Dagur - 07.12.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1960, Blaðsíða 4
4 5 Dagub Ný ullarverksmiðja ULLARIÐNAÐUR heimílanna er að mestu niður fallinn, en í Iandinu starfa tvær ullarverksmiðjur og kembivélar á fáum stöðum. Um 800 þúsund fjár munu vera á fóðrum í vetur og má áætla að þetta fé gefi af sér 750—800 tonn af ull árlega. En ullarverksmiðjurnar á Akureyri og Álafossi anna ekki ullarvinnslunni og nota innan við 250 tonn samanlagt, og um 500 tonn munu vera flutt til út- landa. Ullarútflutningur síðusíu 3ja ára staðfestir þetta, og fjárstofninn vex með hverju ári. Það er að vísu gott að geta flutt út ull, sem er mjög verðmæt vara og eft- irsótt til margra hluta. En samkvæmt verði á þeim vörum erlendis, sem vinna má úr íslenzku ullinni, er þó mun hagkvæmara að vinna alla ull- ina hér á Iandi og selja ullarvörur á erlendum markaði. Benda má á það, að væru unnin ullarteppi úr þeirri ull, sem nú er flutt út, fengjust 60— 70 miljónir króna fyrir framleiðsluna. Gera má ráð fyrir, að einnig hentaði að framleiða til útflutnings tweedefni, peysur, gólfteppi, húsgagnaáklæði og sennilega fleiri vörur ef vel er að gáð. Á stríðsárunum vildi bandaríski herinn kaupa mikið magn af íslenzk- um ullarteppum fyrir gott verð. Vegna vöntunar á eins konar stimpil- vélum gátu verksmiðjumar ekki not- að sér þennan markað. Rússar kaupa nú Gefjunarteppi og íslenzku teppin hafa vakið áhuga víða erlendis svo líklegt er, að þeim mætti vinna örugg- an markað í stórum stíl bæði austan hafs og vestan, og fleiri íslenzkum ullarvörum úr íslenzkri ull aðeins, eða úr íslenzkri ull ásamt íblöndunar- efnmn. Samkvæmt þeirri reynslu af út- flutningi ullarvara, sem þegar er fyr- ir hendi má álykta, að ekki megi leng- ur dragast að hef ja framkvæmdir við byggingu þriðju ullarverksmiðjunnar á íslandi, sem mmið gæti góðar vörur úr þeim 500 tonnum ullar, sem nú eru flutt úr landi og gæti einnig tekið á móti nokkru magni til viðbótar, sem búast má við að þyrfti vegna vaxandi sauðfjárræktar í landinu. Verksmiðjuvélar til framleiðslu á teppum, tweedefnum, gólfteppum, húsgagnaáklæði og fleiri skyldum vörum, kosta álíka mikið og nýtízku togari. Sú verksmiðja mundi skila togaraverði á ári í útfluttum vörum, UMFRAM ÞÁ FJÁRHÆÐ, sem nú fæst fyrir ullina óunna. Vel mætti svo fara við frekari at- liugun þessara mála, að ný ullarverk- smiðja væri álitlegt fyrirtæki til at- vinnuaukningar og gjaldeyrisöflunar. En jafnhliða yrði að vinna hinum ís- lenzku ullarvörmn markaði erlendis. Áður fyrr var íslenzka ullin unnin á hverju heimili í landinu til fata- gerðar og til útflutnings einnig. Ull- arverksmiðjurnar viima mikið og gott verk, en eru algerlega ófullnægjandi. Ný ullarverksmiðja, sem unnið get- ur úr helmingi meira magni ullar en gömlu verksmiðjurnar báðar til sam- ans, cr eina viðunanlega lausnin. Að liemii þarf að vinna á næstu árum og nýta að fullu innlenda og erlenda reynslu í þessum efnmn. v_________________________________ Jarðræktarframkvæmdir dragast saman Ræít við Skafta Benediktsson ráðunaut Búnaðarsambands Suður-Þingeyjarsýslu BLAÐIÐ HAFÐI tal af Skafta Benediktssyni búnaðarráðu- naut Suður-Þingeyinga fyrir síðustu helgi og lagði þá fyrir hann nokkrar spurningar varð- andi búnaðarframkvæmdir í sýslunni á yfirstandandi ári. En Skafti hefur annazt ráðunauts- starf í búfjárrækt og jarðrækt síðasta áratug þar í sýslu. Hve miklar eru nýræktirnar í ár? Á vegum Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, sem nær yf- ir alla hreppa sýslunnar nema Grýtubakka- og Svalbarðs- strandarhreppa, mældust ný- ræktir samtals 238 hektarar, Árið áður var sambærileg tala 312 hektarar og var haustið, sem nú er rétt liðið, þó óvenju- lega hentugt til framkvæmda við allar jarðabætur. Hvaða bóndi átti stærstu ný- ræktina? Pétur Ingólfsson í Vallholti í Reykjadal ræktaði 14,1 hektara og er það langstærsta nýrækt, sem ég hef mælt hjá einum bónda. Pétur er að stofna ný- býli í Stafnshverfi. Frágangur á nýrækt þessari var prýðileg- ur, en því miður vill það stund- um koma fyrir, að bændur taka meira land til ræktunar en þeir ráða við að vinna nægilega vel. En lélegur frágangur i jarð- rækt hefnir sin undantekning- arlaust. Er mikið eftir af túnþýfi í sýsl- unni? Túnasléttur voru aðeins einn hektari. Túnþýfið má heita úr sögunni, en víða er eftir að slétta aðrar og meiri mishæðir í landslagi og er það oftast erf- itt verk, einkum þar sem flytja þarf þá gróðurmold í sárin, því að víða er jarðvegur grunnur. Skurðgröftur? Tvær skurðgröfur unnu að skurðgreftri í sumar. Grafnir voru 25 km langir skurðir og er rúmtak þeirra 130240 m3 og er það meiri skurðgröftur en í fyrra, enda þá aðeins ein skurð- grafa að verki. Útihúsabyggingar? Útihúsabyggingar munu vera svipaðar og síðastliðið ár. Á- burðargeymslur 1096 m3, þurr- heyshlöður 11488 m3, votheys- hlöður 193 m3 og súgþurrkun- arkerfi voru sett í hlöður með 2476 m2 gólffleti. Hvað viltu segja um bústærð- ina? Bústærðin hefur aukizt veru- lega undanfarin ár, vegna hinn- ar auknu ræktunar, en samt miðar of hægt. Meðaltúnstærð á lögbýli er 10,21 ha. Meira en annarhver bóndi er með tún undir 10 ha. Athyglisvert er, að þeir sem hafa yfir 10 ha tún og njóta því lægra framlags til ræktunar, rækta mun meira að meðaltali en bændurnir með litlu túnin. Þetta sýnir vel hina örðugu afkomu minni bænd- anna. Ræktunarstyrkurinn er þó fjórum sinnum hærri til þeirra, sem skammt eru á veg komnir. Hvernig gengur túnrækt á söndum? Svar við þeirri spurningu liggur ekki ljóst fyrir. Á Grænavatni hefur túnrækt á sandi gefizt vel undanfarin ár, en annars staðar með mjög mismunandi árangri. En brunasárið á Hvammsheiði? Þar er orðinn töðuvöllur, segir ráðunauturinn. Yfir 60 hektarar voru teknir þar til túnræktar, eða nær allt það land, sem brann fyrir nokkrum árum. Þessi ræktun hefur gef- izt vel. Það voru bændur úr Aðaldal, sem landið ræktuðu, en á sumum bæjum þar í sveit er hörgull á góðu landi til rækt- unar. Fer nautgriparæktin vaxandi? Já, nautgriparæktin fer vax- andi einkum í lágsveitunum. En sauðfjárbúin hafa líka stækkað. í sumar var gerð tilraun með það á vegum Búnaðarsam- bandsins, að fá sæði sent frá Búfjárræktarstöð SNE á Ak- ureyri austur í Aðaldal. En þar tók maður við því til notkunar fyrir Aðaldal, Reykjadal og Ljósavatnshrepp. Telja má mestar líkur til þess, að þessari starfsemi verði haldið áfram. En sauðfjárræktarfélögin? Sauðfjárræktarfélög eru í öll- SKELLIN AÐR A til sölu. Uppl. í síma 2248. Til sölu ÞVOTTAVÉL nýleg. Afgr. v. á. Sem ný DÖKK FÖT á meðalmann fást fyrir mjög sanngjarnt verð. Uppl. í Hafn. 25, sími 1313. GÖLFTEPPI til sölu með tækifæris- verði. Stærð: 4x2 3/4 m. A. v. á. BÍLLYKLAR fundust í Strandg. síðastl. föstudag. Vitjist á afgr. blaðsins. GLERAUGU í rauðu liylki töpuðust sl. mánudag. Finnandi vin- sarnl. skili þeim á afgr. blaðsins gegn fundarlaun- um Skafti Bencdiktsson. um .hreppum Búnaðarsam- bandsins, og starfa með batn- andi rekstursfyrirkomulagi, og má vænta verulegs árangurs af þeim í framtíðinni. Útlit og horfur í Iandbúnaðar- niálum? Bilið virðist enn breikka milli þeirra bænda, sem betri hafa aðstöðuna og hinna, sem lakar eru settir. Horfur eru hvorki góðar eða batnandi fyr- ir landbúnaðinn, segir Skafti Benediktsson, ráðunautur Þing- eyinga, að lokum, og þakkar blaðið hin greinagóðu svör hans. E. D. LÍTIÐ HERBERGI til leigu í miðbænum. — Dívan og skápur fylgir. Afgr. v. á. HERBERGI til leigu í miðbænum. Sími 1896. VERZLUNAR- HÚSNÆÐI til leigu. Léttur iðnaður kæmi til greina. Uppl. í síma 1626 og 2468 Tveggja lierbergja í B Ú Ð til leigu. Afgr. v. á. Sprenghlægileg strákasaga Hjörtur Gíslason: Salómon svarti. Saga handa börnum. Með myndum eftir Halldór Pét- urss. Bókaforlag Odds Björns- sonar. Akureyri. 1960. Þessi barnasaga Hjartar Gíslasonar er alveg óvenjulega snjöll og spennandi strákasaga, fleytifull af hraðstreymu fjöri og furðulegustu ævintýrum! Það er því steindauður strákur úr öllum æðum, sem ekki hlær sig máttlausan að afrekum Salómons svarta og hrekkja- bi'ögðum strákanna fjögurra!. . Og Salómon svarti er hrókur alls fagnaðar og hryggðarvald- ur, lífs og liðinn og lifandi á ný! Og sagan endar með söng og sælu, eins og barnasögum ber að gera. Það var heldur en ekki fögn- uður í Smiðjubæ hjá tvíbura- bræðrunum Fía og Fóa á hvítasunnudagsmorguninn, þeg- ar afi gamli kom heim með svartan lambsanga, hálfdauðan, í barmi sínum. Og amman góða, Þuríður gamla, tók við lambsunganum, velgdi mjólk- ursopa handa honum, vafði ut- an um hann og stakk honum snöggvast inn í volgan eldavél- arofninn, og reyndi síðan að láta hann drekka af túttupela. Og það gekk furðu fljótt. Hrússi litli var hálf klaufalegur í fyrstu, en komst fljótt upp á lagið. — „Mikið er hann gáfaö- ur“, sagði amma gamla í hljóði. — „Já, auðvitað er hann gáfað- ur eins og Salómon konungur", sag’ði Skúli afi. ,,Salómon!“ hrópaði Fíi. „Við . skulum kalla hann Salómon!“ „Já, Salómon svarta!“ bætti Fói við. Og þar með hafði þessi nýfæddi móðurleysingi fengið veglegt nafn, sem fylgdi honum alla ævi! Nú vóru þrír móðurleysingjar í Smiðjubæ. Einkadóttir gömlu hjónanna, móðir tvíburanna, Friðfinns og Friðjóns, hafði dá- ið er þeir fæddust. Og Suytla, móðir Salómons, hafði dáið úr pestinni að nýbornum hrússa litla. — Og hér með hefst ævi- saga Salómons svarta, sem varð frægur og víðkunnur á fyrsta sumri ævi sinnar! Og Hjörtur Gíslason segir hana þannig, að hún verður öllum börnum minnisstæð. Félagarnir þrír í Smiðjubæ urðu óaðskiljanlegir. Drengirn- ir byggðu Salómoni hús „með kvisti og glugga með gleri í“, •kölkuðu það og funsuðu, en höfðu auk þess. gamlan barna- vagn til að aka honum í. Smám saman kenndu þeir Salómoni ýmsar listir og líkamsæfingar, sem seinna komu honum að góðu haldi! Brátt bætast tveir í hópinn, jafnsnjallir hinum, og ennþá hrekkjóttari. Það eru þeir Siggi sýsl og Dóri dokt, synir sýslu- manns- og læknishjónanna. Og þessir fimm-menningar eru heldur en ekki karlar í krapinu, og Salómon svarti þá ekki þeirra síztur! Og er þeir höfðu gert hann fullnuma í „boxi“, lék hann sér að því að skella drengjunum með því að renna sér aftan á þá og stanga þá í hnésbæturnar. Og þessarri list sinni beitti Salómon svarti gegn fjandmanni sínum og einka- óvini, Láka löggu, réttu nafni Þorlákur lögregluþjónn. Og þessir tveir háðu síðan marga harða hildi bæði á „sjó og landi“. Og nú gerast furðuleg- ustu ævintýri á lífsferli Saló- mons svarta, sem þið strákar verðið sjáifir að sjá og heyra: Salómon svarti umskiptingur í vitlausum barnavagni, græn- metisþjófur í matjurtagarði húsmæðra bæjarins, dáinn og grafinn og sungið yfir honum, en rís síðan upp á ný! Og margt á hann ógert enn! Salómon svarti étur úr blóm- vendi forsetans, svo aðeins stönglarnir eru eftir, ræður úr- slitum í knattspyrnukeppni drengjanna í Eyrarkaupstað, gerist innbrotsþjófur hjá sýslu- manninum, er tekinn til fanga, en bjargar sér, dæmdur í út- legð, en snýr á Láka löggu og snýr heim aftur, keppir í sundi við Láka og bjai'gar heiðri bæj- arins! En loks syrtir í álinn. Saló- mon svarti er dauðadæmdur, og Láki lögga hrósar happi og fer snemma morguns með Salómon svarta á sláturhúsið og skýtur hann þar sjálfur! — En, er að er gáð, var þetta „vitlaus hrút- ur“, sem Láki lögga átti sjálf- ur! Og Salómon svarta er enn borgið! Og glaðir eru allir „blessaðir drengirnir". Jæja, hvað viljið þið meira, drengir mínir? Allt þetta og miklu meira stendur í sögunni hans Hjartar! — Ég veit að þið lesið hana í einum spretti og syngið með fjórmenningunum: Þótt lagavörður deyi, þá lifir Salómon! „Blessaðii' drengirnir!“ Helgi Valtýsson. KÍRKJURITIÐ Útgcfandi: Prestafélag íslands. Ritstjóri: sr. Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Eg hef góðar heimildir fyrir því, að kaupendur Kirkjuritsins séu langtum færri en vænta mætti. Eftir eðli málsins ætti það að vera keypt á svo að segja hverju einasta heimili í landinu. Hver rök eru fyrir því? Kirkjuritið má teljast mál- gagn þjóðkirkjunnar hér á landi, þó að Prestafélag íslands sé útgefandinn, sennilega af hagkvæmilegum ástæðum. Kirkjan kemur oss öllum við. Um það þýðir ekki að deila eða því að neita. Öll verðum vér að leita til hennar um margs kon- ar þjónustu, að undanteknum utanþjóðkirkjumönnum, sem ekki eru tiltölulega margir hér á landi. Því þá ekki að fylgjast með í málum hennar? Leggja henni lið eftir megni? Styðja hana að öllu góðu starfi? Finna jafnvel að við hana með rökum, ef ástæða þykir til. Hún er hvort sem er á vorri ábyi'gð. Rökstudd gagnrýni á rétt á sér af hendi þeirra, sem eru í ábyrgðinni. Hún getur að góðu gagni komið. Allt er betra en afskiptaleysið — kæruleysið — andvaraleysið! — Gætum nú vel að! Því aðeins geta menn fylgzt vel með í málum kirkj- unnar, að menn kynni sér alla málavexti nákvæmlega. Lesi allt, sem um hana er skrifað með og móti, og alveg sérstak- lega það, sem irá starfi hennar er sagt í hennar eigin riti. Með öðrum oi'ðum: Til þess verða menn að lesa Kirkjuritið! En til þess að geta lesið allt, sem þar er birt, þurfa menn helzt að kaupa ritið og eiga. Menn komast þannig ekki fram hjá Kirkjuritinu, eins og nú er komið málum. Menn mega ekki skáganga það. Allt, sem þar er sagt, kemur oss flestum við. Veki það máls á einhverri fjar- stæðu, þá ber oss að fylgjast með því og mótmæla því strax án tafar. Hvetji það til dáða, i þá má ekki láta „kylfu ráða kasti“ um það, hvenær vér kunnum að heyra sagt frá því ■ eða oss gefst tækifæri til að lesa það. Aðeins með því að kaupa ritið, gefst oss tækifæri til að fylgjast fullkomlega vel með í málum, sem vér berum ábyrgð á . Kirkjuritið kemur út í tíu heftum, alls um 500 bls. les- máls í 8 bls. broti árlega. Frá- gangur er vandaður. Pappír góður, letrið skýrt. Það flytur ræður, ritgerðir um ýmis efni, fréttir bæði innlendar og er- lendar af kirkjulegum viðburð- um, æviminningar, Ijóð og vekjandi „pistla". Pistlar rit- stjórans eru um margvísleg efni og „hitta oftast naglann á höf- uðið“. Þeir eru oft með ágætum og sannarlega „orð í tíma töl- uð“. Fleiri efnisatriði mætti telja, en hér skal hætt. Auk annars flytur ritið fjölda mynda. Árgangur þess kostar 60 kr. Fyrir þessa „sex tí-kalla“ fá menn um 5000 bls. góðs les- máls. Býður eiginlega nokkur betur? Eg spyr að lokum: Hví kaupa menn ekki Kirkjuritið alinennt? Hættið þessari kauptregðu, góð- ir menn og bræður! Gjörist á- skrifendur þess í stórum stíl frá næsta nýjári. Eitt þúsund nýir áskrifendur væri fögur ný- ársgjöf til Kirkjuritsins. Vinn- um að því! Vald. V. Snævarr. Aldamótamenn Aldamótamenn. Höfundur Jón- as Jónsson frá Hriflu. Útgef- andi: Bókaforlag Odds Björns- sonar. Akureyri. Út er komið 2. bindi Alda- mótamanna eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, gefið út af Bókafor- lagi Odds Björnssonar á Akur- eyri. í formála segir höfundur m.a. „Menn, sem leggja á sig að blaða í gegnum þessa þætti, munu kynnast nokkuð hinum mikla sköpunarþrótti og afrek- um þeirrar kynslóðar, sem tengir öld Jóns Sigurðssonar við þann tíma, þegar þjóðveldið hefur verið endurreist og þjóð- in fetar nýjar og erfiðar braut- ir. í þessum köflum eru bornar fram myndir úr samtíðarheim- ildum um lífsstarf glæsilegra ættjarðarvina. Þar ganga fram hlið við hlið leiðtogar í stjórn- málurn, skáld, listamenn, sjó- menn, bændur, kvenskörungar, viðskiptaforkólfar, útvegsmenn, skipaeigendui', visindamenn, (Framhald á 7. síðu.) Snjókeðjur VÉLA- OG BÚSÁHALDADEÍLD RÁFGRKA h.f. AUGLÝSIR: Ún'al nýtízku LJÓSA OG HEIMILISTÆKJA Gjörið svo vel að líta inn. RAFORKA H. F. Gránufélagsgötu 4 Sími 2257 Sextán Ijósa JÓLALJÓSASERÍUR (slökknar ekki, þótt ein pera bili). Verð aðeins 275 kr. VARAPERUR . fyrirliggjandi. —o— PROMETHEUS Straujárn Brauðristar Hárþurrkur Hitapokar Prometheus vörur eru með 5 ára ábyrgð. VÉLA- OG RAFTÆKJASÁLAN H.F. Strandgötu 6 — Sími 1253 LOFTNET með tilheyrandi kr. 162.00 VELA- OG BÚSÁHALDADEÍLD ILMVOTN í miklu úrvali. SNYRTÍPOKAR og SOKKAPOKAR margar gerðir. BURSTASETT FALLEGIR HÁLSKLÚTAR SOKKABUXUR á böm. UUarvettlingar á börn og fullorðna. VERZLUNIN SKEMMAN Sími 1504 SKÓGRÆKTARFÉLAG EYFIRÐINGA selur JÓLATRÉ OC GREINAR eins og áður. Sala hefst miðvikud. 14. þ. m. og fer fram við Hafnarstr. milli Amaro og Drífu, eftir kl. 13. Tekið á móti pöntunum í síma 1464. HERRA- VÖRUR í JÓLA- PAKKANN KULDAULPUR (skinnfóðraðar) HERRA FRAKKAR HERRASTAKKAR (alls konar) HERRA HATTAR OG HÚFUR HERRA HANZKAR (margar tegundir) HERRA ULLARVETTLINGAR (gamalt verð) HERRA PEYSUR (fl. tegundir) MANCHETTSKYRTUR (Estrella) BINDI og SLAUFUR (fjölbreytt úrval) SOKKAR, verð frá kr. 8.50 SNYRTIVÖRUR og SNYRTIVESKI SKYRTU- OG BINDAMÖPPUR NÁTTFÖT OG NÆRFÖT ATH. Mikið af okkar HERRAVÖRUM er enn þá á gamla verðinu, svo hyggilegt er að gera JÓLAINNKAUPIN snemma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.