Dagur - 02.11.1960, Blaðsíða 4
4
..... ......" ............ ...............................
BJARNIOG LANDHELGIN
BJARNI BENEDIKTSSON, dóms-
málaráðherra, hélt fund á Sauðár-
króki á sunnudaginn um landhelgis-
málið, og annann á Akureyri á mánu-
daginn um sama efni. Fundimir voru
heldur lítið sóttir. Á auglýstum fund-
artíma hér í bœ voru fáir mættir, en
Borgarbíó varð þó um það bil hálf-
skipað, þegar mest var. Dómsmála-
ráðherra hélt langa, og að ýmsu leyti
fróðlega, ræðu um landhelgismálið.
En innihald liennar var þó það, öðru
fremur, að túlka réttmæti þess að
semja við Breta um tilslökun frá 12
núlna reglugerðinni. Hann sagði m.
a. eitthvað á þessa leið: Ég veit ekki
hvort samningar takast við Breta.
Hafni þeir samningum um 3—5 ára
fríðindi inn að 6 míliun, þá þeir um
það.
Bjarni telur landhelgismálið vera
komið á alveg nýtt stig, þar sem
hættulegra sé fyrir íslenzka sjómenn
að stunda veiðar en áður. Hann scg-
ist álíta að Bretar komi ekki hingað
með herskip sín aftur á fslandsmið,
þótt samningar takist ekki. Hann
vilji ekki bera ábyrgð á því, sem yfir-
maður landhelgisgæzlunnar, að mann
tjón verði á fiskimiðum. Og enn
benti Bjami á, að hætta væri á því
að íslendingar misstu markaði í Bret-
landi, ef ekki yrði samið. Aldrei sagði
ræðumaður það hreinlega, hvað
Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera eða
ætlaði að gera í málinu. En allur var
þó málflutningurinn vörn eða afsök-
un fyrir væntanlegum samningum,
eftir því sem helzt varð skilið.
I»ótt fátt sé nefnt úr ræðu Bjarna
Benediktssonar, nægir það til að
svipta hulu frá augum þeirra, sem
trúað hafa á heilindi Sjálfstæðis-
flokksins í landhelgismálinu. Aug-
Ijóst virðist vera, samkv. ummælum
ræðumanns, að íslenzka ríkisstjómin
hafi þegar lagt fram samningatilboð
fyrir fslands hönd, þótt því sé þver-
neitað (og sennilega hefur verið sam-
ið við Breta strax í vor.) Ræðumaður
sló mjög á þá strengi hve mikil
áhætta væri fyrir íslendinga að hafa
12 mílna landhelgi ef Bretar hættu
allt í einu að senda herskip á fs-
landsmið ti Iað stjóma ránum brezka
veiðiflotans innan 12 mílnanna! Hann
vill ekki bera ábyrgð á mannslífum,
segir hann. Aldrei hcfur það áður
heyrzt, að dómsmálaráðherra vilji
slaka til fyrir þjófum vegna mann-
hættu við að handsama þá og halda
uppi lögum og rétti. Væri kannski
hættuminnst að hafa enga landhelgi.
Og Bjarni sér eftir brezku herskip-
unum, því við lendum kannski í
vargaklóm þegar þau eru hvergi
nærri! Þetta er náttúrlega alveg nýtt
sjónarmið, eins og dómsmálaráðherra
orðaði það. En hvergi hefur lágkúru-
legri málflutningur verið fluttur op-
inberlega í landhclgismáli, hvorki
fyrr eða síðar. Og enn benti Bjarni
á, að e. t. v. misstu íslendingar mark-
aði fyrir fisk í Bretlandi, ef ekki yrði
samið. Þetta þekkja fslendingar vel
af sögunni. Allir muna eftir fjögurra
ára löndunarbanninu þegar land-
helgin var færð í 4mílur. Enginn laut
þá svo lágt, að óska þess að aftur-
kalla 4 núlna landhelgina til að
skríða fyrir Bretum og biðja þá að
éta íslcnzkan fisk.
Nokkur orð um sundið
I 111111 ■ 111111 ■ ■ ■ 11 ■ 11 ■ 1111 ■ ■ I 11 ■ I ■ 1111 11 ■ M 1111 ■
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIOI
Mannfjöidi í landinu 1959
1 nýútkomnum Hagtíðindum scg- Raufarhöfn . 457 459
ir, að mannfjöldi á Islandi í descm- Þórshöfn . 421 418
ber 1959 hafi verið 173.855, eða 3699 Vopnafjörður . 361 346
fleiri en árið áður. I kaupstöðum Eskifjörður . 730 729
landsins, scm eru fjórtán talsins, Búðareyri . 417 435
bjuggu 116.043, og er aukning í Búðir . 608 614
þeim frá fyrra ári 3.204. I sýsluni Djúpivogur . 309 300
landsins, 23 að tölu, töldust 57.812 Höfn í Hornafirði .. . 573 621
manns, eða 495 fleiri'en árið áður. Vík í Mýrdal . 330 348
Á landinu öllú voru karlar 691 fleiri Stokkseyri . 393 376
en konur. Eyrarbakki . 480 469
Hjónavígslur voru 1337 á landinu Sclfoss . 1597 1685
öllu, en hjónaskilnaðir 152. Óskil- Hveragerði . 625 630
getið var rúmlega fjórða hvert barn.
Árið 1959 dóu hér á landi 1242 Samtals 20897 21395
manns, en niismunurinn á tölu lif-
andi fæddra og dáinna var 2578. Til
landsins fluttust 121 umfram þá, sem
fóru af landi burt.
Alannfjöldi samkvæmt þjóðskrá.
Eftirfarandi yfirlit sýnir mann-
fjöldann á öllu landinu 1. dcsember
1959 og 1938 skv. þjóðskránni. Taln-
ing mannfjöldans fór frani í vélúm,
en niðurstöður hcnnar voru lagaðar
í samræmi við brcytingar á stað-
setningu manna, cr vitneskja fékkst
um, eftir að upphaflcgar íbúaskrár
voru gerðar, í janúar 1960 og 1959.
Kaupstaðir: 1938 1959
Reykjavík 69268 71037
Kópavogur 5149 5611
Hafnarfjörður 6606 6881
Keflavik 4377 4492
Akranes 3644 3747
Isafjörður 2701 2701
Sauðárkrókur 1105 1175
Siglufjörður 2691 2703
Ólafsfjörður 875 888
Akurevri 8422 8589
Húsavik 1411 1431
Scyðisfjörður 748 723
Neskaupstaður 1417 1456
Vcstmannaeyjar 4425 4609
Samtals 112839 116043
Sýslur;
Gullbringusýsla 5212 5331
Kjósarsýsla 2254 2331
Borgarfjarðarsýsla .... 1459 1430
Mýrasýsla 1856 1861
Snæfellsnessýsla , 3507 3606
Dalasýsla 1126 1159
A.-Barðastrandarsýsla . 572 531
X'.-Barðastrandarsýsla . , 1904 1949
V.-Isafjarðarsýsla .... , 1823 1862
N.-Isafjarðarsýsla .... , 1850 1823
Strandasýsla , 1594 1592
V.-Húnavatnssýsla ... , 1372 1395
A.-Húnavatnssýsla .., , 2269 2276
Skagafjarðarsýsla ..., . 2712 2699
Eyjafjarðarsýsla . 3806 3771
S.-Þingeyjarsýsla , 2739 2770
N.-Þingeyjarsýsla ..., . 1974 1954
Norður-AIúlasýsla ..., ...2530 2487
Suöur-Múlasýsla . 4240 4262
A.-Skaftafellssýsla ..., . 1999 1353
V.-Skaftafellssvsla ..., . 1415 1412
Rangárvallasýsla . 3073 3056
Árnessýsla .. 6731 6902
Samtals 57317 57812
Alls á öllu landinu 170156 173855
(Hagstofan).
Úrslit í tvímennings-
keppni B. A.
Jónas Stefánsson — Svavar
Zophoníasson 578 stig — Frið-
finnur Gíslason — Ragnar Stein-
bergsson 558 — Árni Ingimund-
arson — Gísli Jónsson 548 —
Ármann Helgason — Halldór
Helgason 547 — Rósa Sigurð-
ardóttir — Soffía Guðmunds-
dóttnir 524 — Alfreð Pálsson
— Þórður Björnsson 523 —
Guðmundur Þorsteinsson —
Karl Sigfússon 522 — Baldur
Árnason — Sigurbjörn Bjarna-
son 515 — Hinrik Hinriksson
— Hörður Steinbergsson 513
— Baldvin Ólafsson Vigfús Ól-
afsson 509 — Friðjón Karlsson
— Knútur Otterstedt 507 —
Jóhannes. Kristjánsson — Svein-
ubýöminjgnsson 506 -—i Baldur
' ‘ÞorsteinSson — Þorsteinn Svan-
laugsson 496 — Friðrik Hjalta-
lín — Jóhann Helgason 494 m-r..
Angantýr Jóhannsson — Jóhann
Snorrason 492 — Jóhann Sig-
Urðsson Óðinn Árnason 492 -—-
ÓIi Þorbergsson — Skarphéðinn
Halldorsson 485 -— Jón Áskels-.
son — Ragnar Skjóldal 480 -—
Aðalsteinn Tómasson . -4- Þor-
steinn Halldórsson 464 — Hauk-
ur Jakobsson — Ingólfur Þor-
móðsson 447 — Björn Magn-
ússon — Friðrik Ketilsson —
441 — Hjörtur Gíslason —
Lilja Sigurðardóttir 438 —
Guðmundur Snorrason — Magn-
ús Tryggvason 424 — Elín Auð-
unsdóttir — Guðmunda Péturs-
dóttir 377 stig.
Sveitakeppni I. flokks hefst
þriðjudaginn 7. nóvember. Þátt-
töku skal tilkynna stjórninni
fyrir 5. nóvember. □
ÞEGAR Akureyringar loksins
tóku rögg á sig í sundmálum,
byggðu þeir upp gamla sund-
staðinn á mjög myndarlegan
hátt og bjuggu bæjarbúum hin
beztu skilyrði til sundiðkana.
Sundlaugin á Akueyri, er bæn-
um til sóma. En vandi fylgir
vegsemd hverri, og nú er ekki
lengur hægt að bera við léleg-
um skilyrðum, sem afsökun
fyrir lélegum árangri. En það
var gert í lengstu lög, bæði
með réttu og röngu, og þótti
gott skálkaskjól. Sundmennt
Akureyringa var bágborin, svo
að þeir voru hvergi hlutgengir
taldir til keppni, en máske var
það orðum aukið.
Ekki þarf að efa, að mikil
framför varð með hinni bættu
aðstöðu. Sundlaugin laðar unga
og gamla og skyldusundið teyg-
ir arma sína til allra ungra
karla og kvenna. Almenn sund-
igkun er höfuðtakmarkið. En
framúrskarandi einstaklingar
þurfa líka að fá a^ njóta sín.
Nýlega voru sett fjögur Ak-
ureyrarmet í sundi, tvö sett af
Rósu Pálsdóttur og tvö af Óla
Jóhannssyni. Þetta eru nær-
tækustu dæmi um efnilega
unglinga í þessari íþróttagrein.
Koma þá margar spurningar
fram í hugann: Gerir sundstað-
ur Akureyringa nokkuð sér-
staklega fyrir þetta fólk og
annað, er skarar fram úr? Hvað
gera íþróttafélögin fyrir Rósu,
Óla og aðra slíka? Hvað gerir
sundráð til þess að koma bezta
sundfólki bæjarins á frægðar-
braut? Sundgarpar lyfta sund-
mennt á hærra stig, einkum
vegna þeirra áhrifa, er þeir hafa
á aðra. Þess vegna er til nokk-
*<llllltltllfllllllllllllllllMIIIÍIIIIIIIIIIIIfllllllllllllllllJI*
! Skagfirzkur héraðs- [
i höfðingi 75 ára i
ÓLAFUR bóndi Sigurðsson á
Hellulandi í Skagafirði varð 75
ára í gær, hinn fyrsta nóvember.
Hann er listfengur framfaramað-
ur, dugmikill bóndi og hefur
tekið mikinn þátt í félagsmála-
störfum sýslunnar og raunar
landsins alls. Gestrisni hans og
konu hans, Ragnheiðar Kon-
ráðsdóttur, er við brugðið. Hann
hefur verið ráðunautur um fiski-
rækt í ám og vötnum og er leið-
beinandi um æðarvarp. Ólafur
Sigurðsson er margfróður í ýms-
um greinum bókmennta, ljóð-
elskur og minnugur. Glaðværð
og umbótavilji einkenna Ólaf
hvar sem hann fer og aldrei er
logn þar sem hann er nálægur.
Á Hellulandi hafa moldarkofar
breytzt í fögur hús, órækt í
græna töðuvelli. Þannig yrkir
bóndinn sín beztu ljóð. □
urs að vinna, að veita ungu
sundfólki hina beztu hand-
leiðslu.
Hér er því fráleitt haldið
fram, að þetta sé verulega van-
rækt, enda væri það íþróttafé-
lögunum til vanza, svo og sund-
laug bæjarins. Hins vegar. er á
þetta minnzt vegna þess, að full
ástæða er til að vænta þess, að
hér í bæ sé sund almennt
stundað af kappi, og að jafn-
framt sé um það séð, að frábært
sundfólk hljóti alla þá fyrir-
greiðslu, sem hægt er að veita.
Og þar þarf að stefna hærra en
að hnekkja Akureyrarsundmet-
um, þótt sum þeirra séu góð. □
Gunnar Jónsson
skipasmiður látinn
GUNNAR Jónsson skipasmíða-
meistari frá Akureyri, andaðist
á Heilsuverndarstöðinni í
Reykjavík 27. október sl. Hann
átti við vanheilsu að stríða um
margra ára bil.
Gunnar er Höfðhverfingur að
ætt, fæddur að Hléskógum. En
á Akureyri dvaldi hann frá 1924
til 1956, stundaði skipasmíðar
og var í fararbroddi í þeirri
grein. Hann var 61 árs að aldri.
Gunnar Jónsson verður jarð-
settur frá Fossvogskirkjugarði á
föstudaginn. □
•llllllIII11111111111111lllllllllllllIIIIIIIIIIlllllllllllllllllll*
s Z
I Jón á Skjaldarstöð-1
I um 75 ára 1
JÓN JÓNSSON, bóndi á Skjald-
arstöðum varð 75 ára fyrra
mánudag, 24. október sl. Hann
hefur átt heima á Skjaldarstöð-
um síðan 1896, bjó þar fyrst
með móður sinni en tók síðan
við búi og hefur búið þar síðan.
Hann er ókvæntur, en hefur al-
ið upp systurson sinn, Baldur
Ragnars, sem nú er uppkominn
maður.
Jón var elztur 5 systkina og
missti föður sinn ungur. Þá varð
hann að taka við störfum og á-
byrgð fullorðins manns og mun
flestum sveinum á fermingar-
aldri það ofraun. Jón á Skjald-
arstöðum var annálaður þrek-
maður og íþróttamaður. Hann
kenndi glímu í Öxnadal um 15
ára skeið, var lengi í stjórn ung-
mennafélagsins þar og lestrar-
félags. Þessi félög heiðruðu Jón
á sextugsafmæli hans.
Á síðari árum hefur Jón tölu-
vert fengizt við ritstörf og er
það lesendum Dags að nokkru
kunnugt.
Blaðið sendir Jóni Jónssyni á
Skjaldarstöðum beztu afmælis-
kveðjur. □
Mannfjöldi þorpa og kauptúna
með 300 íbiíum og þar yfir:
1958 1959
Grindavík .. 689 732
Sandgerði .. 689 704
Njarðvíkur .. 1228 1250
Seltjarnarnes .. 1050 1133
Borgarnes .. 838 852
Hcliissandur .. 375 417
Ólafsvík .. 689 765
Grafarnes .. 389 765
Stykkishólmur .. 931 896
Patreksfjörður .. 843 874
Bíldudalur .. 369 374
Þingeyri .. 336 343
Flateyri .. 523 543
Suðureyri .. 355 377
Bolungarvík .. 740 741
Hnífsdalur .. 274 282
Hólmavík .. 405 420
I-Ivammstangi .. 334 333
Blönduós .. 564 555
Skagaströnd .. 569 569
Hofsós .. 317 309
Dalvík 862
Hrísey .. 259 27 5
Hugur einn það veit
Höf. KARL STRAND lækn-
ir. Útgef. Almenna bókafél.
NÝLEGA er komin út hjá Al-
menna bókafélaginu merk bók
um hugsýki, sálkreppur og
hvers konar sjúklegu hugvanda-
mál og nefnist Hugur einn þaS
veit. Hún er fyrsta tilraun til að
skýra uppruna, eðli og afleið-
ingar taugaveiklunar, sem gerð
hefur verið hér á landi.
Höfundur rekur mörg vanda-
mál barnanna, viðbrögð þeirra
sjálfra og foreldranna, skýrir þau
og gefur leiðbeiningar. En erfið-
leikar barnsins eru oftast afleið-
5
- Nokkurra þingmála getið
Fréttabréf úr Árskógshreppi
Framhald af 8. siðu.
Gert er ráð fyrir að stofnaður
verði Bústofnslánasjóður með
20 milljón króna stofnfé frá-rík-
issjóði, er greiðist á 4 árum og
heimild til 30 milljón króna lán-
töku með ríkissjóði. Rikisstjórn-
in skipi 4 menn í sjóðsstjórn eft-
ir tillögum þingflokkanna og
formann eftir tillögu Stéttar-
sambands bænda. Lán til allt að
5 árum og með allt að 5% vöxt-
um má samkvæmt frumvarpinu
veita frumbýlingum og efnalitl-
um bændum til bústofnsauka og
vélakaupa og til greiðslu banka-
skulda. Ef sérstaklega stendur
á, getur þar verið um óaftur-
kræft framlag að ræða. Ólafur
Jóhi^inesson hefur framsögu.
Eins og kunnugt er, hefur
verð landbúnaðarvéla stórhækk-
að á þessu áru og er nú ekki
bjart framundan í þessu efni hjá
þeim bændum, sem enn eru véla
lausir.
! :! í ... -'i
Fyrirspurn.
Ólafur Jóhannesson flytur í
sameinuðu þingi svohljóðandi
fyrirspurn: Hvað liður fram-
kvæmd þingsályktunar frá 18.
maí 1960 um ráðstafanir til að
tryggja starfsgrundvöll veðdeild-
ar Búnaðarbankans?
eyristekjur þjóðarinnar af ferða-
mannaþjónustu.
Um hlutleysi íslands.
Alþýðubandalagsmenn flytja
tillögu til þingsályktunar um
hlutleysi íslands. Er þar átt við
hið svonefnda „ævarandi“ hlut-
Ieysi. Rétt er að geta þess, að
sáttmáli Norður-Atlantshafs-
bandalagsins, sem íslendingar
undirrituðu 1949, gildir til árs-
ins 1969, en samningurinn frá
1951 um dvöl varnarliðsins hér
á landi er uppsegjanlegur með
eins árs fyrirvara, að undan-
gengnum 6 mánaða samkomu-
lagsfresti.
í vikunni sem leið voru lang-
ar umræður um landhelgismálið
í efrideild og í neðrideild í sam-
bandi við bráðabirgðalögin um
bann gegn vinnustöðvun flug-
manna.
Vextir þungir í skauti.
Frumvarp Framsóknarmanna
um lækkun vaxta og afnám á-
kvæða um að taka innlánsfé af
sparisjóðum og innlánsdeildum
er nú i nefnd í neðrideild . AI-
menningi til minnis skal þess
getið, að vextir af föstum lánum
hafa í tíð núverandi stjórnar
hækkað sem hér segir:
Hjá Fisfkveiðisjóði íslands
úr 4% upp í 6i/2% og lánstimi
styttur úr 20 árum í 15 ár. Þetta
mun jafngilda 44% hækkun á
árgjaldi.
Hjá Ræktunarsjóði Islands
úr 4% í 61/2%. Lánstími er þar
einnig styttur úr 20 árum niður
í 15 ár. Þetta mun einnig jafn-
gilda 44% hækkun á árgjaldi.
Hjá Byggingasjóði sveitabæja úr
31/2% upp í 6%.
Hjá Byggingarsjóði verka-
manna úr 31/2% upp í 6%.
Hjá Húsnæðismálastjórn úr
7% upp í 9%.
Hjá Lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna úr 6%% upp í 9%.
Hjá Raforkusjóði (vatnsafls-
stöðvar) úr 3% upp í 5%.
Hjá sama sjóði (dísilrafstöðv-
ar) úr 3%% upp í 6%.
Um Iandnám o. fl.
Björn Pálsson, Ágúst Þor-
valdsson og Garðar Halldórsson
flytja frumvarp um breytingu á
lögum um landnám, ræktun og
byggingar í sveitum. Efni frum-
varpsins er, að hækka árlegt
framlag til nýbýlaræktunar úr 5
u«aillj,, í, 7,5j mAlljónir króna, enn-
fremur að greiða allt að 40 þús.
kr. styrk út á ný íbúðarhús,
hvort sem er á nýbýli eða gömlu
býli. Samlív. gildandi lögum er
greitt allt að 25 þús. kr. út á
íbúðarhús á nýbýli, en þau
...ákvaeði ná ekki til gömlu býl-
anna. . „ .....
Jón Pálmason fékk samþykkt
að greiða mætti styrk til' húsa
á gömíum býlum, af því fé, sem
ætlað er til túfíáuka þar sem
minnst eru túnin, en ekki fékkst
þá samþykkt endurgreiðsla þess
fjár. I þessu frumvarpi er gert
ráð fyrir framlagshækkun sem
þessu nemur, svo að ekki þurfi
að greiða byggingastyrkinn á
kostnað túnaukans. Björn Páls-
son hefur framsögu í þessu máli
Gjaldeyristekjur af ferða-
mannaþjónustu. ,
Ólafur Jóhannesson og Sigur-
vin Einarsson flytja tillögu til
þingsályktunar um að láta rann-
saka hverjar ráðstafanir sé hægt
að gera til þess að auka gjald-
Nefndarkosningar á Alþingi
Tveim dögum eftir að Alþingi
kom saman fóru fram nefndar-
kosningar í báðum deildum
þingsins á svonefndum fasta-
nefndum.
EFRI DEILD.
Fjárhagsnefnd: Karl Krist-
jánsson, Björn Jónsson, Ólafur
Björnsson, Magnús Jónsson og
Jón Þorteinsson.
Samgöngumálanefnd: Sigur-
vin Einarsson, Ólafur Jóhannes-
son, Bjartmar Quðmundsson,
Jón Árnason og Jón Þorsteins-
son.
Landbúnaðarnefnd: Ásgeir
Bjarnason, Páll Þorsteinsson,
Bjartmar Guðmundsson, Sig-
urður Ó. Ólafsson og Jón Þor-
steinsson.
Sjávarútvegsnefnd: Sigurvin
Einarsson, Björn Jónsson, Jón
Árnason, Kjartan J. Jóhanns-
son og Eggert G. Þorsteinsson.
Iðnaðarnefnd: Hermann Jón-
asson, Ásgeir Bjarnason, Magn-
ús Jónsson, Kjartan J. Jóhanns-
son og Eggert G. Þorsteinsson.
ing af huglægum erfiðleikum
foreldranna.
Þótt samanburð vanti má full-
yrða, að Karl Strand hefur heil-
brigða skynsemi í ríkum mæli,
einlægni, efalaust mikla þekk- .
ingu, og segir hlutina til að
fræða og án þess að hræða.
Flest fólk á i andlegum, jafn-
vel sjúklegum, andlegum erfið-
leikum, einhvern tíma á ævinni,
ekki sízt unglingar. Bókin, Hug-
ur einn það veit, getur eflaust
mörgum hjálpað til skilnings á
sjálfum sér og öðrum og þess
vegna er að henni mikill fengur
, Þjóðfélagsbyltingin, sem orðið
hefur hér á landi síðustu ára-
tugi, hefur svipt eldra fólkið
jafnvægi Qg kippt fótum undan
hefðbundnum uppeldis- og jafn-
vel umgengisvenjum manna. —
Hin snögga breyting reynir mjög
á fjölskyldulíf og sjálft þjóðfé-
lagið, og meira en svo, að þess
gæti ekki í margs konar sál-
fræðilegum vandamálum hjá
þeim, sem nú alast upp. í þess-
um efnum munu flestir geta les-
ið nýju bókina bæði til gagns og
gleði. Bókin gefur manni ofur-
litla innsýn í hina miklu og
margslungnu grein geðvísind-
anna og hún miðlar af henni á
þann hátt, að allir geta notið
þess. □
Heilbrigðis- og félagsniála-
nefnd: Karl Kristjánsson, Al-
freð Gíslason, Kjartan J. Jó-
hannsson, Auður Auðuns og
Friðjón Skarphéðinsson.
Menntamálanefnd: Páll Þor-
steinsson, Finnbogi R. Valdi-
marsson, Auður Auðuns, Ólaf-
ur Björnsson og Friðjón Skarp-
héðinsson.
Allsherjarnefnd: Ólafur Jó-
hannesson, Alfreð Gíslason,
Sigurður Ó. Ólafsson, Ólafur
Björnsson og Jón Þorsteinsson.
NEÐRI DEILD.
Fjárhagsnefnd: Skúli Guð-
mundsson, Einar Olgeirsson,
Birgir Kjaran, Jóhann Hafstein
og Sigurður Ingimundarson.
Samgöngumálanefnd: Björn
Pálsson, Lúðvík Jósepsson, Sig-
urður Ágústsson, Jónas Péturs-
son og Benedikt Gröndal.
Landbúnaðarnefnd: Ágúst
Þorvaldsson, Karl Guðjónsson,
Gunnar Gíslason, Jónas Péturs-
son og Benedikt Gröndal.
Sjávarútvegsmálanefnd: Gísli
Guðmundsson, Matthías Matthí-
sen, Lúðvík Jósepsson, Pétur
Sigurðsson og Birgir Finnsson.
Iðnaðarnefnd: Sigurður Ingi-
mundarson, Jón Skaftason, Þór-
arinn Þórarinsson, Ragnhildur
Helgadóttir, Guðlaugur Gísla-
son, Jónas Rafnar og Lúðvík
Jósepsson
Heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd: Jón Skaftason, Hannibal
Valdimarsson, Gísli Jónsson,
Guðlaugur Gíslason og Birgir
Finnsson.
Menntamálanefnd: Björn Fr.
Björnsson, Geir Gunnarsson,
Ragnhildur Helgadóttir, Alfreð
Gislason og Benedikt Gröndal.
Allsherjarnefnd: Björn Fr.
Björnsson, Einar Ingimundar-
son, Gunnar Jóhannsson, Al-
freð Gíslason og Sigurður Ingi-
mundarson. — Framh. á bls. 7.
ÞÁ ER NÚ sumarið liðjð og
vetur genginn í garð. Ekki
verður annað sagt um það, sem
af er þessu ári, en að tíðarfar
hafi verið með ágætum.
Veturinn mildur og snjólítill.
Vorið áfallalaust og gróðurkom
óvenju snemma. Grasspretta
svo mikil, bæði á ræktuðu landi
og úthaga, að óvenjulegt var.
Og þó að tregir þurrkar væru
sums staðar norðanlends um
miðsumarsleytið, voru ekki
teljandi úrkomur.
Haustið hefur verið svo stillt
og úrkomulítið að elztu menn
muna ekki annað eins.
Við sjóinn hafa sjómennirnir
notað stillurnar og dregið björg
í bú. Sumir hafa veitt síld í lag-
net og dregið allmikið af kol-
krabba. Síldin hefur veiðzt upp
við land, en kolkrabbinn austan
Gjögurs. Hans hefur þó orðið
vart hér upp við landsteina.
Það mun orðið langt síðan vart
hefur orðið kolkrabba og síldar
sem nú. Þess er þó að gæta, að
síld sú, er nú veiðist og mikið
virðist af í Firðinum, er ekki
stór og feit hafsíld eins og áður
veiddist, heldur millisíld, mun
minni og magrari. Hvað er þá
orðið af hafsíldinni? Er hér um
ofveiði að ræða eða óþekkt
straumhvörf í náttúrunnar
ríki?
Nýlega áttu þrír gamlir Ár-
skógsströndungar áttræðisaf-
mæli. Voru það þeir Þorsteinn
Þorvaldsson, Jón Kristjánsson
og Trausti Jóhannesson. Skal
þeirra hér að nokkru getið,
Þorsteinn er fæddur á Kross-
um 28. ágúst 1880, sonur Þor-
valdar Þorvaldssonar bónda
þar og Sigurlaugar Jóhanns-
dóttur frá Sökku.
Þorsteinn ólst upp á fyrir-
myndarheimili í glöðum og
glæsilegum systkinahópi á
Krossum.
En skarð var höggvið í syst-
kinahópinn, er hið eftirmlnni-
lega og sorglega slys ' varð
haustið 1898, er þrír bræður
hans drukknuðu í fiskiróðri af
árabót. Þorsteinn giftist 1908
Onnu Vigfúsínu Þorvaldsdótt-
ur frá Hellu, og byrjuðu þau
búskap á Krossum í mótbýli
við Ólaf Þoi'steinsson og Ástu
systur Þorsteins. Eftir tveggja
ára búskap þar fluttu þau að
Hellugerði og voru þar í 17 ár.
Þar faéddust þeirra 8 börn, er
öll náðu fullorðinsaldri, eru
þau öll á lífi nema Vilhjámur
togaraskipstj., sem var búsettur
á Akureyrr, og er fyrir skömmu
dáinn. Þrjú barnanna stunda
búskap í Árnessýsu, en fjögur
eru í Reeykjavík.
Árið 1927 fluttist Þorsteinn
ásamt fjölskyldu sinni suður í
Árnessýslu og tók að sér bú-
stjórn á Fossi í Grímsnesi fyrir
Freygarð Þorvaldsson, mág
sinn. Nokkru síðar hófu þau
sjálf búskap á Gíslastöðum í
sömu sveit. Þar áttu þau við
nokkra erfiðleika að búa, sem
stafaði af taugaveikisfaraldri,
sem einangraði þau um skeið.
Eftir nokkurra ára búskap á
Gíslastöðum fluttu þau til
Reykjavíkur. — Þar í borg
hefur Þorsteinn stundað verka-
mannavinnu. Lengst af hefur
hann haft þann starfa að losa
úr sementspokum á steypustöð.
Er það verk sem ekki er eftir-
sótt, bæði vegna erfiðis og sér-
staklega fyrir endalaust ryk úr
sementinu og hefur Þorsteinn
sagt í gamni, að hann væri bú-
inn að gleypa sem svaraði efni
í heilt hús. Enn vinnur Þor-
steinn þessi störf þó að áttræð-
ur sé, en nú er hann ekki far-
inn að vinna eftirvinnu eins og
áður. Snemma byrjaði Þor-
steinn að vinna og er dagsverk
hans orðið mikið. Aldrei hefur
hann hlíft sér og unnið störfin
af kappi og áhuga. Þorsteinn
hefur haft létta lund og breytir
varla skapi. Konu sína 'missti
hann fyrir nokkrum árum. Hún
var mikilhæf kona og honum
mikill styrkur þegar mest á
reyndi.
Jón Kristjánsson, Skógarnesi,
Litla-Árskógssandi, er fæddur
að Litlu-Hámundarstöðum 29.
ágúst 1880. Sonur Guðrúnar
Vigfúsdóttur frá Hellu og Krist-
jáns Jónasar Hallgrímssonar,
Stóru-Hámundarstöðum, Þor-
lákssonar frá Skriðu. Jón ólst
upp á L.-Hámundarstöðum
ásamt 4 bræðrum sínum. Þrír
þeirra eru enn á lífi, en einn er
dáinn, Jóh. Fr. Kristjánsson
byggingameistari.
Jón var snemma heillaður af
sjónum og ungur að árum fór
hann að stunda sjóinn, fyrst á
árabátum og síðar á vélbátum
og skipum. Um og eftir alda-
mótin var hann formaður á ára-
bát og sótti þá fast sjóinn, þó
að oft væri langróið og róðrar
erfiðir. Aflasæll var hann í
bezta lagi. Lengi var hann
stýrimaður á fiskiskútum og
einnig skipstjóri. Hann var ann-
álaður „fiskimaður“. Eigin út-
gerð stundaði Jón um alllangt
skeið. Fyrst móti Sæmundi Sæ-
mundssyni skipstjóra. Þeir
gerðu út vélbát frá Hrísey. —•
Síðar gerði Jón út vélbát frá L.-
Árskógssandi móti Vigfúsi
bróður sínum. Enn fer Jón á
sjóinn og veiðir hrognkelsi á
vorin og fer á handfæri á sumr-
in, en nú er sjónin að bila, svo
að nauma=t getur hann farið
einn á sjó.
Jón er giftur Þóreyju Einars-
dóttur, systur Jóns bónda í
Kálfskinni og Steingríms heit.
læknis Einarssonar. Þau eiga
þrjár dætur, tvær af þeim
giftar.
Trausti Jóhannesson, Hauga-
, nesi, er fæddur 24. sept. 1880.
Foreldrar hans voru Guðrún
Hallgrímsdóttir og Jóhannes
Jónsson Reykjalíns, prests að
Þönglabakka í Þorgeirsfirði. —
Trausta hefur verið rækilega
getið í Degi í tilefni af afmæl-
inu og skal litlu við það bætt.
Trausti ólst upp í Fjörðunum, á
Þönglabakka og Kussungsstöð-
um, fram um 16 ára aldur, í
stórum og glæsilegum systkina-
hópi. Nú er höggvið skarð í
þann hóp, sem vænta má. Á lífi
eru þessi: Valgerður á Lóma-
tjörn, nýlega 85 ára. Áður gift
Guðmundi Sæmundssyni, Inga,
ekkja Óla Hjálmarssonar í
Grímsey. Hálfdánía, gift Ár-
manni sál. Þorgrímssyni, Hraun
koti, Aðaldal, og Árni hrepp-
stjóri á Þverá. Dáin eru: Sig-
ríður, kona Sæmundar Sæ-
mundssonar, skipstjóra, Guð-
rún, fyrri kona Snorra Sigfús-
sonar, Sigurbjörg, kona Kr. E.
Kristjánssonar, hreppstjóra á
Hellu, Óli, giftist ekki, og Jó-
hannes, sem drukknaði ungur.
Trausti fluttist ásamt foreldr-
um sínum og nokkrum systkin-
um með Sæmundi Sæmunds-
syni að Stærra-Árskógi 1897 og
hefur síðan dvalið á Árskógs-
v strönd. Konu sína, Önnu Jóns-
dóttur frá Selá, missti Trausti
fyrir allmörgum árum. Þau áttu
þrjá syni, sem allir eru giftir
og búsettir á Hauganesi.
Þrátt fyrir háan aldur er
Trausti léttur á fæti og léttur í
lund og fullur áhuga um rekst-
ur og störf sín og sinna.
Sveitungar hans minnast með
þakklæti greiðasemi hans og
fyrirgreiðslu á liðnum árum.
K.