Dagur - 26.11.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1960, Blaðsíða 4
4 S Síðasti hornsteimiinn Aðalfundur Landssambands íslenzkra útvegsmanna var nýlega haldinn í Reykjavík og gerði kröíur til ríkis- stjórnarinnar um að greidd yrðu af almannafc vátryggingargjöld af bát- um og togurum á þessu ári, vextir lækkaðir, fiskverð hæltkað og stofn- lánasjóðir efldir. Ríkisstjórnin gaf eftir og gugnaði fyrir kröfum útgerð- armanna, lofaði að greidd yrðu vá- tryggingargjöldin og afborgana af stofnlánum ekki krafizt á þessu ári. Þar með hrundi síðasti hornsteinn „viðreisnarinnar“, og þar með er hin illræmda stjórnarstefna í raun og veru hrunin til grunna. Núverandi stjórnarstefna einkenn- ist af sérstökum kala til bænda, sjómanna og verkamanna og hefur ekki öðlazt traust þessara stétta, en engin ríkisstjórn getur án þess setið að stjórn í þessu landi til lengdar. Stjórnarsinnar, allt frá fátækum bændum og verkamönnum, sem Iéðu stjórnarflokkunum atkvæði sitt í síð- ustu kosningum, og upp í ráðherra- stólana hafa misst pólitíska fótfestu. Þeim er Ijóst, að þeir hafa Iátið blekkjast meira en nokkru sinni áður í kosningum og kusu yfir sig stjóm, sem þeir nú vilja feiga. „Viðreisnin“ er orðin háðsyrði hjá almennum borg- urmn. Hún hefur hvergi staðizt í framkvæmd. í stað þess að leysa vanda, hneppir hún flest í fjötra. Eftirtektarvert er það, hve verka- lýðsfélögin hafa sýnt mikið lang- lundargeð gagnvart ríkisstjórninni. Þau hafa ekki gripið til þcirra ráða að sprengja stjórnarstefnuna með verkföllum, eins og Sjálfstæðisflokk- urinn beitti sér fyrir að gert var í tíð vinstri stjómarinnar. Ríkisstjórn- in getur því ekki velt ábyrgðinni yf- ir á eina eða neina þjóðfélagsþegna og ber ein fulla ábyrgð gagnvart þjóð- inni og mun væntanlega einnig gjalda þess á eftimiinnilegan hátt í næstu kosningum, hvemig komið er. Verkföllin eru ætíð neyðarúrræði. Þeim hefur stundum verið beitt af Iítilli miskunn. Flestir eru þeirrar skoðunar nú, að ríkisstjórnin eigi skammvinnt valdaskeið framundan. Verkföll myndu flýta fyrir stjómar- skiptum, en Alþingiskosningar eiga fremur að skcra úr því, hvort meiri hluti þjóðarinnar sættir sig við stjóm- arháttu af því tagi sem nú ríkja. Allir gera sér Ijóst, að hin dauða- dæmda stjórnarstefna boðar líka fylg- ishrun stjórnarflokkanna í næstu kosningum. Það er þegar komin ná- lykt af stjórninni og það mun þurfa kjark til þess fyrir háttvirta kjósend- ur, að gefa stuðningsflokkum hennar umboð til stjórnarathafna öðru sinni, að fengimii hinni hörmulegu reynslu. Alþýðusambandsþingi cr nýlega lokið. Þar urðu eftirtektarverð straumhvörf. Stjómarflokkarnir áttu samúð aðeins þriðja hvers þingfull- trúa, svo sem fram kom þegar í upp- hafi þings, er forseti var kjörinn. Alþýðusambandsþingið lýsti megnri andúð á núverandi ríkisstjórn og tel- ur breytta stjómarstefnu mestu kjara- bódna. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að hafa dregið sína lærdóma af viðhorfum hinna fjölmennustu stétta þjóðfélags- ins. Frá Sjávarafurðadeild S. I. S. ( Áhugi að vakna á álnum. Almennur áhugi virðist nú vera að vakna fyrir því að at- huga, hvort ekki sé nú orðið tímabært að reyna að gera sér mat úr álnum. í sumar var sagt frá frekjuskap álsins í Horna- fjarðarósnum og áformaðri hefnd Hornfirðinga. Sjávaraf- urðadeildin útvegaði tvær ála- gildrur frá Danmörku. Eitthvað veiddist í gildrur þessar, en satt að segja eru ekki til margir menn, sem nokkuð vita um svona veiðar, hvað þá verkun aflans. Það liggur beinast við að fá tækniaðstoð frá frændum vorum í Danmörku. Víst er um það, að állinn er orðinn mjög útbreiddur hér og má til dæmis nefna, að áll mun hafa sézt í Tjörninni í Reykjavík*) nú í haust. Að Iifa af flatfiski. „Síðari hluta fyx-ra mánaðar voru send nokkur tonn af flat- fiski frá Vestmannaeyjum flug- leiðis, svo sem kallað var, en hluti af fiskinum var sendur fyrst með Hei’jólfi til Reykja- víkur og nokkur hluti daginn eftir með flugvél frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur og fiskinum umhlaðið þar í þýzka leiguflugvél, sem flaug með fiskinn til Þýzkalands og Sviss. Með flutningaflugvélinni fóru þeir Guðlaugur Stefánsson og Einar Sigui’jónsson, sem lif- andi sýnishorn þess, hversu vel menn þrífast af flatfiski." — (Framsókn, Bæjarmálablað, Vestmannaeyjum, 7. sept. 1960.) Beztu rækjumið heims við Grænland. Það er áætlað, að á þessu ári muni Grænlendingar tvöfalda rækjuframleiðslu sína. — í Christianshaab er ný rækju- verksmiðja tekin til starfa, byrjað er á annarri í Jakobs- havn og danskt einkafyi-irtæki hefur fengið leyfi til að reisa þá þriðju í Góðhöfn á Diskoeyju. Fiskifræðingar álíta í'ækjumið- in í Diskofirði þau beztu í heimi. Þeir álíta að mið þessi séu næstum ótæmandi vegna þess, að göngur af ungri rækju komi þangað stöðugt utan af hafi og setjist þar að. Græn- lenzkir fiskimenn fá frá 50—80 danska aura (kr. 2.70—4.40) fyrir kílóið af rækju upp úr sjó. Til samanburðar má geta þess, að íslenzkar rækjuvei'ksmiðjur greiða sjómönnum um kr. 16.00 fyrir kílóið af pillaðri rækju, *) Þegar eg var að alast upp í Reykjavík var mikið um ál í Tjörninni. Við strákarnir veidd- um hann töluvert og seldum til danskra fjölskyldna í bænum. Höfðum drjúga vasapeninga upp úr þessu. — Einnig var áll í heitum lækjarspi'ænum inn hjá Sundlaugum, en hann var ekki eins stór, en reyndist bragðbetri að sögn kaupenda, enda greiddu þeir hærra verð fyrir hann. — Veiðiaðferðin var frumstæð, og verður ekki greint frá henni. Setjari. en nýtingin mun vei'a nálægt 17%, og geta menn svo spi'eytt sig á því að reikna. (Uppl. úr Bureau of Commei'cial Fishei'i- es, Mai'ket news Service, 24. ágúst 1960.) Kryddsíldveiðar. Stálbáturinn „Ambition", skipstjóri Holger Laui'idsen, kom nýlega til Esbjei'g eftir 16 daga úthald á miðunum við Shetlandsey j ar. Höfðu veiðzt 300 tonn af síld, sem var kryddsöltuð um borð. Danskui'- inn segir, að þetta sé alveg nýtt af nálinni og árangur af tilraun inni þyki mjög góður. (Börsen, 27. ágúst 1960.) Nýít af gerlastríðinu. Olíufélagið h.f. hefur nú ákveðið að flytja til landsins gerla- og lykteyðandi efni til hreinsunar á vinnslustöðvum og fiskiskipum. Efnið er þýzkt og nefnist TEGO 51. Það er sagt viðui'kennt í Þýzkalandi, Danmörku og Noregi. Einnig mun það hafa verið reynt eitt- hvað hér á landi. Það mun vera notað líkt og Pei'chloronið, sem hingað til hefur ráðið lögum og lofum í bai'áttunni við gerlana. Má segja, að mai-gir vilji nú leggja hönd á plóginn og að- stoða við aukið hi'einlæti í kringum fiskinn. Mest spenn- andi, og eflaust mikilvei'ðast, er áformið um klórblöndunar- tæki í frystihúsin, sem hér hef- ur áður vei'ið minnzt á. Það hefur nú gerzt, að búið er að setja upp slík tæki í ísbirnin- um í Reykjavík og hjá U. A. á Akureyri. Notkun tækjanna er sögð spá góðu, þótt lengri tíma þurfi til að hægt sé að segja um fi'amtíðargildi slíkra tækja. Klói'blöndunartæki voru einn- ig sett í samband við sjódælu á togaranum Aski og eru þau þegar sögð hafa sannað ágæti sitt. Kristberg Magnússon, tæknifræðingur hjá S. H., dvelst nú í Englandi og kynnir sér frekar þessi tæki, sem fram- leidd ei'u af Wallace & Tiernan Associated Companies. *llllllllllllllllllllllllllllilllilllllllllllllllllliillll'llltii** | SAMVINNAN | OKTÓBERHEFTIÐ flytur at- hyglisverða grein um veltuút- svarið eftir ritstjórann, Guð- mund Sveinsson, skólastjói'a á Bifröst, ljóð Williams Blake í þýðingu Þórodds Guðmunds- sonar, sögulega frásögn, Meyj- arnar frá Martinique, skráða af Knúti Arngrímssyni, „Eg er þá dauður“, frásögn af tímanleg- um burtgangi frá Hóli, viðtal við Richard Þórólfsson um skó- framleiðslu, skýrslur margar og ýmislegt fleira til fróðleiks og skemmtunar. Þessu Samvinnuhefti fylgir fræðslurit: Skattar og skyldur eftir Guðmund Sveinsson og fréttabréf. Forsíðumyndin er af blóma- rós og blómskrúði frá garð- yrkjubænum Hveragerði. □ til vmar mms Jóhannesar Arnar Jónssonar, skálds, a á Þelamörk Hljóðnuð er harpan hamarinn hrotinn, lúður er steðjinn, lífskraftinn þraut. Ört líður ævin. Áður en varir, örninn er horfinn óvænt á hraut. Þjóðkunni þulur, þú munt enn halda ótrauður áfram eilífðar leit fjölbreyttra fræða: frjósamra hurkna, sagna, sem spretta úr sígrænum reit. . Arnfleygi andi, enn muntu skoða skuggsjá og dulsjá, skyggnast um geim. Ljúft mun að fletta laufhlöðum sagna, frjálshuga, förull fegri um heim. Jæja, vinur. Þarna fœrðu þá loksins Ijóðið, sem að þií varst andaður. Verhi sæll Að upphafi vetrar 1960. JÓN BENEDIKTSSON, prentan NOKKURRA ÞINGMÁLA GETIÐ LEIT AÐ JARÐHITA. Fjórir þingmenn flokksins, Jón Skaftason, Einar Ágústs- son, Halldór Sigui'ðsson og Ás- geir Bjarnason flytja tillögu um að undii'búnir vei'ði fyrir næsta Alþingi löggjöf um fjái'hagsleg- an stuðning við sveitafélög til jai'ðhitaleitar og jarðhitafram- kvæmda. Jón Skaftason hefir framsögu. UM SVEITARSTJÓRA. Gísli Guðmundsson, Garðar Halldói'ssón, Ágúst Þorvalds- son flytja í neði'i deild frv. um breytingu á lögum um sveitar- stjóra. í þessu frv. er gert ráð fyrii', að ráða megi sveitarstjóra í hi-eppi, sem hefir 500 íbúa eða færri „ef atvinnutæki eru svo mikil ,í hreppnum1 að störf oddvita séu, að dómi ráðuneyt- isins, meiri en almennt gei'ist.“ í 2. gr. fi'v. segir svo: „Ef tveir hi-eppar eða fleiri, sem hafa samtals fleiri en 500 íbúa, koma sér saman um að ráða einn sveitai'stjóra sameiginlega, er þeim það heimilt. Fer sveit- arstjóri þá með stjórn og fram- kvæmd mála hvers hrepps á þann hátt, sem hlutaðeigandi hreppsnefnd ákveður og á sæti á fundum hennar.“ í greinar- gei'ð er vitnað í raddir, sem uppi hafa verið um að sameina hi-eppa með lögum og svipta þá þannig sjálfstæði sínu. Eru flutningsmenn frv. því andvíg- ii', en benda á þá leið, sem hér er um að ræða til að létta störf- um af oddvitanum, ef hlutað- eigandi hreppar telja þess þöi-f og koma sér saman um að nota það úrræði, sem í frv. felst. ABURÐ ARVERKSMIÐ J AN. Einar Olgeirsson flytur frv. um að breyta lögum um áburð- arvei'ksmiðjuna, þannig, að rík- issjóður innleysir þá hluti, sem aðrir eiga í verksmiðjufélaginu, enn fremur frumvarp um áætl- unarráð ríkisins. BJARGRÁÐASJÓÐUR. Ríkisstjói'nin flytur frv. til nýrra laga um Bjai'gráðasjóð Islands. Er það talið flutt í sam- ráði við stjóx-n sjóðsins og stjórn Sambands íslenzkra sveitarfé- laga. Samkvæmt frv. á að hækka framlög í'íkissjóðs og sveitai'félaga hvors fyrir sig úr 2 kr. í 5 kr. á mann, og eru tekjur Bjargi'áðasjóðs af þess- um framlögum þá áætlaðar 1 millj. og 800 þús. kr. á ái'inu 1961. Samband ísl. sveitarfél- aga á að fá einn mann í sjóðs- stjórninni, en hún á að ráða framkvæmdastjórann. Heimild til lánveitinga er rýmkuð sam- kvæmt frumvaxpinu. SKATTAMÁL. Jón Skaftason, Einar Ágústs- son, Ólafur Jóhannesson og Sigurvin Einarsson flytja till. til þingsályktunar um að Al- þingi kjósi fimm manna milli- þingancfnd í skattainálum, sem semji frumvarp að hcildar- skattalöggjöf. Við samningu þessa frumvarps verði m. a. höfð þessi meginsjónarmið: a. Að tekjuskattur og útsvör verði saineinuð og lögð á í cinu lagi og rcnni í sameiginlegan sjóð ríkisins og svcitarfélag- anna. b. Að settar verði reglur um skiptingu tekjuskatts og eignar- skatts þessa á milli ríkissjóðs annars vegar og sveitarfélag- amia hins vegar, enn fremur reglur uin skiptingu á hluta sveitarfélaganna. c. Að opinber gjöld fari aldr- ei fram yfir sanngjarnt liámark af hrcinum tekjum gjaldenda. d. Að veltuútsvar verði fellt niður. e. Að skattstigi vcrði lögboð- inn. f. Að ríkisskattanefnd vcrði breytt í stjórnarvaldadóinstól í skattamálum. g. Að þyngd verði viðurlög við skattsvikum. h. Að innheimta skatta verði færð á eina hönd. i. Að skattar verði innheimt- ir með tímabilsgreiðsluni. Jón Skaftxxson hcfir franisögu í þessu máli. RANNSÓKN. Einn af þingmönnum Al- þýðuflokksins, Jón Þorsteins- son, flytur tillögu til þingsálykt- unar um „að skipa fimm manna nefnd sérfróðra manna til að rannsaka, hvort og að hve miklu leyti bændastéttin og Iandbúnaðurinn njóti bcint eða óbeint styrkja, framlaga og fríð- inda af hálfu hins opinbera um- fram aðrar stéttir og aðra at- vinnuvegi þjóðarirmar.“ Hér er enn citt dæniið um „anda“ þeirrar þjóðmálastefnu, sem nú telur sig báðum fótum í jötu standa eftir kjördæma- byltinguna. Eftir sinnaskiptin virðast Alþýðuflokksmenn einkum hafðir til forystu á þessu sviði, eins og við setn- ingu bráðabirgðalaganna í fyrra. ERLEND LÁN. I efri deild var í vikxmni, sem leið, mikið rætt um frv. Framsóknarflokksins, um að ríkissjóður taki að sér greiðslu á nokkrum erlendum . lánum, sem nú hvíla á Ræktunarsjóði ’■ og Byggingasjóði sveitabæja. Hafði Karl Kristjánsson fram- sögu í þessu máli. Fyrsta dag umræðunnar var landbúnáðar- ráðherrann, Ingólfur Jónsson, ékki mættur á fundi. Þá baT það til tíðinda, að .mcnnta- og viðskiptamálaráðhcrrann, Gylfi ■ Þ. Gíslason gekk- frain fyrir skjöldu af hálfu ríkisstjórnar- innar og átaldi stjórn Búnaðar- bankans fyrir að hafa notað það lánsfé til útlána, sem hér er um að ræða. Þá átaldi ráðherr- ann þingmenn Framsóknar- flokksins fyrir frumvörp, sem þeir hefðu flutt um fjárframlög til landúbnaðar og dreifbýlisins yfirleitt. Nefndi hann þar t. d. frumvörpin um að vei'ja ben- zín- og bifreiðaskatti til vega og brúa, frv. um framleiðslu- og atvinnuaukningasjóð (til uppbyggingar einkum við sjáv- arsíðuna), fi-v. um framlög til stórvii-kra jarðræktarvéla og í- búðaiiána í sveitum og hækk- un á nýbýlastyi'k vegna verð- hækkunar og frv. um bústofna- og vélasjóð. Héldu umræður á- fram næstu daga og voru harð- ar á köflum. Af hálfu Fram- sóknarflokksins töluðu Karl Kristjánsson, Hermann Jónas- son og Ásgeir Bjax'nason. Ás- geir upplýsti, að ef landbúnað- urinn hefði staðið í stað eins og hann var 1950, þyrfti nú að flytja inn landbúnaðarafurðir fyrir 300 milljónir króna á ári. Bent var á af H. J. og fleirum, að greiðsluhalli hjá sjóðnum væri óhjákvæmilegui', ef halda ætti þeim stuðningi við upp- byggingu landbúnaðarins, sem Alþingi hafði ákveðið með lög- um á sínum tíma og þetta hefði þingið löngu viðui'kennt með því að bx-eyta lánum til sjóðsins í óafturkræf framlög 1953 og 1957 eins og nú er lagt til. Nú kæmi þar á ofan gengisbreyt- ingin. Kai'l Ki'istjánsson vakti athygli á því, að hagkvæm láns- kjör og framlög væru ekki styrkur til bændanna, sem byggju á jörðunum, því að jarðaverð væi'i það lágt, að þeir fengju aldrei nema hluta af kostnaðai'verði við sölu. Stuðningur í'íkisins gengi til af- skrifta í þágu þjóðai'heildar- innai', til þess að bæta landið. Þegar leið á umræðurnar tók Ingólfur landbúnaðarráðherra til máls og sló úr og í. Ekki andmælti hánn orðum Gylfa, en veittist að Fi'amsóknai'mönn- um og vinstri stjórninni. Ekki vildi hann heita stuðningi við frumvarpið en sagði, að stjórn- in hefði málið til athugunar og myndi reyna að finna „leið“. — í sl. viku var einnig í efri deild haldið áfram umræðunum um landhelgismálið, fi-v. urn laga- gildi 12 mílna reglugex'ðai'innar og eru umræðux' teknar að harðna. Til að auðvelda nýjan iðnrekstur. KARL KRISTJÁNSSON, Jón Skaftason, Gísli Guðmundsson, Halldór Ásgrímsson, Þórarinn Þói-arinsson og Halldór E. Sig- ui'ðsson flytja tillögu til þings- ályktunar um að lagt verði fyr- ir Rannsóknarráð í'íkisins, að taka, í samráði við Iðnaðar- málastofnun íslands, til athug- unar hvaða iðngreinar geti hér- lendis haft jafngóðan stai'fs- grundvöll eða beti'i og hliðstæð ar iðngreinar erlendis. Sé þetta gert til leiðbeiningar þeim, sem vilja hefja nýjan iðn- rekstur. Jafnframt er lagt til, .að rikisjtjórnjpni vei'ði falið að hlutast til um, að aukin verði fyrirgréiðsla lánastofnana í sambandi víð framleiðslu iðn- vara til útflxxtnings á þann hátt, sem .nánax: er • gerð grein fyrir .'X tillögunnL í greinargerð er lögð áherzla á það, að nauðsyn beri til að fjölga starfsgreinum, ekki sízt þeirra, er flutt geti út vöi'ur og aflað gjaldeyris. Beinast liggi við, að framleiða iðnvörur úr innlendum hráefnum. — Mikið af útflutningi ná- gi-annaþjóða okkar, sumra, er einmitt iðnvarningur, unninn úr innfluttum hráefnum þar. Flestra þessara hráefna ættu ís- lendingar að geta aflað sér á svipuðu verði og þessar ná- gi-annaþjóðir. Karl Kristjánsson hefur fram sögu í málinu. Um takmörkun á veiðarfæranotkun. Bii'gir Finnsson og fleiri, flytja tillögu til þingsályktunar um að undii'búa setningu reglna um takmöi'kun á veiðitíma, veiðarfæi'anotkun og veiðisvæð- um þeii-i-a skipa, er fiskveiðar stunda með netjum. Síldariðnaður. Björn Jónsson og fleii'i flytja tillögu til þingsályktunar um „í-annsókn á hutdeild hinna einstöku atvinnugreina í þjóð- arfi'amleiðslunni“. Eflirlit. Unnar Stefánsson flytur til- lögu um „eftirlit með fyrir- tækjasamtökum" og aðra um athugun á skilyrðum til að byggja nýja flugbi'aut í Vest- mannaeyjum. Landsútsvar. Karl Guðjónsson og Hannibal Valdímarsson flytja frumvarp um landsútsvör (á „stofnanir, sem reka starfsemi, er nær til landsins alls“). Niðursuðuverksmiðja á Siglu- firði. Gunnar Jóhannsson, Skúli Guðmundsson og Einar Ingi- mundarson flytja fyi-ii'spurn til ríkisstjórnarinnar varðandi nið- ui'suðuvei'ksmiðju á Siglufirði, og Karl Guðjónsson fyrirspurn varðandi greiðslu fyrir yfir- vinnu kennara. Fæðingarorlof. Margrét Sigurðardóttir (vara- maður Einars Olgeii'ssonar, sem er í utanför) flytur fi-umvarp um fæðingarorlof, 90 daga fyrir konur, „sem taka laun fyi'ir vinnu sína“, og ekki hafa slík orlofsréttindi. Til þessa skal, samkv. frumvarpinu, mynda sjóð, en atvinnurekendur og ríkissjóður eiga að leggja hon- um stofnfé. Námsbókargjald. Geir Gunnarsson flytur írv. um afnám námsbókai-gjalds. G. G. flytur einnig, ásamt Gunnari Jóhannssyni, frumv. um bi'eyt- ingu á lögum um lífeyrissjóð togarasjómanna. Landhelgismál., Umræður um landhelgismál fóru harðnandi í efri deild. Af hálfu ráðherranna var gripið til þess, að vitna til skilaboða, er farið höfðu á milli íslenzkra og enskra í'áðhex-ra og framkv.stj. Atlantshafsbandalagsins 1958, áður en landhelgisreglugerðin tók gildi, þar sem grennslazt var eftir því að frumvkæði fram kvæmdastjórans (Spaak),hvers konar ákvæði um útfæi'slu kynnu að geta hlotið viður- kenningu bandalagsn'kjanna. — Hermann Jónasson las upp í ræðu símskeyti frá 1958, er um þetta fjallaði. Eins og Ólafur Jóhannesson, sem er prófessor í stjórnlaga- fræði, skýrði glögglega, var hér ekki um neina samninga að i-æða heldur eftirgrennslan áð- ur en einhiða ákvörðun kom til framkvæmda af hálfu Islend- inga. Gagnvart Bretum bar hún, sem kunnugt ei', ekki ár- angur, en aðrar bandalagsþjóð- ir virtu þegar í verki ákvörðun íslendinga. Tilraunir með nyfingu sólarorku f mörgum löndum heims er nú verið að gera tilraunir með nýtingu sólarhítans til að fi'am- leiða mikið hitamagn í málm- iðnaðinum, til að eima salt- vatn, til að hita hús og elda mat, segir í sérstakri skýi-slu frá Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Að elda mat við sólarhita. í skýrslunni segir, að til matseldar hafi einkum verið gerðar tilraunir með tvær teg- undir „sólarofna“, sem di'aga til sín geisla sólarinnar og fram- leiða hátt hitastig. En það verð- ur að stilla þá á hálftíma fx'esti, svo að þeir snúi í'étt við sólu. FAO hefur látið gera tilraunir með þessa ofna á aðalstövum sínum í Róm, og jafnframt hef- ur það stutt tili'aunir sem gei'ð- ar hafa verið í sóli'íkuin lönd- um Mið-Ameríku, Asíu og Af- ríku. í skýrslunni er lögð áherzla á, að raunhæf nýting sólarhit- ans í þessu skyni sé enn ýmsum erfiðleikum bundin. Að' sjálf- sögðu er hægt að framleiða „sólarofna“ án mjög mikils kostnaðar, en þeir verða altént dýi'ari en hin einföldu eldstæði, sem almennt eru notuð í van- þróuðum löndum, en þar er þörfin fyi-ir slíka ofna mest. Þá þurfa þeir mikils eftirlits og geta verið hættulegir fyi'ir börn. Hins vegar segir x skýrslu FAO, að það mikilvægasta sé, að nú séu menn komnir það langt, að þeir séu farnir að nota sólarofna til matseldai'. Nú velti mest á því að halda til- raununum áfram. Saltvatn að drykkjarvatni. f skýrslunni er ennfremur vikið að því, að í Flói'ída sé nú verið að gera tilrunir með að eima vatn með sólai'hita. Þann- ig er nú hægt að bi'eyta salt- vatni í drykkjarvatn, og kostn- aðui'inn er undir einum dollar á hverja 4000 lítra. Á eyðimei-k- ui'svæðum, þar sem greitt er mikið fé fyrir ferskt vatn, og á litlu eyjunum í Kyri'ahafi, þar sem íbúarnir vei'ða að nota regnvatn til drykkjar, mundi slík eiming sjávarvatns hafa í för með sér miklar fx'amfarir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.