Dagur - 30.11.1960, Qupperneq 2
2
Hver verður næstur?
FRÁ ÞVÍ er skýrt í blaðinu
„Magni“, sem gefið er út af
Bindindisfélagi íslenzkra kenn-
ara, að Reykjaskóli í HrútafirSi
hafi tekið upp þann sið, að gera
tóbaksbindindi að skilyrði fyrir
námsdvöl. Er haft eftir skóla-
stjóranum, Ólafi H. Kristjáns-
syni, sem er algjör bindindis-
maður, að eftir þessa ráðstöfun
hafi skólabragur allur breytzt
til hins betra.
Þessi frétt er allrar athygli
verð og gefur jafnframt tilefni
til hugleiðinga.
í skólum landsins, sem fi’æða
eiga unglinga á aldrinum frá
14—19 ára, er tóbaksnautn nem-
enda að verða vandamál, sem
setur leiðindabrag á skólalífið
og veldur öllum hugsandi
mönum áhyggju. Hinn bindind-
issinnaði skólastjóri leysir
vandann á þann eina hátt, sem
líklegur er til árangurs. Hann
útilokar tóbaksnautn. Nemend-
ur verða að velja eða hafna o^
árangurinn lætur ekki á sér
standa. Allur skólabragur
breytist til hins betra þegar í
stað.
ASeins eitt vantar í þessa
frásögn blaðsins. Hvernig er
háttað með kennaralið skólans,
eru þeir allir algjörir bindind-
ismenn eins og skólastjórinn?
Við verðum að vona það. Ann-
ars er hætt við að þessi lofsam-
iega tilraun sé dæmd til að mis-
takast. Hann er áreiðanlega
nokkuð sannur gamli málshátt-
urinn. „Það höfðingjarnir hafast
aÖ, hinir ætla sér leyfist það.“
Ef kennararnir telja sér leyfi-
legt það, sem nemendunum er
bannað, er hætt við að virðing
nemendanna fyrir reglum skól-
ans, og löngunin til að halda
þær, verði af skornum
skammti.
En hvernig er ástatt í þess-
um efnum hér í okkar mikla
skólabæ? Hvert er viðhorf for-
ustumanna skólanna um þetta
mál?
Já, hvaða skóli stígur næstur
þetta heillaspor? — n.
Alltaf eitthvað nytt!
Plast fataskápaniir
eftirspurðu ern komnir.
FALLEGAR
drengjahúfur
Herrasloppar
Dömnsloppar
og.m. m. fleira.
PÓSTSENDUM.
KLÆÐAVERZLUN S!G.
GUÐMUNDSSONÁR H.F.
f SUMAR eins og undanfarin
ár var heimilið rekið, en nú í
sumár sem leið var hægt að
flytja drer.gina inn í hús það,
sem er í smíðum. Þó er enn eld-
unar- og matsalur í gamla hús
inu. Nú gátu 25 drengir dvalið
í einu, og er það mesti fjöldi,
sem þar hefir verið. Enn þarf
þó stórt átak til þess að ljúka
byggingunni.
Muna- og kaffisala.
Ein aðalfjáröflunarleiðin fyr-
ir byggingunni hefir verið árleg
muna-og kaffisala, og hafa kon-
ur í söfnuðinum unnið þar mik-
ið starf. Einnig hafa bæjarbúar
sýnt þessu starfi mikinn og góð
an skilning t. d. með því að
fjölmenna á Sjónarhæð þann
dag, sem muna- og kaffisalan
hefir verið. Um leið og söfnuð-
urinn þakkar öllum þeim, sem
styrkt hafa þessa starsemi, gef-
um við velunnurum Ástjarnar
tækifæri nú á laugardaginn 3.
desember með muna- og kaffi-
sölu frá kl. 3—10 e. h.. Um
kvöldið kl. 8.30 verða sýndar
litskuggamyndir frá Ástjörn, og
er aðgangur ókeypis.
Sj ónarhæðarsöfnuður.
önnusett
nýkomin.
VÉLA- OG
BÚSÁHALDADEILD
Nýjar vörur:
Nylonkjólaefni
(Telpna)
Nylonefni í sloppa
Frönsk kjólaefni
mjög falleg.
Gluggatjaldaefni
amerísk.
----o---
ULLARGARN
NÝ TEGUND.
(Lykkjað)
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS GG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
FÉLAGSMENN FA EFTIRTALDÁR
5 BÆKUR FYRIR KR. 190.00:
ALMANAKID 1961
ANDVARI, þrjú hefti
LÖND OG LÝÐIR,
Þýzkaland, Austurríki, Sviss
og tvær af eftirtöldum valbókum:
HREINDÝR Á ÍSLANDI,
eftir Ólaf Þorvaldsson
Á blálándshæðum,
ferðabók frá Afríku eftir Martin Johnson
MÁNNLEG náttúra,
sögnr eftir Guðmund G. Hagalín
SENDIBRÉF FRÁ SANDSTRÖND,
skáldsaga eftir Stefán Jónsson
JÓN SKÁLHOLTSREKTOR, ævisaga,
eftir Gunnar M. Magnúss.
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að
vitja bókanna sem fyrst.
#
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina-
félagsins, umboðið á Akureyri:
Prentverk Odds Björnssonar hi.
HAFNARSTRÆTI 88.
Eftirtaldar nýjar bækur fá félagsmenn með 20-25% afslætti:
Hókhlöðuv. Fclagsm.v.
Heft 180.00 140,00
RITSAFN THEODÓRS THORODDSEN Sig. Nordal sá um útgáfuna og ritar formála. Skinnl. 225.00 180.00
Skinn 280.00 220.00
ÆVISAGA SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, búnaðarmálastjóra. Ileft 180.00 140.00
Samið hefur Jónas Þorbergsson. Fróðlcg og vel rituð bók. Skinnl. 225.00 180.00
ÆVINTÝRALEIKIR Skinn 280.00 220.00
Barnabók eftir Ragnh. Jónsdóttur, teikn eftir Sigrúnu Guðjónsd. 58.00 46.00
LJÓÐ JAKOBS JÓH. SMÁRA Heft 190.00 140.00
Eldri Ijóðasöfn skáldsins, sem öll eru löngu uppseld. Skinnl. 280.00 200.00
HÓMERSÞÝÐINGAR SVEINBJÖRNS EGILSSONAR Heft 180.00 140.00
Doktorsritgerð Finnboga Guðmundssonar. Skinnl. 225.00 180.00
ÍSIENZKUR JARÐVEGUR Heft 95.00 75.00
eftir dr. Björn Jóhannesson. Stórfróðlegt rit á sínu sviði. Skinnl. 140.00 105.00
ÍSLENZK TUNGA tímarit um íslenzkt mál, II. árgangur. 110.00 75,00
UPPRUNI fSLENDINGA safn ritgerða eftir Barða Guðmundsson. Skinnl. 185.00 145.00
SÓLARHRIN GUR Skáldsaga eftir Stefán Júlíusson. S M Á B Æ K U R MENNINGARSJÓÐS: Skinnl. 110.00 85.00
SAMDRYKKJAN eftir Platon. Steingrímur Thorsteinsson þýddi, 85.00 65.00
TRUMBAN OG LÚTAN Ljóðaþýðingar eftir Ilalldóru B. Björnsson. 75.00 55.00
SKIPTAR SKOÐANIR Ritdeila Sigurðar Nordal og Einars II. Kvaran. 85.00 65.00
SÓLARSÝN Kvæði eítir Bjarna Gizurarson, prest í Þingmúla, 75.00 55.00
HAMSKIPTI eftir Franz Kafka. Hannes Pétursson þýddi. Skinnl. 75.00 55.00