaupmanna- höfn Sigríður Sigurgeirsdóttir, Ijósmóðir fi'á Ártúni, koi'nung kona, frá tveim ungum börnum. 50 m baksund karla: Björn Þórisson, Þór 36.3 sck. óli Jóhannsson, KA 37.0 — Eiríkur Ingvarsson, KA 39.3 — 100 m skriðsund kvenna: Rakcl Kristbjörnsd., L 1:18.1 m Erla Holmslfinsdól t ir, Þór 1:19.7 — Rósa Pálsdóttir, KA 1:26.6 - 100 rn bringusund kvenna: I,. Sigrún Vignisdóttir, KA 1:37.1 — Asta l’álsdóttir, KA 1:38.8 - Sigurbj. Sigurpálsd., UMS 1:40.9 — 200 m bringusund kvenna: Asta Pálsdóttir, KA 3:31.7 m Sigurbj. Sigurpálsd., UMS 3:33.2 - Sigrún Vignisdóttir, KA 3:40.0 4X.50 m frjáls ajðferð: Karlar. Svcit KA (Ak.met) 2:02.4 mín. Sveit HSÞ 2:12.1 - 4X50 m frjáls afðferð: Konur. Sveit KA 2:43.2 mín. Blönduð sveit 3:07.1 — Fiskiðja Sauðárkróks h.f. gaf silf- urbikar til þcs að kcppa um í stiga- keppni milli fclaga á Sundmeistara- móti Norðurlands. Að þcssu sinni vann KA þennan bikar, hlaut 87 stig, HSÞ hlaut 24 stig, fþf. l>ór 15 stig', Iþf. Leiftur 15 stig og Ungmenna- samb. Skagafjarðar 7 stig. <■ Boðsundssveit KA setti Akureyrarniet á sundmótinu. Frá vinstri: Óli Jóhannsson, Börkur Guðmunds- son, Vernharður Jónsson, Eiríkur Ing\ arsson. — (Ljósmynd: Stefán Pedersen.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.