Dagur - 26.11.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 26.11.1960, Blaðsíða 2
2 Skín við sólu Skaga- fjörður KAUPFÉLAG Skagfirðinga gaf út í tílefni 70 ára afmælis síns. Ólafur Sigurðssón á Héllulandi sá um útgáfuna. Bókin er skraútútgáfa af kvæði Matthí- asar Jöchumssonar, Skín við sólu Skagafjörður. Jónas Jónsson skrifar for- mála og er hann á þessa leið: „t>egar Matthías flutti frá Odda norður til Akureyrar í ]ók harðindakaflans mikla, urðu þáttaskil í scgu hans. Mörg kvæði, undrafögur hafði hárin þá frumort og þýtt. Hann var fyrir löngu viðurkennt þjóðskáld, þó að enn væri skot- ið að honum beittum örvum frá forvígismonnum nýrrar bók- menntahreyfingar. En skömmu eftir að Matthías kom til Akur- eyiar orti hann lofsöng sinn urn Skagafjörð. Það er mesti og voldugasti óður um íslenzkt hérað. í engu Öðru sögu- og hetjuljóði er byggðin, fólkið og sagan ofin jafn listilega í samfelldan glit- vef andagiftar, stílfegurðar og mælsku. Skagfirðingar fögnuðu til- komu þessa lofsöngs sem miklu afreki. Þeir samþykktu cinróma á sýslufundi Skagafjarðarsýslu áskorun til Alþingis, að veita Matthíasi Jochumssyni heiðurs- laun fyrir skáídskap hans. Tveir snjallir þingmenn, Ólafur Briem, fulltrúi Skagfirðinga og Skúli Thoroddsén, fulítrúi Ey- firðinga, bárú málið fram á Al- þingi með djúþri hrifningu. MatLhíasi voru veitt eitt þúsund króna heiðurslaun. Það var mik il fjárhæð 1891. Þetta voru fyrstu verðlaun, sem íslenzka þjóðin veitti viðurkenndum höf uðsnillingi fyrir afrek í listum eða bókmenntum. Það komst brátt á í Skaga- firði, að hver æskumaður, sem fæddist upp í sýslunni, skyldi telja sér heiðursskyldu að kunna Skín við sólu Skaga- fjörðúr, allt frá barnsaldri. Brátt mynduðust þjóðsagnir um það, hvenær og hvar Matt- hías hefði verið staddur, þegar hann orti kvæðið. Nú vildi svo til sumarið 1938, að ég var staddur í Los Angeles á Kali- forníuströnd og gestur í húsi Gunnars, sonar Matthíasar. Tal- ið barst að ljóðagerð föður hans og meðal annars að ýms- um tilgátum um tilkomu hins skagfirzka lofsöngs. Þá sagði Gunnar mér sögu þessa dular- fulla ævintýris. Gunnar sagði, að faðir hans hefði ort kvæðið að kvöldlagi um vetur í skammdeginu. Það var mikið frost úti og kafalds- hríð. Börnin sátu hjá móður sinni í dagstofunni, en Matthias var í skrifstofu sinni og las eða skrifaði. Frúin bar á borð kvöldverð, en sá að maður hennar mundi ekki óska eftir að hætta verki fyrr en honum þætti sjálfum tími til kominn. Kvöldverði var lokið. Eftir góða stund kemur skáldið fram til konu og barna, glaður í bragði, heitur og hýr á svip. Þá las hann „Skín við sólu Skaga- fjörður“ fyrir vandamönnum sínum. Nú héfur öll þjóðin átt kvæð- ið. Þá gerðust bændur í Skaga- firði og á Alþingi ábyrgir um þá nýjung, að launa listaverk með heiðursgjöf. Fyrr á öldum veittu konungar slík verðlaun. Nú höfðú frjálsir borgarar og fulltrúar þeirra tekið við stjórnartáumunum og skyld- unni, að launa snilldarverkin með engu minni rausn heldur en stórhöfðingjar fyrri alda.“ í hverri opnu bókarinnar er kvæðið til hægri prentað stóru letri, en á hinni blaðsíðunni er mynd af skagfirzkum merkis- stað, ásamt texta. Að sjálfsögðu er mynd af skáldinu og önnur af höfundi lagsins, Sigurði Helgasýni. Þessi nýja bók er 32 blaðsíð- ur, prentuð Á vandaðasta rnyndapappír og öll er bókin litprentuð og frágangur fagur. Prentun annaðist Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri. □ Jólabækur Kvöld- vökuútgáfunar 1960 Á ferð og flugi. Frönsk skemmtisaga, sérpréntun úr Nýjum Kvöldvökum. Saga þessi birtist í fyrstu árgöngum Nýrra kvöldvakna og átti mikinn þátt í þeim vinsældum, sem þær hlutu frá upphafi. Sagan segir frá ungum blaða- manni, sem á að vinna það til arfs eftir auðugan frænda, að komast í kringum jörðina fyrir aðeins 25 cent. Á þessu ferða- lagi kemst hann í hin furðuleg- ustu ævintýri. Á ferð og flugi ar sígild skemmtisaga, sem fær lesendur til að gleyma stund og stað. Sterkir stofnar. Þættir af Norðlendingum eftir Björn R. Árnason fræðimann frá Grund í Svarfaðardal. í þessari bók eru allar helztu ritgerðir Björns um mannfræði og persónusögu, gamlar og nýjar. Þar er að finna staðgóða fræðslu um ævi- feril, ætt og uppruna 41 karla og kvenna af norðlenzkum stofni. Jafnframt er bókin grein argóð þjóðlífslýsing. Björn R. Árnason er þjóð- 'kunnur maður fyrir fræðiiðk- anir sínar og frásagnarsnilld. — Fyrir alla, sem unna þjóðlegum fróðleik, ættfræði og persónu- sögu, er bók þessi dýrmætur fengur. Sjaljapin scgir frá. í bók þess ari segir Sjaljapin frá æsku sinni og uppvaxtarárum fram til 27 ára aldurs. Frásögn hans er fjörleg og hreinskilin, krydd- uð léttu skopi og lífsgleði ung- lingsins, þrátt fyrir fátækt og örbirgð. Hann segir frá skóla- árum sínum og iðn-námi, skrif- stofustörfum og hafnarvinnu við rússnesku fljótin. Hispurslaust íýsir hann mis- tökum sínum og bernskubrek- um, fyrstu ástarævintýrum ög óslökkvandi þrá sinni til list- rænna verkefna, leiks og söngs. í bókarlok er hinn 27 ára gamli listamaður viðurkenndur og dáður í heimalandi sínu. Sjaljapin varð heimsfrægur söngvari og leikari, en hann var líka mikill rithöfundur, sem ekki hikaði við að segja sannleikann um líf sitt og ann- arra. í landvari. Ljóðabók eftir Gisla Olafsson frá Eiríksstöð- um. Þetta er fimmta ljóðabók Gísla. Hann er löngu lands- kunnur fyrir ljóð og lausavísur og einn af snjöliustu vísnasmið- um þjóðarinnar. í landvari er bók, sem gleður hvern ljóðavin og vísnaunn- anda. (Fréttatilkynning frá Kvöld- vökuútgáfunni. Akureyri). □ 'tiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiimiiiiiiJi* - z | KVEÐJUGUÐS- I | ÞJÓNUSTA | SUNNUDAGINN 13. nóvem- ber sl. flutti sr. Birgir Snæ- björnsson kveðjumessu í Greni- víkurkirkju, þar sem hann er nú tekinn við prestsþjónustu á Akureyri, eftir að hafa þjónað Laufásprestakalli stuttan tíma. Kirkjan okkar var þéttskipuð kirkjugestum þennan dag, enda vildum við öll votta sr. Birgi hlýhug okkar, vináttu og þökk fyrir þennan stutta tíma, sem við nutum hans. Okkur var víst öllum þungt um hjartarætur — en líka hlýtt. Það er sárt að missa úr starfi góðan dreng, en hlýjar endurminningar um nokkrar dýrmætar samveru- stundir milda allan söknuð. „Að hittast og kveðjast — það er lífsins saga“. Við kveðj- um sr. Birgi með hlýrri vináttu og þökk og börnin okkar, sem hann kunni svo vel að tala við, munu minnast hans sem góðs félaga og vinar. Af heilum hug óskum við honum blessunar í starfi á komandi tímum. — Við skiljum þrá hans til að komast aftur til starfa heima á æsku- stöðvunum, — því að fátt er ríkara í íslendingseðlinu en ástin til æskustöðvanna, — kannske ef það líka eitt hið bezta sem við eigum, það, sem viðheldur manngöfginni í okk- ur og trúnni á hið góða. Við munum mínnast hlýrra kveðjuörða sr. Birgis, og vera honum þakklát fyrir kynning- una. Vináttan mun haldast þó vegir skiljist. í. B. □ Auglýsingar Jnirfa að beuast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. Nýkomið glæsilegt úrval af efnum í SÍÐDEGÍS- OG KVÖLDKJÓLA Höfum ætíð úrval af K Á P U M stærðir 36—48. TIL JÓLAGJAFA: MORGUNSLOPPAR LANGSJÖL SAMKVÆMISVESKI SNYRTIVESKI fyrirkarlaogkonur ILMVÖTN o. fl. VERZLUN B. LAXDAL Birki-krossviður 4 mm., 5 mm., 6 mm., 10 mm. BYGGINGARVÖRUDEILD SÍMI 1700 og 2207.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.