Dagur - 07.12.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 07.12.1960, Blaðsíða 8
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmiiiiMtiMiiiiiiiifiiiiiiitMiiiiiiimiii!itiiiiiiiiiiiiimiiitiitiiiiiiimiiiiittitiiiiiiiiiiiiHiiitiiiiiriiiiiiiiiiiiiMiimiimiiiitiiiiiHiiiiiiiiiitiitiitiiiiYiiiiiiiiiiiiHtitHiiitimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiii*iiiMiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHiiiiimiiiiiiimiiii!iiiiiiiii|| 8 ÞAU tíðindi gerðust í Ilátíðasal Háskólans hinn 1. des., að þegar Guðm. í. Guðmundsson hóf ræðu sína um landhelgismálið, risu flestir viðstaddir, eða um 100 manns, lir sætum og gengu hljóðlega til dyra. Eftir urðu 27 menn, aðeins. Það vakti og athygli að prófessorar Há- skólans voru ekki meðal áheyrendít. — Atburður þessi er einstæður og athyglisverður, og hann ætti að vera þeim nokkur hirting, sem vinna með Bretum og vilja vcrzla við þá með landgrunni. — Stjórnarblöðin ætluðu að ærast er stúdentar höfðu þvegið liendur sínar á svo áhrifaríkan hátt. Þau telja Háskólann svívirtan, að forseta íslands hafi verið óvirðing gjör og siðasta greinin er skrifuð undir fyrirsögninni „Viðundur“. — Sannleikurinn er sá, að prófessorar forðuðu Háskólanum frá hneysu, forseV var ekki óvirðing sýnd, en samning- um mótmælt. — Sá, sem varð að viðundri þennan dag, var Guðmundur í. Guðmundsson, sem þurfti að tala yfir auðum stólum og galt liann þar hins hörmulega málstaðar síns í landhelgismálinu. (Ljósm. Ari Kárason). Filmía hefur vefrarsfarf sitt Sýnir pólska mynd úr Auschwitz-fangabíiðum VEGNA TREGÐU á góðum kvikmyndum, hefur Filmía starfsemi sína síðar nú en áður. En á laugardaginn verður sýnd kvikmyndin „Ostan E- tap“, sem er pólsk mynd og sýnir fangabúðir undir stjórn nazista. Þar er einkum lýst dag- legu lífi kvenfanganna og hinni hrottalegu meðferð á þeim hjá hinum þýzku böðlum. Þótt þar sé umbúðalaust lýst hinum hörmulegustu þjáningum, sem saklausar konur urðu að þola og hryðjuverk og mannfórnir nazista dyljist ekki, þykir mynd in halda jafnvægi. Næsta mynd Filmíu verður „Barrabas“, eftir samnefndri skáldsögu Pár Lagerquist. Félagsskírteini í Filmíu verða með sama verði og áður, eða 100 krónur, og það gildir sem aðgöngumiði að öllum sýning- unum. Kvikmýndasýningarnaf- verða í Borgarbíó, og verða þær aug- lýstar með fyrirvara. □ BLÖNDUÓSI 6. des. Á skák- þingi Norðlendinga, sem nýlok- ið er á Blönduósi, varð Jón Ingimarsson sigursælastur í meistaraflokki og hlaut titilinn skákmeistari Norðurlands 1961. Fjórir efstu menn voru: Jón Ingimarsson 6 vinninga, Jónas Halldórsson, Hún., fyrrverandi skákmeistari Norðlendinga 5V2, Jón A. Jónsson, Húsavík, 3V2. í fyrsta fokki sigraði Húnvetn- ingurinn Björgúlfur Einarsson með 5Vz vinning, annar varð Hjörleifur Halldórsson, Eyfirð- ingur, með 5 vinninga, þriðji Magnús Sveinbjörnsson, V,- Hún., með 5 vinninga og Hall- dór Einarsson, Hún., 4 v. Hr að skákkeppnin. Á sunnudagskvöldið fór fram hraðskákkeppni á 26 borðum. Hæstur varð Jónas Halldórsson með 24 Vz vinning og hlaut þar með titilinn hraðskákmeistari óní Benónísson sem gestur og hlaut 22 vinninga. Nú er verið að ljúka við að endurbyggja Laxárstífluna og er fiskvegur gerður um leið. Verklegar framkvæmdir h. f., Reykjavík, önnuðust þessar framkvæmdir og munu þær kosta 1.3 milljónir króna. Á Tindum í Svínavatnshreppi var nýlega borað eftir vatni. Á um það bil 20 metra dýpi fannst gott neyzluvatn, og þykir vatns- leitin því hafa borið góðan ár- angur. [ Stefán með leyni- i I b?ndið | ÞÁTTURINN um fiskinn hefir hafizt á ný eftir nokkurra mán- aða hvíld. Sömu menn sjá um hann og áður, þeir Stefán Jóns- son og Thorolf Smitli. En hús- NOKKURRA NNGMÁLA GETIÐ ÞEIR Karl Kristjánsson og Ól- afur Jóhannesson flytja frv. um, að innheimtumenn ríkissjóðs skuli fjórum sinnum á ári leggja fram skýrslur um álagð- an söluskatt hjá hverjum skatt- greiðanda og skuli skýrslur þessar liggja þannig almenningi til sýnis, eins og skrár um tekju- og eignarskatt og útsvör. Með frv. þessu er að því stefnt, að tryggja rétt skil á söluskatt- inum til ríkissjóðs. Merkilegt nýmæli. Valtýr Guðmundsson (vara- maður Jóns Skaftasonar, sem var á fundi erlendis um tíma) flytur tillögu til þingsályktunar um, að leitað verði samninga við Fiskifélag íslands um, að fé- lagið ráði í þjónustu sína einn eða fleiri leiðbeinendur í nið- ursuðumálum og gangist fyrir því, að haldin verði námskeið fyrir verkstjórn í niðursuðu- iðnaði. Er hér um merkilegt ný- mæli að ræða, sem miðar að því að efla niðursuðuiðnað ís- lendinga og gera grundvöll hans sem traustastan. Landbúnaðarnefnd neðri deildar flytur frv. til nýrra á- búðarlaga. Frv. er samið af milliþinganefnd, sem Alþingi kaus vorið 1959, en í henni eru Ágúst Þorvaldsson alþm., Pálmi Einarsson landnámsstjóri og Jón Sigurðsson fyrrv. alþm. í nefnd- arálitinu kemur fram, að í land- inu voru árið 1957 5915 sérmetn- ar, byggðar jarðir og 1130 eyði- jarðir, en búendur alls 6418. Eru þá ekki meðtaldar jarðir eða búendur innan lögsagnar- umdæma kaupstaðanna. Sama ár voru 83% byggðu jarðanna í einkaeign, 7,9% kirkjujarðir, 3,9% þjóðjarðir, jarðakaupa- sjóðsjarðir 1,7% og jarðeignir stofnana og hreppa 3,5% og í blandaðri ábúð 7,9%. Björn Fr. Björnsson og fleiri flytja tillögu til þingsályktunar um varnir gegn landspjöllum af völdum Dyrhólaóss í Mýr- dal. Þórarinn Þórarinsson flytur tillögu um að fela ríkisstjórn- inni að hlutast til um, að seðla- bankinn endurkaupi fram- leiðslu- og hráefnavíxla iðnað- arfyrirtækja eftir ákveðnum reglum, svipuðum þeim reglum, er nú gilda um endurkaup framleiðsluvíxla sjávarútvegs og landbúnaðar. Karl Kristjánsson flytur frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja eyðijörðina Þor- steinsstaði í Grýtubakkahreppi. Hannibal Valdimarsson og fleiri flýtja frv. um sömu laun kvenna og karla. Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósefsson flytja tillögu um skipun nefndar til að rannsaka fiskverð. Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson flytja frv. um félagsmálaskóla verkalýðs- samtakanna. Unnar Stefánsson flytur frv. um heildarskipulag Suðurlands- undirlendis. Unnar Stefánsson og Eggert Þoi-steinsson flytja frv. um und- irbúning brúarbyggingar yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi. Kjartan Jóhannsson og fleiri flytja frv. um endurskoðun laga um vita- og leiðarmerki. Alfreð Gíslason læknir flytur frv. um meðferð drykkjumanna. Auður Auðuns og fleiri flytja frv. um breytingu á lögum um réttindi og skyldur hjóna. Björn Jónsson og fleiri flytja tillögu um aðstoð við niður- lagningar- og niðursuðuiðnað síldar. (Leiðrétting á þingfrétt 26. nóv.). í BLÖÐUM Vestmannaeyja eru bornar fram hugmyndir um að fcæta samgöngur við eyjarnar. Hugmyndastór Sunnlending- ur bar fram hugmynd um jarð- göng frá Vestmannaeyjum til lands og annar stingur upp á að brúa sundið. Þessar hug- myndir eru ekki kotungslegar, en tæpast verður þeim fi'am- kvæmdum valdið í bráð, hvað sem síðari tímar kunna að fela í skauti sér um tæknilega og Norðurlands. Annar varð Björg úlfur Halldórsson 20 v., þriðji Halldór Jónsson lÐVa og fjórði Jón Hannesson, Blönduósi, með 19 vinninga. Á hraðskákmótinu tefldi Ben | Komu sjálfar | Á FÖSTUDAGINN komu þrjár kindur heim á tún á Björk í Öngulsstaðahreppi og höfðu þær ekki komið fyrir í göngum í haust. Þetta voru fullorðin ær, veturgömul ær og lamb. Allar voru kindur þessar grá- ar að lit og kollóttar. Eigendur eru bændurnir Sigurgeir á Öngulsstöðum og Garðar á Staðarhóli. □ efnahagslega möguleika. Hitt er víst, að landþrengsli eru í Eyjum og landtengsl nauðsyn- leg. En Vestmannaeyjar eru, vegna legu sinnar og atorku í- búanna, mesta verstöð landsins og þar er mikill auður á land dreginn. Hætt er þó við, að mik- ið vatn verði til sjávar runnið, áður en farið verður á bifi'eið- um eða öðrum skyldum farai'- tækjum til Eyja, eftir jarð- göngum eða brú yíir sundið. bændurnir eru aðrir, sem sé Fiskmatsi'áð. Okkur skilst, að ráðið ætli að hafa svo hönd í bagga með efni þáttanna, að ekki komi til stórmóðgana, sem sumir þeii’ra ollu í fyrra. Við erum þeiri'ar skoðunar, að þátt- urinn muni hafa mjög takmax'k- að gildi, nema því aðeins, að þeir félagar fái nokkuð frjálsar hendur til þess að koma við sárustu kaunin, en það er varla hægt nema undan svíði annað veifið. Það er sem sé vandratað meðalhófið. (Sjávax-afurðadeild SÍS). ■IIIIMIIIIIIIIIIIII.. | AKUREYRINGAR | | GLEYMDU ... I HINN 1. desember er lögboðinn fánadagur, helgaður af merkum áfanga í sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga. Akureyringar gleymdu að draga fána að hún á þessum degi, svo og því að minnast dagsins með öðrurn hætti, rétt eins og þeim kæmi 1. desember ekkei't við. Þetta er of mikið íómlæti í höfuðstað Norðux'- lands og mætti ekki endurtaka sig. í miðbænum sást aðeins einn fáni uppi og var hann ekki ís- lenzkui'. Opinberar stofnanir, í bænum og óbreyttir box'garar gleymdu skyldu sinni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.