Dagur - 26.11.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1960, Blaðsíða 8
8 Kynnisferðir og Skólarnir skiptast á SÁ SIÐIJR er á kominn, og hef- ui' haldizt allmörg síðustu árin, að Héraðsskólinn á Laugum og Gagnfræðaskólinn á Akureyri hafa árlega skipzt á heimsókn- um til kynningar og íþrótta- keppni þannig, að annað árið hefur hópur íþróttafólks frá G. A. heimsótt Laugar í boði hér- aðsskólans þar, en hitt árið hafa Laugamenn endurgoldið heimsóknina og komið til Ak- ureyrar í boði gagnfræðaskól- ans hér. 'Hefur hvor skólinn um sig dvalizt daglangt í góðu yf- irlæti og við rausn í mat og drykk á hinum staðnum, þreytt þar íþróttakeppni í knatt- spyrnu" sundraunum ýmiss kon ar og frjálsum íþróttum, og nú síðast hafa skólarnir reynt með sér í stuttri skákstefnu. Á ýmsu hefur oltið um það, hvoru meg- in Vaðlaheiðar sigrar og keppn- isverðlaun hafa lent í hinum ýmsu keppnisgreinum, enda naumast aðalatriði nokkurt, heldur kynning sú og kærkom- in tilbreytni í skólalífinu, sem af þessu hefur hlotizt hverju sinni. Hefur stefnum þessum á- vallt lokið með því, að gestgjaf- ar hafa boðið gestunum á dans- leik í skóla sínum, ræður hafa verið fluttar, verðlaun afhent og kveðjuávörp og húrrahróp hafa fylgt gestunum úr hlaði, er þeir hafa hleypt bifreiðum sínum á sprett út í náttmyrkrið heim á leið um miðnæturskeið, að afliðnum góðum og glöðum degi. Fararstjórn. Það hefur jafnan lent í hlut íþróttakennara skólanna, öðr- um fremur, að skipuleggja ferðalög þessi og dagskrá sam- fundanna, í samráði við skóla- stjórana og með sérstakri hjálp og aðstoð elztu og áhugasöm- ustu nemenda hvors skóla. Yms ir aðrir kennarar og starfsfólk hafa og lagt hönd og huga að þessu verki. — Hafa þeir Oskar Ágústsson frá Laugaskóla og Haraldur Sigurðsson frá G. A. jafnan verið þarna á oddinum um undirbúninginn og annast fararstjórn hvor fyrir sinn skóla, síðan þessi háttur var fyrst upp tekinn. og íþróliamót Laugaskóla ans á árlegum gestaboðuin íþróttakeppnin. Nú í haust kom það í hlut gagnfræðaskólans hér að bjóða þeim Laugamönnum hingað til slíkrar stefnu. Var það fyrra laugardag, 19. þ. mán., að bif- reiðir þeirra héraðsskólamanna renndu hér í hlað árdegis með hálfan fjórða tug íþróttamanna frá Laugum, sveinum og meyj- um, innan borðs, ásamt þeim kennurunum Óskari Ágústssyni og Hróari Björnssyni, sem far- arstjórum. ' Var knattspyrnu- keppni lokið fyrir hádegi, en þá bauð G. A. gestum sínum til miðdegisverðar að Hótel Kea, þar sem skólastjóri G. A., Jó- hann Frímann, ávarpaði gest- ina með stuttri ræðu og bauð þá velkomna. Kl. 2 síðdegis ' hófst svo fjölbreytt sundmót í Sundlaug Akureyrar, síðan var keppni í frjálsum íþróttum inn- anhúss í íþróttahúsinu, en að því loknu önnuðust fjórðubekk- ingar G. A. móttökur í salar- kynnum Húsmæðraskóla Akur- eyrar, en þar leigir G. A. skóla- eldhús og aðra aðstöðu til mat- reiðslukennslu (og raunar einn- ig tvær stofur til bóklegrar kennslu nú í vetur.) — Voru þar heimagerðar veitingar fram bornar af nemendum, undir stjórn ungfrú Þorbjargar Finn- bogadóttur, matreiðslukennara G. A.. Glatt var þar á hjalla, ávörp flutt og fleira sér til gam- ans gert. Skömmu síðar hófst svo skákmót skólanna í gagn- fræðaskólahúsinu, og loks var þar dans stiginn um kvöldið við hljóðfæraleik skólahljóm- sveitar G. A. Góð verðlaun. Þegar líða tók undir iok þess- ara samverustunda kvaddi Har- aldur Sigurðsson sér hljóðs og afhenti mikinn fjölda verðlauna gripa, bæði einstaklingsverð- laun og hópverðlaun. Hafði íþróttafólk G. A. unnið að þessu sinni til fullrar eignar tvo farandbikara. Þann, er Vá- tryggingadeild Kea gaf á sínum tíma, til verðlauna fyrir bezt afrek í sundi og eins bikarinn, sem Olíusöludeild Kea gaf 1958 fyrir vinninginn í knattspyrnu. Að öðru leyti var uppistaða verðlaunanna valdar, skraut- bundnar bækur, 18 að tölu, er forstjóri Bókaforlags Odds Björnssonar h. f., Sigurður O. Björnsson, prentsmiðjustjóri, hafði gefið í þessu skyni. Er sérstök ástæða að geta þess hér með kæru þakklæti, að prent- smiðjustjórinn hefur frá því fyrsta, að kynnisferðir þessar hófust, gefið af mikilli rausn og höfðingsskap úrvals bækur til verðlaunaveitinga í þessu sam- bandi, og raunar oft annars til viðurkennirigar fyrir námsaf- rek, sem verðlaunuð hafa verið í tilefni af skólaslitum G. A. Fagur dagur drengilegs leiks. Að verðlaunaveitingum lokn- um flutti fararstjóri þeirra Laugamanna, Oskar kennari, Nemendur þeir frá Héraðskólanum á Laugum og Gagnfræðaskól- anum á Akureyri, er verðlaun hlutu á skólamótinu (sjá grein) ásamt kennurunum Óskari Ágústssyni og Hróari Björnssyni, far- arstjórum Laugamanna, Jóhanni Frímanri, skólastjóra G. A., og Haraldi Sigurðssyni, íþróttakennara G. A., framkv.stjóra mótsins. þakkir gestanna og snjöll hvatningarorð. Loks hrópuðu heimamenn ferfalt húrra til heiðurs gestum sínum og árn- uðu þeim fararheilla, er þeir stigu upp í bíla sína og héldu heimleiðis út í milda og fagra vetrarnóttina, eftir snjólausum vegum yfir heiðarnar tvær, er á milli skólanna eru, svo sem á sumardegi væri. Fagur dagur í tákni íslenzkr- ar æskugleði, drengilegs leiks, orku og hreysti, var á enda runninn, og skyldustörfin við bók og penna biðu unga fólks- ins á nsestu grösum, jafnt aust- an heiðar sem vestan. □ ALLSHERJARMANNTÍL 1. DES. Safnað upplýsingum um atvinnu, íbúðastærð, samsetningu fjölskyldna, nám o. fl. FYRSTA DESEMBER n. k. fer fram aðalmanntal vun allt land — hið 21. í röðinni hér á landi. Fyrsta manntal var tekið 1703 að tilhlutun Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Aðalmanntöl GOÐUR AFLI | I ÓLAFSFJARÐARBÁTA I í ÓLAFSFIRÐI hefur verið ró- ið þessa viku og aflazt vel, upp í 3Vz smálest á minni dekkbát- ana. Atvinna hefur verið mikil og er enn. Einn daginn var frí gef- ið í iðnskólanum, svo hægt væri að afgreiða skip við höfnina. Töluverð byggingavinna hef- ur verið í kaupstaðnum í haust. Jörð gránaði aðeins í fyrra- kvöld. □ Nemendur Samvinnuskólans við Hótel KEA. Kirkjan í baksýn. (Ljósm. G. P. K.) Nemendur Samvinnuskólans í heimsókn IDaguk I kemur næst út miðvikudaginn 30. nóvember. — Auglýsendur skili handritum ekki síðar en um hádegi á þriðjudag. — Ann- að efni þarf að berast tímanlega. SJÖTÍU MANNA hópur nem- enda og kennara frá Samvinnu- skólanum að Bifröst í Borgar- firði kom til Akureyrar í náms- og skemmtiferð 10. þ. m. Nem- endur voru 67 undir fararstjórn þriggja kennara sinna, Gunnars Grímssonar yfirkennara, Harð- ar Haraldssonar og Vilhjálms Einarssonar. Kaupfélag Eyfirðinga greiddi götu þessa fólks á meðan það dvaldi á Akureyri, svo sem bæði er rétt og skylt í sam- vinnubænum á Norðurlandi. Nemendurnir skoðuðu merka staði í bænum undir leiðsögn Gunnlaugs P. Kristinssonar, verksmiðjur SÍS og KEA, eftir því sem tíminn leyfði, heim- sóttu Mennlaskólann og blönd- uðu geði við nemendur þar á skemmtisamkomu, fóru í leik- hús og sáu sjónleikinn Pabba, hlýddu messu í Akureyrar- kirkju og piltarnir léku tvo knattspyrnuleiki, við nemend- ur úr MA og starfsmenn KEA. Héðan fór Bifrástarfólkið að Laugum í Reykjadal og fór þar fram íþróttakeppni. En öðrum þræði mun förin þangað hafa verið til þess gerð að heim- sækja Hróar Bjömsson smíða- kennara, en hann var áður kennari að Bifröst. Nemendahópurinn frá Bifröst var hinn mannvænlegasti og kom hvarvetan vel fram og var skóla sínum til sóma. Karlar voru í meirihluta, en konur 17 Samvinnuskólinn efnir til námsferða á hverju ári og legg- ur leið sína til Norðurlands annað hvort ár. □ hafa síðustu 100 ár, verið tek- in á 10 ára fresti. Að þessu sinni verður spurt um inarga hluti af „teljurum“ b. e. triinaðarmönn- um manntalsins, sem koma í hvert hús og skrá upplýsingar þær, sem krafizt er. En þær upplýsingar eiga að verða yfir- gripsmiklar. Blaðið mun birta leiðbeiningar um þessa hluti á miðvikudaginn, en þegar skal fram tekið, áð þeir sem ekki verða heima hjá sér fimmtudag- inn 1. desember næstkomandi, þurfa að hafa skráð helztu upp- lýsingar, sem ætlazt er til að gefnar verði, og afhent þær hús ráðanda. □ | KAPPHLAUPIÐ [ I UM TENNURNAR I MIKIÐ KAPPHLAUP er háð um tennurnar. Sykurát, of lítil hirðing, breytt mataræði al- mennings og tannsjúkdómar leggjast á eitt um að eyðileggja tennur fólks þegar í uppvexti. Á móti standa læknavísindin. með virðingarverða fræðslu og . tiltæka .. hjálp á tannlækninga- stofum. Hin fyrrnefndu öflin virðast sigursælli, því að meg- inþorri fólks gengur með skemmdar tennur og verður að líða hinar hörmulegustu þján- ingar af völdum tannskemmda. í opinberum umræðum sunn- anblaðanna, liugvekjum tann- lækna og jafnvel sýningum, er vakin eftirtekt á mörgu því, er tannskemmdum veldur, en veigamikill þáttur sniðgenginn. Fimmtán ára reynsla Banda- ríkjamanna fyrir því, að með því að blanda neyzluvatnið með fluor, en það hefur verið gert á landssvæðum með 36 milljónir íbúa, hafa tannskemmdir mink- að um helming. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.