Dagur - 01.02.1961, Blaðsíða 2

Dagur - 01.02.1961, Blaðsíða 2
2 lllllllMIIIMIIIIIIIH LEIKFÉLAG MENNTASKOLANS: ..... ,Vængstýíðir englar’ Höfundur Albert Husson Leikstjóri Bencdikt Árnason Þegar fogarar selja utanlands LEIKFÉLAG Menntaskólans frumsýndi franska gamanleik- inn „Vœngstýfðir englar“ s. 1. þriðjudag (24. jan.) við húsfylli og góðar viðtökur áhorfenda. Leikstjórn annast Benedikt Árnason frá Reykjavík. „Vængstýfðir englar" er ósvikinn gamanleikur. Svo skemmtilega samansettur, að jafnvel þrjú dauðsföll, þegar hænan er með talin, sem jaði'- ar viö að flokkast undir morð, verða einkennilega ánægjuleg og naesta brosleg tilbrigði og falla vel inn í ramma leiksins. Leikurinn er allur léttur í vöfum og vel viðráðanlegur hirum ungu leikurum, enda má segja, að betur takist íil hjá L. M. en oítast áður. Hér skal ekki fjölyrt um efni þessa gamanleiks eða rakinn gangur mála, áhorfendum er bezt að kynnast honum af eigin raun. Þess skal þó getið, að hann fer fram á heimili Ducotel hjónanna á aðfangadagskvöld á þvi herrans ári 1910. Leikendur eru 10 að tölu, auk þess hænan (sennilega úr hænsnakofa Binu á Barði) og svo snákur- inn Adolf, sem gerist þægilegt vei’kfæri hinna ágætu þremenn inga, fanganna, Jóseps, Júlíusar og Alfreðs, en þeir eru máttar- stoðirnar i þessum leik og hinir vængstýfðu englar. Péíur Einarsson, fer með hlutverk Jóseps, fanga nr. 3011, og er hann foringi þessarar þrenningar. Pétur getur nú varla talizt viðvaningur á leik- sviðinu, svo oft hefur hann komio við sögu leiksýninga L. M. og farið þar með stór hlutverk af miklum myndar- skap. Leikur hans að þessu sinni er líka víða með ágætum, en honum hættir til að leika of sterkt á köílum, yfirdrifa og bsita röddinni meira en hún þolir. Þar af leiðandi verður framsögn hans stundum óskýr, einkum þar sem mikill hraði er snmfara. Karl Grönvold, fer. með hlut- verk fanga nr. 6317, en sá heitir Júlíus. Karl hefur einnig stigið á fjalirnar áður, síðast í „Eftir- ]itsmanninum“ sem L. M. sýndi hér í fyrravetur. Leikur Karls er óþvingaður og léttur, fram- sögnin skýr og látlaus. Leikur hans fellur vel að hlutverkinu og er snurðulaus frá upphafi til enda. Þorvaldur G. Einarsson, leik- ur Alfreð, fanga nr. 4711. Ekki minnist ég þess að hafa séð Þor vald á leiksviði fyrr, en sannar lega kom hann ekki fyrir sjónir sem byrjandi í listinni og skil- aði hlutverki sínu afbragðs vel. Var hlutur haps í þessari væng stýfðu þrenningu sízt minnstui', þrátt fyrir það, að hlutverkið er kannski minnst að vöxtum. Hann virðist hafa meðfædda leikarahæfilcika, enda kominn frá því landi sem hefui' alið flesta listamenn í heimi, miðað við fólksfjölda, nefnilega Hris- ey. Guðmundur Sigurðsson, leik- ur Felix Ducotel. Þetta er hálf gert vandræða hlutverk, enda nær Guðmundur ekki veruleg- um tökum á því. Hann virðist vera undir áhrifum frá hlut- verki sínu í „Eftirlitsmannin- um“ frá því í fyrra og á við ýmsa byrjunarörðugleika að stríða, bæði í framsögn og fasi. Þetta er síður en svo óeðlilegt og ber ekki að skoða sem að- finnslur einar, heldur venju- legt fyrirbrigði hjá byrjendum í leiklistinni og þrátt fyrir smá vankanta í leik Guðmundar, var síður en 'svo að hann skemmdi heildarsvip leiksins. Jóna E. Burges, leikur frú Ducotel látlaust og eðlilega. Hún hefui' góða framsögn og henni fylgir svo mikið öryggi á leilcsviðinu, að það er cins og hún. eigi þar heima. Guðrún SíguröardóH'r, er skemrntileg í hlutverki dóttur Ducotel-hjónanna. Henni tekst mjcg vel að túlka þetta veik- geðja eftirlætisbarn. Hreyfingar hennar eru léttar og samsvara vel æsku hennar og yndis- ]iokka. GTuðrún er nýliði á leik- sviðinu, að því eg bezt veit, en þess gætir þó ekki í leik henn- ar, enda mun hún hafa fengið nokkra undirstöðu í listinni eft ir öðrum leiðum. Einar O. Kristjánsson, skapar skemmtilega týpu í hlutverki hins harðsvíraða kaupsýslu- manns, Henry Trochard. Ég saknaði þess þó, að dóninn var ekki gráhærður. Jón S. Sigurjónsson, sýndi mjög góðan leik í hlutverki Páls frænda, einkum þar sem mest á reyndi, þ. e. a. s. eftir að hann var svo óheppinn að koma full nærri vininum Adolf. Arnar Jónsson kemst létt frá liðsforingjanum, sem er lítið hlutverk og gefur ekki mikla möguleika til leiks, því liðsfor- ingi þessi sofnar rétt strax eft- ir að hann birtist á leiksviðinu, og tjaldið fellur. Helga K. Möller, fer með hlutverk frú Parole og má segja að þar sé eini veiki hlekkurinn í þessari sýningu. Þessi frú mun nú að vísu ekki vera af betra taginu, en sennilega er hún heimskona og tildursrófa, ætti því að leikast með nokkurri til- gerð, en ekki yfirdrifinni frekju. Framsögnin hjá Helgu er ekki laus við lestur, ef svo mætti að orði komast, og er yfir leitt of hröð svo að stundum skilst illa það sem hún segir. Hér hefur verið minnzt að nokkru á þá leikara, sem fram koma í sýningu L. M. að þessu sinni. Að sjálfsögðu getur þetta varla talizt neinn leikdómur, þar sem sá er þetta ritar hefur ekki haft aðstöðu til að kynna sér leikritið, en stuðzt eingöngu við þá yfirsýn, sem hægt var að fá af frumsýningunni einni saman og það er vitanlega mjög ófullkomin forsenda til að byggja leikdóm á. Hitt dylst þó ekki, að heildarsvipur sýningai' innar er mjög góður og hinum ungu leikurum til sóma. Um þátt leikstjórans er ég ekki fær að dæma, sökum ókunnug- leika, en mér er sagt að hann hafi aðeins verið hér í hálfan mánuð, þess vegna skilst mér, að leikararnir hafi oroið að æfa nokkuð upp á eigin spýtur og er sigur þeiri'a því þeim mun meiri. Auðvitað er öll sviðsetn- ing leikstjórans og virtist mér hún vera í bezta lagi. Um leið og ég óska L. M. til hamingju með Vængstýfðu englana sína, vil ég þakka leikurunum,. svo og öllum hinuni, sem þar hafa að unnið, fyrir ánægjulega kvöldstund. - Nýju samningarnir tryggja kjarabætur FramhaJd af 1. siðu. Allar tölur eiga við slægðan fisk með haus. Þetta var af samningaaðilum samþykkt með þeim fyrirvara, að viðkomandi félög leggðu blessun sína yfir. Kauptrygging var ákveðin kr. 5365 krónur á mánuði á bátaflotanum allt ár- ið. Fulltrúar Vestmannaeyja höfðu gengið frá samningaborði formlega og Austfirðingar voru ekki með. Þessi félög staðfestu samningana: Tvö félög í Vest- mannaeyjum, Þorlákshöfn, Grindavík, Sandgerði, Keflavík. Ennfremur á Hellissandi, Olafs vík, Grundarfirði og Stykkis- hólnii. Á Norðurlandi samþ. fé- lögin á Akureyri, Siglufirði, Ó1 afsfirði og. Skagaströnd. Á Aust urlandi voru samningarnir sam þykktir með breytingum eftir langt þóf. Á Hornafirði voru samningarnir samþykktir. í Reykjavík, Hafnarfirði og Akranesi var samningunum neitað og stendur svo enn. Á þeim stöðum, þar sem samning arnir hafa hlotið samþykki eru um 340 bátar, en 140—150 bátnr á öðrum stöðum. Á Dalvík og Húsavík hafa samningarnir ekki hlotið afgreiðslu en róðrar hafnir. í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, eru róðrir ekki hafnir ennþá. Þar mót- mæla útgerðarmenn vei'ðregl- um. Þar voru í fyrra um 130 bátar á vertíð og er hörmulegt, að heill mánuður líði af vetrar- vertíð án þess að róðrar hefjist. í Vestfirðingafjórðungi voru róðrar hafnir, en ekki er kunn- ugt um nýja samninga þar. □ sFramhald af 1. siðu. „hinar hagkvæmu sölur“. Sjó- mennirnir fá 420 mörk eða 35 stei'lingspund hver í söluferð, og samsvarar það rúml. 4000 ísl krónum á mann. Ef til jafnaðar eru 24 menn um borð á hverjum togara í söluferð (32 menn þegar farið I Slæisiar fréttir 1 1 af iniiinknimi i ÞÆR FRÉTTIR hafa borizt, að 20—25% verolækkun liafi orð- ið á minnkaskinnurn á hinum árlegu uppboðum í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi. Þetta getur haft lrinar alvar- legustu afleiðmgar í för með sér íyrir ísle-ndinga, en mörg frystihús . hafa nú keypt sér kvarnir (verð ca. 50.000.00 per stk.) til að mala fiskbeinin, sem síðan eru fryst og seld L minnkafóður. Að vísu hafa verið gerðir nokkrir samningar um sölu fram á næsta ár, en við því má fastlega búast, að verð á minnkafóðri lækki strax á fyrstu mánuðum þessa árs. Hér á landi mun nú ætlunin að framleiða feikn af þessu minnkafóðri og sú staðreynd ein saman myndi nægja til þoss að hægt væri að búast við verðlækkun sökum framboðs- aukningar héðan. En það eru líka önnur lönd, sem frysta minnkafóður sökum hin.s lága verðs á fiskimjöli. Og nú er því spáð, að lítilsháttar hækkun verði á fiskimjöiinu á fyrstu mánuðum þessa árs. (Frá Sjávarafurðadeild SÍS) er beint af miðunum, en allt nið ur í 16 menn annars) hafa sjó- menn, í þessum 194 sölufei'ðum 1960 fengið í erlendum gjald- eyri sem svarai' til um 17—18 milljónum króna. Þetta er sam kvæmt samningum og verður að telja það ríflega gjaldeyris- notkun og ekki alveg víst hver hlunnindi þetta eru í raun og veru fjölda sjómanna. Fyrir nokkru birti Dagur mynd af vínflöskum, sem Á- fengisverzlun ríkisins voru ekki merktar. Athugandi er, að láta mun nærri að sjómenn hafi, með góðlegu leyfi yfirvaldanna komið með úr þessum söluferð- um 18.600 flöskur af sterkum vínum og 232.800 flöskur af á- fengum bjór, og er þá ekki reiknaður aukaskammtur yfir- manna. Auk þessa, eru svo söluferðir allra minni skipa, til dæmis A- þýzku togskipanna, sem hafa 14 manna áhöfn og hafa farið marg ai' söluferðii'. Fjórtán söluferðir logara Ú. A. Hér á Akureyri fóru togarar Ú. A. 14 söluferðir með ca. 25 manna áhöfn og togbátar 5 söluferðir. Ætla má, að í þess- um ferðum hafi komið til Akur eyrar eftir löglegum leiðum um 1700 flöskur af sterku víni og yfir 20 þúsund flöskur öls. Q: •IIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIMMIMIMIMIIMIIIIHIMIII..... kemur næst út á miðvikudag- inn kemur, 8. febrúar. — Aug- lýsingahiuidritiii þurfa að ber- ast snemma, svo og annaö efnir sem sent er til birtingar. Bifreiðaeigendur aihiigið! Á B Y R G Ð H. F. auglýsir bifreiða- tryggingar fyrir bindindismenn: 1. Hagkvæniari kjör en áður hafa þekkzt liér á landi. 2. Segið upp skuldatryggingunni á bílnum yðar fyrir 1. febrúar, ella er það ekki hægt á þessu ári. 3. Eflið ÁBYRGD Ií.F. Fjölþættar almenn ar tryggingar hefjast síðar. ÁBYRGÐ H.F TRYGGINGABFÉLAG BINDINDISMANNA — Umboðsfélag Ansvar international Skrjfstofa verður opnuð bráðlega á Laugavegi 133, Reykjavík. G. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.